Dagblaðið - 11.09.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 11.09.1981, Blaðsíða 16
24 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1981. Aksel Jansen skrífar: Sigurbjöm og Adam urðu Evrópumeistarar —áEvrópumóti íslenzkra hesta íNoregi ádögunum Hér fara sigurvegarar mótsins, Sigurbjörn og Adam, hringinn i fullkomnu samræmi Heinz Pinsdorf á hestinum Gusti frá Fáskrúðarbakkaá 23.9sekúndum. íslenzkir yfirburðir f gœðingaskeiði { gæðingaskeiði sýndu íslendingar þó nokkra yfirburði og áttu þrjá efstu hestana auk þess sem íslend- ingur sat hestinn í fjórða sæti. Sigur- vegari varð Sigurbjörn Bárðarson á Adam frá Hólum og í öðru sæti varð fimmtán ára gamall piltur, Tómas Ragnarsson, á Bjarka frá Vallanesi. í þriðja sæti varð Benedikt Þor- björnsson á Valsa frá Lambhaga. Því miður gaf gæðingaskeiðið ekki stig til keppni um Evrópumeistaratitilinn þar sem það er enn ekki orðið lög- bundin keppnisgrein. Aðstaða til mótshalds var nokkuð góð þótt matarsala og hreinlætisað- staða hefði mátt vera í betra lagi. Einnig þótti fremur slappt að á stór- móti sem þessu skyldi ekki vera valtari til að slétta völlinn á milli keppnisgreina, heldur voru notaöir átta eða tíu bílar til að aka hring eftir hring til að þjappa völlinn í hléum milli keppnisgreina. Ástæða er til að minnast á aðalþul mótsins, Svein Bakke, sem var mjög hress og líf- legur. Dómar voru oftast nokkuð vel samræmdir en þó kom fyrir að mismunur varð'allt að fimm stigum. ... og í íslenzkri tvíkeppni í íslenzkri tvíkeppni, sem er samanlögð stig úr tölti og fjórgangi / fimmgangi, sigraði örugglega Christi- ane Matthiesen frá Þýzkalandi á Gammi frá Hofsstöðum. í öðru sæti varð Walter Schmitz, einnig frá Þýzkalandi, á Baldri frá Stokkhó'u.a. Jöfn i þriðja og fjórða sæti urðu Unn Kroghen á Seif og Daniela Stein á Trítli. Rétt einu sinni áttu Þjóð- verjar fjóra af fimm efstu hestunum — en Norðmanninum Unn Kroghen tókst að skjótast inn á milli þeirra. Þjóðverjum hefur greinilega mislíkað þetta þvi þeir hafa nú keypt Seif og hyggjast sjálfsagt hafa hann í eigin keppnissveit á komandi Evrópu- mótum. í hlýðnikeppni varð hlutskarpastur Á þeysireið: Christiane Matthiesen á Gammi. DB-myndir: Aksel Jansen. á 23 sekúndum sléttum. { öðru sæti á Blossa, fæddum ytra, á 23.6 varð Dorte Rasmusen frá Danmörku sekúndum og í þriðja sæti varð svo Sigurbjörn Bárðarson og gæðing- urinn Adam frá Hólum urðu sigur- vegarar á sjötta Evrópumóti íslenzkra hesta, sem haldið var í Larvik i Noregi 28.—30. ágúst sl., og hlutu samtals 223.78 stig. Adam er níu vetra, undan Drafnari frá Vatns- leysu og Vindu frá Hólum. Walter Feldman frá Þýzkalandi á Eldjárni, í öðru sæti varð Þjóðverj- inn Bernd Vith á Fagra-Blakk og í þriðja sæti varð danska stúlkan Lore Jensen á Grána, fæddum í Danmörku. í hlýðnikeppni náðu íslendingar fjórða sæti, það hlaut Eyjólfur ísólfsson á Krumma frá Syðra-Skörðugili. . Evrópumeistarínn Sigurbjörn Bárðarson á Adam frá Hólum hefur tekið við verðlaunum sinum og snýr aftur I röðina. f fjórgangi sigraði Bemd Vith frá Þýzkalandi á Fagra-Blakk frá Hvítár- bakka. í öðru sæti varð aftur Unn Kroghen á Seif og í þriðja sæti Christiane Matthiesen á Gammi. Þau þrjú voru efst eftir forkeppnina. í fjórganginum endurtók sig sagan úr töltkeppninni að Þjóðverjar áttu fjóra af fimm efstu hestunum. Sigurvegararnir i fjórgangi. Frá hægrí: Bernd Vith á Fagra-Blakk, Unn Kroghen á Seif, Chrístiane Matthiesen á Gammi, Daniela Stein á Tritli og Walter Schmitz á Baldri. Yfirburðir Þjóðverja í töltkeppni í töltkeppninni sýndu Þjóðverjar nokkra yfirburði og áttu fjóra af fimm efstu hestunum. í efsta sæti varð Christiane Matthiesen á hestin- um Gammi frá Hofsstööum en hún sigraði einnig á síðasta Evrópumóti í Hollandi fyrir tveimur árum. í öðru sæti varð Unn Kroghen frá Noregi á Seif frá Kirkjubæ og í þriðja sæti varð Daniela Stein á Trítli frá Leiru- lækjarseli. Keppni í fimmgangi varð mjög jöfn og spennandi. Þar varð í fyrsta sæti Walter Feldman frá Þýzkalandi á Eldjárni, fæddum í Danmörku. í öðru sæti varð Benedikt Þorbjörns- son á Valsa frá Lambhaga og í þriðja sæti varð svo Evrópumeistarinn frá síðasta Evrópumóti, Ragnar Hinriks- son á Nasa frá Akureyri. Erfið keppni f víðavangshlaupi Keppni í víðavangshlaupi fór fram i skógarjaðri skammt frá sjálfum keppnisvellinum. Brautin, sem lögð hafði verið, var mjög erfið enda fór svo að einungis fjórir hestar af ellefu luku keppninni. í fyrsta sæti varð Norðmaðurinn Niels H. Anderson á hestinum Rex frá Ártúnum, í öðru sæti varð Barbara Domenig á Hruna frá Hemlu, í þriðja sæti varð sænska stúlkan Marie L. Bohwalli á Sökku- Blakk frá Lækjarbotnum og í fjórða sæti varð Hollendingurinn Peter Petersen á Sörla, fæddum í Hollandi. í 250 metra skeiði sigraði Sigur- bjöm Bárðarson á Adam frá Hólum

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.