Dagblaðið - 07.09.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 07.09.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1981. VIÐ BJÓÐUM FERD í SÓUNA Á MARBELLA —einhver Dagblaðsáskvifandi þiggur Útsýnarf erð í vikunni blómlegasta svæði Spánar, Anda- lúslu, og þaðan er ekki langt til Sevilla, hinnar fornfrægu borgar. Raunar er óþarfi að hafa mörg orð um Spánarferðir Útsýnar, svo vinsælar eru þær og kunnar. Ferða- skrifstofan sér til þess að allir fái eitt- hvað við sitt hæfi og þrautreynt starfsliðið er meira en fúst tjl aö gera ferðina eins áhyggjulausa og'kostur er. Og reynsla í aldarfjórðung hefur skapað sambönd sem tryggja hagstæð hótel. En til að eiga kost á þessari ferö er sem fyrr skilyrði að vera áskrifandi. Einhvern dag i vikunni verður nafn eins áskrifanda dregiö úr lukku- pottinum og þaö birt innan um smá- auglýsingarnar. Sá heppni getur tryggt sér Útsýnarferðina meö því aö svara rétt þeim spurningum sem fyrir hann eru lagðar. -KMU. Hálka á fjallvegum vestra —og hrímuð tún á Norðurlandi Ferð til Marbella á vegum Ferða-. Marbella er einn vinsælasti ferða- skrifstofunnar Útsýnar er vinningur mannabærinn á Costa del Sol á vikunnar á áskrifendaleik Dag- Spáni. Bærinn er við Miðjarðar- blaðsins. Er verðmætið um 8.000 hafið, nokkurn veginn mitt á milli krónur. Malaga og Gibraltar. Hann er á einu Vetur konungur er nú farinn að minna á sig á fjallvegum á Vestfjörð- um og víðar á Norðurlandi. Á laugar- daginn lentu ýmsir í erfiðleikum á vegum sem hærra liggja á Vestfjörð- um. Enginn óhöpp urðu en sumum sóttist ferðin seint. Þá voru, á sunnudagsmorgun, hrímaðir garðar og tún allt niður í Akureyrarbæ. Ekki olli þetta óþægindum, öðrum en þeim sem úti voruí kuldanum. -A.St. LLIRf Bræðraborgarstlg 1 -Slmi 20080- (Gengiöinn frá Vesturgötu) UMBOÐSMENN: Skagaradíó. Akranesi - Jón B. Hauksson, Bolungarvík Straumur h/f., ísafirði - Oddur Sigurðsson, Hvammstanga Hallbjörn Björnsson, Skagaströnd - Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi Hilmar Jóhannesson, Ólafsfirði - K.E.Á., Akureyri - K.Þ.H., Húsavík K.N.Þ. Þórshöfn - Sigurjón Árnason, Vopnafirði - Rafsjá, Neskaupstað Rafeind s/f., Egilsstöðum - Eirikur Ólafsson, Fáskrúðsfirði Radíóþjónustan, Höfn - Hornafirði - Neisti h/f., Vestmannaeyjum Mosfell, Hcllu - Radióvinnustofan, Hafnargötu 50, Keflavík DC-8 þotan í flugskýlinu á Keflavíkurflugvelli. t nefinu má sjá radar þotunnar. DB-myndir: Einar Olason. Fyrsta D-skoð- un hérlendis á DC-8 þotu —Tvö þúsund vinnustundir þurfti til að Ijúkaverkinu Um 50 starfsmenn Flugleiða hafa í sl. viku unnið af krafti við að fram- kvæma svokallaða D-skoðun á einni af DC-8 þotum félagsinc, TF-FLB. Er þetta í fyrsta sinn sem svo viðamikil skoðun er gerð hérlendis á þessari gerð þotna. Áætlað er að um 2.000 vinnustundir hafi þurft í D-skoðunina en hún er næst stærsta skoðun sem gerð er á DC- 8. Aðeins svokölluð BCP-skoðun er stærri en 1 hana þarf um 50.000 vinnu- stundir enda er þá um algjört yfirhal flugvélarinnar að ræða. Sú skoðun er gerð á 25 þúsund flugtíma fresti en D- skoðunin á 1700 flugtíma fresti. Eitt af þeim skilyrðum sem ríkis- stjórn íslands setti fyrir styrkveitingu til Flugleiða var að viðhald flugvéla yrði flutt heim. Allt fram til nú hefur mest allt viðhald DC-8 verið í höndum erlendra fyrirtækja. í vetur var fyrsta alvarlega tilraunin gerð af hálfu Flug- leiða til að færa viðhaldið til Íslands, er fyrsta B-skoðunin var gerð. Svo virðist sem sú skoðun hafi tekizt mjög vel og virtust þeir yfirmenn sem blm. Dagblaðsins ræddi við á Keflavíkur- flugvelli sl. fimmtudag harla ánægðir með árangurinn. Var á þeim að heyra aö skoðunin stæðist fyllilega saman- burð við skoðanir erlendra fyrirtækja, bæði hvað varðar kostnað og fram- kvæmd. Er Dagblaðsmenn litu við í stærsta flugskýli Keflavíkurflugvallar, en Flug- leiðir hafa hluta af þvi til afnota, voru flugvirkjar og fleiri sérfræðingar; radiómenn, rafmagnsmenn og mæla- menn, að garfa í þotunni. Þarna var einnig verkfræðingur frá SAS sem sér- staklega hafði verið fenginn til að athuga sprungu sem grunur lék á að væri 1 vængnum, innundir hjólahólfi. En það var ekki aðeins tækja- búnaður þotunnar sem fékk sina með- ferð. Þarna vann einnig fólk að alls- herjar hreingemingu, innréttingin var þvegin hátt og lágt. Skoðun þotunnar hófst sl. fimmtu- dagsmorgun og tókst að ljúka henni áður en vélin fór í áætlunarflug á ný 1 gær. -KMU. Gyifi Guðmundsson heitir flugvirkinn sem gægist þarna inn i væng þotunnar. Auk þess að skoða leiðslur og vira sem liggja inni i vængnum leitar hann að hugsanlegum sprungum. Sænskur sérfræðingur, Henry Bengtson, var sérstaklega fenginn hingað til lands til að rannsaka sprungu i væng. Fyrir aftan hann stendur Gunnar Valgeirsson, sem stjórnaði skoðuninni i Keflavfk.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.