Dagblaðið - 29.08.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981.
Vangefna bamið inni á stofnun
og réttur þess til
að lifa mannsæmandi lífi
Tíu nemendur þroskaþjálfaskólans
tóku þátt í gerð þessa erindis þannig
að ekki má líta svo á að það sem fram
kemur sé álit allra nemenda skólans
heldur eru þetta aðeins hugleiðingar
þeirra er að gerð þess stóðu.
Þegar sest var niður til að ákveða
um hvað ætti að fjalla varð fljótlega
að samkomulagi að tala um börn sem
oftast gleymast, það er að segja van-
gefnu börnin á stofnun og réttur
þeirra til mannsæmandi lífs.
Eins og staðan er i dag eru mál
þeirra í megnasta ólestri, en von
okkar er að úr því rætist nú á ári fatl-
aðra.
Að setja barn sitt á stofnun er í
flestum tilfellum þung spor fyrir for-
eldrana og því mikilvægt að það sé
vandlega undirbúið bæði af hálfu
stofnunar og foreldra. Gæta þarf
þess að foreldrar séu hafðir með í
ráðum þegar verið er að undirbúa
komu barnsins á stofnunina, á hvaða
deild barninu er ætlað að vera (ef
deildaskipting er). Barnið ætti að fá
það með sér sem það á, svo sem hús-
gögn, leikföng og annað, sé hægt að
koma því við. Þessu vilja kannski
sumir mótmæla á þeirri forsendu að
þar með sé verið að reyna að þurrka
út öll merki þess að bamið tilheyri
fjölskyldunni. En þannig er þetta
ekki meint því að bamið er jú að
flytja að heiman og stofnunin á að
vera heimili þess. Flestir eiga það
sameiginlegt að flytjast úr foreldra-
húsum og taka þá alla sína persónu-
legu muni en eiga þó alltaf athvarf
hjá foreldrum sínum þegar þá langar
til og þannig ætti það einnig að vera
með þessibörn.
Samskipti foreldra
og starfsfólks
Alltof oft brennur við að samskipti
foreldra og barns verði Iítil og gagn-
kvæmar heimsóknir verði strjálar,
rútineraðar og vandræðalegar. Þetta
má í mörgum tilfellum rekjatilerfiðra
samskipta foreldra og starfsfólks.
Þarna rikir oft tortryggni í stað
trausts, kuldi í stað samkenndar og
lítiliækkandi tilhliðrunarsemi og
þakklæti foreldra í stað krafna um að
réttur barnsins sé virtur. Þetta hefur
oft þá hættu í för með sér að for-
eldrar gefa samvinnu upp á bátinn og
ýta allri ábyrgð yfir á stofnunina.
Þetta er hlutur sem má ekki gerast því
þar með upplifir barnið tvöfalda
höfnun, fyrst með því að fara á
stofnun og síðan með afskiptaleysi
foreldra. Einnig getur þetta orðið til
þess að foreldrarnir fyllast beiskju og
óánægju og starfsfólkinu finnist starf
þeirra vanmetið og sniðgangi þannig
barnið án þess að gera sér kannski
fulla grein fyrir því. Þetta eru hlutir
sem alltaf eru að gerast en mætti
kannski lagfæra með því að reglu-
gerð yrði sett um réttindi og skyldur
foreldra.
Þær hugmyndir sem komið hafa
fram í því sambandi eru þessar:
1. Reglugerð verði samin um rétt og
skyldur foreldra:
a) Að það ríki algjör samvinna
við foreldra í sambandi við
ákvarðanatöku og meðferð.
b) Að foreldrar fái ráðgjöf um
möguleikana á þjálfun strax
eftir fæðingu barnsins.
c) Að foreldrar hafi rétt til að
gagnrýna þjálfunina og sér-
fræðiriga.
2. Að foreldrum beri skylda til að
koma baminu í þjálfun við þess
hæfi strax og fötlun kemur í ljós.
Einnig að foreldrum beri skylda
til að fylgjast með uppeldi og
þjálfun barns síns á stofnunum.
Stofnanasköðuð börn
Börn á stofnunum verða því miður
flest fyrir því að verða, auk sinnar
upphaflegu fötlunar, stofnana-
sköðuð, sem kemur mest til vegna
þess hve stofnanirnar eru stórar, mik-
illar rútínu, skorts á starfsfólki og of-
verndunar, sem felur í sér einangrun.
