Dagblaðið - 15.10.1981, Page 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1981.
I
Erlent
Erlent
Erlent
Aukinn áróð-
urgegn frið-
arhreyfíngum
Vestræn ríki ættu að auka áróður
innanlands fyrir varnarmálastefnu
sinni, gegn vaxandi áhrifum friðar-
hreyfingarinnar, segir í ályktun her-
málanefndar Atlantshafsbandalagsins
sem nú þingar í Munchen. Segir í
ályktuninni að það sé brýn nauðsyn að
leggja meiri áherzlu á að skýra og rétt-
læta varnarstefnu vestrænna ríkja.
Ályktunin er andsvar við vaxandi
friðarhreyfingu í Evrópu sem sýndi
styrk sinn í 250 þúsund manna mót-
mælagöngu í Bonn síðastliðinn laugar-
dag. Friðargöngunni, sem skipulögð
var af breiðum hópi friðarsinna, hlut-
leysissinna, vinstrimanna og
umhverfisverndarmanna, var beint
gegn þeirri ákvörðun NATO að koma
fyrir meðaldrægum kjarnorkueldflaug-
um í Evrópu frá og með árinu 1983.
Ályktunin mun verða lögð fyrir þing-
mannaráðstefnu NATO í dag. Á þing-
mannaráðstefnunni sitja um 170 þing-
menn.
Þá voru aðildarríki NATO hvött til
að vinna að frekari framgangi slök-
unarstefnunnar gagnvart Sovétríkjun-
um en halda samt nægilegum herstyrk
fyrir „sannfærandi ógnarjafnvægi.” í
annarri ályktun hermálanefndarinnar
voru vestræn ríki hvött til að auka
varnir herja sinna gegn hugsanlegum
efnahernaði. Einnig var lagt til að
aðildarríkin sendu Sovétríkjunum orð-
sendingu sem varaði við hernaðaríhlut-
un í Póllandi og um aukna vestræna
efnahagshjálp til Pólverja.
Hópur friðarsinna safnaðist saman í
Múnchen til að mótmæla ráðstefnu-
haldinu í borginni.
VERKAMENN
HÓTALOKUN
HJÁ RENAULT
Verkalýðsfélög í Frakklandi hafa
hótað að stöðva Renault-bílaverk-
smiðjurnar í París eftir að verksmiðju-
stjórnin hafði sagt upp 4 þúsund verka-
mönnum. Verksmiðjustjórnin hefur
sagt að þessar aðgerðir hafi verið.nauð-
synlegar, vegna þess að sífelldur ágrein-
ingur við verkamennina síðustu vikur
hafi truflað framleiðsluna. Uppsagn-
irnar náðu til fjórðungs starfsmanna
verksmiðjunnar. Verkalýðsfélögin hafa
sakað verksmiðjustjórnina um að sýna
óþarfa hörku og hafa hótað fullri
stöðvun í þessari viku. Ekki er samt
búizt við að hún verði langvarandi.
Verksmiðjurnar eru í ríkiseign og koma
deilurnar sér því illa fyrir forsætisráð-
herra Frakka, Pierre Mauroy, sérstak-
lega þar sem þingið ræðir um þessar
mundir frumvarp stjórnar hans um
þjóðnýtingu fimm stærstu iðnfyrir-
tækja Frakklands.
Salaá
AWACS
ósennileg
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur
hafnað tillögu Reagans forseta um sölu
á fimm AWACS-flugvélum til Saudi-
Arabíu. Fer tillagan fyrir utanríkis-
nefnd öldungadeildarinnar í dag og er
búizt við að allt fari á sömu leið þar.
Tvær svipaðar vélar hafa verið seldar
til Egyptalands og segja sérfræðingar
að þar eigi að nota þær á heræfingum
Egypta og Súdana í næsta mánuði.
Flóttamannahjálp SÞ fær friöarverölaun Nóbels:
Flóttamenn eru
ekki gleymdir
— Ákvörðun nóbelsnefndarinnar kom mjög á óvart
Flóttamannahjálp Sameinuðu
þjóðanna voru í gær veitt
friðarverðlaun Nóbels. Úthlutunin
kom nokkuð á óvart að þessu sinni.
Þeir sem helzt höfðu verið orðaðir
við verðlaunaveitinguna að þessu
sinni voru m.a. Lech Walesa leiðtogi
Einingar, Carrington lávarður
utanríkisráðherra Bretlands, sænski
friðarsinninn Alva Myrdal og Robert
^Mugabe forseti Zimbabve.
John Sannes formaður norsku
nóbelsnefndarinnar, er veitir friðar-
verðlaunin, sagði er hann tilkynnti
verðlaunaveitinguna að flóttamanna-
vandamálið færi sífellt vaxandi og
væri talið að um 14—18 milljónir
manna teldust í þeim hópi í dag. Þá
væru ekki taldar með tvær milljónir
flóttamanna frá Afganistan og annað
eins frá Eþíópíu. Flóttamannavanda-
málið væri alþjóðlegt vandamál og
verðlaunin væru að þessu sinni
framlag til að létta þjáningar þessara
millljóna manna.
