Dagblaðið - 29.06.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 29.06.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ1981. Erlent Erlent Erlent Erlent 3 Skoðið í gluggana D i i\aaio ARMULA 38 ■ Selmúln mefjin 105 REYKJAVIK SIMAR 31133 83177 POSTHOIF 1366 CASlO umboðió Bankastraeti 8. Simi 27510. ATH. Vantar umboðsmenn um land allt. C988sagulband, með hraðspólum íbáðaráttir. Kostar aðeins kr. 1057,00 Jafnvel þeir sem hafa helgað líf sitt baráttunni fyrir friöi á jörðgeta fengiö sig sára á fótum. Japanskur búddamunkurinn kælir og þvær fætur sina (um hárþvott þarf ekki að tala). Hann er þátttakandi í friðargöngunni miklu frá Kaupmannahöfn til Parísar. Athygli vekur að munkarnir í göngunni sýna manna minnst þreytumerki. Þeir eru hinir bröttustu og syngja linnulítið á röltinu. Friðargangan vekur mikla athygli þar sem hún fer um. Ekki eru þó aliir hrifnir af uppátækinu. Dönsk kerling í Hróarskeldu hellti sér vfir þátttakendur meó skömmum og sagði þá vilja kalla sovézka innrás yfir Dani. Annar Dani stóð á gangstétt með handskrifaðan borða með áletruninni: „Hér ganga 5000 handbendi KGB og Kremlar!” Amp 600 kraftmagnari 2 x 30 wött r; Kostar aðems kr. 1025,00 60fv 2SOH* 1khz 3Bk>v . lOkh? AJOIOKX Kraftmagnarar, hátalarar og segu/böndí mik/u úrva/i Ísetning af fagmönnum og góð þjónusta er okkar kjörorð. Opið á iaugardögum Afít til hljómflutnings fyrir: HEIMIUÐ - BÍLINN OG D/SKÓTEKID Beheshti klerkur fórst í Teheran Mohammad Beheshti erkiklerkur, forseti Hæstaréttar I íran, stofnandi og leiðtogi íslamska byltingarflokks- ins og einn af handhöfum forseta- valdsins, fórst f gríðarmikilli spreng- ingu i aðalstöðvum flokks sfns 1 gær- kvöldi. Beheshti var að ávarpa 90 manna samkomu æðstu stjórnenda landsins þegar sprengjan sprakk. Alls létu 24 lifið, þeirra á meðal þrir ráð- herrar úr ríkisstjórninni og þing- menn. Beheshti var álitinn einn valdamesti leiðtogi írans, næst sjálf- um Khomeini. Hann var ætið i for- ystu fyrir andstæðingum Bani-Sadr, fyrrum íransforseta, og tók sæti 1 sér- stöku forsætisráði í íran eftir að Khomeini rak Bani-Sadr úr embætti. Beheshti talaði reiprennandi þýzku og ensku. Hann þótti tilheyra gáfu- mannahjörðinni í forystu landsins og var fyrir fall transkeisara andiegur leiðtogi iranskra útlaga i Hamborg. Af þeim er voru i húsi íslamska byltingarflokksins i gærkvöldi má nefna Mohammad Ali Rajai forsæt- isráðherra og Hashemi Rafsanjani forseta þjóðþingsins. Þeir sluppu Hf- andi úr rústunum. Eini meiri háttar leiðtogi trans sem ekki var staddur i húsinu i gærkvöldi var Khomeini sjálfur. Hann hefur fyrir sið að veita öðrum valdamönnum landsins aðeins áheyrn í bænahúsi nálægt heimili sinu í norðurhluta Teheran. Tiu klukkustundir liðu frá þvi sprengingin varð þar til rikisútvarp írans sagði frá því að Ayatollah Beheshtí væri allur. Þá kom Rajai forsætisherra fram i útvarpinu og — þjóðarsorg fyrirskipuð ísjö daga fyrirskipaði sjö daga þjóðarsorg. Ekki var i morgun vitað tíl að nokkur samtök hafi lýst ábyrgð á hryðjuverkinu á hendur sér. Hins vegar sló blaðið Jomhuri-e Islami (is- lamska lýðveldið), málgagn íslamska byltingarflokksins, þvi upp á forsiðu meö styrjaldarletri að „ameriskir glæpamenn og morðingjar væru valdir að versta óhæfuverki i sögu byltingarinnar.” Sagt var að spreng- ingin hefði verið svo öflug að þak hússins hrundi og til hennar heyrðist fimm kilómetra leið. Ayatollah Mohammad Beheshtl, 52 ára, var strangtrúaður karl og gekk gjarnan um með vefjarhött á hausn- um. Beheshti var elnn handhafa for- setavalds i íran og kom næstur Kho- melnl i valdastlganum. Aðeins eru þrir dagar llðnlr frá þvi hann sagði fréttamönnum f Teheran að Rajai forsætisráðherra myndi að öilum lik- indum verða eini frambjóðandinn í forsetakosnlngum i tran 24. júlf. línuraprenti. • Hægt að fá straumbreyti og hlaðanlegar rafhlöður. • l'forritað 30 fu,,u T Verö kr. 813,00 dagatal fra 1901 — 2099. þettaþýðir að með einu handtaki er hægt að fá á strimli hvern mánuð fyrir sig á þessu timabili • 1 árs ábyrgð og viðgerðarbjónusta. LEIKSTJORAVERK- FALLIAFSTÝRT Verkfalli leikstjóra i bandarískum kvikmyndaiðnaði var afstýrt um sinn í gær þegar náðist bráðabirgðasam- komulag i kjaradeilu leikstjóra og framleiðenda kvikmynda. Verkfall var boðað frá og með næstkomandi miðvikudegi. Það hefði lamað kvik- myndaiðnaðinn og framleiöslu sjón- varpskvikmynda sömuleiðis. Samtök leikstjóra greiða í dag atkvæði um samkomulagið. 1 því felst tæpiega 40% kauphækkun sem tekur gildi i áföngum á næstu þremur árum. Lág- marksgreiðsla fyrir stjórn einnar klukkustundar langrar myndar hækkar þannig úr 11.000 I 14.400 dollara. Margar dýrar kvikmyndir hefðu stöðvazt i framleiðslu vegna verk- fallsins. Má nefna myndina „Annie, Yes Giorgio” með ftalska stór- söngvaranum Luciano Pavarottí i aðalhlutverki. !>ar er lika barna- stjarnan Aileen Quinn. Hún hefur hækkað um 5 sentimetra frá því hún undirritaði leiksamninginn. Hún áttí á hættu að vaxa upp úr hlutverkinu hefði verkfall skoilið á! ATLI RUNAR HALLDORSSON REUTER

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.