Dagblaðið - 15.10.1981, Side 12

Dagblaðið - 15.10.1981, Side 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1981. BIAÐIÐ Útgefandi: Dagblaflið hf. Framkvœmdastjöd: Sveinn R. Eyjötfsson. Ritstjöri: Jönas Kristjánsson. Aflstoflarrftstjöri: Haukur Helgason. Ft áttastjöri: Ómar Valdimarsson. Skríf stofustjöH ritstjömar Jóhannes ReykdaL Iþróttir. Hallur Simonarson. Aflstoflarfréttastjöri: Jönas Haraldsson. Handrít Ásgrímur Pálsson. Hflnnun: Hilmar Karísson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Steféns- dóttir, EDn Albertsdóttir, Franzisca Gunnarsdóttir, Inga Huld Hékonardóttir, Jóhanna Þréinsdóttir, Kristján Már Unnarsson, Lilja K. Möllar, Ólafur E. Friflriksson, Sigurflur Sverrisson, Viflir Sigurflsson. Ljósmyndir Bjamleifur Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sígurflsson, og Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞoríeHsson. Auglýsingastjóri: IngöHur P. Steins- son. DreHingarstjóri: Valgerður H. Sveinsdóttir. RHstjóm: Síflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverhotti 11. Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 Onur). Setning og umbrot Dagblafllfl hf., Slðumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Slflumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10 Áskriftarverfl á mánufli kr. 86,00. Verfl i lausasölu kr. 6,00. Útskalilltblóð Sláturtíðin er hafin í Sjálfstæðis- flokknum. Nú telur flokkseigenda- félagið sig loksins hafa nægan styrk til að láta sverfa til stáls og losa flokkinn við hið illa blóð, sem allt of lengi hafi fengið að renna um æðar hans. Embættismenn flokksins hafa reiknað niðurstöður kosninga til landsfundar og telja þær flokkseigendum hagstæðar. Ekki sé þar að vísu blóðþyrstur meirihluti, en nógu margir þó, sem reynast muni forustunni tryggir á örlagastund. Fræg Morgunblaðsgrein Gísla Jónssonar mennta- skólakennara er bezta dæmið um þá spennu, sem hefur hlaðizt upp í tíð núverandi ríkisstjórnar. Greinin minnti á vestfirzka píslarsögu frá galdraöld, svo geigvænlegur var Óvinurinn. Hin vanstillta grein sýnir vel, hversu djúpt hatrið er orðið á Gunnari Thoroddsen og öllum hans árum, Albert Guðmundssyni og öllum hans árum. Og hún fékk auðvitað þann viðhafnarsess og það viðhafnar- form, sem blaðinu þótti hæfa. Jafnframt hefur ríkisstyrkt málgagn flokkseigenda- félagsins fikrað sig út í ritbann á greinum frá sumum þeim sálum, sem leiðzt hafa til fylgis við Óvininn mikla og vilja halda uppi vörnum fyrir hans svarta og synduga atferli. Sigurður Hafstein er látinn setja fram tillögur um framhald hinna opnu prófkjara, sem tíðkazt hafa í Sjálfstæðisflokknum, svona til að búa til logn fyrir storminn, sem varð svo á fundi fulltrúaráðsins í Reykjavík. Fundardaginn birtist í viðhafnarsæti og viðhafnar- formi málgagns rétttrúaðra grein Jónasar Eliassonar um lokun prófkjara. Og síðan kom Sigurður á fundinn með skrifaða ræðu um hin illu áhrif eigin tillögu um opið prófkjör. Reiði réttlætisins beinist ekki aðeins að Óvininum og árum hans, heldur öllum þeim, sem í óviður- kvæmilegu léttlyndi hafa látið undir höfuð leggjast að þylja heitstrengingar á hverjum morgni, — að hinum veiklunduðu meðreiðarsveinum. Friðrik Sófussson er ekki talinn hafa verið nógu skeleggur gegn hinu Illa og Guðmundur Karlsson er grunaður um fylgi við Friðrik. Hinni heilögu reiði hefur lostið niður og hún brennt fjárveitinganefndar- stól Guðmundar. Hinir veiklunduðu sjá nú ritað á vegginn, að pólitískir dagar þeirra kunni einnig að vera taldir, ef þeir ekki sjái að sér, geri iðrun og yfirbót og fari að þylja píslarsögur Gísla Jónssonar og Halldórs Blöndal á hverju kvöldi. Árarnir illu skulu úr flokknum. Þeir mega gjarnan rotta sig saman um sérstök framboð, beint eða óbeint undir sjálfstæðisnafni. Aðalatriðið er, að þeir eru „að minnsta kosti miklu minni sjálfstæðismenn” eins og Matthías Bjarnason orðar það. Hið hreina orð má ekki litast af villutrúarsetning- um. Sjálfstæðisflokkurinn má minnka, því að reikull fjöldinn skiptir minna máli en hin hreina hjörð stuðningsmanna flokkseigenda undir merki leiftur- sóknar. Sumir efasemdarmenn flokksins munu nú beygja sig undir vald flokkseigenda, — með það að leiðarljósi, að flokkurinn sé langur, en flokkseig- endafélagið stutt, og að friður sláturtíðar sé betri en enginn friður. Aðrir munu gæla við áhættuna af sérstökum framboðum, haldnir ótta við, að sagan