Dagblaðið - 07.09.1981, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 07.09.1981, Blaðsíða 22
ÁLAFOSS HF. óskar að ráða starfsfólk í PÖKKUNARDEILD tvískiptar vaktir, unnið er frá kl. 8—16 aðra vikuna og kl. 16—24 næstu. Bónusvinna. Á LAGER, vinnutímikl. 8—16, í ULLARMÓTTÖKU, vinnutími frá kl. 8—16. Eingöngu er um að ræða framtíðarstörf og liggja umsóknareyðublöð frammi í Álafossverzluninni, Vestur- götu 2, og á skrifstofu í Mosfellssveit. Fríar ferðir úr Reykjavík, Kópavogi, Breiðholti og Árbæ. Nánari upplýs- ingar hjá starfsmannadeild í síma 66300. ÁLAFOSS HF. IKAUPENDAÞJÓNUSTAN | Til sölu Einbýlishús við Nökkvavog Sænskt timburhús með kjallara, sem gæti verið tvær íbúðir. Góður bílskúr. Stór ræktuð lóð. Þetta er vönduð eign. • Raðhús í sérflokki við Hvassaleiti í skiptum fyrir húseign eða tvær íbúðir í gamla austurbænum. • Vantar einbýlishús með aukaíbúð á jarðhæð á Hvassaleitis- eða Stóra- gerðissvæði. Skipti hugsanleg á úrvalshæð í Stóragerði. Upplýsingar frá kl. 2 til 6 nœstu daga f síma 17287. Kvöld-og helgarsími 30541. IKAUPENDAÞ JÓNUSTAN ■ BMW320 árg. 1980 Renautt 14 TL árg. 1978 BMW318 árg. 1978 Renauft 12 Statíon árg. 1977 BMW320 árg. 1979 Renautt 12 TL árg. 1977 BMW320 árg. 1977 Renauft 5 TS árg. 1980 Renauft 20 TL árg. 1978 Renauft 4 Van F6 árg. 1979 Ronauft 18 TS árg. 1979 Renauft 4VAN M árg. 1975 Renauft 14 TL árg. 1979 Opið laugardaga frá kl. 1—6. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANOSBRAUT 20, SÍMI 86633 V- :/ LOÐDÝRA 0G KANÍNURÆKTENDUR Höfum á lager og útvegum neðanskráðar fagbækur: „BLARÆVEN". (dönsk) nýútkomin 1980. Góð bók um blárefarœkt „REFARÆKTIN" (íslenzk). Ritgerð um refarœkt. „N0RSK PELSDYRB0K" (norsk), fjallar um refarœkt, minkarœkt og chinchillurækt. „MINKB0KEN" (s»nsk), fjallar um minkaræktina. „KANINOPDRÆT" (dönsk), meðal efnis er góður kafli um ullarkanfnur (angóra). „M0DERN ANG0RA W00L FARMING" (amerísk) um ullarkanínur. „ANG0RA RABBIT FARMING" (amerísk) um ullarkanínur. Hringið eftir nánari upplýsingum í síma 91- 44450. ____________________________ KJÖRBÆR HF., Birkigrund 31, Kópavogi. G DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1981. Menning Menning I TENGDAMAMMA í FINNLANDI Bvenska teatem: KVINNORNA PA NI8KAVUORI aftir Hala WuoN|okl Tónllst: KaJ Chydanlua Lalkatjöm: Kalaa Korhonan Laikmynd: Thomaa Qripanbarg Gaatalaikur f ÞJóðUlkhúalnu. Það er enn I dag harla fátitt að hingað berist gestaleikir frá öðrum löndum, einnig frá okkar nánustu nágrönnum og frændþjóðum á Norðurlöndum,. þrátt fyrir það mikla menningarsamband sem á orði er milli þjóðanna. Og þótt taldar væru slíkar heimsóknir undanfarinna ára, þá hygg ég að regiulegar, fjöl- skipaðar leiksýningar yrðu þar i minnihluta. Helst að þær hafi borið við á iistahátiðum. í svip man ég eftir einum tveimur þremur slíkum gesta- leikjum frá Finniandi og aliténd einum frá Sviþjóð, öllum á listahátið. Þeim mun meira gleðiefni þegar gestir koma ioks i heimsókn — jafnvel þó maður skilji ekki orð sem þeir segja eins og i finnsku heimsókn- inni á listahátið í fyrra. Ég finn samt að sýning Kaisu Korhonen á Þremur systrum í Þjóðleikhúsinu hefur loðað furðu fast i minninu. Og nú er hún aftur komin með eigin sviðsetningu, i þetta sinn sænskumæltan leikhóp og leikrit eftir eitt af heldri leikskáldum Finna á öldinni, höfund sem ég hygg að sé öldungis óþekktur hér á landi nema að þvi leyti sem nafn hans tengist Puntilu og Matta eftir Brecht. Ævintýralegur i meira lagi hefur verið æviferill Hellu Wuolijoki af frásögn að dæma i leikskránni. Samt sem áður vona ég að enginn taki það sem ámæii um finnska gestaleikinn, ef ég segi að umfram ailt hafi sýningin orkað heimalega á áhorf- anda i Þjóðleikhúsinu á laugardags- kvöld, leikurinn, leikendur og leik- ritið sem fluttvar. Að öllu leyti nema einu. En ég fann ekki betur en sýningin bæri miklu sterkari svip nýskapandi leikstjórnar, sjálfráðrar leikforustu en mætti