Dagblaðið - 29.06.1981, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 1981.
d
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
I
/ ' ..............................
Sjónvarpstæki efst á vinsældalista neytenda í Kína:
Kínverjar snúa sjónvarps-
loftnetunum að ífong Kong
—„Lélegur sósíalismi sem leyfir fólki ekki að ákveða hvað er gott og hvað er slæmf’
Reiðhjól, armbandsúr og sauma-
vélar hafa lengi verið efst á óskalista
almennings í Kína. Árið 1975 var
manni t.d. alltaf sagt hve mörg reið-
hjól og saumavélar væru til í þeim
kommúnum sem ég heimsótti þá.
Kommúna samsvarar nokkurn
veginn til sýslu hér á landi. Flest
heimili höfðu þá yfír einu eða fleiri
reiðhjólum að ráða og saumavélar
voru til á rnörgum heimilum. Það var
merki þess að efnaleg staða kommún-
unnar var góð. Og svo átti kommún-
an ef til vill nokkur sjónvarpstæki
sem komið var fyrir í samkomusölum
víðs vegar um kommúnuna. Menn
voru þá sælir og glaðir með sitt og
kvörtuðu ekki þótt ganga yrði smá-
spöl til þess að •’eta séð uppáhalds-
þáttinn i sjónvarpinu.
En nú er komiö annað hljóð í
strokkinn. Sjónvarpstæki eru komin
efst á vinsældalista neytenda næst á
undan rafmagnsviftum, segulbands-
tækjum, ísskápum og þvottavélum.
Á síðustu fjórum árum hefur sjón-
varpstækjaeign Kínverja aukizt úr
630 þúsund tækjum í rúmlega sjö
milljónir, flest litfl svarthvít tæki.
Af þessum sökum hefur mikil
gróska hlaupið í sjónvarpstækjaiðn-
aðinn í Kína og nú eru í landinu 53
verksmiðjur sem framleiða sjón-
varpstæki. Nokkrar þeirra hafa verið
reistar í samvinnu við Japani og eru
Magnús K.
Hannesson
skrifar um Kfnaför
tækin sem þar eru sett saman seld
undir japönskum vörumerkjum. í
stórverzlun við aðalverzlunargötuna í
Beijing kannaði ég verð á sjónvarps-
tækjum. Þar kostuðu 19 tommu
svarthvit tæki 400 Yuan, sem jafn-
gildir um 1600 ísl. kr. Japönsku
tækin eru dýrari og í þessari verzlun
\öur l>rr torti sauniatélar lielsta sloll kimerskra ljölsk\Idua, en uii eru þaö sjón-
\arpslækin. Mao gainli er í lieiöri lialöur á þessu heimili og l\rir olan lianii hangir
kimersk „reikniuT', ahakus, á legttnum.
kostaði Sanyo litsjónvarpstækf 2500
Yuan (10 þúsund ísl. kr.) eða 40-föld
mánaðarlaun verkamanns en meðal-
laun verkamanna i Kína eru um 60
Yuan á mátluði. Vegna þessa háa
verðs eru litlu, kínversku tækin vin-
sælust og eflaust langt i það að á kín-
verskum heimilum verði almennt Iit-
sjónvarpstæki.
Þessi sjónvarpsvæðing hefur svo
leitt það af sér að kínverskar sjón-
varpsstöðvar hafa orðið að gera
miklar breytingar á dagskrá sinni og
bætt hana verulega, eftir því sem
heimildir herma. Um helmingur dag-
skrártímans er hreint skemmtiefni en
hinn helmingurinn er fréttir, fræðslu-
myndir og efni fyrir börn. Vinsælasta
efnið eru kvikmyndir sem bannað var
að sýna meðan fjórmenningaklíkan
réð ríkjum í Kína á tímum menn-
ingarbyltingarinnar. Þá eru gaman-
þættir margs konar mjög vinsælir og
myndir sem teknar eru með falinni
myndavél. M.a. var fyrir stuttu
ljóstrað upp um háttsetta embættis-
menn, sem notuðu bifreiðar ríkisins
til innkaupaferða fyrir fjölskyldur
sinar. í upphafi þessa árs voru svo
sjónvarpsauglýsingar leyfðar og eru
þær eins og hér á landi á milli dag-
skrárliða.
