Dagblaðið - 29.08.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 29.08.1981, Blaðsíða 2
2 Smurbrauðstofan BJORNINN Njáísgötu 49 — Sími 15105 FJfiLBRAIITASKÚUHN BREIÐHOLTI Fjölbrautaskólinn í Breiðhohi Skólinn veröur settur þriðjudaginn 1. september kl. 10.00 í Bústaðakirkju. Aðeins nýnemar komi á skólasetninguna. Sama dag kl. 13.00—18.00 verða stundatöflur afhentar í skólastofnuninni og innheimt nemendagjöld að upphæð kr. 250,00. Kennarafundur verður mánudaginn 31. ágúst kl. 9.00. Kvöldskóli FB, öldungadeild, hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 7. september. Skólameistari BMW518 árg. 1981 Benault 14 TL árg. 1979 BMW320 árg. 1980 Renautt 14 TL árg. 1978 BMW316 árg. 1980 Renault 12 Station árg. 1977 BMW320 árg. 1979 Renault 12 TL árg. 1977 BMW320 árg. 1977 RenaultS TS árg. 1980 Benau/t 20 TL árg. 1979 Renault 4 Van F6 árg. 1979 Renault 20 TL árg. 1978 Renautt 4 VAN F4 árg. 1975 Renault 18 TS árg. 1979 Opið laugardaga f rá kl. 1 - -6. I 1 <$► L KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 Á r DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981. Ágúst J. Magnússon telur skrif um launakjör sjómanna hafa veriö ósanngjörn. Laun sjómanna og skríf Grandvars: DB-mynd Hörður. MARGT GLEYMIST ÞEGAR TALAÐ ER UM LAUN SJÓMANNA Ágúst J. Magnússon skrifar: Það hefur margt og mikið verið sagt í lesendadálkum dagblaðanna um sjómenn og laun þeirra og núna síðast er „Grandvar” skrifaði. (Ég hef skilið að orðið grandvar merki maður sem er mjög g.i iinn og reynir að tefla ekki í tvísýnu) sn þvi geta sjó- menn ekki státaö af hér viö ísiands strendur. Hér hafa svo margir góðir menn slasazt og látizt við störf og svo margar ekkjur, mæður, feður og börn orðið fyrirvinnulaus. Þeir menn er stunda sjóinn (ca 6000) og halda uppi þjóðarhag landsins eru öfund- aðir af miklum tekjum er þeir geta haft. • Ég segi geta haft því margir sjó- menn eru svo ólánsamir að hafa ekki nema kauptryggingu sem er með lægstu launatöxtum sem sjást. Þetta gleymist oft þegar talað er um laun sjómanna og það gleymist oftast að tala um timann sem þeir þurfa að leggja á sig til að ná góðum tekjum, ca 12 til 20 tíma á sólarhring, þó aldrei skemmri en 12 tíma. En þessi góðu laun (já, koma þau aftur) eru kannski ekki svo góð þegar tíminn fer í að afla þeirra er reiknaður á timakaupi, eftirvinnu, næturvinnu og tvöföldum hátíðartaxta og ég tala nú ekki um ef fjarvistir frá heimilum væru metnar til fjár — og reiknið nú, hver sem betur getur. AUGLÝSING um aðalskoðun bifreiða 1981 í lögsagnarum- dæmi Keflavíkur, Njarðvíkur, Grindavíkur og Gullbringusýslu: þriðjudaginn l.sept. Ö-4951 — Ö-5025 miðvikudaginn 2. sept. Ö-5026 — Ö-5100 fimmtudaginn 3. sept. 0-5101 — Ö-5175 föstudaginn 4. sept. 0-5176 — Ö-5250 mánudaginn 7. sept. Ö-5251 — Ö-5325 þriðjudaginn 8. sept. Ö-5326 — Ö-5400 miðvikudaginn 9. sept. Ö-5401 — Ö-5475 fimmtudaginn 10. sept. Ö-5476 — Ö-5550 föstudaginn 11. sept. Ö-5551 - Ö-5625 mánudaginn 14. sept. Ö-5626 — Ö-5700 þriðjudaginn 15. sept. Ö-5701 — Ö-5775 miðvikudaginn 16. sept. Ö-5776 — Ö-5850 fimintudaginn 17. sept. Ö-5851 — Ö-5925 