Dagblaðið - 29.08.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 29.08.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981. rr— JÓN L. ÁRNAS0N ■ - n! SKRIFAR UM SKÁK ^ im Mikhails Botvinnik hafi veriö all- náin, en það er önnur saga. Hinn langi umhugsunartími bréf- skákmanna gerir það stundum að verkum að þeir hitta á stórfenglegar leiðir þegar öðrum virðast öll sund lokuð. Leiðir sem minna meira á skákþraut, eða tafllok, heldur en teflt tafl. Lítum á eitt nýlegt dæmi. Skák- in er kannski ekki sérlega vel tefld framan af en drottningarfórn svarts í lokin bætir allt upp. Hvítt: Popovich (Sovétrikin) Svart: Abram (Bandarikin) 4. Heimsbikarkeppnin 1979-’80 Nimzoindversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. a3 Bxc3+ 5. bxc3 c5 6. e3 0-0 7. Bd3 Rc6 8. Re2 b6 9. e4 Re8 10. e5 d6 11. Dc2 h612.0-0 f5 Að sögn Abram gat svartur einnig lagt út í eftirfarandi afbrigði: 12. — dxe5 13. Be4 exd4 14. Bxc6 d3 15. Da4 dxe2 16. Hel Hb8 17. Bf4 Rd6 18. Dxa7 Bb7 o.s.frv. og svartur stendur betur. Allt tóm vitleysa þvi hvítur leikur 15. Dd2! og vinnur því d-peðið er leppur. 13. exf6 frhl. Dxf6? 14. Be4? Hvítur gat skotið inn 14. Bh7 + Kh8 og leikið þá fyrst 15. Be4 Bb7 16. Rf4 með hættulegri sókn. Betra var 13. —Rxf6. 14. — Bb7 15. Rf4 Rc7 16. Bh7 + Kh8 Þvingað því 16. — Kf7 er svarað með 17. Rh5! ásamt 18. Dg6 + o.s.frv. 17. Rg6+ Kxh7 18. Rxf8+ Kg8 19. Rg6 cxd4 Svartur hefur peð upp í skiptamun og alls ekki slæma möguleika. Hvít- reitabiskup hvíts var stórveldi og fyllilega hróks virði. 20. Bd2 Ba6 21. Hfdl Bxc4 22. cxd4 b5 23. Be3 Rd5 24. g3? Hræðileg meðferð á kóngsstöð- unni! Rétt er 24. De4! og staöan er tvísýn. 24. — Df3 25. Hel Rxe3 26. Hxe3 Rxd4! 27. Re7 + Ef hvítur hefði haft hugboð um framhaldið hefði hann reynt 27. Hxf3 Rxc2 28. Hbl en svarta staðan ersterk. 27, —Kh8 28. Rg6 + Ekkja Chaplins sögð í giftingar- hugleiðingum Lundúnablaðið Daily Mail spáir því að ekkja Chaplins, Oona, muni bráðum gifta sig að nýju. Sá tilvonandi er talinn vera amerískur kvikmyndahandrita- höfundur, Walter Bemstein. Þau hafa undanfarið verið á skemmtisiglingu um Miðjarðarhafið. Oona er dóttir ameríska leikrita- skáldsins Eugene O’Neill. Hann varð trylltur af bræði þegar dóttir hans ákvað að giftast manni sem var á aldur við hann sjálfan. En hún lét það ekkert á sig fá og þau Chaplin eignuðust átta börn. Barnabörnin eru orðin tólf. Hjónaband Oonu og Chaplins var talið hamingjusamt og entist í 35 ár, eða þangað til Chaplin dó. En ná- kvæmlega hvernig Oonu leið í því fáum við þó aldrei að vita því hún hefur færzt undan að rita endurminningar sínar. Jackie Onassis, sem vinnur fyrir bandarískt útgáfufyrirtæki, reyndi fyrir skemmstu að telja henni hughvarf en fékk þvert nei. Charlie og Oona Chaplin virtust ánægð saman, meðan hann lifði. Eitursnákurinn Maðurinn, sem var sofandi þegar snákurinn beit hann, var nefnilega eitur- lyfjaneytandi. Honum varð ekkert Hann var óheppinn, eitursnákurinn sem meint af — en eitursnákurinn stein- beit manninn i Faizabad í Indlandi. drapst. semdó Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 — Stmi 15105 Er þetta ekki jafntefli með 28. — Kg8 29. Re7 + Kh8 o.s.frv.? Svarti kóngurinn má ekki stiga á f-linuna vegna Hxf3 með skák. 28. — Kh71! 