Dagblaðið - 07.09.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 07.09.1981, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1981. „Nú sérOu mig. Eg beygði mig bara niður tíi að hvíla mig." Ein myndin úr bókinni Krakkar krakkar. Krákkar krakkar — nýstárleg kennslubók: Samin til að þjálfa mál- og lestrarþroskann Varð œðislega glöð að fá þetta starf — hefur alltaf langaö að kynnast sjónvarpi, segir Guðmunda sem var ein af sextíu umsækjendum. „Það er geigvænlegur skortur á bókum handa krökkum, sem eru að byrja að lesa sjálf. Ég hef kennt á þessu aldursstigi og fundið mjög fyrir þessum skorti,” sagði Guðbjörg Þórisdóttir einn þriggja höfunda bókarinnar Krakkar krakkar. Hinir höfundarnir eru Jóhanna Einars- dóttir og Kristján Ingi Einarsson ljós- myndari. Jóhanna og Guðbjörg eru báðar kennarar. Krakkar krakkar er bók til að lesa, skoða og ségja frá. „Við miðuðum viö aö bókin hentaði börnum allt niður í tveggja til þriggja ára að aldri,” sagöi Jóhanna Einars- dóttir. „Ljósmyndir Kristjáns Inga eru vel til þess fallnar að börnin skoði þær og segi síðan frá þvi hvað er að gerast á þeim. Einnig bjóða þær upp á umræður milli barnsins og leiðbeinanda þess. Myndlestur sem þessi er ágæt æfing áður en sjálft lestrarnámiðhefst.” í bókinni Krakkar krakkar er á fjórða tug ljósmynda eftir Kristján Inga Einarsson. Myndirnar voru þannig valdar að höfundarnir fengu nokkur börn á aldrinum sex til átta ára til að velja þær. Krakkarnir röbbuðu síðan fram og aftur um myndirnar og er texti bókarinnar byggður á þeim samtölum. „Við lögðum áherzlu á að hafa stuttan texta og stórt letur,” sagði Guöbjörg Þórisdóttir. „Það er mikilvægt að barn sem er nýbyrjað að lesa geti lokið við bók. Þvi fylgir viss ánægjutilfinning. Því vildum viö ekki hafa textann of langan. Og Jóhanna bætti við: „Fram til þessa hafa lestrarbækur alltaf verið mjög tæknilega upp Ingvar Gíslason menntamála- ráðherra skrapp norður til Akureyrar á dögunum og tók fyrstu skóflustungu að nýjum verkmennta- skóla. Blfðskaparveöur var þennan dag og kom fjöldi fólks til aö vera viðstatt þennan merka áfanga i sögu skólamála á Akureyri. Ingvar flutti ávarp við þetta tækifæri og rakti þróun 1 skóla- málum á Akureyri. Verkmenntaskól- inn mun gerbreyta aðstöðu Akureyringa til framhaldsnáms. Skólahúsið verður um sjö til átta þúsund fermetrar en fyrsti áfangi 874 fermetrar. Mun 1 honum veröa járnsmiöa- og vélsmiðadeild. öll verkfræðiþjónusta er i höndum Verkfræðistofu Norðurlands. G.Sv. Akureyri/ELA. 4C Ingvar Gísia- sontekurhór fyrstu skófíu- stunguað nýjum verk- menntaskóla á Akureyri. DB-mynd Guðmundur Svansson Ak. „Ég sótti um starfið þegar það var auglýst núna í ágúst og var ein af sextiu umsækjendum. Ég held að prófaðir svo ég hafði ekki mikla trú á að ég fengi það,” sagði ný sjónvarpsþula, Guðmunda Jóns- dóttir, 23ja ára. Guðmunda kemur 1 stað Birnu Hrólfsdóttur sem biður þess að þriðja barn hennar fæðist. Þulurnar eru alls fimm og skipta á milli sin kvöldunum. „Þegar ég kom í prufu var ég sminkuð og fékk texta til að lesa. Hann var vélritaður, svipaður og notaður er við útsendingar. Ég reundi auðvitað að gera þetta eins vel og ég gat,” segir Guðmunda enn- fremur og skellihlær, enda glaðlynd aðeðlisfari. „Þar sem ég átti eiginlega ekki von á því að fá starfið varð ég æðislega glöð þegar hringt var í mig og mér tilkynnt þetta. Það kom mér mest á óvart fyrsta kvöldið, hvað allir voru almennilegir og hjálpsamir. Ég fékk að fylgjast með útsendingu á mánudagskvöÚ með Kristlnu Bjama- dóttur og það hjálpaði mér mikið fyrsta daginn. Katrín þula var einnig með mér fyrsta kvöldið mitt og hún var jafnindæl og allir aðrir þarna.” — En hvað gerðirðu á milli þess sem þú kynntir? „Ég sat bara og prjónaði,” sagði Guömunda og enn hlær hún. „Ég hef að vísu 8—10 sjónvarpsskerma til að velja úr svo ég missi ekki af neinu i sjónvarpinu.” — Hvað sagði fólk daginn eftir að þú hafðir birzt á skerminum? „Já, ég var nefnilega ekki búin að segja neinum frá þessu, vildi koma á óvart, svo það urðu allir mjög hissa. Sumir trúðu þvi varla að þetta hefði verið ég. Þetta venst þegar nýjabrumið er farið af,” svaraði Guömunda. Hún starfar hjá Blaðaprenti sem setjari og svo er einnig inn eiginmann hennar Berg Garðarsson prentara. Af hverju ég sótti um? Jú, mig hefur alltaf mikið langað til að kynnast því sem fram fer innan veggja sjónvarpsins. Ég hafði komiö þarna. inn einu sinn áöur. Þá var ég áhorf- andi í tónlistarþætti með nemendum Verzlunarskólans,” sagði Guð- munda, nýjasta og jafnframt yngsta þulan. -ELA. Akureyri: Fyrsta skóflu- stunga að verkmenntaskóla Guðmunda Jónsdóttir hóf störf hjé sjónvarpínu sl. þriðjudags- kvöld og hefur nú birzt ó skjónum tvisvar. Hún kemur í stað Bimu Hrólfsdóttur en alls eru þuiumar fimm. byggðar. Stuttu orðin koma fyrst og svo smáþyngist lesturinn. Viö förum ekki eftir þessari formúlu. Sömuleiðis mun þetta vera í fyrsta skipti hér á landi sem Ijósmyndir eru notaöar til að byggja textann 1 kringum. Hingað til hafa teikningar verið notaðar.” Það er bókaútgáfan Bjallan sem gefur bókina út. „Það er eftirtektarvert að Bjallan tima og Námsgagnastofnun getur ekki gefið út bækur vegna peninga- leysis,” sagði Krisján Ingi. „Þetta er forlag sem hefur litið fjármagn og er eiginlega rekið af hugsjón einni saman án nokkurrar vonar um gróða. Mér finnst að við verðum að gefa Bjöllunni svolítið hrós hér í endann vegna þess að hjá fyrir- tækinu eru varla til peniqgar fyrir auglýsingum.” son og Jóhanna Einarsdóttir. DB-mynd: Sig. Þorri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.