Dagblaðið - 11.09.1981, Side 2

Dagblaðið - 11.09.1981, Side 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1981. Athugasemd við DB grein: Hafa skal það sem sannara reynist Simon Sigurmonsson Görðum skrif- ar: í Dagblaðinu 7. september sl. birt- ist smágrein undir fyrirsögninni Að græða á náunganum. í þessari smá- grein er sannleikurinn þannig með- höndlaður að ég hafi selt gistingu fyrir 850 krónur nokkrum vinnufé- lögum að því er virðist í einn dag og hækkað þetta eftir geðþótta úr 200 krónum. Þegar maður verður fyrir óhróðri þá er matsatriði hvort á að svara eða láta það sem vind um eyru þjóta. Rétt er nú í þessu tilfelli að svara enda ekki mikill vandi. Vinnufélagar þessir, 12 saman, hringdu til okkar og vildu gista í veiðihúsi. Einn þeirra hafði komið hér áður og vissi að gisting kostar hér 35 krónur, svefnpokaplássið. Þessum mönnum var sagt að í húsinu væru sex svefnbekkjapláss sem kosta 210 krónur á dag. Þeir vildu þó koma allir og gista í 2 daga og það kostar 840 krónur og hefur enginn hækkað hér neitt að geöþótta enda greiddi einn þeirra þetta orðalaust enda vissi hann að þetta var rétt. Nú er hér ekki aðeins veiðihús heldur stendur íbúðarhúsið í Görðum rétt hjá, stórt hús og gott. Við höfðum tilbúið herbergi fyrir þá er ekki komust í veiðihúsið og tókum þá hér inn, alla er vildu. Bifreiðarstjóra þeirra, þrettánda mann, er þeir ætl- uðu að láta sofa í köldum bílnum, sótti ég og setti inn í stofu hjá mér. Að græða á náunganum M né « «n .» Fisku.inn t llOtrUm ... !«.*.„ Það geríst nú a: tiðara að vinnufélag ar fari saman aft veifta. Jafnvel ár eftir ár. Þó veiöin sé nú ekki alltaf til aft hrópa húrra fyrir. Taki jafnvel leyfi i góftri á. i nokkra daga. Um slftustu helgi fórum vift nokkrir vinnufélag- amir saman á Vatnasvaeöi Lýsu á Snaefellsnesi. Veiftin var mjóg léleg A átta stangi. i ncitan dag. fengum vift tvó silungatitti. Fiskurinn á 750 krónur stykkið, sem má segja aft sé rándýrt. En þaö var fleira dýrt. A Görftum fengum vift svefnpokapláss i gömlu Ibúftarhúsi einu. heldur hrörlegu. Tvö herbergi og snyrtiaftstafta. Menn lágu tvist og bast um herbergin. Okkur var t;áft þaft aft borga xtti 200 krónur fyrir þeiia Mjög sanngjarnl. En viti mcnnjþcgar griifta átti reikninginn vift brottför kom annaft hljóð i strokkinnrSvefn- pokaplássift var komift i 850 kr. A tveimur dögum haffti leigan haskkaft um 350*?«. Verftbólgan á Islandi er mikil. en ekki svona. Þelta kallar maftur nú aftgræfta á náunganum. Efta bara hækka eftir sinum geftþótta. -GB. Grein sú er bréfritari fjallar um og birtist i DB 7. september. Um dugnað þessara manna má lesa í þessari Dagblaðsgrein en varla hafa þeir dottið um þá 5 laxa er veiddust fyrripart dags daginn eftir. Sá er undirritar þessa Dagblaðsgrein mun trúlega vera sami maður og ritar grein í sama blað í fyrra. Þar var fyrirsögnin: Enginn svikinn af vatna- svæði Lýsu. Kveður þar við annan tónogréttari. Hringið ísí",a 2iO& mj||jkl.l3<*15- eðasknfið Umstjórnmálin: Nasjónal-sósíalistar? „verðbólga verður fyrst og f remst rakin til innlendra aðgerða” Noröri skrifar: Um þessar mundir berast fyrstu teikn um meiri háttar stjórnmála- átök, enda sveitarstjórnarkosningar um land allt að vori. Er þá ekki úr vegi að hugleiða lítils háttar stöðu stjórnmálaflokkanna og gerbreytt viðhorf þeirra, enda langt um liðið, 2—3 mannsaldrar, síðan siegnir voru fyrstu grunntónar þeirrar flokkasin- fóníu sem nú blasir við. Framsókn hefur til skamms tíma lagt megináherzlu á kjörfylgi í strjál- býli en lætur nú fyrst og fremst sverfa til stáls í þéttbýli; verður þar vel ágengt og við stjórn flokksins er tekinn innfæddur Reykvíkingur, þar sem synir moldarinnar héldu áður um stjórnvöl. Þá eru og blikur á lofti með krötum og íhaldi, svo sem alkunna er, en breytt viðhorf þar á bæjum má ekki sízt marka á því að nú skammar Alþýðublaðið íhaldið fyrir óhóflegar kröfur um auka þjóðnýtingu; fer þá væntanlega að