Hinar daglegu athafnir, svo sem að
fara á fætur, borða og hátta, eru á
mörgum stofnunum mjög rútínerað-
ar, ekki síst þar sem lágt standandi
einstaklingar eiga í hlut, og í mörgu
falli gerir þessi rútína ekki mikið
meira en halda lífi í börnunum og
koma þeim á enn lægri standard en
þau vom við innskrift á stofnunina.
Þá á ég við til dæmis á morgnana
þegar börnin eru klædd, sett á klósett
og þeim þvegið, þá er þetta gert í
færibandavinnu þannig að fyrsti
starfsmaðurinn klæðir barnið úr
náttfötunum og setur það á klósett,
næsti tekur það og klæðir, þriðji
þvær því og sendir það fram og svo
koll af kolli. Þetta er ófögur lýsing og
virkar ómannúðleg en þetta viðgengst
á stofnunum og kannski ekki skrýtið
þegar litið er á þá staðreynd að oft
eru fjórir til fimm starfsmenn með
fjórtán til fimmtán börn, kannski
mismikið líkamlega fötluð og með
misjafna sjálfshjálpargetu.
Ef koma á í veg fyrir mikla varan-
lega stofnanasköðun af völdum þess-
arar rútínu verður að fjölga starfs-
fólki, minnka heimiliseiningar til
muna, láta tímatakmörk lönd og leið
meðan forþjálfun bamsins stendur
yfir og vinna með barninu en ekki
fyrir það. Nauðsynlegt er að fjölga
karlmönnum í starfi inni á stofnun-
um. 1 dag er ástandið þannig að
mikill meirihluti starfsmanna eru
konur sem gerir það að verkum að
börnin alast upp í óraunverulegum og
hálfgerðum einkynja heimi.
Auka verður
reynslu barnsins
Gefa verður baminu tækifæri til
að læra af upplifun og reynslu, t.d.
leyfa því að kynnast matartilbúningi
því mörg þekkja aöeins mat þegar
búið er að brytja hann á disk. Gefa
verður barninu sjálfsákvörðunarrétt,
að minnsta kosti að einhvejru leyti,
hversu lágt standandi sem þau eru,
þó ekki væri nema að fá að vera með
i ráðum um fataval og fatakaup. Með
því að minnka heimiliseiningar á
Kjallarinn
Guðrún Halla
Jónsdóttir
stofnunum gefst barninu tækifæri til
að læra að lifa sem einstaklingur og
þróa persónuleika sinn samkvæmt
því.
Meðan ástandið er þannig að svo
til eingöngu er boðið upp á 2—4
manna herbergi er tæplega hægt að
ímynda sér að viðkomandi einstakl-
ingur geti átt nokkurt einkalíf, auk
þess sem böðun og klósettferðir eru
gerðar að hópsamkomum til að spara
tíma. Þetta hefur það í för með sér að
börnin fá brenglaða sjálfsmynd og
missa virðingu fyrir eigin líkama.
Hvernig er til dæmis hægt að ætlast
til þess af barni að það skilji að það
megi ekki ganga nakið um sameigin-
lega setustofu ef sjálfsagt þykir að
fjöldi manns horfi á það baðast.
Mundum við láta bjóða okkur slíkt?
Fólagsmál vangef inna
í félagsmálum vangefinna er
mörgu ábótavant. Oft er ekki tekið
tillit til greindarfars né lifaldurs þegar
um val á afþreyingarefni er að ræða.
Sem dæmi um það má nefna þær
skemmtanir sem vangefnum hefur
löngum verið boðið upp á. Dansleikir
hafa verið haldnir fyrir fólk á aldrin-
um 2ja ára til níræðs á laugardags-
eftirmiðdögum en skemmtiefni
virðist þó eingöngu vera miðað við
börn. Þetta stingur nokkuð í stúf við
þær umræður sem nú eru í gangi um
normaliseringu og blöndun og fram-
kvæmd hennar. Ég held að okkur,
þessu „venjulega” fólki, innan gæsa-
lappa, þætti það hart ef allar okkar
skemmtanir þyrftu að vera í félags-
skap barna og gamalmenna,
skemmtiatriði miðuð við kímnigáfu
hvítvoðunga og reyndar skemmtana-
haldið allt með sniði hefðbundins
barnaballs.
Hvað áhugamál hins vangefna
varðar er víða pottur brotinn.
