Dagblaðið - 07.09.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 07.09.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1981. Kjallarinn Flokksrœðið blffur Við, sem fjarri erum orrustugný „jafnaðarmanna” reynum að gera okkur grein fyrir þvi, af hverju öll þessilætistafa. Topparnir þeirra, sem annarra flokka, eru værukærir og staðnaðir. Þeir reka Flokkinn sem tæki í baráttu um völd og embætti (og bitlinga). Þeir vilja hafa allt í sama gamla farinu og beita lýðskrumi til að halda hylli kjósenda. Flokksræðið blífur. Þeir sem ekki segja halelúja eru settir útaf sakramentinu — snið- gengnir. Kannski er búinn til listi með nöfnum þeirra sem flokkseigendur hafa vanþóknun á. Ég á einn slikan, ekki þó frá krötum. Alþýðublað Jóns Baldvins ritstjóra lásu ekki aðrir en sanntrúaðir. Sú var tíð að Jón skólameistari vandaði Alþýðuflokksmönnum ekki kveðj- urnar. En ,,Út við grænan Austur- völl / sem angar lengi á vorin / stendur væn og vegleg höll / vonin mænir þangað öll.” Þrasleiðarar Jóns.samdir fyrir út- varp„voru eina lífsmarkið með þessu sem þeir eru ekki nú. Sannleikurinn er sá, að fjöldi hinna „óbreyttu” liðsmanna vUdi sameiningu í einn verkalýðsflokk. Þeir börðust fyrir til- veru sinni i verstu kreppu aldarinnar. Marxískifræði voru þeim lokuð bók. Það cr orðhengUsháttur að halda því fram, að samningar hafi strandað á einhverri klásúlu um byltingu. Forystulið Alþýðuflokksins ætlaði sér ekki að ganga tU stofnunar sam- einaðs verkalýðsflokks. Liðsoddar beggja flokka ólu á úlfúð og hatri mUU fylkinga, sem hefðu átt að vinna saman. ForingjaUðbeggjamátti ekki til þess hugsa að missa völdin í „flokknum sínum”. „Drepum, drepum" Jafnvel skrif Vilmundar um Lúter og Komení fóru fyrir hjartað á leiðarahöfundi Tímans, ef ég man rétt, sagði þar með vandlætingu að þetta væri tímaskekkja, 400 ár milli þeirra trúarleiðtoganna. Tima- skekkjan er þó aukaatraiði, hugar- farið virðist svipað. Lúter var Komení sinnar tíðar, sagði Vilmund- ur og hefur víst mörgu verið meira logið. Komení og lið hans sendir mót- stöðumenn sína í hópum inn í eUífð- ina. Það gerði Lúter líka.vinur furst- anna en óvinur bændanna og sagði eins og Skugga-Sveinn: „Drepum, drepum. — „Nú er stand á Goddastöðum” var eitt sinn sagt. Nú er uppistandinu vegna fjórblöðungsins lokið. Loka- þátturinn var dálítið furðulegur. Spurning um arkitektur, sagði Jón Baldvin. Það var þá lóðið? Nú skildist okkur af blöðum eftir Sögu(lega) fundinn, að þá ættu þeir Jón og Vilmundur að vera ritstjórar, jafnir að völdum, skrifa annanhvorn leiðara í einingu andans og bandi friðarins o.s.frv. Þá kemur Jón og segir: Nú get ég. Nú ferð því Vilmundur litli út úr mínu ritstjórnarverelsi hið bráðasta, enda bara stóll handa mér einum eins og þú sérð. En þú mátt senda mér greinar, en mundu bara að merkja þér þær. Haraldur Guðnason. - DB-mynd. Jón Baldvin, Vilmundur og handtakið. blaði. Jón fór í sólarfrí og Vilmundur varð sumarritstjóri. Fór hann nú hamförum á síðum gamla verka- mannablaðsins. Þótti ýmsum nóg, einkum þó flokkseigendum. Þrír þeirra tóku sig upp eftir miðnætti, létu hött slúta, tóku hús á prentverks- mönnum og rændu „grínblaðinu”. Þeim líkaði ekki húmorinn Vilmund- ar, enda