Dagblaðið - 11.09.1981, Side 24

Dagblaðið - 11.09.1981, Side 24
diet pepsi MINNA EN EIN KALÓRÍA í FLÖSKU Sanilas Ibúar við Bræðraborgarstíg: Taka höndum saman og verjast ágangi löunnar —sendibílar fyrirtækisins aka yf ir nýtyrfða lóð við næsta hús. „Löglegt en siðlaust/’ segir eiginmaðurinn Ibúar við Bræðraborgarstíg, í ná- grenni við aðsetur Bókaforlagsins Iðunnar, hafa nú tekið höndum saman til að reyna að hindra að sendibílar fyrirtækisins geti ekið yfir nýtyrfða lóð ungra hjóna sem búa í næsta húsi við Iðunni. Hafa nágrannarnir reynt að leggja bílum sínum þannig að sendibílarnir geti ekki ekið yfir lóðina. „Mér blöskra þessar aðfarir hjá Iðunni,” sagði fokvondur íbúi í hverfinu við Dagblaðið í gær. „Fyrir- tækið hefur greiðan aðgang að af- greiðsluporti sínu frá Öldugötu en hefur satt að segja sama og ekkert notað þennan innkeyrslumöguleika. Það er svo ekki fyrr en ungu hjónin fara að tyrfa lóðina og gera fallegt hjá sér að sendibílar fyrirtækisins taka upp á þeim ósóma að aka yfir grassvörðinn — algerlega að nauðsynjalausu.” „Okkar réttur er í sjálfu sér lítill lagalega séð,” sögðu hjónin Hrafnhildur Sigurðardóttir og Baldur Már Arngrimsson við DB í gær. „Iðunn hefur lagalegan rétt sam- kvæmt plaggi frá 1929, þegar borgar- skipulagið var lítið annað en reglustikuleikur, til að nota 2,5 metra spildu út frá húsvegg sínum til aðkeyrslu. Það er í sjálfu sér ekki hægt að amast við því. Hins vegar getum við ekki séð að Iðunn þurfi á þessari innkeyslu að halda því það er löngu liðin tíð að aðkeyrsla frá Öldugötunni var erfiðleikum bundin vegna skúra- þyrpingar. Ökkur sárnar aftur á móti að skyndilega, þegar við erum búin að gera lóðina I stand skuli bílstjórarfyrir- tækisins leggja sig i lima við að eyðileggja hana. Nágrannarnir hafa verið að leggja bílunum fyrir innkeyrsluna frá Öldugötunni til að hjálpa okkur en fyrir nokkrum dögum bakkaði einn bíll fyrirtækisins inn á lóðina hjá okkur úr portinu, spólaði dágóða stund og ók síðan á brott. Þarna lá ekkert nema skemmdarfýsn að baki.” Iðunn setti lögbann á frekari framkvæmdir við lóð hjónanna og fékk því framfylgt 2. september með hliðsjón af rúmlega fimmtíu ára gömlu þinglýstu skjali. Þann sama dag hófu bílar fyrirtækisins að aka yfir gras- svörðinn. Hjónin höfðu hugsað sér að girða lóðina en þær framkvæmdir verða aðbíða þar til þessi sérstæði lóða- ágreiningur verður til lykta leiddur. „Þetta eru aðfarir sem eru löglegar en siðlausar eins og Vilmundur myndi vafalítið orða það,” sagði Baldur Már. -SSv. Strokufanginn birtist íviðtalivið Helgarpóstinn: „Blaðamann- inum ber skylda til að segja frá dvalar- staðnum” -segirfangelsis- stjðrinn á Litla-Hrauni „Blaðamanninum ber skylda til að tilkynna yfirvöldum um dvalarstað fangans. Ef hann gerir það ekki verður lögreglan að taka blaðamanninn til yfirheyrslu,” sagði Helgi Gunnarsson, forstjóri Vinnuhæhsins á Litla-Hrauni, í samtali við Dagblaðið í morgun. í Helgarpóstinum í dag er viðtal við Bárð Jónsson, fangann sem strauk af Litla-Hrauni sl. mánudag. Hvergi er þess getið hvaða blaðamaður hafi tekið við- talið né hvaða hljósmyndari hafi tekið mynd þá af Bárði sem birt er með. Helgarpósturinn segir að strokufanginn hyggist gefa sig fram um helgina. Fanginn lýsir því yfir að hann sé dæmdur fyrir fíkniefnamisferli og að hann hafi m.a. verið heróínneytandi um tíma. Helgi Gunnarsson sagði að þrátt fyrir að blaðamenn virtust hafa mikinn rétt til að þegja, og vísaði í því sambandi til mikillar umræðu um þau mál hérlendis fyrir nokkru, væri það sín skoðun að i tilfelli sem þessu væri réttur blaðamannsins vafasamur. „Ég álít