Dagblaðið - 15.10.1981, Side 10
10
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1981.
„Mest sakamála- og kurekamyndir en engar pornomyndir"
Stefán Garöarsson, 17 ára í Unu-.
fellinu, segist horfa mikiö á videóið og
er hæstánægður með myndavalið.
„Ef ég hef eitthvað sérstakt að gera,
eins og t.d. að rúlla niður á Halló,
læt ég videóið ekki trufla mig.
Annars er maður gjarn á að ýta takk-
anum inn og liggja fyrir framan
skerminn.
Yfirleitt eru þetta ágætis amerískar
myndir, sakamála- og kúreka-, en
engar pornómyndir. Þó grunar mig
að þær séu sýndar klukkan fimm á
nóttunni. En ég hef þó aldrei athugað
það. Helzt vildi ég fleiri bílamyndir
og þá mætti gjarnan vera mynd á
laugardögum strax eftir sjónvarp og
svo aftur klukkan þrjú. Sumar þessar
myndir eru þó ekki við hæfi barna og
ekki varað við því. Satt að segja var
mér nú bara ekki sama um daginn,
þegar ég horfði á eina hryllingsmynd
þegar kona ein var brytjuð niður. En
þetta gerist víst í RUV líka.
Að mínu áliti er 60 krónur á mán-
uði ekkert of mikið fyrir þessa þjón-
ustu, því stofnkostnaðurinn er eng-
inn og útsendingin góð. Videó á því
fullkomlega rétt á sér, enda finsnt
mér lítið varið í íslenzka sjónvarpið.”
-LKM.
„Ég hef þá grunaða um að sýna pornó-
myndir klukkan fimm á nóttunni, en ég
hef samt aldrci staðfest þann grun,”
segir Stefán Garðarsson, 17 ára.
Vídeó-dagskrá næstu
viku í Feliahverfi
„Vídeó ekki dýrt miðað við bíóverð”
,,Ég er nú ekkert spennt fyrir
videóinu og horfi lítið á það,” sagði
Soffía Jóhannesdóttir. ,,Ég tók það
aðallega inn fyrir krakkana, en þeir
horfa samt sem áður ekki mikið á
það.
60 krónur á mánuði er ekki dýrt,
miðað við það að bíómiðinn kostar
28 krónur í dag og yfirleitt eru ein til
tvær myndir á kvöldi. Myndaúrvalið
er upp og niður. Oft eru þeir með
ágætar stórmyndir inn á milli þeirra
lélegri. Hvort þær eru við hæfi
bama? Þær eru sízt verri en það sem
er sýnt i sjónvarpinu, en samt er þó
ekki varað við því í videóinu. Það
mætti þó bæta dagskrána með
nokkrum fræðslumyndum og fleiri
fjölskyldumyndum. Og nú þegar
myrkrið og kuldinn eru skollin yfir
okkur, mætti sýna barnatíma um sex-
leytið á degi hverjum.
Eitt gott er þó við videóið, að það
er ekki í gangi alla nóttina, eins og
annars staðar. Yfirleitt er það ekki
lengur en til klukkan tvö á nóttunni
og þá jafnvel um helgar.”
-LKM.
„Þaö mættu gjarnan vera fræöslu-
myndir og betri barnatimar 1 videó-
inu,” segir Soffia Jóhannesdóttir i
Unufelli 23.
Eftirfarandi er sýnishorn af dag-
skrá Videósón hf. sem sýnd verður í
Fellahverfinu að undanskildu Æsu-
felli, Asparfelli. Yrsufelli og Þóru-
felli. Dagskráin gengur síðan á milli
hverfanna sem Videósón-þjónust-
an. En Videósón hf. hefur útsend-
ingar i öllu Fellahverfmu að undan-
skildu Æsufelli og Asparfelli sem
eru með eignarvideó. Einnig sýna
þeir í Seljahverfi, Bökkunum,
Hólahverfi og hafa smærri einingar
i Kópavogi og Hafnarfirði. Innan
þessara hverfa eru þó margar
blokkir sem hafa eignarvideó.
Videósón hf. hefur einnig auglýst
„hugmyndabankann” sinn, þar
sem fólk getur sent hugmyndir að
dagskrá í pósthólf 9093, R-109 í
Reykjavik.
Dagskráin i Fellahverfi þessa viku:
Fimmtudagur 15. okt.:
kl. 20.00 til 21.00 Barnatími, ösku-
buska
kl. 21.00 The Sand Pebblers með
Steve McQueen og Candice Bergen.
Föstudagur 16. okt.:
Eftir RUV Love Story með Ryan
O’Neial og Ali McGraw.
I.augardagur 17. okt.:
Eftir RUV Bad Company, saka-
málamynd, 95 mín.
Where have all the peopie gone, 90
mín., dularfull og spennandi mynd.
Sunnudagur 18. okt.:
kl. 13.00 Barnatími — The Jungle
Book, Walt Disney.
Eftir RUV Airplane — Gaman-
mynd þar sem gert er grín að stór-
slysamyndunum.
Mánudagur 19. okt.:
kl. 17.00LoveStory, endursýnd.