pólitíkusar húmorslausir menn. Komið við kaunin? Þótt kratar kynnu ekki að meta skop VG, og það kannski ekki láandi þá sýnist orsök þess að uppúr sauð önnur. Flokkseigendum féllu skrif Vilmundar illa yfirhöfuð. Eða hvernig var tónninn í verkalýðs- foringjunum fyrir norðan. Komu umsagnir láglaunafólksins illa við kaunin? Verkafólk veit vel, að starfs- fólkið í fínu skrifstofunum ræður ferðinni. Formenn virðast ekki una þessu illa, komast kannski einhvern- tíma á þing eins og Karvel, Karl Steinar og Guðm. J. Verkalýðsfélög- in hafa löngum verið einskonar útibú flokkanna. Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið var eitt og hið sama til 1942. Síðan hafa farið fram hrossakaup til hægri og vinstri eftir ástæðum um stjórn ASÍ. Nú eru þar samkv. samningi sjálfstæðismanna og Alþýðubandal. tveir hálaunamenn BHM innstu koppar í búri. í þrengingum krata síðustu vikur hafa góðir grannar hlaupið undir bagga. Til að mynda skrifaði Þórar- inn próventuritstjóri Tímans kostu- legan leiðara, sem hann nefndi „Vörn fyrir Jón Baldvin Hannibals- son” útaf Héðinsmálum. VG beindi þó ekki geiri sínum að Jóni heldur forystu Alþýðuflokksins á þeim tíma, ef nokkuð var. Vildu sameiningu Árið 1938 voru þeir flokkar báðir sem komu við sögu verkalýðsflokkar, nauðganir á stúlkubörnum, m.a. tungur skornar úr og augu krækt út (framkvæmt af ásetningi í viðurvist foreldra og ættingja), magaskurður á ófrískum konum og fóstrinu síðan kastað fyrir hunda, beiting sérstakra efnasambanda til að brenna fanga lifandi. Fram til þess tíma sem réttarhöldin voru haldin hafa 0,3% af heildaríbúatölu landsins verið líflátin. Auk þessa er stöðugum og skipulögðum ofsóknum beitt gagnvart bændasamfélögum, verka- mannahverfum, verkalýðsfélögum, kirkjustofnunum, háskólastofnun- um, dagblöðum, fræðslustofnunum o.s.frv. Enginn er dreg- inn til ábyrgðar Herforingjastjórnin heldur því fram að ofbeldi og hermdarverk séu verk óstýrilátra öfgahópa til hægri og vinstri. Svk. skýrslum Lög- fræðiaðstoðar ekibiskupsdæmisins voru hins vegar stofnanir ríkisins, aðallega lögrega og her, ábyrgar fyrir meira en helmingi morða sem framin voru á tímabilinu mai til des. 1980. Mikill meirihluti annarra morða var framinn af aðilum sem sannanlega starfa í nánum tengslum við lögregluna og herinn. Fram til þess tíma sem réttar- höldin voru haldin, er talið að um 12.000 manns hafi verið líflátnir. Ekki einn einasti maður hefur verið dreginn til ábyrgðar fyrir þessi morð, né heldur pyndingar á ótal mönnum öðrum. Það heyrist stundum að her- foringjastjómin sé umbótasinnuð og er þá vísað til landbúnaðarum- bótanna, en þeirri umbótaáætlun var hrundið af stað 6. mars 1980. Daginn áður hafði reyndar verið lýst yfír hernaðarástandi og dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að land- búnaðarumbætumar væm 1 raun notaðar sem réttlæting fyrir vopnuðu hernámi alls landsins. M.a. hafa tugir þúsunda sveitafólks verið send nauðug í svokölluð „vernduð þorp” 1 nafni umbótanna en þar em hafðar á því stöðugargætur. Aöstoð Banda- rfkjamanna Meðal þess sem dómstólnum var ætlað að kanna var aðstoð Banda- rlkjanna við herforingjastjórnina. Allt bendir til að nú séu a.m.k. 800 bandariskir ráðgjafar í E1 Salvador, en það er stærsti hópur sem banda- rísk stjórn hefur sent til ríkis í Rómönsku Ameríku siðan innrásin var gerð i Dóminiska lýðveldið 1965. Daglega koma tiu D—103 flutningavélar til E1 Salvador. Skv. niðurstöðum allra vitnaleiðslna ber Stjórnarhermenn í E1 Salvador i varöstöóu. \ Bandaríkjastjóm meginábyrgð á að herforingjastjórnin er enn við völd. