Dagblaðið - 11.09.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 11.09.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1981. 7 Sáf tavíðræður innan Sjálfstæöisf lokksins: VHJHOfiF SJALFSTÆfHS- MANNA TIL VHNUEÐNANNA Fréti Dagblaðsins í fyrradag um sáttaviðræður innan Sjálfstæðis- flokksins hefur vakið mikla athygli. Eins og fram kom ræddu forystumenn flokksins og stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar ágreininginn til núverandi ríkis- stjórnar. Fyrsti viðræðufundurinn fór fram á mánudag og viðræðunum var fram haldið siðdegis ígær. „Mestu skiptir að áfram sé haldið og árangur náist,” sagði Gunnar Thoroddsen í Dagblaðinu i gær. „Mikilsveröast er og aðalat- riðið í þessu máli að tveir hópar manna hafa nú komið saman og byrjað að ræða um innanflokksmál Sjálfstæðisflokksins,” sagði Gunn- ar. í sama blaði sagði Geir Hallgrintsson: „Við reynunt að ná niðurstöðu. Enginn einn ntaður getur leitt þetta mál til lykta. Lausnin er undir mörgunt komin.” Dagblaðið ræddi í gær við fjóra sjálfstæðismenn um viðræðurnar innan flokksins og fara'viðhorf þeirra hérácftir. -JH. Friðrik Sophusson alþingismaður. „Verðum að standa allir sömu megin — annaðhvort í stjórn eða stjórnarandstöðu” „Fyrst ætla ég að lýsa furðu minni á því að heimurinn skuli ætla að farast þegar forystumenn flokksins ræða saman, jafnsjálfsagt og það er í mínum augum,” sagði Friðrik Sophusson alþingismaður. „Ég tel að sjálfstæðisfólk almennt líti fyrst og fremst á sig sem sjálf- stæðismenn en vilji ekki láta draga sig i dilk stjórnar og stjórnarand- stöðu eins og þingmenn verða að gera, eðli og hlutverki sínu sam- kvæmt. Sjálfstæðisfólk vill stóran, sterkan og samhentan Sjálfstæðis- flokk og sjálfstæðisstefnan á annað og betra skilið af forystumönnum flokksins en að þeir sundri þessu mikilvæga stjórnmálaafli. Mér finnast því viðræður sem snúast um raunveruleg vandamál flokksins vera ánægjuefni og vona að þeim Ijúki með gagnkvæmum skilningi á þvi að við eigum málefna- lega samleið og verðum að standa allir sömu megin — annaðhvort í stjórn eða stjórnarandstöðu — áður en dregur til kosninga. Vaxandi umsvif SÍS-hringsins og bíræfni kommúnista, t.d. í húsnæðis- málum, hljóta að þjappa sjálfstæðis- mönnum saman um stefnumiðsín.” -A.SI. Ragnhildur Helgadóttir, fyrrv. alþingismaður: HAFA SJÁLFIR SAGT SIG ÚR LÖGUM VIÐ FLOKKINN — grundvöllur til samninga við þá sem mynda eða ganga í ríkisstjórn við þessar aðstæður ekki fyrir hendi innan flokksins Fríðrik Sophusson: „ standa allir sömu annaðhvort i stjórn eða stöðu.” Verðum að megin — stjórnarand- Kjartan Gunnarsson: „Vona drengilega verði staðið viðræðunum af allra hálfu.” „Það er ekkert nýtt að þessir aðilar ræðist við,” sagði Ragnhildur Helgadóttir, fyrrverandi alþingis- maður. „Ráðherrarnir og þeir þing- menn Sjálfstæðisflokksins sem eru stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar eru boðaðir á alla formlega þingflokks- fundi og miðstjórnarfundi, þeir sem þar eiga sæti, auk þess sem rætt hefur verið við þá um afstöðu til ýmissa mála og kosninga á Alþingi. Einnig munu viðræður hafa farið fram í vor og sumar í framhaldi af ályktunum flokksráðs. Það er rangt, sem stundum er haldið fram, að ágreiningurinn innan Sjálfstæðisflokksins sé einungis milli Gunnars og Geirs. Það er afstaðan til ríkisstjórnarinnar sem er höfuðatriði. Áfstaða til ríkisstjórnar er eitt af þvi sem sameinar nienn i stjórnmála- flokk. Allar stofnanir Sjálfstæðis- flokksins, sem vald hafa til að ákveða afstöðu flokksins til ríkisstjórna, hafa tekið afstöðu gegn þessari ríkis- stjórn. Þeir sem mynda eða ganga í ríkisstjórn við þessar aðstæður hafa þar með sjálfir sagt sig úr lögum við ATLI Vi' STEINARSSON 1 flokkinn. Grundvöllur til samninga við þá er því ekki fyrir hendi innan flokksins. En viðræður þær sem nú standa yfir geta vonandi veitt ráðherrum úr Sjálfstæðisflokknum styrk til að hrista af sér þá fjötra kommúnista