Dagblaðið - 15.10.1981, Page 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1981.
3
Myndlist:
Athugasemd við grein Gunnars
Kvaran um samsýningu F.Í.M.
—„conceptlist”
eðurei?
Guðmundur Bogason skrifar:
í listgagnrýni um samsýningu FÍM
(DB 9.10. sl.) talar G.K. um skúlp-
túrverk ungra listamanna, Harðar og
Hauks og kallar þau andstæð eðli
„conceptlistar” og byggð á ruglings-
legum og óskýrum hug-
myndafræðilegum grundvelli. Ég
sem listaðdáandi og sem sá verk
Hauks og Harðar á Kjarvalsstöðum,
finn mig knúinn til að gera athuga-
semd við þessa ósanngjörnu
gagnrýni á verk listamannanna. G.K.
kallar verk Harðar og Hauks
„conceptverk” sem séu andstætt
eðli „conceptlistar”. Hvernig er
hægt að flokka listaverk undir lista-
stefnu þegar verkið er talið andstætt
eðli stefnunnar? Að þessu ógleymdu
tel ég, með mína innsýn í lista-
heiminn, að hægt sé að finna punkta
í verkum Harðar og Hauks sem skylt
eiga við „conceptlist”.
G.K. talar um hreyfigildi forma
hjá einni conceptlistakonunni á
sýningunni. í verkum Harðar og
Hauks finnst mér formin (þ.e.
krumpur, stólpar og fl.) i verkunum
hafa sama hlutverk og ritmál og land-
fræðileg form hafa hjá conceptlista-
konunni, formin vinna saman að því
að mynda ákveðið stafróf eða sögu
sem er gegnumgangandi í verkum
Harðar og Hauks. Verk þeirra á
sýningunni heita: „Yesterday I saw
the girl playing with stones,” „She’s
been lying there listening.” og ,,He’s
been standing there in-between.”
í verkinu „Yesterday I saw the
Eru verk Hauks og Harðar „concept”-list, „metaphysical”-list eða eitthvað allt annað?
DB-mynd: Einar Ólason.
girl playing with stones” finnst mér
koma fram söguleg formtenging milli
stólpa með litum í, steins sem liggur á
rist, hólrúm undir ristinni fullt af
stólpum (according to the law of
change) svo ekki sé minnzt á sam-
skipd verunnar (The girl) við
stólpana þar sem veran leggur stein
yfir ristina til að aðgreina ólík
mynstur í verkinu.
Ég sé mér ekki fært að tala um hin
verkin, það yrði of langt mál. Mér
finnst koma glöggt fram í verkum
Harðar og Hauks hvernig hægt er að
spila saman formum, staðsetningu og
hugsun til að skapa heilsteypt verk.
Að mínu mati eiga verk Harðar og
Hauks mun meira skylt við hug-
myndafræði og formfræði
„Metaphysical” listar og er hægt að
flnna formfræðilega samsvörun í
myndverkum „Metaphysicalistanna”
de Chirico og Carra og
skúlptúrverkum Harðar og Hauks.
Að ógleymdri sterkri samsvörun við
þá formfræði sem kemur fram i
verkum „meistara Rohdini”.
Hugmyndafræði „Metaphysicall-
isma” erístuttu máli:
„List sem stendur algerlega utan við
mannlegan mælikvarða og nálgast
það meira að vera draumur en
veruleiki, en samt er það
veruleikinn”. „Metaphysicalistar”
tala um ólík áhrif tilfinninga í draumi
og veruleika. Þessi stefna, eins og
G.K. kannski veit, hafði afgerandi
áhrif á stefnu „surrealisma”
(óraunsætt innsæi) í heiminum.
Bréf mitt verður ekki lengra að
þessu sinni, en ég vonast til að G.K.
og aðrir listgagnrýnendur virði meira
verk listamanna sem eru að marka séf
leið í listaheiminum.
SVflVAR GESTS FÆR
HÓLOGÞAKKIR
— „kann að meta íslenzka listamenn”
Jóhann Þórólfsson hringdi:
Mig langar til þess að koma
þakklæd á framfæri til Svavars
Gests, sem mér finnst vera einhver sá
bezti skemmtikraftur, er ég hef
hlustað á.
Sérstaklega hef ég haft gaman af
miðvikudagsþáttunum hans. Þeir eru
hver öðrum betri, að mínu mati.
Svavar kann að meta íslenzka
listamenn og á miklar þakkir skildar
fyrir það.
'Svavar Gests fær hlýjar kveöjur frá aðdáanda, sem er sérstaklega hrifinn af
miðvikudagsþáttunum hans.
GOLA
sportskór
Stærðir 31-34
Stæröir 39-47
Verðkr. 145,10
RUCANOR
Stærðir 33-47
Verðkr. 112,00
PÓSTSENDUM
Símí 13508.
Laugavegi 13.
AIWA
er á réttu línunni
★ AIWA Mini hljómtækin
með silfurtœra hljóminn.
★ AIWA Mini hljómtækin
er hægt að fá bœðifyrir
220 volt og 12 volt.
★ AIWA Mini hljómtækin
er hljómur framtíðarinnar.
Skoðið í gluggana
Opið á iaugardögum
Afít tfí hljómflutnings fyrir:
HEiMiUO - BÍLiNN OG
DiSKÓTEKiÐ
Spurning
dagsins
Kaupirðu einhver
dagblöð og þó
hvaða?
Guðmundur GUs Elnarsson bóndl: Já
ég kaupi Timann. Hann segir mér allt.
Ég sé siðdegisblöðin stundum en ekki
reglulega.
Valdis Jónsdóttir afgreiðslumaður: Ég
kaupi Morgunblaðið og sé öll blöð
önnur að meira eða minna leyti.
r./
Ámundi Ámundason sölumaður: Ég
kaupi bæði síðdegisblöðin, Dagblaðið
og Vísi, og sé öll önnur blöð reglulega.
Svava Árnadóttir, sjálfstæður atvinnu-
rekandi: Ég kaupi Dagblaðið og
Morgunblaðið og sé Vísi stundum.
Ása Pétursdóttir húsmóðir: Dagblaðið
og Moggann og sé Vísi stundum.
ARMULA 38 'Seirttúlct tnegin- 105 REYKJAVIK
SIMAR: 31133 83177 POSTHOLF1366
'ír U.i
Anton Axelsson flugstjóri: Moggann
og Visi og kaupi Dagblaðið oftast nær.