Dagblaðið - 24.06.1981, Síða 11

Dagblaðið - 24.06.1981, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNl 1981. ““““■“"N 11 Kjallarinn Sigurður Þör Jönsson nýafstöðnu orkuþingi var rætt um orkuframkvæmdir og orkunýtingu og kom þar margt forvitnilegt fram, meðal annars að koma hér upp olíu- hreinsunarstöð og leita að oliu norður af landinu, og yrði þá Fiatey á Skjálfanda „hugsanlega æskilegur borpallur” eins og komist var að orði. Ekki er öll vitleysan eins. Hvi i ósköpunum eigum við að koma upp oliuhreinsunarstöð fyrir tæpan milljarð króna þegar það er vitað mái að olía verður ekki orku- gjafi framtiðarinar? Þó að finnist einhver olfa norður af landinu þá verður það bara dropi i hafið sem gæti samt orðið ansi stór og hættu- legur dropi ef olia færi í sjóinn. Hvað með fiskimiðin á Skjálfanda og. norður af landinu? Svari þeir sem vilja koma þessari vitleysu í fram- kvæmd. Við viljum nýjar lausnir, ekki lengur úreltar hugmyndir að utan. Væri ekki nær að nota eitthvað af þeim fjármunum, sem i olíuævintýrið myndu fara, til rannsókna og fram- leiðslu á innlendum orkugjöfum? f erindi dr. Braga Árnasonar á orkuþingi kom fram að með þekktri tækni væri unnt að framleiða eldsneyti sem við þörfnumst, aigerlega úr isienskum hráefnum. Hér er fyrst og fremst um að ræða metanól sem er hentugt eldsneyti á bifreiðar og ammóniak fyrir fiskiskip. Sem sagt, við eigum að nota orku okkar sjálf en ekki að selja hana útlendingum á útsöluverði. Ef þessi leið verður valin, að fram- leiða eldsneyti hér á landi, verður bjart framundan með blóm í haga og kannski munu kýrnar leika við hvurn sinn fingur. Slgurður Þór Jónsson félagsfræðlngur. Mesta fjármálahneyksli á Norðurlöndum: MILUONIR KRÓNA RUNNU í VASA SJÓDSTJÓRNARINNAR — Peningamir sem fara áttu til sveltandi bama í þriðja heiminum fóru í mörgum tilfellum aldrei út fyrir Norðurlöndin 46 ára gamall baptista-prestur og nokkrir aðrir menn f stjóm hinnar norrænu hjálpastofnunar Nordisk Barnefond voru fyrir skömmu hand- teknir, grunaðir um að hafa stungið undan um 16 milljónum norskra króna. Peningunum hefur verið safnað saman til að hjálpa bágstöddum og sveltandi börnum vfða um heim. í igegnum auglýsingar hafa um 14 þúsund Norðmenn tekið að sér að framfleyta einhverju ákveðnu barni i þriðja heiminum. Á hverjum mánuði hefur hver þeirra greitt um 70 krónur eða eina milljón samtals dl Nordisk Barnefond. Þetta hafa Norðmenn kallað „fjemadoptíon” eða ættleið- ingu úr fjarlægð. Fyrirkomulag þetta naut mikilla vinsæida i Noregi og raunar víðar á Norðurlöndum þar sem fólki fannst sem þvi gæfist þarna kærkomið tækifæri til að iáta gott af sérleiða. ■ Má nærri geta hvernig fólk hefur brugöizt við fréttum um að stórar upphæðir úr sjóðnum hafi mnnið beint í vasa ráðamanna sjóðsins með baptísta-prestínn Helge Nordahl i broddi fylkingar. Mun ekki ofmælt að hér sé á ferðinni eitt mesta fjár- máiahneyksli á Norðurlöndum. Ýmsa foreldra var tekið að gruna að sjóðurinn hefði óhreint mjöl i pokahorninu. Kom það til dæmis til af þvi að yfirleitt reyndist ekki unnt að fá auknar uppiýsingar um börnin sem viðkomandi greiddu til og fór svo að sumir hættu að greiða þar sem þeim þótti ekki nægilega tryggt að réttilega væri að málum staðið. Aðrir hafa hins vegar verið algjörlega grunlausir allt til þessa og hefur lög- reglan átt fullt í fangi með að stöðva greiðslur til sjóðsins eftir að i ljós kom hvernig í pottinn var búið. Fjármálahneyksli þetta verður stöðugt víðtækara eftir þvl -sem rannsókn þess miðar áfram og er engan veginn séð fyrir endann á þvi. (Dagbladet). Presturinn Helge Nordahl, formaður Nordisk Barnefond. VIUA UEKNAR SPRENGJA ÍSLENSKT HBLBRIGDIS- 0G MENNTAKERFI? húsnæði, rafmagn, ljós, hiti, tæki, aðstoðarfólk og reyndar lika efni. Hvar er verkstæði sjúkrahús- lækna? Er það ekki sjúkrahúsið? Hver á sjúkrahúsið? Ekki læknarnir