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ofbeldisverk her- foringjastjómarinnar eru svo stór- felld og þaulskipulögð að þau teljast þjóðarmorð skv. lögfræðilegri skilgreiningu þess orðs. Það leggur sjálfsagt hver sitt mat á hvenær uppreisn er réttlætanleg. íbúar E1 Salvador geta ekki náð rétti sínum eftir lýðræðislegum leiðum, þeir njóta engra slikra réttinda. Fyrirhugaðar kosningar til stjórnlagaþings í mars 1982 breyta haldin í febrúar á þessu ári. Ofbeldis- verk stjórnarinnar halda áfram fyrir utan þær hörmungar sem fylgja stöðugri borgarastyrjöld í landinu. En stjórnin stendur sífellt hallari fæti enda hefur stjórn Reagans Banda- ríkjaforseta þungar áhyggjur af þróun mála. Hið eina sem kemur í veg fyrir að Bandaríkjastjórn sendi herlið tíl landsins er almenningsálitið í heiminum. Hún reynir sífellt að finna tylliástæðu til að auka aðstoðina við herforingjastjórnina og er í þyí skyni sérlega umhugað að sýna fram á „Að baki stjórninni standa ríkjandi öfl innan yfirstéttarinnar, þau sem standa lengst til hægri. Öllu valdi í E1 Salvador er miðstýrt innan hersins og annarra opinberra kúgunartækja.” engu þar um, þar sem engir opnir kosningafundir verða leyfðir, strangt eftirlit er með öllum fjölmiðlum og helstu samtökum fólksins, FDR, verður ekki leyft að taka þátt í kosningunum. íbúar E1 Salvador eiga ekki annars kost en að gera uppreisn. Eftrirtaldir aðilar hafa staðfest réttinn tíl uppreisnar við slíkar aðstæður: Sameinuðu þjóðrinar, sbr. 28. grein Mannréttindayfirlýsing- arinnar, rómversk-kaþólska kirkjan, sbr. páfabréfið Popularum Progressio frá 26. mars 1967, salvadorska ríkið, sbr. 7. grein stjómarskrár E1 Salvador og síðast en ekki sfst Bandaríki Norður-Ameríku, sbr. Sjálfstæðisyfirlýsingu Banda- rikjanna frá4. júli 1776. Ofbeldið heldur áfrem Ástandið i E1 Salvador hefur síst batnað síðan þressi réttarhöld voru hernaðaraðstoð Kúbu við uppreisnarmenn. Þótt ekkert hafi tekist að sanna þar um er sífellt dreift fréttum um að líklegt sé að Kúba út- vegi uppreisnarmönnum vopn og aðra aðstoð (sbr. forsíðufrétt í Mbl. 2. sept. sl.). en hins vegar er þagað yfir verkum herforingjastjórnarinnar og ábyrgð Bandaríkjastjórnar á þeim. Meðan þessar línur eru skrifaðar og meðan þær eru lesnar halda morðin, pyndingarnar og aðrar hörmungar áfram í E1 Salvador. Sterkt almenningsálit og mótmæli almennings getur komið i veg fyrir að þessar hörmungar dragist á langinn. Sem ríki 1 bandalagi við Bandaríkin ber ísland ákveðna ábyrgð á því sem fram fer i E1 Salvador í skjóli Banda- ríkjanna. íslensku ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni ber því skylda til að beita áhrifum sínum til að Banda- ríkjastjórn láti af stuðningi sínum við hina glæpsamlegu herforingjastjórn í E1 Salvador. Einar Ólafsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.