þrengjast hagur ein- staklingsframtaks — og segja sumir að farið hafi fé betra. Ekki má gleyma garminum Katli; í herbúðum komma virðist gerbylting hvað róttækust frá fyrri afstöðu. Áður fyrr töldu kommar krata höfuðandstæðinga sina og svikara við alþýðu, en nú — eftir að guðinn i austri brást —, fagnar Þjóðviljinn, öðrum fremur, gengi krata i Vestur- Evrópu. Fyrr á árum lítilsvirtu kommar fánann og þjóðsönginn, töldu hvort tveggja svívirðilegt skálkaskjól auð- valdsins, en nú setja þeir þjóðernið i öndvegi, enda sýnist tilvalið að þeir taki upp heitið nasjónal-sósíalistar, næst þegar breitt verður yfir nafn og Ódýrasta kennslan er sú sem sparar þér tíma Frábærir kennarar sem æfa þig í TALMÁLI. Kvöldnámskeið. — Síðdegisnámskeið. — Pitmans- próf. Enskuskóli barnanna. — Skrifstofuþjálfunin. Sími 10004 09 11109 (kl. 1-5 e.h.). Málaskólinn Mímir, Brautarholti 4. VHjum ráða 1 eða 2 menn í húsgagnasmíði. Uppl. ekki í sima. /ngvar og Gytfi ' rrensásvegi 3. Vantarp/áss fyrir verz/un íca 4 mánuði eða eftir samkomulagi. Tilboð sendist augld. DB, merkt Verzlun, fyrir mánudagskvöld. REYÐARFJÖRÐUR Nýr umboðsmaður á Reyðarfirði: María Ölversdóttir Sjólyst, sími 97-4137 'l BIAÐIB KEFLAVIK Blaðburðarfólk óskast strax í Keflavík. Upplýs- ingar hjá umboðsmanni í síma 3053. BIABIÐ númer; geta þeir þá með góðri sam- vizku haldið áfram að þjarma að frí- múrurum, að hætti þýzkra nasjónal- sósialista, og jafnvel stutt við bakið á fornvinum sinum Kremlbændum, sem nú halda einir uppi merki Adolfs sáluga Hitlers um gyðingaofsóknir. Það virðast því ærið sundurleit öfi sem framvegis verður falið að takast á við vanda þjóðarinnar, en þar ber verðbólguna hæst. Þrátt fyrir hag- stæð ytri skilyrði er kaupmáttur lægri hér en með grönnum vorum, mun lægri en t.d. í Færeyjum. Verðbólga verður fyrst og fremst rakin til innlendra aðgerða eða skorts á aðgerðum en hún er að flestra dómi frumorsök hins lága kaupmáttar. Fyrir sólstöðusamningana hafði tekizt að þrýsta verðbólgunni niður i 26% en siðan óx vítahringnum ás- megin svo að um munaði. Kaupgjald hækkaði um allt að 80%, verðlag allt fylgdi í kjölfarið til þess að unnt væri að risa undir kauphækkunum — þá reið yfir gengisfall til að bjarga at- vinnuvegunum og síðan koll af kolli, sem allir kannast við. Kaldhæðni örlaganna lætur ekki að sér hæða. Verðbólga ásamt skertum kaupmætti verður m.a. rakin til sólstöðusamninganna 1977, sem var þó ætlað að styrkja afkomu almennings. Afleiðingarnar blasa hvarvetna við. Um þessar mundir berast þær fregnir að hinn myndarlegi iðnrekst- ur samvinnumanna á Akureyri riði til falls þrátt fyrir mun lægra kaupgjald en t.d. í Færeyjum. Ef verðbólgu- draugurinn riði hér ekki húsum má öruggt telja að iðjuver samvinnu- manna á Akureyri skiluðu álitlegum hagnaði og sæju sér að auki fært að greiða mun hærri laun en raun er á. Um björgunarbát: Fyrírtæki brugðið um óheiðarleika og verra —ekki er allt sem sýnist, segir f orsvarsmaður þess Garðar Björgvinsson, útgerðarmaöur á Raufarhöfn, skrifar: Það virðist ekki vera talið neitt til- tökumál þótt sölumenn fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu ljúgi og gangi á bak orða sinna við sína viðskiptavini til þess að ná tangarhaldi á fjár- munum þeirra. Þetta eru stór orð en ég get því miður rökstutt þau og sannað. Mér finnst nú samt of langt gengið í pen- ingagræðgi þegar sölumenn gerast svo bíræfnir í fégræðgi sinni að leggja út á þá hálu braut að sýna fólki skýlaust banatilræði án þess að depla auga og fara síðan undan í flæmingi og brúka jafnvel kjaft þegar upp kemst. Þess vegna get ég nú ekki orða bundizt. Árið 1978, í ágústmánuði, seldi sölumaður fyrirtækisins Austur- bakka hf. björgunarbát til skips fyrir norðan. Björgunarbáturinn átti að vera af árgerð 1977, viðurkenndur af Sigl- ingamálastofnun, að sjálfsögðu, og með þeim útbúnaði sem krafizt er af stofnun þeirri. Björgunarbátnum fylgdi leiðarvísir um notkun bátsins