Eftir RUV The Seven Golden Men
— Fjölskylduþriller i léttum dúr um
gullrán.
Þriöjudagur 20. okt.:
Eftir RUV Crocodile — Japönsk
ævintýramynd í stil við Jaws.
Miðvikudagur 21. okt.:
Engin sýning. -LKM.
VIDE0H) ST0R ÞATTUR
FJðLSKYLDULÍFSINS
—rætt vift f ólk í Breiftholtinu um vídeóvæðinguna
„Erum hætt að hlusta á
útvarpið ogförum
sjaldan íbíóferðir”
„Of mikið ofbeldi,
sem börn ættu
ekki að horfa á”
Samt mætti vera meira efni fyrir
minni böm. Annars eru þessar
myndir ekkert verri en það sem
gengur og gerist í íslenzka sjónvarp-
inu.
Auðvitað er þetta tímaþjófur,”
bættu þau við. „Alltaf glápir maður
á þetta, sama hvað er sýnt. Við
förum ekki eins mikið á bíó og áður
og erum svo til alveg hætt að hlusta á
útvarpið. Áður en videóið kom til,
hlustuðum við yfirleitt á fimmtudags-
leikritið og danslögin eftir dagskrár-
lok sjónvarpsins á laugardögum. Nú
kveikjum við varla á útvarpinu.”
-LKM.
„Við erum ekki alveg nógu ánægð-
ar með myndavalið I videósending-
unni,” sögðu þær Hrund Gunnars-
dóttir og Ólöf örvarsdóttir, 12 og 13
ára yngismeyjar í Unufellinu. „Við
vildum helzt fá fleiri teiknimyndir og
léttari bíómyndir. þær myndir sem
eru sýndar eru yfirleitt of þungar og
þá sjaldan gamanmyndir. Oft erum
við líka búnar að sjá þær áður i bíó.
Við horfum því sjaldan á videóið og
veljum bara þær myndir sem við
höfum gaman af.”
Videosón hf. sér um útsendingu í
Unufellinu, ásamt allstóru 'svæði þar
um kring. Og satt er það að eitthvað
virðist vanta á barnaskemmtunina,
því flestar myndirnar sem sýndar eru,
fjalla um sakamál og kúreka. Á
fimmtudögum er þó einn barnatími
sem er síðan endursýndur á sunnu-
dögum kl. 1:00.
„Okkur finnst stundum vera of
mikið ofbeldi í myndunum, sem börn
ættu alls ekki að horfa á,” sögðu þær
stöllurnar. „Við fáum þó ekki að
horfa á afbakaðar hryllingsmyndir,
en sýningartíminn er yfirleitt eftir
dagskrárlok í sjónvarpinu og það er
heldur seint fyrir okkur.”
-LKM.
erum einnig svo til hætt að hlusta á útvarpið,” segja þau Asgeir Halldórsson og
Erla Jónsdóttir. Á myndinni eru einnig Garðar, 6 ára og Ásgeir Jóhann sem er
nýfæddur inn i þennan videóheim.
„Vil hafa
myndirn-
ar nógu
spenn-
andi”
Eggert Magnús Ingólfsson, 10 ára,
segist horfa mikið á videóið. „Ég
sleppti því þó á föstudaginn, af þvi
að ég missti af því. Yfirleitt horfi ég á
allt sem er sýnt, en ég fer þó að sofa
þegar ég verð syfjaður.
Oftast eru þetta lögreglumyndir og
ekki mjög oft kúrekamyndir. Barna-
tíminn er ekkert sérstaklega góður og
er alltaf endursýndur á sunnudögum.
Helzt vil ég hafa myndirnar nógu
spennandi og þá kannski Súpermann
eða stríðsgeimmyndir eins og Star
Wars.
-LKM.
Þau Ásgeir Halldórsson og Erla
Jónsdóttir horfa einnig á videóút-
sendinguna í Unufellinu. Sögðu þau
að útsendingin væri nokkuð misjöfn
að gæðum og teldu þau líklegast að
RUV trufli styrkleikann.
„Ég horfi yfirleitt á ailar myndir i
videóinu, og jafnvel hryllingsmyndir,
en stundum sofna ég,” segir Eggert
Magnús Ingólfsson, 10 ára.
„Stundum er alltof mikið ofbeldi i myndunum,” segja þær Ólöf Örvarsdóttir og
Hrund Gunnarsdóttir um myndaúrvalið i videó, meðvitaðar ungar meyjar. „Við
viljum fleiri fjölskyldu- og teiknimyndir.” DB-myndir Einar Ólason.
„Við borgum 60 krónur á mánuði
fyrir þessa þjónustu,” sögðu þau, og
okkur finnst það ekkert of dýrt fyrir
það. Við erum þó ekki fyllilega
ánægð með myndavalið, því flestar
myndirnar sem eru sýndar höfum við
áður séð í bíó. Þá eru þetta yfirleitt
sakamála- og kúrekamyndir og oft
eru þær endurteknar. Börnin okkar,
11 og 13 ára, horfa þó alltaf á þær.