Dagblaðið - 11.09.1981, Page 4

Dagblaðið - 11.09.1981, Page 4
4 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1981 Verðlaunin fóru austur á Hellu: „Unnar kjötvörur það langdýrasta” —segir ung húsmóðir frá Hellu Margrét og Óskar Þór sonur hennar við verðlaunagripina góðu. Margrét var ný- komin frá tannlækni og fékkst ekki með nokkru móti til að brosa. heim aftur. Það er mjög rólegt á Hellu, stundum næstum einum of rólegt. En þar er gott að vera með börn.” Verðlaunin frá Gunnari Ásgeirssyni Verðlaunin voru 1 þetta sinn vöru- úttekt hjá Gunnari Ásgeirssyni að upphæð 1700 krónur. Margrét valdi vöfflujárn, rafbrýni og stingsög handa bóndanum. Hann hefur lengi langað í svona sög. Að auki fékk hún tvö sett af blöðum í sögina áður en peningarnir voru uppurnir. Með þessa góðu gripi hélt hún svo austur UpplýsingaseðiU ! til samanbunðar á heimiliskostnaði ' Hvað kostar heimilishaldið? i Vinsamlega sendió okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- * andi i upplýsingamiðlun mcðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar ) fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nvtsamt hcimilis- .1 tæki. ? Nafn áskrifanda 1--------------------------------- Heimili 'I f f ii Sími ildi heimilisfólks stnaður í ágústmánuði 1981 G. ____________ itur og hreinlætisvörur kr. kr. Alls kr. m iikív Sigurbjörn, Jónina og Gunnar bak við hinn nýja „skóbar”. Á bak vió þau má sjá hiuta hinna nýju véla sem keyptar voru. Gert við skóna meðan beðið er: SPARAR AÐRA FERÐINA DB-myndir Bj. Bj. „Það er allt annað líf að halda heimilisbókhald. Mér finnst muna miklu að vita í hvað peningarnir fara og ekki síður það að geta fylgzt með afborgunum af lánum og öðru slíku,” sagöi Margrét Bjarnadóttir, 23 ára húsmóðir frá Hellu. Margrét tók við verðlaunum Neytendasíðunn- ar fyrir þátttöku i heimilisbókhaldi fyrir júlímánuð. Reyndar var það maðurinn hennar, Sævar Óskarsson, sem fékk verðlaunin því hann var áskrifandi að blaðinu. En Sævar var að vinna uppi viö Hrauneyjafoss, þar sem hann er kranamaður, og komst ekki til að þiggja verðlaunin. Margrét á iíka allan heiðurinn af því að halda bókhaldið og senda inn seðla. Þrátt fyrir annars jafna verkaskiptingu á sumum heimilum virðast það eftir sem áður vera fyrst og fremst kon- urnar sem bera ábyrgð á heimilisbók- haldinu. Margrét sagöist hafa byrjað að halda bókhald um áramótin síðustu og gert það æ síðan. Ekki hefði þó bókhaldið verið áramótaheit hjá sér. Hún vann uppi við Hrauneyjafoss þar til fyrir rúmu ári er hún hætti til aö ala soninn Óskar Þór. Þau mæögin hafa siðan stytt hvort öðru stundirnar heima viö. Margrét er frá Blönduósi og var spurð að því hvort ekki væri oft einmanalegt í húsinu, ný f þorpinu með lítið barn og maðurinn uppi við Hrauneyjafoss. ,,Ég er einmitt oft spurð að þessu. En ég hef ekki fundið fyrir þessu ennþá,” sagði hún og brosti dulítið. Sjálfstæðis- kaupfólag Margrét var spurð að því hvernig væri að verzla á Hellu. „Það er mjög gott. Þar er kaupfélagið Þór eina matvöruverzlunin en auk hennar er litil búð sem selur gjafavöru, föt og fleira þess háttar. Þór er sjálfstæðis- kaupfélag ekki Sambandskaupfélag. Ég tek eftir því að vöruúrval þar er töluvert öðruvísi en í Kaupfélaginu á Blönduósi sem er Sambandskaup- félag. í Þór fæst til dæmis ekki Bragakaffi sem er það eina sem fékkst í Kaupfélaginu á Blönduósi þegar ég bjó þar. í kaupfélaginu fæst allt sem þarf til matar og þarf því sjaldan að fara í bæinn. Það er heizt að við förum til að kaupa stærri hluti eins og húsgögn og heimilis- tæki,” sagði Margrét. Hún hafði þó átt leið í bæinn og tók við verðlaununum í leiðinni. 