og um það sem í honum átti að vera. Skipstjóri viðkomandi báts kynnti sér notkunarreglurnar ásamt upplýs- ingunum um innihald bátsins sam- kvæmt meðfylgjandi bæklingi. Þegar björgunarbáturinn var opn- aður og skoðaður af eftirlitsmanni gúmbjörgunarbáta fyrir norðan þá kom í ljós að báturinn var af árgerð 1974 og af allt annarri gerð en með- fylgjandi bæklingur sagði til um. Björgunarbáturinn var ekki af viðurkenndri gerð til notkunar hér við land og vantaði í hann matvæli, blys og ljós. Skipstjóri viðkomandi skips hafði strax samband við Austurbakka, þegar ljóst var hvers kyns var. Þetta var í marz sl. og fékk hann góðar undirtektir í fyrstu og var lofað úrbótum sem hafa ekki verið efndar. Nú er svo komið að sölu- maður Austurbakka vill ekkert ræða þetta mál frekar og er jafnvel farinn að brúka kjaft. Það virðist nú vera að heiðarleiki og siðgæði séu orðin svo fjarlæg hug tök i þessu landi að til þeirra þurfi ekki lengur að taka neitt tillit. Það er kannski ekki nema eðlilegt að spill- ingin sé orðin allsráðandi því lögin eru orðin svo úrelt og klúðursleg að þau beinlínis bjóða upp á nýja at- vinnugrein í glæpastarfsemi. Ekki er allt sem sýnist „Það verður ekki ofsagt að ekki er allt sem sýnist,” sagði \rni Þór Árnason, hjá Austurbakka hf., og héltsíðanáfram: „Árið 1978 keypti Garðar Björg- vinsson, sem ætíð talar um sjálfan sig í þriðju persónu í þessu bréfi, björgunarbát af Seamaster gerð teg. 4M. Björgunarbáturinn er viður- kenndur af Siglingamálastofnun ríkisins, samkvæmt bréfi dagsettu 4. apríl 1977. Bátur Garðars er framleiddur í maí 1978 og misskilningurinn í sambandi við framleiðsluárið liggur í því að gaskútur, sem fylgir bátnum, er framleiddur það ár, þótt fyllt hafi verið á hann síðar. Hér um að ræða magninnkaup á umbúðum. Það var ekki fyrr en í vor að Garðar hafði samband við okkur aftur, tjáði okkur að báturinn væri ónýtur og vildi fá nýjan bát. Haft í hótunum? Kom þá fram hjá honum að væn- legast væri fyrir okkur að bregðast skjótt við því hann væri ekki neinn smákarl. Hann hefði þegar knésett 2 fyrirtæki, sem selja til sjávarútvegs, og komið einum sýslumanni frá emb- ætti. Ég benti honum á að það væri ekki atriði í þessu máli gagnvart Dunlop, framleiðanda björgunarbátsins, heldur það að ganga úr skugga um hvað væri að og reyna að fá það bætt. í byrjun júní sl. hittum við síðan sölustjóra Dunlop erlendis. Hann vís- aði málinu frá á þeirri forsendu að í fyrsta lagi væri báturinn framleiddur 1978. í öðru lagi hefði báturinn verið framleiddur samkvæmt tilmælum Siglingamálastofnunar og að í þriðja lagi hefði umræddur bátur verið seld- ur í segldúk þannig að plastikkassi, sem Garðar vísar til, væri ekki réttar umbúðir. Ég hafði samband við Dunlop aftur 22. júli, eftir að hafa rætt við Garðar, og barst okkur svar, 28. ágúst, þess efnis að fyrirtækið vildi fá nánari upplýsingar um margnefndan plastikkassa. Þennan mikla drátt á svari sögðu þeir stafa af að sölustjóri hefði verið í Bandaríkjunum og síðan í fríi en þeir vildu að hann meðhöndlaði þetta þar eð hann þekkti til málsins. í bréfinu segir einnig að svo virðist sem björg- unarbátnum hafi verið komið fyrir í þessum kassa eftir á og vildu þeir vita hvort um Dunlop kassa væri að ræða. Þessu svaraði Austurbakki með telexi, 8. þ.m., þar sem við staðfest- um að hafa pantaö hjá þeim stakan kassa, siðsumars ’78, fyrir Seamast- er, teg. 4M, fyrir hönd Garðars Björgvinssonar. Björgunarbátur fyrir opinn bát? Seamaster björgunarbátur Garðars er eingöngu viðurkenndur fyrir opna báta og er þvi ekki viðurkenndur fyrir bát hans, Fálka ÞH, sem ég fæ ekki belur séð en sé yfirbyggður bátur. Það hefur því hvarflað að okkur hvort „spillingin sé orðin allsráð- andi” og hér sé verið að reyna að hafa af okkur fé til þess að bæta fyrir uppkominn vanda,” lauk Árni Þór Árnason hjá Austurbakka hf„ máli sinu. -FG. i ! : %

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.