Dagblaðið - 24.06.1981, Qupperneq 24
Opinberri heimsókn forseta Islands í Strandasýslu
lýkurídag:
„STRANDAMENN ERU
MONTNIR AF YKKUR”
— sagði Regína Thorarensen um kvenskörungana tvo,
Vigdísi Finnbogadóttur og Hjördísi Hákonardóttur
Reykjarsúla upp frá Víðinesi á Kjal-
arnesi vakti ugg margra i gær-
kvöld og töldu menn að kviknað
væri í verzlunarhúsnæði Kjörvals.
Slökkvibilar voru sendir á staðinn
og fór annar alla leið. í Ijós kom að
verið var að brenna afgöngum
bildekkja, sem notuð eru i
sprenglmottur í Vfðlnesi. Eldur-
ínn var því hættulaus — en svartur
mökkurinn spillti fyrir yndisfögru
Jónsmessukvöldi. DB-mynd: S.
Biskupskjör:
Fyrri úrslit
birt 10. júlí
Niöurstaða atkvæöagreiðslu vegna
biskupskjörs ætti að liggja fyrir 10.
júlí. Frestur til að skila kjörgögnum
er til 3. júlí og siðan þarf að líða ein
vika áður en talning atkvæða fer
fram, svo að öl! gögn hafi örugglega
skilað sér frá póstþjónustunni. Fari
svo aö enginn hljóti hreinan meiri-
hluta atkvæða, verður kosið aftur. í
sfðari umferð verður kosið um þá
þrjá sem efstir voru að atkvæðatölu
og ræður þá einfaldur meirihluti þvi
hver skuli verða biskup i stað herra
Sigurbjörns Einarssonar. Síðari um-
ferð biskupskjörs, ef til kemur, tekur
fjórar vikur. Endanleg úrslit liggja þá
fyrir um miðjan ágústmánuð.
Alls taka 148 manns þátt í biskups-
kjörinu. Auk prestanna eru það nú-
verandi biskup, fulltrúar prófasts-
dæmanna, kirkjuráðsmenn, kirkju-
þingsmenn, blaðafulltrúi og æsku-
lýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar, far-
prestur, fangelsisprestur, sendiráðs-
presturinn í Kaupmannahöfn, rektor
Skálholtsskóla, dósentar og prófess-
orar í guðfræðideild Háskólans.
Aðeins 4 konur eru í þessum fríða
flokkil
Þrir préstar eru einkum nefndir í
embætti biskups: Séra Arngrímur
Jónsson, Reykjavík, séra Ólafur
Skúlason, Reykjavík, og séra Pétur
Sigurgeirsson á Akureyri. í skoðana-
könnun Dagblaðsins meðal almenn-
ings í vor kom í Ijós að þeir þrír njóta
mests trausts meðal þjóðarinnar.
i Séra Pétur og séra Ólafur áttu þó
áberandi mestu fylgi að fagna. - ARH
Fri Jónasi Haraldssyni, blaðamanni
Dagblaðsins, 1 fylgd með forsetanum
á Ströndum:
,,Ég var ekki alltof ánægð eftir
forsetakosningarnar í fyrra. Ég var
Albertsmaður og Vigdís veit það
vel,” sagði Regína Thorarensen,
fréttaritari DB í Árnesi á Ströndum I
gær.
,,En þetta álit mitt hefur breytzt og.
nú lýsti ég sérstakri ánægju með þá
tvo kvenskörunga, sem heimsækja
okkur norður á Strandir, Vigdisi
Finnbogadóttur forseta og Hjördísi
Hákonardóttur sýslumann. Við
Strandamenn erum montnir af
ykkur.”
Regína, sem lengi bjó á Gjögri á
ströndum og er sem kunnugt er
fréttaritari á Eskifirði, kom í sína
fornu heimahaga í fyrradag. Hún
náði því að fagna forsetanum og
fylgdarliði hans er frú Vigdís Finn-
bogadóttir kom í Árneshrepp, nyrzta
byggða hrepp á Ströndum.
Veðrið lék við Vigdísi, sólskin og
logn, og raunar sýndi sýslan öll for-
setanum spariandlitið. Ferðalagið frá
Hólmavík var því hrein lystireisa.
Það var þvi ekkert blóðrautt sólar-
lag í Djúpuvík. Forsetinn gerði þar
stuttan stanz, stólar og borð voru í
húsum og Suðurlandið, það forn-
fræga far, í fjörukambinum, en íbúar
eru fáir.
Hreppsbúar fögnuðu Vigdísi með
samsæti í félagsheimilinu í Árnesi.
Til minningar um komuna gáfu þeir
forsetanum selskinnsskó og .málaða
rekaviðarfjöl.
Opinberu heimsókninni lýkur I
dag. Forsetinn lagði af stað frá
Hólmavík kl. ellefu i morgun og
snæðir hádegisverð á Borðeyri kl.
eitt. Sýslumaður Strandasýslu kveður
forsetann á Holtavörðuheiði kl.
15.30.
-KMU
Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, rœðir við Regínu Thor-
arensen, fréttaritara DB, sem hefur sumarsetu á Ströndum. Á minni
myndinni heldur forseti á rekaviðarfjölinni sem íbúar í nyrzta hreppi
á Ströndum fœrðu henni að gjöf.
DB-myndir: Jónas Haraldsson.
