Dagblaðið - 15.10.1981, Síða 5

Dagblaðið - 15.10.1981, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1981. 5 ) 74. skoðanakönnun Dagblaðsins: Er einhver armur í flokknum, sem þú styöur frekar en aðra ? Þá, hvaða armur? (Fylgdi spumingunni um hvaða flokk fólk styddij: Meirihluti sjálfstæðismanna lýsti ekki fylgi við „anna —saman dregurmeð Gunnars- og Geirsarmi—íöðmm flokkum erekki verulegur klofningur íarma rr Oft er talað um þennan eða hinn „arminn” í stjórnmálaflokkunum og þá einkum Sjálfstæðisflokknum í seinni tið. Eftir að fólk hafði sagt frá því, hvaða flokk það styddi, í síðustu skoðanakönnun Dagblaðsins, var það því spurt: hvort það fylgdi einhverjum „armi” í þeim flokki, sem það hafði nefnt. Spurt var: „Er einhver armur í flokknum, sem þú styður frekar en aðra? Þá, hvaða armur?” í svörunum kom aðeins fram veruleg skipting í arma í Sjálfstæðisflokknum. En einnig meðal stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokksins nefndi meirihlutinn engan arm. Hinir 158, sem í könnun- inni studdu Sjálfstæðisflokkinn, skipt- ust þannig: 58,2% nefndu engan arm, 24% sögðust styðja „Gunnarsarm- inn”, 16,5% kváðust styðja „Geirs- arminn” og 1,3% „Albertsarminn”. Dregur saman Dagblaðið kannaði skiptingu stuðn- ingsfólks Sjálfstæðisflokksins í arma í könnun sinni i maí síðastliðnum. Þá var spurningin örðuvisi orðuð eða svona: Hvaða arm Sjálfstæðisflokksins telur þú þig helzt styðja? Þegar litið er á orðalag spurninganna, er eðlilegt, að færri taki nú afstöðu til arma en var í þessi: „Gunnarsarm” studdu 41,1%, „Geirsarm” 20%, „Albertsarm” 5,9%, og 32,9% tóku ekki afstöðu til arma í þeirri könnun. Samanburður á þessum niðurstöðum sýnir annars,að forskot Gunnarsarms- ins framyfir Geirsarminn er nú miklu minna en var í fyrri könnuninni. Hlutföllin voru þá nánast 2:1 en eru nú um 3:2. Rétt er að rifja upp, að þessir sömu kjósendur voru nú spurðir um afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Um 45% þeirra eru andvígir ríkisstjórninni, um 30% fylgjandi og um 25% óákveðnir. H var er „armur Vilmundar"? Eftir harðar deilur i Alþýðuflokkn- um í sumar hefði kannski mátt búast við, að fram kæmi veruleg skipting í arma meðal stuðningsmanna þess flokks í könnuninni. Frekar litið bólaði á því. Af 26 stuðningsmönnum Alþýðuflokksins í könnuninni nefndu 17 eða um tveir þriðju engan arm í svörum sínum við spurningunni um armana. 3 sögðust styðja „Vilmundar- arminn”, 2 lýstu stuðningi við Kjartan Jóhannsson og einn við hvern þeirra Benedikts Gröndals, Jóns Baldvins Hannibalssonar og Magnúsar H. maí. Skiptingin i maí-könnuninni var Magnússonar. Loks sagðist 1 fylgja Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins skiptist sem hér segir i afstöflu til i spurningarinnar: Er einhver armur i flokknum, sem þú styflur frekar en aflra? Þá, hvaða armur?: „Gunnarsarmur" 38 eða 24,0% „Geirsarmur" 26 eða 16,5% „Albertsarmur" 2 eða 1,3% Nefndu engan arm 92 eða 58,2% I könnun DB í mai var skiptingin eftirfarandi, þegar spurt var: Hvaða arm Sjálfstœðisfiokksins telur þú þig helzt styflja?: „Gunnarsprmur" 