föstudaginn 18. sept. Ö-5926 — Ö-6000 mánudaginn 21.sept. Ö-6001 — Ö-6075 þriðjudaginn 22. sept. Ö-6076 — Ö-6150 miðvikudaginn 23. sept. 0-6151 - Ö-6225 fimmtudaginn 24. sept. Ö-6226 — Ö-6300 föstudaginn 25. sept. Ö-6301 — Ö-6375 mánudaginn 28. sept. Ö-6376 — Ö-6450 þriðjudaginn 29. sept. 0-6451 — Ö-6525 miðvikudaginn 30. sept. Ö-6526 og þar yfir. Skoðunin fer fram að Iðavöllum 4, Keflavík, frá kl. 8.00 til 12.00 og 13.00 til 16.00. Á sama stað og tíma fer fram aðalskoðun annarra skrán- ingarskyldra ökutækja s.s. bifhjóla og á eftirfarandi einnig við um umráðamenn þeirra. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram full- gild ökuskírteini. Framvísa skal og kvittun fyrir greiðslu bifreiðagjalda og gildri ábyrgðartryggingu. Vanræki einhver að færa bifreið sína til skoðunar á aug- lýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð að lögum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Lögreglustjórinn í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu. Umkjörsjómanna: Ekki veit Grandvar mikið um sjávarútveg — bullið og vitleysan er algjört einsdæmi Sjómaöur skrifar: Ég hef nú lesið ýmislegt vafasamt í lesendadálkum DB en bullið og vit- leysan sem Grandvar skrifar um „launabrjálæði sjómanna” er algjört einsdæmi. Honum finnst miklar tekjur á humarbátum og tekur sem dæmi, að sjálfsögðu, hæsta bátinn á vertíðinni. Það vill nú svo til að þessi humarver- tíð var sú mesta og bezta í manna minnum og ekki víst að önnur slík verði næstu 30 árin. Á meðan sjómenn fá prósentur af afla er kaupið ekki of mikið enda vinnutiminn stundum 18—20 stundir á sólarhring og einungis tveggja daga frí á hálfum mánuði. Ekki veit Grandvar mikið um sjávarútveg því hann telur þessa báta fara á loðnuvertíð eftir humarveið- ina. Þetta eru bátar af stærðinni 30— 100 tonn. Ef einhver ætlaði á loðnu á 50 tonna báti til Jan Mayen yrði hann ekki talinn vera með öllum mjalla, enda held ég að slíkur bátur fengi ekki veiðileyfi á loðnu. Svo segir Grandvar: ,, . . . og síðan allir til samans af hinum sam- eiginlega sjóði landsmanna, ríkinu”. Ég veit ekki um einn einasta sjómann sem fer í sjóöakerfið (nema hann sé atvinnulaus). Það gerir hins vegar einn og einn útgerðarmaður og ekki er Grandvar að skrifa um laun þeirra. Grandvar segir sjómenn og út- gerðarmenn draga þessa atvinnugrein svo niður að verðmæti hráefnisins sé langt fyrir neðan það sem annars staðar gerist. Fiskverð hér heima er um 1/4 af því sem fæst erlendis en sigling til Þýzkalands t.d. tekur um 8—10 daga báðar leiðir. Það væri hægt að Fiska 200—300 tonn á sama tima og landa honum heima á sama gamla, lága verðinu. Sjávarútvegur væri ekki „rekinn af almannafé”, eins og Grandvar orðar það, ef sama verð fengist fyrir fiskinn hérogerlendis. Ég held að Grandvar ætti að fara á sjóinn, ef hann fengi einhvers staðar pláss, og hætta þessum skrifum um sjómenn og tekjur þeirra. Sjómanni finnst aö Grandvar ætti ad drifa sig á sjóinn, ef hann fengi einhvers staðar pláss, og hætta skrifum um sjómenn og tekjur þeirra. DB-mynd Árni Páll.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.