En auðvitað er erfitt að gera öllum
jafn vel til hæfis í svo stóru landi sem
Kína. í Guangzhou (Canton) sagði
opinber starfsmaður okkur fimm-
menningunum að íbúarnir þar gerðu
mikið að þvi að snúa loftnetum
sinum þannig að þeir næðu útsend-
ingum sjónvarpsstöðvanna í Hong
Kong. Yfirvöld hafa reynt að sporna
við þessu og mönnum verið upp á
lagt að snúa loftnetunum ekki
þannig. Hefur lögreglan gengið í hús
og látið menn snúa loftnetunum frá
Hong Kong, en lögreglumennirnir
hafa varla verið horfnir fyrir næsta
horn þegar menn hafa læðzt upp á
þök aftur og snúið loftnetunum einu
sinni enn. Og þetta sagði hann kunn-
ingi okkar að stafaði eingöngu af því
að dagskrá kínverska sjónvarpsins
væri ekki nógu góð og þessari áráttu
fólks yrði ekki breytt fyrr en dagskrá-
in yrði betri. En aftur á móti má svo
segja að það er lélegur sósíalismi sem
Sjónvarpstæki eru el'tirsóttustu heimilistækin i Kína i (lag. Ilér spá tveir
Kínverjar i verð og gæöi.
leyfir fólki ekki að ákveða sjálfu
hvað er gott og hvað er slæmt. ” Fól k
verður að fá að velja og hafna
sjálft,” sagði þessi opinberi starfs-
maður. Þetta hefði enginn Kínverji
vogað sér að segja fyrir nokkrum
árum. Segir þetta sína sögu um þær
miklu breytingar sem eiga sér stað á
kínversku þjóðlífi um þessar mundir.
- MKH
KAPPREIÐA veömái
Landssamband hestamannafélaga
Fjórðungsmót á Suðurlandi
VERÐ MIÐA
AÐEINS KR.20.-
Aðalsteinn Aðalsteinsson,
tamningamaður,
Þannig veðja ég.
Þetta er fuðvelt. Geymið spána
og berið saman við aðrar spár.
Allir geta verið með.
Miðar seldir hjá umboðsmönn-
um, og hestamannafélögum.
250 metra skeið, úrslit
Roö Nafn hests
1 Skjóni
2 Villingur
3 Frami
350 metra stökk, úrslit
Roö Nafn hests
1 Gjálp
2 Haukur
3 Stormur
Getraun fyrir kappreiðar á fjórðungsmóti á Suðurlandi á
Hellu dagana 2.-5. júlí 1981. Geta á um nöfn þriggja fyrstu
hesta. A í 250 m skeiði. B. í 350 m stökki.
Móttökustöðvar: Hlíðartún 22, Höfn, Hornafirði, Skaftárskáli, Kirkjubæjarklaustri, Víkurskáli, Vik. Kf. Skaftf., Vik. Útibú
Kf. Þórs, Skarðshlíð, Söluskálinn, Steinum, Söluskáli K. R., Hvolsvelli, Verslunin Björk, Hvolsvelli, Benslnafgreiðsla Kf.
Þórs, Hellu, Verslunin Grund, Flúðum, Félagsheimilið Árnes, Sundlaugin Brautarholti, Skeiðum, Fossnesti, Selfossi,
Þrastarlundur, Grímsnesi, Útibú Kaupfélags Árnesinga, Laugarvatni. Tjaldmiðstöðin, Laugan/atni, Eden, Hverageröi,
Allabúð, Hveragerði, Skálinn, Þorlákshöfn, Þverholt, Mosfellssveit, Húsgagnaverslun Á. Guðmundssonar, Skemmu-
vegi 4, Kópavogi, Rakarastofan Fígaró, Hamraborg, Verslunin ösp, Hafnarfirði, Biðskýlið, Hvaleyrarholti. i Reykjavík:
Flestirsöluturnar
ÚTBOÐ
Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir lil
boðum í
JARÐ VEGSSK/PT/
í húsgrunnum við Eiðsgranda.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu VB Suðurlandsbraut
30, þriðjud. 30. júní gegn 500 kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 7. júlí kl. 14 á sama
stað- „ .. ...
Stjorn verkamannabustaða
í Reykjavík.
Verzlunin Sporid - Grímsbæ
Hannyrðavörur í miklu úrvali, lopi og garn á
gamla verðinu, ódýrar, gjafavörur, sœngutfatn-
aður, handklæði, sólfatnaður fyrir börn, sumar-
bolir fyrir fullorðna, gallar úr bómull, síðar
peysur, verð„ótrúlegt”.
Sparaðu þér sporin og fleira.
Barna-, gjafa-, og hannyróaverzlunin
SPORIÐ
Grimsbæ v/Bústaóaveg. - Simi82360.