Dagblaðið - 11.09.1981, Qupperneq 1

Dagblaðið - 11.09.1981, Qupperneq 1
f l I f 7. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1981 — 205. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMI 27022. Viðræður Gunnars og Geirs: „BARA MÁLAMYNDA- VIÐRÆÐUR ENNÞÁ " segja forystumenn í Sjálfstæðisflokknum „Þetta eru bara málamyndavið- ræður, að minnsta kosti enn sem komið er,” sagði forystumaður í Sjálfstæðisflokki í viðtali við DB í gær um' „sáttaviðræður” milli arm- anna í Sjálfstæðisflokknum. Hann bætti við að enn sæjust ekki ljósir punktar í viðræðunum, boltanum væri varpað fram og til baka milli manna. Þó væri hagstætt að menn töluðust við. Án þess gerðist „auðvit- að ekki neitt”. Annar forystumaður í Sjálfstæðis- flokknum sagði i viðtali við DB i morgun að eftir tvo fundi grillti ekki í ljósa enda. Geirsmenn segðu á fund- unum að sjálfstæðismenn ættu að ganga úr ríkisstjórn til þess að sam- komulag gæti orðið í flokknum. Gunnarsmenn segðu að það yrði ekki til samkomulags þótt sjálfstæðis- menn færu úr ríkissstjóm. Þá yrðu annaðhvort nýjar kosningar, sem ekki væri vænlegt til einingar í flokknum eins og málin standa, elleg- ar kæmi til nýrrar stjórnarmyndunar og Geir Hallgrímsson gæti áreiðan- lega ekki myndað nýja stjóm. Eining undir forystu hans væri þvi úti- lokuð. Tveir fundir hafa verið milli arm- anna og eru fleiri fyrirhugaðir. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins á að verða í októberlok. -HH. Umræða um leiguhúsnæði á fundi félagsmálaráðs í f ramhaldi af skrifum DB: íbúar Selbrekkna fá nýtt húsnæði fyrir áramótin —skrif Dagblaðsins ýttu svo sannarlega við okkur, segir Þorbjöm Broddason sem lagði f ram tillöguna ásamt Guðrúnu Helgadóttur „Ég verð að segja það aö Dagblað- ið ýtti sannarlega á okkur með skrifum um lélegt leiguhúsnæöi borg- arinnar. Með þv( hefur blaðið vakið fólk tii umhugsunar, þó það hafi ekki beiniínis vakið okkur Guðrúnu til umhugsunar, þvl við vorurr. tarin að ræða þetta i júlí. En skrif blaösins ýttu á okkur og þarna voruð þið svo sannarlega í góðu hlutverki,” sagði Þorbjörn Broddason lektor í samtali við DBimorgun. Á fundi i félagsmálaráði í gær lögðu Þorbjörn og Guðrún Helga- dóttir fram tillögu um að rýma hús- næðið Selbrekkur viö Vesturgötu fyrir áramót. DB skrifaði um þaö húsnæði fyrir rúmri viku og hélt síðan áfram að vekja athygli á léleg- um og heilsuspillandi leiguibúðum borgarinnar. í framhaldi af þeim skrifum tókst utnræöa um lélegt leiguhúsnæöi borgarinnar á fundi fé- lagsmálaráðs í gær. „Nei, ég hef ekki sjálfur séð hús- næðið að innanverðu en maður hefur þetta fyrir augunum er maður ekur um bæinn. Guðrún hefur kynnt sér þetta mun betur en ég ,” sagði Þor- björn, er hann var spurður hvort hann hefði sjálfur skoðað húsnæðiö. „Við Guörún byrjuðum að tala um þetta mál snemma í júlí. Afgreiðslu málsins á fundinum í gær var frestað um eina viku, ekki vegna þess að samkomulag náðist ekki heldur vegna þess að við munum kynna þetta fyrir stat fsfólki félagsmála- stofnunarinnar áður en afgreiðsla kemur til,” sagði Þorbjörn enn- fremur. „í Selbrekkum búa um tuttugu manns í ellefu íbúðum af tólf. Stóð til að úthluta tólftu ibúðinni I gær sem ekki var gert og tel ég það strax bragarbót. Bærinn hefur um þúsund íbúðir á sinum vegum og eins og gengur og gerist er alltaf stöðug hreyftng. Jú, það eru alltaf einhverjir sem hafa of miklar tekjur til að búa í ieiguhúsnæði borgarinnar og við höfum einmitt gert i því að fylgjast með því og benda því fólki á að fara út á hinn almenna markað. Það er bara erfitt á meðan húsnæðisvandinn er eins og í dag. Selbrekkur verða að minnsta kosti rýmdar svo fljótt sem auðið er,” sagði Þorbjörn Brodda- son lektor. -ELA. Helgardag bókin fylgirblað■ inuídag Urslit íslands- mótsins íknatt- spymu ráðast umhelgina • Ræna olíu- skip með hnífa að vopni — sjá erl. yfirsýn bls. 10-11 • Evrópumót fslenzkra hesta — sjá bls. 24 Homsteinn lagðurað Hrauneyja- fossvirkjun Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, lagði horn- stein að stöðvarhúsi Hraun- eyjafossvirkjunar i morgun, skömmu áður en fyrstu eintök Dagblaðsins komu á götum- ar. Flutti Vigdís ávarp að verkinu loknu. Að loknu ávarpi Vigdísar tók Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra til máls en áður en forsetinn lagði horn- steininn hafði Jóhannes Nor- dal, formaður stjórnar Landsvirkjunar, ávarpað við- stadda. í hádeginu átti að snæða hádegisverð í mötuneyti Landsvirkjunar við Sigöldu. Þviiiæst verður gestum boðið að skoða virkjanasvæðin. Framkvæmdir við stöðvar- húsið hófust árið 1978 en áætlað er að virkjunin verði komin í fulia notkun fyrri hluta árs 1983. -KMU.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.