1 þetta sinn lá leiðin til tannlæknis. „Það er bæði læknir og tannlæknir á heilsugæzlustöðinni á Hellu. En í þetta sinn þurfti ég að fara til sér- fræðings og varð þá að fara til Reykjavíkur.” Kjöt í heilum skrokkum Margrét sagöist ailtaf kaupa kjöt í heilum skrokkum og slátur tekur hún á haustin. „Að öðru leyti en því finnst mér lítið hægt að spara,” sagði hún. Undanfarin ár, að því síðasta undanskildu, hafa þau einnig keypt hálft naut í félagi við önnur hjón. „Það sem mér finnst dýrast af matvöru eru unnar kjötvörur. Ég fell stundum í freistni og kaupi þær. Dósamatur er einnig mjög dýr. Ég hef lítið keypt af krukkumat handa stráknum en mér skilst að hann sé líka mjög dýr. Af öðrum hlutum finnst mér dýrast að kaupa föt og núna þessa mánuðina hafa ferðirnar tii tannlæknisins aldeilis hieypt reikningunum upp. Bæði er dýrt að fara til hans og svo kostar bensínið í bæinnsitt”. Margrét sagðist einskis sakna á Hellu af því sem hún gat fengið þau ár sem hún bjó í Reykjavík. „Auð- vitað kemur fyrir að mann dauðlangar að skreppa út og kaupa eitthvað sem ekki er til. En mér dauðleiddist til lengdar i Reykjavík og hef alltaf verið fegin að komast Husqvarna Vaffeprn Valdimar Björnsson afgreiðslumaður hjá Gunnari Ásgeirssyni hf. sýnir Margréti þarna brýni sem hún valdi sér. DB-myndir Einar Ólason. „Sjúkir og aðrir þeir sem eiga erfitt meö að fara á milli ættu sérlega að njóta þessarar þjónustu þó að hún sé vitaskuld fyrir alla,” sagði Sigur- björn Þorgeirsson skósmiöur í Austurveri við Háaleitisbraut. Þjónustan sem hann minnist á er sérstakur, „skóbar” sem nýlega hefur verið opnaður í skóvinnustof- unni. Menn koma inn á slitnu skónum sinum, fá sér sæti á „barn- um” og taka af sér skóna. Sigur- björn, dóttir hans, Jónína, eöa tengdasonurinn, Gunnar Rúnar Magnússon, taka síðan skóna og gera við þá meðan beðið er. Menn setja svo á sig skóna aftur, greiða það sem upp er sett og kveðja, spara þannig alveg aðra ferðina á staðinn. Sigurbjörn er fyrstur svo við vitum til að bjóða svona þjónustu. Hann var spurður að því hvort ekki væri dýrara fyrir fólk að láta gera við skó sína á þennan hátt. „Nei, við erum með okkar þjón- ustu á sama verði og aðrir enda háðir verðlagsákvæðum. Við spörum okkur líka mikla vinnu við að fylla út miöa fyrir fólk og umbúðakostnað. Það tekur álika langan tíma að setja plötu undir hæl og að fylla út miða með númeri og öðru slíku. Þess vegna viljum við heldur að fólk bíði hreinlega ef það hefur nokkurn tíma til þess,” sagöi hann. Skóviðgerðirnar taka mismunandi langan tíma efdr því hversu flóknar þær eru. Ef skórnir eru mikið blautir tekur viðgerðin einnig lengri tíma en ella. En flestar viðgerðanna taka aðeins nokkrar mínútur. Ef viöskiptavinurinn hefur ekki þessar mínútur aflögu getur hann komið eftir skónum seinna. -DS. vélin til hægri á myndinni er sú sem mest mæðir á. Hún saumar alla skó.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.