Dagblaðið - 29.08.1981, Síða 6

Dagblaðið - 29.08.1981, Síða 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981. DB hittir Eggert Gíslason um borð íNjáli RE 275: ílúkarkaffí með afíakóngum —að búa sig á reknet fyrir norðan ^ ■■ ■ Fiskisælir bræöur. Þorsteinn (t.v.) og Eggert (t.h.). „Hann byrjaöi fjórtán ára, ég fimmtán,” segir Eggert. ,En það er af því ég er fæddur i mai en hann um haustið.” DB-myndir Gunnar örn. hann dreymi fyrir því hvar síldartorf- urnar séu. „Æ, vertu ekki að spyrja mig um það. Ég er orðinn svo leiður á að vera þjóðsagnapersóna.” Það hefur hann nefnilega verið í 29 ár eða frá því hann var skipstjóri á línu á vetrarvertíð í fyrsta sinn. Hann viður- kennir að nóttina áður en þeir fóru þá í sinn fyrsta róður hafi sig dreymt að þeir væru staddir á vissum stað undan Garðskaga, með netið allt i tætlum. „Næsta dag fór ég beint þangað — og rokfiskaði,” segir hann. Það var þó ekki fyrr en tveim árum seinna sem hann sló í gegn. Það var í Sandgerði þar sem hann fiskaði svo vel að það varð allt geggjað í plássinu! Hann kann auðheyrilega margar sögur um yfirnáttúrlega reynslu sína á sjónum, en er svo tregur til að láta þær fara lengra að við látum nægja að hafa eftir honum að oft hafi sér fundizt eins og kallað væri i sig þegar eitthvað var að, til dæmis einu sinni þegar skipið var nærri strandað. Þá hentist hann upp á síðasta augnabliki og allt fór vel. Fræðingarnir reikna, en náttúran fer sínar eigin leiðir „Það er eins og menn sem lifa í svona nánu sambýli við náttúruöflin verði undarlega næmir,” sagði nýlega við mig kona sem í áratugi bjó í Vest- mannaeyjum. Hugsanagangurinn verður allt öðru- vísi hjá þeim heldur en hjá okkur við skrifborðin í sementshúsunum, þar sem hvorki veður né vindar hrista kaffi- borðin. Og Eggert dregur ekki dul á að honum er lítið gefið um að láta stjórna sér úr landi.” „Fiskifræðingarnir reikna eftir sinni beztu samvizku,” segir hann. „En náttúran sjálf fer sfnar eigin leiðir og fiskurinn er ekki á sama stað í ár og í fyrra.” Og hann staðhæfir að það sé meiri fiskur í sjónum en fræðingarnir vilja vera láta. ,,En fólk er andaktugt yfir þessum góðu mönnum sem vilja hindra okkur, þessi villidýr, í að drepa allt kvikt.” Ég fæ óþyrmilega sönnun fyrir því hve lögmál lífsins eru ólik á sjó og landi þegar ég spyr að minu viti pottþéttrar spurningar: „Hvenær komið þið aftúr aðnorðan?” „Guð minn almáttugur,” segir afla- kóngurinn og hristir höfuðið. „Það vita sjóarar aldrei þegar þeir halda úr höfn.” Það er ekki dagatalið og klukkan heldur aflinn og veðrið sem ákvarðar þeirra vinnutíma. - IHH Leikarar Nemendaleikhússins 1 barnaleikritinu um sorglausan konungsson, sem sýnt veröur næstu sunnudaga I Lindarbæ. Sorglaus konungsson i Nemenda- leikhúsinu Nemendaleikhúsið, fjórði bekkur Leiklistarskóla fslands, hefur starf- semi sína á morgun með sýningu á lokaverkefni síðasta árs, barnaleikrit- inu „Sorglaus konungsson” eftir Suzanne Osten og Per Lysander, byggt á sögu eftir Evu Wigström. Leikstjóri er Þórunn Sigurðardóttir. Sýningin verður á morgun kl. 15 í