Dagblaðið - 29.08.1981, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 29.08.1981, Blaðsíða 24
Kjararannsóknamefnd gerir alhliða úttektá vinnumarkaðinum: Kaupmáttur verkakvema rýmar meira en karla Kaupmáttur greidds tímakaups í dagvinnu jókst um 1% hjá verka- mönnum, 1.4% hjá iðnaðarmönn- um, en rýmaði um 2.4% hjá verka- konum frá seinasta ársfjórðungi 1980 til fyrsta ársfjórðungs 1981. Niður- stöður kjararannsóknarnefndar benda til þess að við samningana sem gerðir voru 27. okt. á síðasta ári hafi kaup verkakvenna á höfuðborgar- svæðinu hækkað um 11% meðan kaup verkamanna á sama svæði hafi hækkað um 13%. Hins vegar fengu verkakonur sína hækkun strax, meðan stórir hópar verkamanna og iðnaðarmanna fengu ekki hækkun fyrr en rétt fyrir eða eftir áramót. Kjararannsóknarnefnd vinnur nú að alhliða úttekt ávinnumarkaðinum þar sem skoðuð eru atriði eins og t.d. tíðni hlutastarfa, skipting þeirra eftir kynjum og hversu margir em í hverjum launaflokki. Nær könnunin til 40 þúsund launþega innan ASÍ og er vonazt til að niðurstöður hennar verði nótadrjúgar við gerð næstu kjarasamninga. öll fyrirtæki innan VSf og VMSS hafa fengið tilmæli um að gefa upplýsingar í þessu sambandi og komin eru svör frá um 25% þeirra en vonazt er til að fleiri svör berist næstu daga. -IHH. V Hallgrímur „Bakkus” er kominn úr hringferöinni Skódinnsló ekki feilpúst alla leiðina L riallgrimur Marinósson fagnar því að vera kominn á áfangastað. Ekki voru þreytumerki sjáanleg á honum er hann bakkaði í mark i gær. DB-mynd: Einar Óiason. Hallgrímur „Bakkus” Marinósson hafði það af að bakka í kringum landið á fyrirfram áætluðum tíma. Hann kom í mark klukkan fimm í gær og var vel fagnað. Vegalengdin sem hann lagði að baki eða öllu heldur bringu var um 1570 kílómetrar. Fyrir þetta afrek fær hann væntanlega nafn sitt skráð í heims- metabók Guinness. Samhliða bakkinu fór fram fjársöfn- un fyrir Þroskahjálp. Þeirri söfnun lýkur ekki fyrr en helgin er öll þannig að enn er ekki ljóst hversu mikil upphæð safnaðist. Síðasti áfangi Hallgrims var frá Borgamesi til Reykjavíkur. Ferðin gekk að óskum og varð hann ekki fyrir nema tveimur smáóhöppum á leiðinni. Hann var mjög ánægður með hvemig Skoda bifreiðin sem hann bakkaði reyndist. Hún bilaði ekkert og sló ekki feilpúst. Eina bilunin í allri ferðinni varð þegar afturþurrka bílsins gaf sig. Hún var sérstaklega sett á fyrir ferðina og var ekki frá Skoda verksmiðjunum. Hallgrímur Marinósson lagði af stað í hringferðina þann 11. þessa mánaðar. Hann kvaðst hafa getað verið mun fljótari í förum þar eð allt gekk að óskum. Hann þurfti ekki að aka nema í fjórar til fimm klukkustundir á dag og var því prýðilega vel á sig kominn er hann bakkaði í mark í gærdag. -ÁT- BUBBISEGIR SKIUÐ VID UTANGARDSMENN - hyggst nú stof na nýja hl jómsveit sem hef ur m.a. bárujárnsrokk áef nisskránni hann bar til baka fregnir um að hann væri einn meðlimanna. Bubbi hyggst að einhverju leyti snúa sér að þyngra rokki en hann hefur verið að leika undanfarið með Utangarðsmönnum og stefnan hefur verið sett á bárujárnsrokk. „Þú mátt endilega segja frá því að okkur vantar góðan trommuleikara sem getur leikið þessa tegund rokks, þ.e. bárujámsrokk,” sagði Bubbi og virtist í einu og öllu sæU og ánægður með tilveruna. Utangarðsmennirnir fjórir sem eftir eru mtmu ætla að halda áfram samstarfmu. -SSv. Togstreitunni innan Utangarðs- manna er lokið. Bubbi Morthens, söngvari og aðalforsprakki hljóm- sveitarinnar, er hættur. AUt frá því Utangarðsmenn héldu í tónleikaferð- ina til Norðurlanda í sumar hefur þessi orðrómur verið á sveimi en er nú ekki lengur orðin tóm. „Jú, þetta er rétt. Ég er hættur með Utangarðsmönnum,” sagði Bubbi í samtaU við DB í gær. „Þetta var þó allt saman í mesta bróðemi sem betur fer en sannleikurinn var bara sá að við vorum orðnir þreyttír á þessu og þá ekki síður hver á öðrum. Þessi ákvörðun hefur verið í deigl- unni undanfarið en ég tók af skariö fyrir skömmu og hætti”. Eftir því sem DB kemst næst hefur Bubbi verið að spila með ónafn- greindum hljóðfæraleikurum undan- farið og eina nafnið sem staðfest hefur verið er nafn Ragnars Sigurðs- sonar gítarleikaia. Þá var nafn Björgvins Gíslasonar einnig nefnt, en Bubbi Morthens: „Við vorum orðnir þreyttir hver á öðrum.” DB-mynd: Sig. Þorri. frjálst, úháð dagblað LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST1981. Tveir ungir skólaskákmelstarar verða fyrstir til að leika á útitafiinu f mið- borginni i dag. Væntanlega hafa þeir fulla stjóm á óútreiknanlegasta tafl- manninum, riddaranum. DB-mynd: Gunnar Örn. Útitaflið vígt í dag — borgarstjórinn leikur fyrsta leikinn Útitaflið á Bernhöftstorfunni verður vígt í dag kl. 14. Tveir tólf ára gamlir piltar, Tómas Björnsson, skólaskák- meistari íslands, og Þröstur Þórhalls- son, skólaskákmeistari Reykjavíkur, leika fyrstu skákina. Hefur hvor þeirra tuttugu mínútur í umhugsunartíma. Borgarstjórinn í Reykjavík, Egill Skúli Ingibergsson, mun leika fyrsta leikinn í skák ungu piltanna. Áður munu hann og formaður Taflfélags Reykjavíkur flytja stutt ávörp. Að lokinni skák piltanna hefst keppni átta sveita af Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Verður hún með útsláttar- fyrirkomulagi og fer fram þrjár helgar í röð. -KMU. Áskrifendur DB athugið Einn ykkar er svo Ijónheppinn að fá að svara spumingunum í ieiknum „DB-vinningur í viku hverri”. Við auglýstum eftir honum á smáauglýsingaslðum blaðsins I gœr. Vinningur í þessari viku er Crown-sett frá Radióbúðinni, Skipholti 19 Reykjavlk. Fylgizt vel með, áskrifendur, fyrir næstu helgi veröur einn ykkar glœsilegu Crown-setti rlkari. c ískalt Seven up. hressir betur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.