sem myndun rikisstjórnarinnar hefur hnepptþáí.” -JH. Ragnhildur Helgadóttir: „Það er af- staöan til ríkisstjórnarínar sem er höfuöatriði.” JÖNAS HARALDSSON Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins: Vona að sjálfstæðis- menn gangi sameinaðir til næstu kosninga „Ég fagna því að þessar viðræður fara fram og vona eindregið að þær leiði til góðs árangurs” sagði Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. „Sá árangur er að sjálfstæðismenn gangi sameinaðir til næstu kosninga. Það er ómögulegt að vera bjartsýnn, aðeins að vona það bezta og að drengilega verði staðið að viðræðunum af allra hálfu.” -JH. Albert Guðmundsson alþingismaður: Tek afstöðu til mála og manna eft- ir því sem við á — en tilheyri engum sérstökum armi Albert Guðmundsson: fram hjá þessum viðræðum.” ,Ég hef litið samninga- „Ég hef litið leitt hugann að þeim sáttaviðræðum sem nú eiga sér stað milli Gunnars og Geirs. Ég er sjálf- stæðismaður og hef ekki látið hengja mig aftan í þennan arminn eða hinn,” sagði Albert Guðmundsson, alþingis- og borgarráðsmaður. „Ég vil bara fá að starfa sem kjörinn fulltrúi og fá í friði að vinna að þeim málum sem kjósendur biðja mig um aðsinna. Af þessum sökum hef ég litið fram hjá þessum samningaviðræðum. Mín afstaða er til mála og manna eftir því sem við á hverju sinni og ég tel mig hvorki nú né áður hafa tilheyrt þessum armi eða hinum. Ef „klíkur” eða „armar” vilja tala saman um sín mál hlýtur lika að vera rúm fyrir sjálfstæðismenn er vilja vinna í friði. Það að ég hef ekki verið beðinn um aðstoð eða ráð varðandi þessi deilumál undirstrikar að 'ég tilheyri engum sérstökum armi,” sagði Albert. -A.Sl. LOÐIN SVOR EMBÆTTISMANNA FYRIR HÖND KJÖRINNA FULLTRÚA Deilurnar um skipulagið í miðbæjarkvosinni og byggingarétt einstakra lóðareigenda þar eru viðkvæmt bitbein. Málum er miðbærinn varða er á vissum stöðum stungið undir stól og forðazt að af- greiða þau. Eitt þeirra mála sem nú er forðazt að svara ákveðið, er fyrirspurn lóðareigenda við Kirkjutorg um byggingarétt þar i framhaldi af samþykkt skipulags handan torgsins og byggingu nýja hússins bak við Hótel Borg. Helgi Jónsson, lögmaður erfmgja Valdimars Þórðarsonar, sem eiga hús og lóðir við Kirkjutorg, hefur ítrekað beiðni til borgarráðs um að þegar verði hafizt handa um gerð deiliskipulags fyrir reitinn sunnan Skólabrúar og Kirkjutorgs, en ella að borgarráð staðfesti að heimiluð nýting á lóðinni Pósthússtræti 13 komi ekki til með að skerða nýtingu á lóðunum nr. 4 við Kirkjutorg og 3 viðTemplarasund. í ítrekunarbréfi sínu segir lög- maðurinn að hann hafi fengið senda umsögn forstöðumanns Borgar- skipulagsins sem svar við bréfi sínu til borgarráðs. í því segir skipulagsfor- stjórinn ,,að verið sé að undirbúa deili- skipulagningu i kvosinni, milli Lækjar- götu og Aðalstrætis, en ekki sé unnt að fullyrða hvenær tillögurnar liggi — fyrirspumarbréf til borgarráðs kom aldrei á dagskrá en svar forstöðumanns skipulags látið nægja stræti. Telur hann nauðsynlegt f.h. umbjóðenda sinna að deiliskipulag fáist af kvosinni eða þá yfirlýsing borgarráðs um að samþykkt deiliskipu- lag rýri ekki rétt lóðarhafa á næstu reitum. Þorkell Valdimarsson tjáði DB að kvittað hefði verið fyrir móttöku fyrra bréfs lögmannsins til borgarráðs. Þar hefði bréfið aldrei komið fram en for- stöðumaður skipulagsins látinn svara fyrir kjörna borgarfulltrúa. Bréfinu og erindinu um rétt lóðareigenda þannig stungið undir stól og aldrei sett á dag- skrá borgarráðs. -A.Sl. fyrir”. Og ennfremur „að varla sé á- stæða til að ætla að bygging á lóðinni Pósthússtræti 13, muni hafa nokkur áhrif á hvernig deiliskipulagi á reitunum sunnan dómkirkjunnar verði hagað til eða frá”. í ítrekunarbréfi sínu til borgarráðs segir lögmaðurinn að ekki komi fram í umsögn skipulagsins að búið sé að gera deiliskipulag að reit sem markast af Lækjargötu, Skólabrú og Pósthús-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.