Tilboðin eru fá og oftast eru það
aðeins þeir getumestu sem hafa
möguleika á að nýta sér þau. Segja
má að svo til eingöngu íþróttaf'élögin
stuðli að auknum félagsþroska van-
gefinna barna og unglinga. Virkja
þarf áhugalausa og lágt standandi
einstaklinga til þátttöku í félagsstarf-
semi með því að auka á félagsleg
tilboð utan sem innan stofnunar.
Samkvæmt kenningum normalis-
eringar eiga þessir einstaklingar ský-
lausan rétt á að nýta sér þau tilboð
sem eru fyrir hendi i samfélaginu
hverju sinni, s.s. námskeið í handa-
vinnu, leikrænni tjáningu, dans-
kennslu og ýmiss konar æskulýðs-
starfsemi. Einnig er möguleiki að
nýta sér þær ferðir sem boðið er upp
á á vegum ferðafélaganna. Þó ber að
gæta þess að fái einhver vistmaður
tækifæri til þátttöku í félagsstarfsemi
þarf það ekki endilega að þýða að
allir vistmenn stofnunarinnar nýti sér
sama tilboð, heldur gefa hverjum ein-
staklingi tækifæri til að sinna því
áhugamáli sem hugur hans hneigist
að.
Líkamlega fatlaðir
oft útundan
Þess ber sérstaklega að geta að
þegar vistmanni stendur til boða þátt-
taka í tómstundastarfi verða þeir sem
einnig eru líkamlega fatlaðir oft að
gjalda fötlunar sinnar með því að
vera hafðir útundan. Stafar þetta
fyrst og fremst af ófullnægjandi
hjálpartækjabúnaði.
í lokin vil ég minna fólk á að van-
gefnir hafa sömu Ianganir, þrár og
tilfinningar og við. Hjálp þeim til
handa ætti ekki að vera af góð-
mennsku og gæsku heldur vegna þess
að þeir eiga fullan rétt á henni.
Guðrún Halla Jónsdóttir
þroskaþjálfanemi
^ „Alltof oft brennur viö aö samskipti for-
eldra og barns verði lítil og gagnkvæmar
heimsóknir verði strjálar, rútíneraðar og vand-
ræðalegar. Þetta má í mörgum tilfellum rekja
til erfiðra samskipta foreldra og starfsfólks.”
frá N-Ameriku. Minnkun heima-
veiða á laxi í N-Ameríku vegna veiða
við Grænland telja þeir að nemi á
bilinu 690—920 tonn á ári. Norð-
menn hafa miklar áhyggjur af
veiðum Færeyinga enda nemur
norskur lax líkast til um þriðjungi af
afla Færeyinga, eins og kemur fram
héráeftir.
Gjörsamlega vonlaust er að gera
sér grein fyrir því hvaða áhrif lax-
veiðar Færeyinga i sjó hafa á laxa-
gengd hér á landi, því fyrir hendi eru
engin gögn til að draga nokkrar
ályktanir þar um. 2—3 íslensk merki
hafa þó fundist í löxum veiddum í
Noregshafi og við Færeyjar. Þessi fá-
tæklegu gögn sýna, að íslenskan lax
er að finna á þessu hafsvæði, en í
hvað miklu magni hann er á veiðislóð
Færeyinga og í afla færeyskra lax-
veiðibáta veit enginn með neinni
vissu. Fullyrðingar um, að íslenskur
lax sé hverfandi hluti í afla Færey-
inga eru augljós vitleysa. Eina sem
hægt er að fullyrða um er, að við
höfum engin íslensk gögn eða rann-.
sóknir til þess að sanna neitt eða af-
sanna í þessu máli.
Gagnaleysi okkar í þessu máli er
grátleg staðreynd, þegar ýmsar líkur
virðast nú benda til þess, að stór-
auknar laxveiðar Færeyinga síðustu 2
ár hafa valdið okkur stórum búsifj-
um.
Lftill fjöldi
merktra laxa
Eins og fram kemur í Morgun-
blaðinu í grein Jakobs Hafstein þann
27.8. sl. var 1751 lax merktur við
Færeyjar 1969—1976. 4,7% af sam-
tals um 5% endurheimtum frá
þessum merkingum skilaði sér í
heimaveiði ýmissa landa, þar af
þriðjungur í Noregi, um 38% í Skot-
landi, 15% á írlandi og minna í Sví-
þjóð, Englandi og Sovétríkjunum.