Lindarbæ og verður sýnt næstu sunnudaga. Miðasala er við inngang- inn og kostar hver miði 20 krónur. Hópar geta pantað sér miða í síma 25020. Æfingar eru nú að hefjast á fyrsta verkefni Nemendaleikhússins á þessu leikári, leikriti um Jóhönnu af örk, eftir önnu Seghers. Leikstjóri verður Maria Kristjánsdóttir en um leik- mynd og búninga sér Guðrún Svava Svavarsdóttir. -ÓV Mikið var gaman að prila um borð i Njál RE 275 við Grandagarð og fá lút- sterkt nýlagað kaffi í lúkarnum. Þeir sögðu samt að þetta væri bara milli- kaffi, þeir hafa það víst sterkara þegar þeir eru farnir að sjá tóma depla fyrir augunum eftir sólarhringa langar stöður við að hífa. Það er heldur ekki á hverjum degi sem aflakóngur býður manni upp á kaffi. Eggert Gislason, sem nú fer norður á reknet á Njáli, er orðinn þjóð- sagnapersóna fyrir löngu og menn segja að hann eigi sér huldukonu sem birtist honum í draumum og vísar honum á síldartorfurnar. Ekki spillti að þarna var bróðir hans, Þorsteinn Gíslason, sem líka hefur verið fádæma fiskinn og búinn að vera skipstjóri á hverju sumri I háa herrans tið, en kennir við Stýrimannaskólann á vet- urna. Það vantaði bara Árna, yngsta bróðurinn. Já, þetta eru veiðiklær, strákarnir frá Kothúsum í Garöinum. Byrjuflu snemma á sjónum Þeir hafa stundað sjóinn frá blautu barnsbeini. „Eggert var strax upp úr fermingu orðinn þekktur formaður og útgerðar- maður á trillu,” segir Þorsteinn. „Æ, æ, æ.” Eggert kveinar undan lofi bróður síns, þótt hann viti auðvitað að hann stendur fullkomlega undir því. „Þú byrjaðir sjálfur fjórtán ára sem kokkur.” „Já, ég var alltaf látinn ganga í það þegar kokkurinn datt í það og týndist. „Hann byrjaði fjórtán ára, ég fimm- tán,” segir Eggert, en til að ekki haUist á bætir hann við: „Það er af því að ég er fæddur í maí en hann um haustið.” Svo er farið að tala um hvernig Eggert er búinn að fara heilan hring í skipstjórninni, allt frá trillu sem ungur og upp í 350 tonna skip og niður í trillu aftur. „En nú er hann eiginlega að byrja á nýjum hring,” segir Þorsteinn og á við þaö að Eggert er nýbúinn að láta lengja Njál, svo þetta er orðið 27 tonna skip. FiskirUð er fjölbreytt hjá honum þvi ekki er langt síðan hann brá sér á handfæri. Og þegar hann fer til Kanaríeyja á vetuma, eins og hann gerir í seinni tíð, þá er hann kominn upp klukkan sex til að hjálpa fiski- mönnum eyjanna að draga fyrir. „Þeir hafa feiknatrú á honum,” segir Þorsteinn. „Nei, nei, ekki ljúga,” andmæUr bróðirinn. „Mér leiðist bara að liggja aðgerðalaus á ströndinni. ” Dreymdi netifl í tætlum Það hefði verið stórkostlegt að fara norður með NjáU og sjá aflakónginn umhverfast af veiðigleði þegar netin fyllast. Hann er einn þeirra manna sem ekki virðast einhamir. Og ég veit að þegar hann reiðist verður hann ægi- legur eins og úfið haf. En nú er hann eins og sléttur sjór, með undiröldu. Við spyrjum hvort það sé rétt að Þaö er verið að gera klárt við Grandagarð. Eggert lét nýlega lengja Njál svo nú er hann 27 tonn — og trúlegt er þeir fiski vel.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.