ætla um sambærilega sviðsetningu á sígildu íslensku leikriti. Nú er þetta auðvitað eintómt hugboð: ég þekki ekki Konurnar á Niskavuori nema af sýningunni f fyrrakvöld og ekkert annað verk höfundarins. Og sýningin er að visu ekki samlíkjanleg við fyrra verk Kaisu Korhonen sem við þekkjum, Þrjár systur eftir Tsjekhov. Þrátt fyrir ýtarlega stilfærslu efnis- ins, hvers og eins hlutverks og at- burðarásar i leiknum, er í öllum meginatriðum fylgt fram raunsæis- tegum mannskilningi og túlkun at- burða i sýningunni. Enda tæplega annarra kosta völ: mér virðist leikrit Hellu Wuolijoki fastlega njörvað í natúraifskri leik- og frásöguhefð. En svo var að sjá sem eftir fremsta megni væri reynt að losa um frekar en leysa upp híð hefðbundna ytra form leiksins — til þess væntanlega að leiða mannlýsingar og yrkisefni þeim mun skýrar í ljós. 1 sama streng var ennfremur tekið með öllum hinum ytri umbúnaði sýningar, leik- mynd og lýsingu, og hefðbundna stofumyndin tekin niður eða liðuð, sundur. Eftir sem áður var finnskt landslag i baksýn og leikmyndir og búningar virtust gripnir beint úr veru- leikanum. Kjarni máis i leiknum er lýsing gömlu húsfreyjunnar, Lovisu á Niskavuori. Það er þesskonar mann- gerð, mannlýsing sem, að breyttu breytanda, er alkunnug i islenskum bókmenntum, frá og með bóndanum á Hrauni, örlygi á Börg, ef ekki fyrr, og fram á þennan dag. Hún er tals- maður jarðarinnar, fjölskyldunnar, ættarinnar og hefðarinnar — alls hins gamla og góða og eðlisgróna. Andstæðingur hennar i leiknum, Ilóna kennsiukona, er á hinn bóginn málsvari allt annarskonar hugmynda, nýja tfmans og nýrra hugsjóna, hún talar fyrir rétti manna til að lifa i krafti tilfinninga sinna og njóta þess frelsis og fullnægju sem er ásköpuð von alls mannlegs lifs. Þær konur berjast um yfirráð yfir Árna bónda- syni og erfingja óðalsins sem vissu- lega er knár og mikill maður á allar lundir — en þó öldungis umkomu- laus án kvenlegrar forsjár í lífi sínu. Og veit það vel sjálfur rétt eins og þær vita það um hann. Hvernig þetta fer? 1 þessari umferð vinnur ástin og frelsisþörfin: Árni rís loks upp í lok þriðja þáttar, sem satt að segja virtist dálítið langur og klúðurslegur, hristir af sér ok eigin- konu, óðals og móður til að falla að fullu og öllu í faðm Ilónu. En slungið var það hvernig í leiknum var með einföldum hætti itrekuð samstaðan, innst inni, þrátt fyrir allt með Ilónu og gömlu Lovísu. Og ljóst að þótt Ámi sleppi að heiman er hann ekki þar fyrir laus undan áhrifavaldi sinnar frú móður. Ég er ekki frá því að Kristin Sigfús- dóttir hafi minnsta kosti að einu leyti leyst svipað yrkisefni og Hella Wuo- lijoki haganlegar af hendi i sinu leik- riti um sambærilegt efni. í Tengda- mömmu er sonarkonan á bænum málsvari hins nýja tíma og átökunum um framtíðina haldið innan fjölskyidunnar. í Konunum á Niska- vuroi fannst mér kona Árna bónda, Marta tengdadóttir sorglega undan- skilin samúð og skilningi bæði höf- undar og leikstjórans. Samt er það i rauninni hún sem allt snýst um: búskapurinn á Niskavuori í byrjun leiks byggist á heimanmundi hennar, framtíð óöalsins, að Árna frá- gengnum f lokin, ris á börnum hennar sem gamla frú Lovisu ætlar nú að ala upp til að haida á loft merki ættarinnar. En aðdáaniega tókst leik- konunni i hlutverkinu: Lailu Björk- stam að sýna manni umkomuleysi og böl hinnar ógeðfelldu eiginkonu. Marklítið er að telja upp nöfnþátt- akenda 1 þessari fallegu og heil- steyptu sýningu, allt samvalið lið aö því er virtist. Nefni bara nokkur: Mflrta Laurent, Tom Wenuei, Johanna Ringbom fóru með hlut- verkin í hinum stríðandi þrihyrning: Lovisa húsfreyja, Árni bóndi og Ilóna kennslukona. Og alveg var gamli Nikkilá: Börje Idman alskapaður íslenskur hreppstjóri upp ágarnla móðinn. 4C Laila Björkstam og Johanna Ring- bom f hlutverkum sinum: falleg og heilsteypt sýning, skrifar Ólafui Jónsson. V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.