heldur allur almenningur. Samt bjóðast læknar til að vinna á þessum vinnustað, nota húsnæði, tæki og að- stoðarfólk en krefjast að fá kaup fyrir útselda vinnu. Hvemig mundi eigandi bifreiðaviðgerðaverkstæðis bregðast við ef bifvélavirkjar segðu upp hjá honum vinnu en byðust svo til að vinna áfram á verkstæðinu fyrir taxta sem jafngildir taxta fyrir út- selda vinnu? En þetta er það sem læknar bjóðast til að gera, og fái þeir ekki reikninga sína greidda hóta þeir Iögsókn. Það er orðið eitthvað bogið við lög i landinu ef dómarar failast á að bianda saman óskyldum rekstrar- formum. Ef sjúkrahúsalæknar ætla sér að halda fast viö þessa útseldu vinnu sina verða þeir að kaupa eða leigja sjúkrahúsin og reka þau fyrir eigin reikning. En það er einnig önnur alvarleg hlið á þessari launadeilu lækna. Þeir segjast þurfahærri laun vegna þess að nám þeirra sé svo langt og dýrt og ævitekjur þeirra stuttar. Rétt er það. Nám háskólamanna er langt og ævi- tekjur styttri en þeirra sem hafa styttri skólagöngu að baki. Lækna- stúdentar eru þó aö því leyti betur settír en aörir háskólastúdentar að þeir eru yfirleitt komnir á laun í Yfirlæknar á blaðamannafundi um Ixknadeiluna. sjúkrahúsunum strax i miðhluta, þ.e. áður en þeir em hálfnaðir i námi. í herkví Eins og áður getur er menntun á íslandi greidd úr sameiginlegum sjóði landsmanna, einnig háskólamennt- un. Vilji læknar gera menntun sina að fjárfestingu eins og hún er i Bandarikjunum er ekki nóg að breyta aðeins öðrum þættinum, það er hve mikið er hægt að hafa upp úr henni að námi loknu, einnig verður að breyta tilkostnaðinum. Vilja læknar hækka verulega laun sin þó að það kostí að tekin verði upp há skólagjöld við Háskóla íslands eins og tiökast við háskóla i Bandaríkjunum? Og vilja háskólamenn almennt þá kerfis- breytingu? Einnig má spyrja: Eru íslenskir iæknar hrifnari af heil- brigðiskerfinu í Bandarikjum Norður-Ameriku en á íslandi og ann- ars staðar á Norðurlöndum? Það mundi sprengja ramma þessarar greinar áð ræöa þá hluti. Ég skal aðeins geta þess að eftir upplýsingum Time, timaritsins fræga, 1978, gátu 40% sjúklinga i Bandarikjunum ekki fengið þá læknismeðferð er þurfti, en á sama tima voru 200.000 rúm á sjúkrahúsum ónotuö, svo dýr er sjúkrahúsvist þar i landi. Sam- kvæmt þvi sem segir í timaritinu Réttí eru engar sjúkratrýggingar tíl sem ná yfir öll Bandarikin. Þess vegna hafa 18 milljónir Bandarikja- manna engan rétt til ríkisaðstoðar ef sjúkdóm ber að höndum og 48 millj- ónir Bandaríkjamanna geta ekki greitt til fulls sjúkrahúsareikninga sina. — 60% af íbúum Suðurrikj- anna hafa engar ríkistryggingar. Þykir islenskum sjúkrahúsaiæknum þetta til fyrirmyndar og vilja skipta á þvi og íslensku heilbrigðiskerfi? Nei, sannleikurinn er sá að það er ólykt af þessari iæknadeilu og ég trúi þvf ekki að allir islenskir læknar séu ánægðir með þær aðferðir sem þeir sem ferðinni ráða beita. Segja má að Isiensk sjúkrahús séu nú í herkvi og sjúklingarnir gíslar. Og þá er mér spum: Hversu mikill munur er á aðferðum lækna og flugræningja sem hertaka flugvél, taka áhöfn og farþega í gíslingu og hóta að sprengja flugvélina 1 loft upp verði ekki gengið að kröfum þeirra? Eru ekki læknar f rauninni að hóta að sprengja íslenskt heilbrigðis- og menntakerfi? Þetta er ekki venjulegt verkfall, enda var verkfallsrétti komið á til þess að kúgaö láglaunafólk gæti rétt hag sinn en ekki tíl að þrýstíhópar i Iykiiað- stöðu i þjóðfélaginu, svo sem flug- menn og læknar, beití honum af óbil- girni. Sumum kann að þykja þessi grein harðorð. En það er háttur minn að vera hvassyrtur þegar réttíætískennd minni er verulega misboðið. Það tekur stundum á taugarnar að til- heyra þessari spendýrategund sem nefnist á latínu homo sapiens, á íslensku hinn viti gæddi maður. Helgi J. Halldórsson. J

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.