29. Rf8+ Kg8 30. Dh7+ Kf8 31. Hxf3+ Rxf3+ 32. Kg2Bd5! Stórkostleg staða! Svartur á aðeins tvo létta menn upp í drottningu en engu að siður vinningsstöðu. Hótunin er 33. — Rg5+ sem vinnur drottninguna og hún er hvergi óhult fyrir riddaraskákum. Ef 33. Dh8 + Kf7 34. Dxa8 Bxa8 hefur svartur létt- unnið tafl. 33. Kfl Be4! — Og hvítur gafst upp. 34. Dxe4 er svarað með 34. — Rd2+ og drottningin fellur. Islendingar hafa ekki látið sitt eftir liggja á bréfskáksviðinu og tekið þátt í ýmsum alþjóðlegum mótum. Nú í maí lauk t.a.m. landskeppni íslend- inga og Finna sem hófst 1978. Teflt var á 25 borðum, tvöföld umferð, og sigruðu íslendingar með 31 vinningi á móti 19 vinningum Finnanna. Jón Kristinsson, fyrrum íslandsmeistari í skák, tefldi á 1. borði en liðsstjóri var Þórhallur B. Ólafsson. Hér kemur eitt bréfskákafrek Islendings. Skákin er tefld á Evrópu- móti, „Master Class”, og er aðeins 14 leikir — liklega gerast bréfskákir ekki öllu styttri! Hvftt: Mario Fiorito (Holland) Svart: Einar Karlsson Frönsk vörn. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. a3 Bxc3 6. bxc3 Dc7 7. Dg4 f6I? Þessi leikur hefur enn ekki ratað inn í allar bækur um Frönsku vörn- ina en enskir skákmeistarar með Keene í broddi fylkingar hafa sýnt fram á ágæti hans. 8. Bb5 + Kf8! í alfræðibyrjanabókinni er aðeins gefið 8. — Rc6 9. Rf3 og hvitur stendur betur. Textaleikurinn er endurbót Englendinga. 1 bók um Franska vörn telur Moles að svartur standi betur! 9. a4? í fyrrnefndri bók er gefið 9. Dh5 Bd7! 10. Bxd7 Rxd7 11. exf6 Rxf6 með góðu tafli á svart. Skásti kosturinn er líklega 9. Rf3. 9. — cxd4 10. Ba3+ Kf7 11. Rf3 Dxc3+ 12. Ke2 Dxc2+ 13. Kfl Rc6 14. Rxd4? ' Beint í gapastokkinn en 14. Hcl Rh6 15. Df4 Df5 leiðir einnig til taps þvi hvítur hefur enga sókn fyrir liðs- muninn. 14. —Dc3! Lítill en eitraður leikur. Hvitur gafst upp enda stórfellt liðstap fyrir- sjáanlegt. é FÓLK Nýjasta tízkan alls engin föt? í veðri. Stríplingar eru einnig algengir á svæðunum í kringum ólympiuleikvang- inn til mikillar hrellingar fyrir þá sem telja að framfylgja beri lögum sem banna að fólk sé nakið á opinberum stöðum. Lögreglan í Múnchen er hins vegar mjög hikandi. Hún hefur ekki þorað að leggja til atlögu við stríplingana og hefur í bili engar áætlanir um slíkt. Rætt hefur verið um að koma á fót sérstakri nektarnýlendu í borginni til að losna við stríplingana úr almennings- görðunum. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar um slíkt. Slik sjón er algeng i almenningsgörðum Miinchen „Ekki líður á löngu þar til fólkið fer að mæta nakið í óperuna,” sagði vestur-þýzkt vikublað í umfjöllun um nýja tízku sem virðist vera að ryðja sér til rúms í MUnchen. Sú tízka felst i því að vera alls ekkert í fötum. Sjálfsagt er fullyrðing blaðsins nokkuð ýkt en hinu er ekki að neita að það geríst æ algengara að stríplingar sjáist á ferli í MUnchen. Á sólskins- dögum spígsporar fólk t.d. í hundraða- tali í Englische Garten Park sem er einn helzti almenningsgarður MUnchen. Þar liggur fólk í sólinni eða gengur um alls- nakið og virðist litlar áhyggjur hafa. Algengt er að strípUngarnir í garðinum gangi þaðan í næstu búðir til að verzla án þess að vera með nokkra spjör utan um sig. Á meöan deUa menn um réttmæti þess að stríplast á almannafæri. Forseti borgarstjórnarinnar hefur kvartað undan því að þeir nöktu valdi öðrum borgurum óþægindum. Segir hann að dæmi séu um að nakið fólk hafi krafið fólk í fötum um að afkæðast þegar það síðarnefnda hefði verið í nálægð þess fyrrnefnda.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.