Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 29.08.1981, Qupperneq 16

Dagblaðið - 29.08.1981, Qupperneq 16
16 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981. Islendingar búsettir í útlöndum skipta þúsundum og oft hefur því verið haldið fram að hvergi sé friöur fyrir íslendingum — jafnvel i svört- ustu Afríku. Þegar margir íslend- ingar eru búsettir á sömu slóðum myndast Islendingafélög og á skemmtunum á vegum félaganna hittast landamir og rifja upp sögur fráskerinugóða. íslendingar búsettir í Seattle í Bandarikjunum koma árlega saman i' skemmtiferð og halda heljarinnar veizlu. Í íslendingafélaginu eru nú 250 manns og i veizluna síðustu, sem haldin var 15. ágúst sl., mættu á’ annað hundrað manns. Safnazt var saman í stórum og miklum garði, Silver Lake, þar sem íslendingarnir höfðu fengið sérstakt svæði við vatnið. Þennan dag var um 35 stiga hiti og ekki var laust við að sumum yrði að orði að eitthvað mætti á milli vera. „Væri ekki hægt að senda íslandi eitthvað af hitanum og við fengjum í staðinn smákalda,” heyrðist i hverju horni, frá stynjandi og sveittum landanum. Sigurður Jensson fréttaritari DB var að sjálfsögðu mættur í hátíðina FÓLK Islendingahátíð í Seattle: Að skemmta sér í 35 stiga L |^>y| — margir hugsuðu heim þann dag — eða að minnsta ííilU kosti til kalda loftsins Öll meðul notuð í flokks- baráttunni? Menn ráku upp stór augu í fyrra- dag þegar blað allra landsmanna, sjálft Morgunblaðið, brá út af venju sinni og birti mynd af manni sem mátti skilja að hefði verið handtekinn á Keflavíicurflugvelli með 200 grömm af kannabisefnum innan klæða. Var fanginn hinn flóttalegasti á myndinni og greinilega mjög skelkaður. En eitt- hvað sýndist hann kunnuglegur þegar betur var að gáð. Komu glöggir menn loks auga á að þarna myndi vera mynd af formanni Sjálfstæðisflokks- ins, Geir Hallgrímssyni. En hvaða hlutverki myndin átti að gegna með fréttinni er enn ekki vitað, því allt í kring voru fréttir um aðra hluti og annað fólk en flokksformanninn. Enginn myndatexti fylgdi en undir myndinni af Geir stendur stórum stöfum: „Farþegi frá Luxemborg handtekinn með eiturlyf.” Matthías er „kandídat” í varaformennsku Sjálfstœðis- flokksins Matthías Bjarnason, þingmaður Vestfirðinga, er talinn langlíklegasta varaformannsefni Sjálfstæðisflokks- ins á landsfundinum í haust. Hann er einn harðasti andstæðingur ríkis- stjórnararms flokksins í þingflokki sjálfstæðismanna. Þykir stjórnar- sinnum það bera lítinn vott um sátta- vilja flokkseigendanna að bjóða Matthías fram. Gunnar Thoroddsen varaformaður gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Á síðasta landsfundi, í byrjun maí- mánaðar 1979, sigraði Gunnar Matthías Bjarnason og Davíð Odds- son í kosningum. Davíð ætlar ekki að gefa sig í varaformannskosningu að þessu sinni, þó þess hafi verið farið á leit við hann. Davíð ætlar að einbeita sér að því að „vinna Reykjavík” í borgarstjórnarkosningunum næsta vor og setjast í borgarstjórastólinn. Hins vegar er talsverð hreyfing fyrir því, aðallega meðal yngri sjálfstæðis- manna, að Friðrik Sophusson, þing- maður Reykvíkinga, bjóði sig fram til varaformennsku í flokknum. Anders Hansen, pólitískur skákskýr- andi (höfuðritverk: Valdatafi í Val- höll), veður fram á völlinn í Mogga 27. ágústog skrifar: „Friðrik er trúlega einn glæsileg- asti kosturinn sem stjómarandstöðu- armurinn getur boðið fram, og jafn- framt er hann sá maður sem gæti lagt meira af mörkum til sameiningar flokksins en nokkur annar. Flokkur- inn hefur ekki efni á að hafna slikum kosti.” Hvað gerir Gunnar Thor. ? Geir Hallgrímsson er eini „kandi- datinn” í formannssæti Sjálfstæðis- flokksins sem enn er vitað um. Fáum þykir líklegt að landsfundurinn geri annað en staðfesta kjör hans. Hvað gerir þá Gunnar Thor.? Hann segist ekki ætla að vera varaformaður áfram. Hins vegar hefur hann aldrei afneitað þvi að hann kunni að bjóða sig fram til formennsku — og þá auðvitað gegn Geir. Þegar fáar vikur eru óliðnar til landsfundar hefur Gunnar enn ekki afskrifað þann möguleika. Segja nánir samherjar hans í pólitík. Hann ætlar að „halda málinu opnu” til síðustu stundar, svona rétt til að hafa mátulegan spenning í hlutunum. Hvað hann gerir svo veit enginn. Líklega er of snemmt að afskrifa Gunnar í forystu- slagnum. Óhætt er að fullyrða að Al- bert Guðmundsson fer ekki aftur fram móti Geir. Albert keppti við Geir um formennskuna á síðasta landsfundi en Geir fékk þrefalt fleiri atkvæði en hann. Guðjón Guðjónsson, sjómaður úr Hafnarfirði, lagði hvorki meira né minna en 15 menn i sjómanni. Hér leggur hann Bandarikjamann. Ekki hafði yngsta kynslóðin minni ánægju af deginum en þeir eldri. Synt var i vatninu og einstaka ósyndur sigidi á bát sinum. DB-myndir Sigurður Jensson. Þessum litla, stolta íslendingi hafði verið komið fyrir í forsælu og þar svaf barniö þó aðrir léku sér. Ekki vissi Sigurður hver ætti barnið en ekki fer á miili mála hvcrrar þjóðar það er. Hamborgarar voru grillaðir auk þess sem boðið var upp á islenzkar pönnukökur og kleinur. 35 stiga hiti var f garðinum og eins og sjá má höfðu flestir fækkað fötum allnokkuð. og tók hann meðfylgjandi myndir við það tækifæri. Sigurður sagði að mikið fjör hefði verið, hamborgarar ■ voru grillaðir auk þess sem boðið var | upp á íslenzkar kleinur og pönnu- kökur. Þá var farið í margs konar leiki, allt frá sjómanni upp í eggja- kast. Auðvitað voru veitt verðlaun þeim sem stóðu sig bezt. Guðjón Guðjónsson, sjómaður úr Hafnarfirði, þótti standa sig með ólíkindum í sjómanni — eins og sönnum sjómanni sæmir — og lagði hvorki meira né minnaen 15menn. -ELA

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.