Dagblaðið - 11.09.1981, Page 11

Dagblaðið - 11.09.1981, Page 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1981. Malakkasund hefur áratugum saman verið „heppilegur” staður fyrir sjóræningja til að ráðast á strandferðaskip og fiskibáta. Fjölgun árása undanfarna mánuði á stærri skip, hafskip, á Filipusarsundi bendir til að sjóræningjarnir séu nú betur skipulagðir og áræðnari. Leitað til Interpol Vandinn er nú orðinn slíkur að út- gerðarsamtök í Bretlandi og Singa- pore hafa leitað eftir aðstoð hjá yfir- völdum í Singapore — sem aftur hafa snúið sér til alþjóðalögreglunnar Int- erpol. Filipusarsund er í lögsögu Indónes- íu. Þvi er það að Interpol hefur óskað eftir því við yfirvöld þar í landi, sem og í Singapore, að gæzla verði aukin til að stemma stigu við ágangi sjó- ræningjanna. Mobil, Shell og BP-olíufélögin hafa ÖU staðfest að skip á þeirra vegum hafi orðið fyrir árásum sjó- ræningja á sundinu undanfarna fimm mánuði. Sjóræningjarnir hafa í öilum tilfellum komizt undan með «c Sjóræningjar á þessum slóöum hafa i gegnum aldirnar rænt fiski- og ferða- menn eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þegar flóttamannastraumurinn hófst frá Vietnam kom mikill fjöldi flótta- manna til Singapore, Malajsíu og Indónesíu. Fjölmargir þeirra voru rændir á leiðinni — eins og farþegar þessa skips, Hai Hong, sem rændir voru af fjórum mismunandi sjóræn- ingjahópum á einni viku. Ttv Sumatra (Indonesia) Þótt kortið sé heldur óglöggt gefur það hugmynd um hvar sjóræningjar nútim- ans halda sig helzt — i sundinu milli Singapore og indónesisku eyjanna. Þar ráðast þeir á smábáta jafnt sem 90 þúsund tonna oliuskip. verðmæti — peninga, útvarpstæki, armbandsúr og skartgripi. í síðustu viku var til dæmis ráðizt á 90 þúsund tonna olíuflutningaskip frá Shell, Mammoth Monarch. Áður hafði verið ráðizt á liðlega 21 þúsund tonna skip frá British Petroleum (British Beech) og tæplega 30 þúsund tonna skip frá Mobil (Corsicana). ... og pólitíkin kemur til skjalanna Þó er langt í frá að sjóræningjarnir einskorði sig við olíuflutningaskipin. Útgerðarmenn i Singapore hafa á undanförnum mánuðum kært fjöl- margar árásir á stærri og smærri skip, þeirra á meðal gámaflutninga- skip. Stjórnirnar í Singapore og Jakarta hafa enga formlega samninga um baráttuna gegn sjóræningjunum. Yfirvöld telja sig því verða að fara að öllu með gát þegar snúizt er gegn sjó- ræningjunum til að spilla ekki fyrir sambúð ríkjanna, sem gæti verið betri. Ekki er vitað með vissu hverrar þjóðar ræningjarnir eru en sum fórn- arlambanna telja þá hafa aðsetur á smáeyjum í indónesiska eyjaklasan- um. Indónesar eru viðkvæmir fyrir öllum ásökunum um að þar í landi séu felustaðir sjóræningia og ■ujórnin í Singapore er treg til að gefa u yfir- lýsingar sem stefnt gætu sambuð ríkj- anna í hættu. Heimildamenn Reuters-fréttastof- unnar í Singapore segja það vera hlutverk viðkomandi þjóðar að berj- ast gegn sjóræningjum og að vandi Singapore sé meiri en ella vegna ná- lægðarinnar við Indónesíu og Malaj- síu. Sumar indónesísku eyjanna eru innan við 4,5 km frá Singapore — og þaðan má ganga innan við km til Malajsíu þurrum fótum. — Byggt á Reuter góður? Náttúruspjöll? Nei, nei — gjaldeyrisöfiun og frjálst framtak. Hlutur Ferðamálaráðs Þó að einn aðili ferðaþjónustu hafi hér verið nafngreindur er langt í frá að þetta viðhorf til náttúruverndar sé einsdæmi. Að vísu eru tengslin við samgönguráðuneytið heldur óvenju- leg en framsókn sér um sína eins og vant er. Með öðrum orðum: Um leið og verið er að afla gjaldeyris þá fyrir- gefst mönnum allt og eru náttúru- spjöll þar ekki undanskilin. Engin frambærileg rök hef ég heyrt um að landið þoli fjölgun ferða- manna frá því sem nú er og er fjöld- inn reyndar þegar orðinn