Dagblaðið - 29.06.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 29.06.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ1981. 11 d Erlent Erlent Erlent Erlent Ga/iant með ferkantaða maísstöngulinn, en á honum eru aðeins fjórar raðir afkorni á móti átta á þeim sivölu. Þekkti ekki drottninguna tilvonandi í sjón Vart líður sá dagur í Bretlandi að myndir af Karli Bretaprinsi og lafði Díönu birtist ekki í dagblöðum eða sjónvarpi. Því mætti ætla að allir Bretar, ungir sem aldnir, þekktu brúð- hjónin tilvonandi í sjón, en því er ekki fyrir að fara. Meira að segja fólk, sem óbeint er í þjónustu konungsfjölskyld- unnar, þekkir ekki Díönu, eins og dæmið hér á eftir sýnir. Söguhetja vor er dyravörður við innganginn á konungsstúkunni á Ascot-veðhlaupabrautinni. Svo bar til dag einn þá dyravörðurinn var við vinnu sína að ung stúlka kom að dyrun- um og hugðist ganga inn í stúkuna. En dyravörðurinn hélt núekki. „Ertu með skilríki sem leyfa þér það,” spurði hann strangri röddu. En áður en stúlkan gæti svarað var starfsfélagi hans kominn dyraverðinum til aðstoðar. „Slepptu því, þetta er lafði Díana,” sagði vinurinn. „Lafði hver?” spurði dyravörðurinn undrandi. Lafðin komst þó auðveldlega í sæti sitt í stúkunni en fréttamenn urðu yfir sig hissa á fáfræði dyravarðarins. „Já, en ég hafði aldrei séð hana fyrr,” var það eina sem dyravörðurinn gat sagt. Og sú afsökun verður að duga, þótt ótrúleg sé. Myndir af iafði Diönu eru hvarvetna i Engiandi en dyravörðurinn bar samt ekki kenns/ á hana. Japani rœktaði ferkantaða melónu: Bandaríkjamaöurinn svar- aði með ferköntuðum maís- stöngli Walton C. Galiant, sem er sérfræð- ingur í erfðafræði plantna, tók það ekki nærri sér þegar Japanir tóku að keppa við Bandaríkjamenn í bíla- og rafmagnstækjaiðnaðinum. En þegar japönskum vísindamanni tókst að rækta ferkantaða melónu var prófessornum nóg boðið. „Stolt mitt var sært,” segir Galiant, „ég varð að geta ræktað eitthvað ferkantað líka. ” Og nú hefur honum tekizt það. Undanfarin fimm ár hefur Galiant verið að gera tilraunir með erfðaeigin- leika maískornsins og nýlega sýndi hann fréttamönnum árangur erfiðis síns, ferkantaðan maisstöngul. Sá ferkantaði hefur marga kosti umfram hinn venjulega sívala. Sá stærsti er án efa sá að smjörið helzt miklu betur á maísstönglinum ferkönt- uðum. Það drýpur ekki niður og atar út hendur og föt. Skrifstofustarf hjá Raunvísindastofnun Háskólans er laust til umsóknar. Þekking á meðferð banka- og tollskjala æskileg ásamt enskukunnáttu. Upplýsingar í síma 21340 kl. 10—12 næstu daga. Umsóknir sendist Raunvísindastofnun Háskólans sem fyrstogeigisíðaren lO.júlí nk. /hnefa Hollensk hnífapör úr 18/8 gæðastáli — Gerið verðsamanburð. „Múrsteinsmunstur ’ ’ m/24 karata gulli Ángull- húöunar Gaffall, hnífur, skeið Kr. 160.- 105,- 6 manna sett og 6 tesk. Kr. 1.104,- 726,- 6 m. sett og 6 tesk. og gafflar Kr. 1.248,- 822.- 6 kökugafflar Kr. 156,- 102,- 6 teskeiðar Kr. 156,- 102.- 6 deserthnífar Kr. 270,- 180,- 6 desertskeiðar Kr. 270,- 180,- ávaxtaskeið Kr. 100.- 80,- sósuausa Kr. 88,- 70,- súpuausa Kr. 175,- 155,- salatsett (2 stk.) Kr. 135,- 98.- grænmetisskeið Kr. 88,- 70,- — og margir aðrir fylgihlutir. ALLTÍ GJAFAKÖSSUM — ENNFREMUR ALLT SELT ÍSTYKKJA TALI. Gjafavörurfyrirþá sem metafagra muni. JL JCJnLljL^ mnsTiii Laugavegi 1S Reykjavfk Sími 14320

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.