Húseigendur varaðir við gylliboðum:
„Sérhæfír sig í viðskipt-
um við einstæðar konur”
— segir lögff ræðingur Húseigendaf élagsins um svartan sauð meðal
húsaviðgerðarmanna
„Það er fullkomin ástæða og mörg
tilefni til að vara húseigendur við að
gleypa við gylliboðum og loforðum
þeirra manna sem auglýsa að þeir
taki að sér alla skapaða hluti I sam-
bandi við viðhald húsa, girðingu
lóða, lagningu stétta og allt sem
nöfnum tjáir að nefna,” sagði
Sigurður Helgi Guðjónsson, lög-
fræðingur Húseigendafélags Reykja-
víkur í samtali við DB.
„f ýmsum tilfellum er hér um að
ræða óvandaða menn sem hvekkt
hafa fólk I viðskiptum,” sagði
Sigurður Helgi.
Lögfræðingurinn kvaðst hafa
staðið að kærunni fyrir hönd húseig-
enda sem látið höfðu glepjast af gylli-
boðum viðgerðarmanna húseigna.
Taldi hann þá í fæstum tilfellum, í
auglýsingum eða viðskiptum, gefa
upp rétt nöfn heldur jafnvel auglýsa
og reka það sem þeir teldu fyrirtæki
undir einu nafni eitt tímabil og undir
öðru nafni annað timabil.
Sigurður Haukur nefndi okkur
dæmi um mann sem hann kvaðst
hafa kært til yfirvalda á sl. ári. Sá
hefði í október rekið „fyrirtæki”
undir nafninu Húseignaþjónustan.
Áður hafði „fyrirtæki” er sami
maður rak verið auglýst undir
nafninu Húseigendaþjónustan.
Tekið skal fram að enn auglýsir
„Húseignaþjónustan” margs kyns
þjónustu við húseigendur. DB hefur
ekki tekizt að ná tali af neinum ráða-
manni í fyrirtækinu, en svarað er í
uppgefna sima og skilaboð tekin.
Erla Jónsdóttir, deildarstjóri hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins, kvaðst
hafa haft afskipti af kærum vegna
umræddra mála. Halldór Þorbjörns-
son yfirsakadómari 1 Reykjavík sagði
að bæði hefðu verið felldir og á
næstu dögum yrðu kveðnir upp nýir
dómar i sambandi við meint svik í
málum sem hér hefur verið um rætt.
Lögfræðingur húseigendafélagsins
tjáði DB að kæran sem hann lagði
fram I október sl. og nú væri lfklega
að koma til dóms stæði I sambandi
við að einstæð kona hefði snúið sér
til fyrrnefnds fyrirtækis og beöið um
að sumarbústaðarland hennar yrði
girt. Viðmælandi hennar taldi sllkt
auðvelt mál. Litlu síðar fékk konan
einstæða reikning fyrir 80 tíma vinnu
en girðingin var litlu betri en hún
hafði verið er konan taldi að upp á
hana þyrfti að lappa.
Þegar lögfræðingurinn komst I
málið lofaði verktaki að endurgreiða
rúmlega helming hins himinháa
reiknings sem hann hafði sent fyrir
„viðgerð” á girðingunni og fengiö
greiddan. Sú endurgreiðsla hefur
aldrei borizt og „verktakinn” er á
laganna máli ekki talinn borgunar-
maður fyrir neinu. Taldi lögfræðing-
urinn að sá verktaki sem hann kærði
„sérhæfði sig”, ef svo mætti segja, I
viðskiptum við ekkjur og einstæðar
konur sem eignir ættu.
- A.St.
frjálst, úháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1981.
„Sölumenn-
irnir” ákærðir
Rikissaksóknari hefur höfðað opin-
bert mál á hendur þeim Edvald Löv-
dahl og Sigurði Erni Ingólfssyni fyrir
stórfelld fjársvik og skjalafals. Þeir
voru báðir margoft í fréttum í fyrra-
sumar og kallaðir „sölumennirnir”.
Svikin skiptu tugmilljónum króna og
munu um eitt hundrað manns hafa
tengzt málinu.
Eins og DB rakti rækilega á slnum
tíma ferðuðust þeir félagar um landið
og seldu og dreifðu ýmsum vörum,
einkum leikföngum, en einnig keyptu
j>eir og seldu aflóga sildarverksmiðju I
Djúpuvík á Ströndum. Út úr þcssum
viðskiptum öllum fengust víxlar sem
einkum voru notaðir I bílaviðskiptum.
Báðir hafa mennirnir verið I farbanni
síðan rannsókn málsins Iauk en áður
voru þeir I gæzluvarðhaldi.
í tengslum við þetta mál hefur verið
höfðað mál á hendur tveimur öðrum
mönnum, kaupmanni í Borgarfirði og
heildsala í Reykjavik sem flutti inn
vörurnar er þeir Edvald og Sigurður
örn dreifðu.
-ÓV
IVIKU HVERRI
ÍDAG
ER SPURNINGIN:
í hvaða dálki, á hvaða blaðsíðu er
þessi smáauglýsing I blaðinu í dag?
Silver Cross kerruvagn,
dökkblár og rauður, til sölu. Selst
ódýrt. Uppl. í síma 75844.
Hver er auglýsingasimi Dagblaðs-
SJÁ NÁNAR Á BAKSÍÐU
BLAÐSINS Á MORGUN.
Vinningur
vikunnar:
Tíu gíra
reiðhjól frá
FáHcanum hf.
Vinningur / þessari viku er 10
gíra DBS eða Raleigh reiðhjóI frú
Fúlkanum, Suðurlandsbraut 8 í
Reykjavík.
I dag er birt ó þessum stað i
blaðinu spurning, tengd smó-'
auglýsingum hlaðsins, og nafn
heppins óskrifanda dregið út og
birt I smáauglýsingadálkum á
morgun. Fylgizt vel með, áskrif
endur, fyrir ncestu helgi verður
einn ykkar glæsilegu rciðhjóli rikari.
hressir betur.