Poul Hartling, fyrrum forsætis-
ráðherra Danmerkur er nú for-
stöðumaður Flóttamanna-
hjálparinnar. . Hann hefur lagt
áherzlu á að verðlaunaféð, er nemur
um.einni og hálfri milljón isl. nýkr.,
skuli renna óskipt til aðstoðar
þurfandi flóttamanna. Flóttamanna-
stofnunin hefur áður hlotið friðar-
verðlaunin árið 1954 og forveri
hennar, Nansen-stofnunin, hlaut
verðlaunin árið 1938. Framlög til
Flóttamannastofnunarinnar hafa
farið minnkandi undanfarin ár, en á
næsta ári eru þau áætluð um 420
milljónir dollara, eða 40 millj.
dollara minni en á þessu ári. Banda-
rikin leggja fram stærsta skerfinn en
Sovétríkin taka ekki þátt í starfsemi
stofnunarinnar. Bandaríkin hafa
ásakað Sovétríkin harðlega fyrir að
eiga stærsta sök á flóttamannavanda-
málinu með innrás ,inni í Afganistan.
Hartling hefur einnig tekið þátt í
þeirri gagnrýni.
AMNESTYINTERN ATIONAL VILL
RANNSÓKN Á STARFSEMIFBI
Mannréttindasamtökin Amnesty
International hafa farið fram á það, að
skipaður verði sérstakur dómstóll til að
rannsaka starfsemi bandarísku alríkis-
lögreglunnar, FBf. Hafa samtökin
sakað lögregluna um að fara langt út
fyrir starfssvið sitt og hafa haft áhrif á
niðurstöður bandarískra dómstóla:
í skýsluscmsamtökin hafa gefið út er
sagl að bandariska stjórnin verði að
skipa óháðan dóinstól til að kanna
hvort ólöglegar aðgerðir FBI séu hluti
af skipulegri áætlun um að vinna gegn
ýmsum stjórnmálalegum minnihluta-
hópum. Skýrsla Amnesty nefnir til
dæmis tvö mál. Annað er mál Elmers
Pratt, leiðtoga flokks Svörtu hlébarð-
anna, sem sakaður var um morð i Kali-
forníu árið 1972 og hitt er mál Richard
Marshall, félaga í hreyfingu banda-
rískra indíána sem einnig var dæmdur
fyrir morð árið 1976. Báðir þessir menn
afplána nú lífstíðardóm.
í báðum tilfellunum er FBI undir
grun um að hafa falsað sönnunargögn
og haldið mikilsverðum upplýsingum
fyrir dómstólum. 1 skýrslunni er einnig
sagt að dæmi slíks séu mörg og FBI
hafi einkum gripið til slíkra ólöglegra
aðgerða gegn herskáum minnihluta-
hópum sem hafi orðið fórnarlömb
lögreglunjósna. Aðgerðir lögreglunnar
hafi verið að bera fram fölsk vitni,
rangfærslur um eigin aðgerðir, ofsókn-
ir og að leggja ekki fram upplýsingar
sem gætu komið sakborningum til
góða í vörn sinni.
Skýrslan fullyrðir að hvað varðar
sumar þessar ákærur, virðist þær vera
hluti af skipulagðri áætlun, sem sé
langt utan verksviðs lögreglunnar. Þar
á meðal ynni lögreglan sífellt að því að
koma njósnurum inn í samtök svert-
ingja, til þess að geta komið á þau
óorði og hindrað framgang þeirra.
Opið alla daga allan daginn
CSl Sparimarkaðurinn
Austurveri v/Háaleitisbraut
Neðra bílastæði (sunnan hússins).
allt til sláturgerðar
nýtt og ófryst
slátur
afgreitt beint úr kæ/i
interRent
car rental
Bílaleiga Akureyrar
Akureyri: Tryggvabr. 14 - S 21715, 23515
Reykjavík: Skeifan 9 - S 31615, 86915
Mesta úrvalið, besta þjónustan
Við útvegum yður afslátt
^ á bílaleigubílum erlendis_____________ -
FRYSTIKISTUR
FRÁ
ELCOLD
290, 390 og 500 lítra. Með Danfoss
frystikerfi. Sérstáklega vel ein-
angruð. Með ljósi og lás. Kistan sem
aldrei bregst. Takmarkað magn.
DÖNSK GÆÐAVARA
' I
Akurvík, Akureyri
Gunnar Ásgeirsson hf.
SuóurlandsbraLit 16 Sími 9135200
| MEÐAL ANNARS: |
IEinlitar Acryl peysur í ■
6 litum á kr. 149,00.
IEinlitar ullarpeysur í
12 litum á kr. 259,00.
IHnepptar peysur,
margir litir. Verð frá
. kr. 265,00.
I Háskólabolir í 12
■ litum á kr. 120,00. |
1 Hvítir stuttermabolir á
| kr. 59,00. I
IFallegar vetrarúlpur í ■
mörgum gerðum og
litum. Verð frá kr.
I 490,00.
1 Og auðvitað úrval af
IPARTNER-buxum í
fallegum vetrarlitum,
Iburstað kaki,denim og .
flauel í stórum sem
smáum númerum.
IVerð frá kr. 249,00. i
Borgaðu ekki ■
I meira ...