hafi lítið dálæti á slíku og láti þau stundum fjara út í tímans rás. Það er einmitt útkoman, sem flokkseigendafélagið reiknar með. Ul| UFTDAD PIU Yti I liMii HÉR NYRDRA Kæri Jónas. ' Nú mun vetur vera að ganga í garð hér norðanlands. Þegar ég kom fram í morgun var allt orðið hvítt, og þó að sonur minn tveggja ára haldi því fram að þetta sé hveiti, en ekki snjór, 'skiptir það ekki nokkru máli. Hita-. mælirinn á eldhúsglugganum segir okkur að nú s'é komið frost, þar að auki er grasið orðið brúnt og hér hefur ekki verið hægt að þverfóta fyrir byssuglöðum mönnum, sem þykjast ætla að drepa gæsir. Þegar slíkir menn eru á ferðinni held ég mig innan dyra, því að ég veit að ef þeir hitta ekki gæsina (sem þeir gera sjaldnast) má fjandinn vita hvar kúlan lendir. Að vísu virðist hún oft- ast lenda í vegvísum, þvi að hér á þjóðvegi 711 er búið að myrða að minnsta kosti annan hvern vegvisi, og suma oftar en einu sinni. Annars hef ég ekkert út á gæsa- skyttur að setja. Ég veit af eigin reynslu að þetta eru vænstu menn, þegar þeir hafa lagt frá sér byssuna og eru sestir inn í stofu hjá manni að sötra öl. Þeir geta líka komist i hann krappan á stundum, eins og henti einn kunningja minn sem var viðvan- ingur í gæsadrápi, en lagði af stað á . skyttirí með afbragðsgóðar leiðbein- ingar frægustu gæsaskyttu á íslandi, að eigin sögn. Hvammstangabréf: Benedikt Axelsson Hánn byrjaði á þvi að vakna eld- snemma einn morguninn, og var það afrek út af fyrir sig, því að þessi vinur minn er vanur að sofa að minnsta kosti til 8.30 virka daga og fram yfir hádegi um helgar. Næsta atriði á dag- skránni var að finna góðan skurð, en góður skurður er álíka mikilvægur gæsaskyttu og bifreiðin er atvinnubíl- stjóra, því að þótt gæsin sé afburða varkár fugl hefur hún ekki tekið upp tann sið enn að athuga mannaferðir í kurðum landsins. Kýrin fóll í skurðinum húkti síðan þessi vinur ninn lengi dags og beið eftir því að jæsunum þóknaðist að fljúga yfir. Þær létu hann bíða óþarflega lengi, fannst honum, og þegar þær loks létu sjá sig var hann orðinn krókloppinn og hundleiður á biðinni. Og í stað þess að taka það rólega og leyfa gæs- unum að koma sér vel fyrir á túninu, stökk þessi upprennandi gæsaskytta upp á skurðbarminn, miöaði í hvelli á gæsirnar og skaut bestu mjólkurkúna á bænum, sem land átti að skurðin- um. Vini minum brá auðvitað hastar- lega við þetta, því að hann hafði verið svo upptekinn af að glápa upp í himinhvolfið að hann hafði ekki tekið eftir kúnum. Eftir þessar hrakfarir hætti þessi vinur minn öllum veiðum, jafnvel þótt ég benti honum á að það væri al- gjör óþarfi að gefast upp, hann ætti bara að leggja fyrir sig aðrar veiðar, t.d. hænsnaskyttirí. En nú eru allar gæsaskyttur á bak og burt, gott ef gæsirnar eru ekki farnar líka og við sem eftir sitjum dundum okkur við blaðalestur og sjónvarpsgláp. VIDE0 VIDEO VIDEO Vídeó-tæknin hún tryllir fólk . . . syngur Ómar Ragnarsson á samkomum um þessar mundir. Videó-byltingin hefur hafið innreið sína á heimili landsmanna, bæði í Reykjavík og einnig í stærri byggðarlögum úti á landi. Það telst nú til mannréttinda að vera tengdur kapli, sem sendir inn á heimilin bíó- myndir og annað efni í misjöfnum gæðaflokki Hinn frjálsi maður rís öndverður gagnvart þeim skoðunum, sem segja að nokkuð sé ólöglegt eða athugavert við þessa starfsemi. Það ber vott um frelsi einstaklingnum til handa, að fá aö sitja, ásamt nokkrum þúsundum annarra frjálsborinna einstaklinga, og teyga af sjónvarpsskjánum mynd- efni, sem gróðafyrirtæki senda inn á hið frelsaða heimili. Þegar vídeó-fæðunnar hefur verið neytt og fjölskyldan tygjar sig 1 háttinn að áliðinni nóttu, þá spyr hinn frjálsborni maður sig e.t.v. hvað er rangt við að njóta þessarar saklausu skemmtunar, hvers vegna vill „stóri bróðir” hafa hönd í þessum bagga? Bíómyndir verða ekki til af sjálfu sór Þegar hér er komið sögu, þá leiða menn sjaldnast hugann að því, hvers vegna þeir njóta góðra bíómynda, skemmtiþátta og annars þess sem í vídeóinu er sýnt. Ja, það er nú einu sinni svo, að hvorki bíómyndir né skemmtiþættir verða til af sjálfu sér. Það er eitthvert fólk, sem hefur sinn starfa af því að búa til svona efni. Það hefur sitt lífsframfæri af því að skrifa handrit, kvikmynda, leika, framleiða, stjórna og inna aðra þá Útbúnaður til videósendinga. DB-myndir.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.