að honum beri skylda til að segja frá,” sagði fangelsisstjór- inn. Dagblaðið hafði einnig sam- band við annan af ritstjórum Helgarpóstsins, Björn Vigni Sigurpálsson. Hann sagðist ekki hafa séð ástæðu til að tilkynna lögreglunni um dvalarstað fang- ans enda teldi hann nokkurn veg- inn víst að fanginn gæfi sig fram annaðhvort í kvöld eða í fyrra- málið. Þá sagðist Björn hafa upp- lýsingar um að lögreglan hefði leitað á þeim stað sem viðtalið var tekið. -KMU. fijálsi, nháð dagblað FÖSTUDAGUR 11. SEPT. 1981 Blaðamannafélagið: Mótmælirsví- virðingum og atvinnurógi Vilmundar „Stjórn Blaðamannafélags íslands leggur áherzlu á að hun hefur megn- ustu andúð á þeim órökstuddu per- sónulegu svivirðingum og atvinnu- rógi sem Vilmundur Gylfason hefur að undanförnu ausið yfir félagsmenn i Blaðamannafélagi íslands. Þótt Vil- mundur Gylfason sé ekki félagi í Blaðamannafélagi íslands hlýtur að verða að gera þær kröfur til hans að hann haldi umræðu um fjölmiðla og blaðamenn innan þeírra marka, sem almennar siðareglur blaðamanna kveðaáum.” Svo segir m.a. í ályktun stjórnar Blaðamannafélags Islands sem samþykkt var I gær. Tilefni hennar er, sem fram kemur hér að ofan, dylgjur þær og árásir sem Vilmundur Gylfason, alþingismaður og ritstjóri, hefur haft í frammi á nafngreinda fréttamenn ríkisútvarpsins. Síöast réðst Vilmundur harkalega á frétta- mann ríkisútvarps í þættinum Á vett- vangi hinn 8. september sl. og sakaði hann um fréttafölsun og að nota óheiðarlegar aðferðir í fréttaúr- vinnslu. -SA. Gunnar Thor afturí þingframboð Víst má telja að dr. Gunnar Thor- oddsen forsætisráðherra verði í fram- boði fyrir Sjálfstæðisflokkinn við næstu alþingiskosningar. Stjómarskrárnefnd skilar störTum innan tíðar. Koma tillögur hennar til umræðu og meðferðar á næsta alþingi eða í síðasta lagi eftir næstu alþingiskosningar. Breyting á kjör- dæmaskipun og fjölda þingmanna í einstökum kjördæmum eru stórmál sem dr. Gunnar hyggst taka virkan þáttíaö ieiða til lykta. Til stjórnarskrárbreytinga þarf samþykki tveggja þinga með almenn- um alþingiskosningum á milli. Þegar séð verður hver úrslit þessara stór- mála verða hjá þingi og þjóð kynni svo að fara að dr. Gunnar teldi eðli- legt að hvílast frá erli stjórnmálanna. -BS. f7T 'XT' [T7| 2" VIN V.——> Q NIN Q :ur IVIKU HVERRI Áskrifendur DB athugið Vinningur í þessari viku er ÍJt- sýnarferð til Marbella með ferða- skrifstofunni Útsýn, Austurstrœti 17, Reykjavlk og hefur hann verið dreginn út. Nœsti vinningur verður kynntur í blaðinu ú múnudaginn. Nýir vinninga verða dregnir út vikulega nœstu múnuði. Baldur Múr Arngrimsson úsamt litlu dóttur sinni við húsvegg Iðunnar. Glöggt mú sjú hvemig sendibllar fyrirtœkisins hafa fariö með grassvörðinn. Á litlu innfelldu myndinni er einn blll núgrannanna, sem lagt hefur veriðfyrir innkeyrsluna til að varna sendibílum fyrirtœkisins aðkomu. DB-myndir: Sig. Þorri. „ÁTTUM EKKIANN- ARRA KOSTA VÖL” —segir Jóhann Páll Valdimarsson hjá Iðunni „Ég get vel skilið þeirra afstöðu.. Þetta lítur illa út frá almenningi séð,” sagði Jóhann Páll Valdimarsson hjá Ið- unni við DB í morgun. „Það eru hins vegar tvær hliðar á öllum málum og það er engum blöðum um það að fletta að lag'alegi rétturinn er okkar megin. Við áttum ekki annarra kosta völ en fara svona að því það var sama hverju íbúarnir í næsta húsi lofuðu — allt var svikið. Við vildum hafa gott samstarf við þá um lausn á þessu en það var hreinlega ekki hægt að komast hjá þessum aðgerðum. Aðstaða okkar í portinu er ákaflega þröng og þessi inn- keyrsla okkur bráðnauðsynleg.” -SSv.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.