of mikill. Samt situr Ferðamálaráð í sínum skýjaborgum og dreymir um svo og svo mikla aukningu ferðamanna- straums til landsins. Þessir menn hafa ekki lit- ið hálendið augum efíir sumarið, gróðurinn traðkaður niður, skipulag ferða bannorð. Nei, frekar skal lií- prentað i stórum stíl myndir af vinjum íslenskrar náttúru, Ófæru- foss skal inn á hvert þýskt heimili þó að engin aðstaða sé til að taka við þeim ferðamönnum sem þar vilja koma. En hvað um Náttúruverndarráð? kann einhver að spyrja. Náttúru- verndarráð hefur, með samstarfi við ferðafélögin, víða unnið ómetanlegt starf við að stýra umferð um landið. En Náttúruverndarráð er í fjársvelti og er þó ekki farið fram á mikið. Ef svo fer fram sem horfir í spillingu íslenskrar náttúru mega fjárgæslu- menn rikissjóðs fara að leita sér að afsökun strax, og henni gildri. Örfoka mela höfum við þegar fyrir framan okkur. Þegar fallegustu vinjar hálendisins eru farnar sömu leið þá er ekki nóg fyrir peninga- skammtara ríkisins að yppta öxlum og segja: „Sorry, en blankheit.” Þeir mega einnig í samvinnu við Ferða- málaráð fara að leita að haldbærum rökum fyrir 27 milljón gkr. auglýs- ingu Ferðamálaráðs í National Geographic fyrir allmörgum árum. Erlendar hópferðir — leyfilegar í vissum til- vikum Það er dæmigert fyrir framlag Ferðamálaráðs til náttúruverndar að fyrst þegar hópferðir útlendinga eru farnar að taka vænan skammt af köku umbjóðenda þeirra, ferðaskrif- stofanna, er farið að tala um meint spjöll útlendinga á náttúrunni. Þessar hópferðir hafa verið stundaðar í nokkur ár og víst eru þær bæði ólög- legar og hættulegar viðkvæmu há- lendi, séu menn ókunnugir. Náttúru- verndarráð hefur eftir föngum reynt að uppræta þessa starfsemi með aðstoð landvarða en peninga hefur skort til að halda uppi fullnægjandi eftirliti, t.d. með hreyfanlegri gæslu. Til að mynda hefur þýska ferðaskrif- stofan Wikinger Safari haldið uppi reglubundnum hópferðum um hálendið en nota bene á islenskum bílaleigubílum. Samkvæmt lögum má ekki taka greiðslu fyrir akstur bílaleigubíla en engum dettur í hug að hinir erlendu bílstjórar aki kauplaust. En leiga bifreiða gefur gjaldeyri og þá sameinast tollgæsla, löggæsla og Ferðamálaráð: Lokum augum, troðum í eyru, byrgjum munn og varðveit oss frá því að tala illa um þessa menn því þeirra er gjaldeyrir- inn. En komi erlendir menn á eigin bílum með hópferðir þá skal ljósta eldi og brennisteini á þessa alvondu náttúruspilla. Nú er um sama atvinnurekstur að ræða og Land- Rover er ekki spurður hvort á honum sé erlent eða akureyrskt númer áður en honum er. att yfir gróður. Tvískinnungur ráðandi manna er með eindæmum þegar spurning er um peninga annars vegar og náttúru- vernd hins vegar. Úrbóta er þörf — strax Ferðaþjónusta íslendinga er um margt á frumstigi en því miður virðist Ferðamálaráð hafa litlar áhyggjur af því. Þeirra mottó er að fá sem flesta ferðamenn til landsins en vita svo ekkert hvað á að gera við þá þegar þeireru komnir. í sumar hefur verið töluverð umræða um náttúruvernd en þeir hlutir sem rætt hefur verið um eru allt gömul vandamál sem sökum peningaleysis hefur ekki verið unnið nóg að. Hins vegar hefur þáttur íslendinga litið verið ræddur þó náttúruspjöll af þeirra völdum séú fullt eins algeng og af völdum erlendra ferðamanna. Þessari grein er ætlað að beina athyglinni að umgengni Islendinga um landið og hinu furðulega hlut- verki Ferðamálaráðs. Alvarlegt er að erlendir ferðamenn gangi illa um vegna fræðsluskorts. En það er bein- líois glæpsamlegt að íslendingar skulu hafa forystu um slæma um- gengni og er hlutur Ferðamálaráðs þar ekki lítill. Sveinn Aðalsleinsson nemi. Ferðamálaráð fær orð I eyra hjá greinarhöfundi. 11 \ / \ /

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.