41,1% „Geirsarmur" 20,0% „Albertsarmur" 5,9% Taka ekki afstöðu tll arma ' 32,9% Hjá öðrum flokkum kom ekki fram veruleg skipting í „arma". „Styð sjálfstæð- isstefnuna” „Styð sjálfstæðisstefnuna, ekki ákveðna arma,” sagði kari á ísafirði, þegar hann svaraði spurningunni í skoðanakönnuninni. Margir svöruðu eitthvað á þá leið. „Ég kannast ekki við, að þar séu neinir armar. Vil að minnsta kosti ekki ýta undir neitt slíkt,” sagði karl á Reykjavíkursvæð- inu. „Vil ekki, að klofningur sé í Sjálf- stæðisflokknum en hallast frekar að Gunnari og hans armi,” sagði kona á landsbyggðinni. „Þegar Sjálfstæðis- fólk velur milli foringja, er það auðvit- að Gunnar Thor., sem verður fyrir val- inu,” var svar konu á Norðurlandi eystra við þessari spurningu. „Styð þann stærri, Geirsarminn,” var svar karls á Vestfjörðum. „Ég tel, að ekki sé um neina arma að ræða i Sjálfstæðis- flokknum. Þessir sem hlupu burt voru að svíkja kjósendur sína,” var svar karls á Reykjavíkursvæðinu. Yfirgnæfandi algengustu athuga- semdir stuðningsmanna annarra flokka en Sjálfstæðisflokks voru á þá leið, að þeir könnuðust ekki við arma í þeim flokki, sem þeir styddu. Eins og fram kemur í annarri klausu, voru samt fá- einir stuðningsmenn þessara flokka, sem svöruðu spurningunni með því að lýsa stuðningi við ákveðna forystu- menn eða sögðu „vinstri” eða „hægri” armur. „Ég er á sjötugsaldri og orðinn hægri sinnaður með aldrin- um, en vil þó, að menn séu framsýnir,” var svar eins stuðningsmanns Alþýðu- flokksins, sem sagðist fylgja „hægri arminum” í sínum flokki. HH. Kröfur síldarsjómanna: ll%ístað30% Sú meinlega villa slæddist inn í frétt hér í Dagblaðinu um kröfur síld- arsjómanna að sagt var að þeir vildu fá 30% hækkun til viðbótar þeim 19%, sem þeir höfðu þegar fengið. Hið rétta er að þeir fara aðeins fram á 30% hækkun í allt þannig að það eru ekki nema 11 % sem sjómenn fara fram á til viðbótar. Rétt skal vera rétt. -SSv. „hægri arminum”. Mjög lítið var um, að stuðningsfólk Framsóknarflokks og Alþýðubanda- lags lýsti fylgi við einhvern sérstakan „arm”. Af 68 stuðningsmönnum Framsóknar í könnuninni nefndu 59 engan arm, 3 sögðust fylgja „vinstri arminum”, 3 „hægri arminum”, 1 nefndi „SÍS-arminn”, 1 lýsti persónu- fylgi við Halldór Ásgrímsson og 1 við Ólaf Jóhannesson. Af 43 stuðningsmönnum Alþýðu- bandalagsins í könnuninni nefndu 39 engan arm, 2 lýstu persónulegum stuðningi við Svavar Gestsson, 1 við Helga Seljan og 1 kvaðst fylgja „lýð- ræðisarminum” í flokknum. -HH. Verzfíð þar sem varan er góð og verðið hagstætt HAUSTTILBOP 10% afsláttur frá verksmiðjuverði og 10% afsláttur af öðrum vörum verzlunarinnar Sérlagaðir litir. — Góð þjónusta! — Reynið viðskiptin. Næg bílastæði. — Fjölbreytt litaúrval. Sendum í póstkröfu út um landið. Stjömu ★ litirsf. MÁLNINGARVERKSMIÐJA - HÖFÐATÚN 4 - SÍMI 23480. öll okkar málning á verksmiðjuverði Hin margeftirspurðu Meira borðstofusett KOMIN AFTUR í 3 vidarlitum Einnig mikið úrval af veggsamstæðum. Góðir greiðsluskilmálar HUSGOGN Skemmuvegi 4, Kópavogi, Sími73100

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.