Dagblaðið - 07.09.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 07.09.1981, Blaðsíða 5
5 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1981 Þrir björgunarsveitamannanna eru hér á slöngubát — þeirri tegund björgunar- báta, sem valdið hafa hvað mestum straumhvörfum i björgunaraðgerðum á sjó. DB-mynd Sig. Þorri. ÆFDU BJÖRGUN FÓLKS ÚR SJÁVAR- HÁSKA VIÐ VIÐEY — 70 björgunarsveitarmenn héldu mikla samæfingu um helgina Um miðjan dag í gær lauk heljarmik- illi björgunaræfingu slysavarna- félaga, allt frá Grundarfirði og suður til Stokkseyrar, í Viðey. Um 70 manns tóku þátt i æfingunni, sem hófst á föstudagskvöld og stóð með hléum fram á miðjan dag í gær. Þama vom á ferðinni björgunarsveitarmenn, sem hlotið hafa sérstaka þjálfun á slöngu- bátum og með í förinni voru einnig kafarar. Að sögn Ásgríms Björnssonar hjá Slysavarnafélagi fslands hefur notkun slöngubáta færzt mjög í vöxt undan- farin ár við hin fjölbreytilegustu verk- efni á sjó. Fæstar hafnir landsins hafa yfir slíkum bátum að ráða og hafa bátar björgunarsveitanna víðs vegar um landið iðulega komið til hjálpar við björgun úr sjávarháska og eins þegar leita hefur þurft að fólki á sjó. Æfingar, sem þessi, hafa verið haidnar árlega undanfarin ár og hafa Björgunarsveitimar skipzt á um að standa að undirbúningi æfínganna. Að þessu sinni var það Slysavarna- deildin Ingólfur, sem bar hitann og þungann af æftngunni. Auk fræðsluerindi úti í Viðey voru æfð hin ýmsu atriði björgunar á sjó, og meðferð slöngubáta. Kafarar æfðu leit i sjó á mismunandi dýpi og við mismunandi aðstæður. Var æfingin f alla staði mjög vel heppnuð. Björgunarsveitamennimir voru allan tímann úti i Viðey, reistu þar tjaldbúðir á föstudagskvöld og fóm ekki í land fyrr en upp úr hádegi í gær. Kveðjuhóf var siöan haldið i gær og m.a. flutti forseti Islands, Vigdis Finnbogadóttir, stutt ávarp þar sem hún þakkaði björgunarsveitum um land allt fyrir frábært starf á undanfömum árum. -SSv. Þeyr hélt hita á áhorfendum með kröftugri tónlist á Lækjartorgi á föstudag. DB-mynd: Sig. Þorri. Sannkallað „kulda- rokk’’ hjá Þey á föstudaginn „Rekið í stuttu máli áhrif og inni- hald Kaupmannahafnartúlkunarinn- ar. Skrifiö þó ekki meira en 5 línur”. Þessi verkefni var eitt þeirra, sem hljómsveitin Þeyr lagði fyrir áhorf- endur sina á útitónleikum, sem flokkurinn gekkst fyrir á Lækjar- torgi á föstudag. Þeir em kaldir kailar, strákarnir í Þey, a.m.k. var þeim hrollkalt á Lækjartorginu þar sem kuldi og rok gerði þeim lifið leitt. Útgáfu nýju plötunnar frá Þey, Iður til fóta, var frestað j>ar til í þessari viku vegna óhagstæðrar afstöðu stjarnanna, en ekki voru þær þeim hagstæðar á föstudag — i þaö minnsta ekki þær, sem hafa áhrif á veðurfarið. Þrátt fyrir kuldann létu margir sig hafa það að norpa í kuldanum og hiýöa á leik hljómsveitarinnar, sem var afar sannfærandi. 1 fyrsta sinn í langan tíma, sem boðið var upp á góðan hljómburð á útitónleikum. -SSv. Reykkafarar björguðu tveimur konum úr húsbruna — þríðji íbúinn var kominn út af sjálfsdáðun Reykkafarar slökkviliðsins sóttu tvær konur inn i brennandi hús á laugardagsmorguninn. Var þá mikill eldur og reykur í húsinu, sem Breið- holt heitir, og er við gamla Laufás- veginn, skammt frá Alaska. Það var kl. 5.49 um morguninn sem kallið barst til Slökkviliðsins. Reyndist eldurinn á jarðhæð hússins, sem er úr steini en þó með viðar- klæddum veggjum. Á hæðinni eru tvö herbergi auk eldhúss og var mikill eldur kominn í herbergin. Karlmaður sem býr í húsinu var kominn út er slökkviliðið kom á vettvang, en konumar þurfti að sækja inn og bera út. Þær voru báðar fluttar í slysadeild og önnur þaðan og lögð inn í Land- spftalann. Sem fyrr segir er húsið, svo og húsgögn, mikið brunnið og því eignatjón mikið. Um eldsupptök lá engin vissa fyrir i gær, en málið var í rannsókn hjá rannsóknarlögreglu rikisins. -A.St. URVftbll JMJHAhusið LAUGAVEG 178. SÍMl 86780. (NÆSTA HÚS VfD SJÓNVARP/Ð) kerfííeinu! Loksins getum við boðið ÞRIGGJA KERFA TÆKI MEÐ 1) PAL EVRÓPSKA KERFIÐ 2) SECAM FRANSKA KERFIÐ 3) NTSC AMERÍSKA KERFIÐ NÚ ER AUÐVELT AÐ AFLA SÉR EFNIS FRÁ HINUM ÝMSU LÖNDUM. Verð: 19.000 Greiðsluk/ör. VERZLIÐ I SÉRVERZLUN MEÐ LITASJÓNVÖRP OG HUÓMTÆKI SKIPHOLT119. SIMI29800

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.