Fjöldi merktra laxa var það lítill, að
miðað við stærð stofna þessara landa
og smæð íslenska laxastofnsins hefði
tilviljun ein getað látið merki reka á
fjörur íslenskra laxveiðimanna. Á
þessum árum var afli Færeyinga
mestur 40 tonn, en hin árin innan við
30 tonn og veiðisvæðið var eingöngu
i grennd við eyjarnar og mest veitt á
vorin. Þessar merkingar gefa enga
vísbendingu um það, hvort íslenskur
lax er i afla Færeyinga í dag.
Veiðar. í öllu Noregshafi voru á
árunum 1969 og 1970 yfir 900 tonn,
en á árabilinu 1971 —1979 minnkuðu
þessar veiðar úr rúmum 300 tonnum í
rúm 200 tonn. Færeysku veiðarnar
árið 1980ogsérstaklega 1981 takaþví
öllu fram, bæði fyrri veiðum Færey-
inga og heUdarveiðum í Noregshafi.
Auk þess verður að líta til þess að
veiðisvæði Færeyinganna og veiði-
tími hefur breyst. Færeyingar veiða
nú laxinn frá því seint á haustin og
fram á sumar.
Veiðisvæðið er nú ekki bara í
grennd við Færeyjar, heldur öll fær-
eyska lögsagan upp að íslensku lög-
sögunni og norður með henni eins
langt og Færeyingar mega fara. Það
er ekki ósennUegt, að við þessa
stækkun veiðisvæðis Færeyinga hafi
hlutdeild íslensks lax í veiðunum stór-
aukist. Eins og ég gat um áðan
höfum við engin gögn til þess að átta
okkur á veiðum Færeyinga. Það fer
þó ekki hjá því, að ljótur grunur
læðist að manni, þegar stóraukin
veiði Færeyinga tvö síðustu ár og
stórkostleg aukning á veiðisvæði
þeirra í áttina að íslensku fiskveiði-
lögsögunni fer saman við mikla
minnkun laxagengdar á Norður- og
Norðausturlandi, þaðan sem líklegast
er, að laxinn Ieiti austur fyrir Iand.
Skipuleg leit
að göngum
íslenskir sjómenn, sem fylgst hafa
með veiðum Færeyinga, segja frá því
að þeir leiti skipulega að göngum á
stóru hafsvæði. Eftir að ganga hefur
fundist þyrpast bátarnir síðan á
gönguna og veiða úr henni meðan
eitthvað fæst. Því miður eru laxa-
göngur frá Norður- og Norðaustur-
landi ekki merktar, svo að ekki er
vitað hvort þeir hafi ekki e.t.v. hitt á
einhverja slíka göngu fyrir norð-
austan eða austan land.
Mikið fé hefur verið lagt i laxarækt
og hafbeitartilraunir undanfarin ár
og mikil áform eru uppi um hafbeit
frá ýmsum stöðum á íslandi á næstu
árum. Alltof miklir hagsmunir eru í
húfi til að unandi sé við það, að við
vitum ekki vissu okkar um göngur
íslenska laxins í sjó umhverfis landið
og sömuleiðis hvaða áhrif veiðar
Færeyinga í Noregshafi og Græn-
lendinga við V-Grænland hafa á
endurheimtur hér á landi.
Dæmin um áhrif veiða við V-
Grænland á endurheimtur á írlandi
og í N-Ameríku sýna, að þessar
veiðar geta haft stórkostleg áhrif á
endurheimtur. Ef laxveiðar í sjó rýra
endurheimtur í hafbeit á íslandi um
þau prósent, sem skipta sköpum fyrir
afkomu hennar, er það of alvarlegt
mál til að láta það afskiptalaust.
Til að tryggja framtíð hafbeitar á
íslandi, verðum við að gera á næstu
árum stórátak í þvi að rannsaka
göngu laxins í sjó með stórauknum
merkingum, bæði gönguseiða og á
laxi veiddum í sjó umhverfis landið,
og jafnframt að setja veiðar Færey-
inga undir smásjá.
Eyjólfur Friðgeirsson
fiskifræðingur
A „Fullyrðingar um, aö íslenskur lax sé
hverfandi hluti í afla Færeyinga eru
augljós vitleysa. Eina sem hægt er aö fullyrða
um er, að við höfum engin íslensk gögn eða
rannsóknir til að sanna neitt eða afsanna í
þessu máli.”