Dagblaðið - 15.10.1981, Side 13
Ben. Ax hefur ekki að undanförnu getað þverfótað fyrir byssuglöðum mönnum sem þykjast ætla að veiða gæsir. Hér eru félagar í Skotfélagi Reykjavfkur á móti.
UB-mynd.
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15.0KTÓBER 1981.
Gamla kerfið
Ég get sagt þér það, ef maður má
minnast á margfræga sjónvarpsaug-
lýsingu, að ég sá ekki neitt ósiðlegt
við hana fyrr en fjöldi manns var
búinn að benda mér á það. Hún
höfðaði sem sagt aðeins til mín fyrir
ofan mitti fram að því. Sem dæmi
um það, hvað mér fannst auglýsingin
saklaus og góð get ég sagt þér, að ég
var komin á fremsta hlunn með að
benda konunni minni á að fara eins
að og sjónvarpið, ef hana vantaði
aura fyrir pelsi eða samkvæmiskjól,
eða ef hana vantaði smjörstykki eða
súpukjöt. Við erum nefnilega enn
með gamla kerfið, ég afla teknanna,
en konan mín eyðir þeim.
En svona erum við nú saklausir,
sveitamennirnir, og til frekara sann-
indamerkis get ég nefnt þér annað
dæmi. Fyrir um það bil tveimur áruin
var ég á námskeiði í Reykjavík og
lærði þar vísu sem ég skildi ekki og
fannst lítið til koma, en eftir að ég fór
að glápa á sjónvarpið mér til óbóta cg
þá sérstaklega biómyndir sem eru
ekki við hæfi barna, lukust upp fyrir
mér leyndardómar vísunnar. Á þessu
námskeiði var talað um samvinnu og
að hún yrði að vera rétt til að hún
bæri tilætlaðan árangur og helst
alveg lóðrétt.
Harður er kjarni vors kennarablóös,
ef kraftana stillum til samans.
Sé samvinnan lóðrétt hún leiðir til
góðs,
en sú lárétta er meira til gamans.
Blessað
rafmagnsleysið
Þegar þessi tími er kominn er allra
veðra von hér norðanlands og núna,
þegar ég lít út um rúðuna sé ég að það
er komin iðulaus stórhríð. Það væri
svo sem hægt að þola slikt veður ef
því fylgdi ekki yfirleitt ófærð og raf-
magnsleysi. Hér verðum við ekki
fyrir tíu mínótna rafmagnsleysi eins
og Reykvíkingar, heldur stendur það
oft dögum saman.
En þrátt fyrir ófærð og rafmagns-
leysi er dálítið um félagslíf í sveitum
og á hverri einustu skemmtun er eitt
af atriðunum spurningaþáttur. í
einum slíkum var ágætur maður
spurður gömlu og sígildu spurningar-
innar um það, hvar Adam hafi verið
þegar Eva slökkti Ijósið. Ekki vissi
maðurinn svar við því. Þegar búið
var að segja honum svarið varð
honum að orði. — Ja, mikill er and-
skotinn, og ég sem vissi ekki einu
sinni að þau hefðu haft rafmagn. —
Að svo mæltu slæ ég botn í þetta
að sinni, með þeirri ósk, að allir
landsmenn komi til með að búa við
rafmagnsleysisskort i vetur.
Ben. Ax.
^ „í staö þess aö taka það rólega og leyfa
gæsunum að koma sér vel fyrir í túninu,
stökk þessi upprennandi gæsaskytta upp á
skurðbarminn, miðaði í hvelli á gæsirnar og
skaut bestu mjólkurkúna á bænum, sem átti
land að skurðinum.”
Kjallarinn
Maríanna
Friðjónsdóttir
vinnu af hendi, sem gerir myndina
eða þáttinn að því, sem áhorfandinn
síðan heyrir og sér.
Þeir sem leggja sitt af mörkum
við gerð einnar bíómyndar eru
margir, og þetta fólk fær kaupið sitt
greitt frá þeim, sem sjá
viðkomandi mynd. Og þá erum við
farin að nálgast hugtakið „höfundar-
rétt”.
Höfundarréttur
Höfundarréttur er á kvikmyndum,
sjónvarpsmyndum, fréttafilmum,
heimildarmyndum, ljósmyndum og
yfirleitt flestu þvi, er sýnt er í sjón-
varpi og í kvikmyndahúsum.
Höfundarréttur er einnig á því efni,
sem sýnt er í vídeó-kerfum út um
borg og bí. En þar er þessi höfundar-
réttur ekki virtur. Neytandinn
innbyrðir starf listamannsins, án þess
að hann fái nokkuð fyrir sinn snúð.
Ef hinn frjálsi maður þreytist á
glápinu og tekur sér bók i hönd, eftir
islenskan eða erlendan rithöfund, þá
hefur hann greitt með kaupverði
bókarinnar skerf listamannsins.
Ríkisútvarpið greiðir árlega tals-
verðar fjárhæðir í ýmsa sjóði, meðal
annars hljómlistarmanna og
rithöfunda. í kaupverði þeirra
bíómynda og skemmtiþátta, sem
Ríkisútvarpið kaupir og sýnir, eru
einnig laun höfunda.
Þær myndir, sem verið er að sýna i
vídeó-kerfunum, eru oft á tíðum hins
vegar hreialega stolnar. Oftast er
þess getið á viðkomandi mynd, að
ekki megi sýna hana opinberlega, eða
þá að stundum er um fjölföldun úr
útsendingu sjónvarps hér eða erlendis
að ræða. Með sýningu þessara
mynda opinberlega í vídeó-kerfum
heilla hverfa eða blokka er hreinlega
verið að svipta viðkomandi menn
laununum sínum.
Skyldi hinn frjálsi maður, er þessa
nýtur, ekki verða heldur súr ef hann
fengi ekki réttmætan hluta launa
sinna á hverjum útborgunardegi?
fslenskir rithöfundar myndu
væntanlega rísa öndverðir gegn því,
ef einhver framtakssamur maður
tæki sig til og fjölritaði skáldverk
þeirra, án leyfis og seldi síðan á tíkall
stykkiðá útimarkaðnum.
Hvað kvikmyndagerðarmenn
varðar, þá er hér um að ræða unga
listgrein, bæði hérlendis og erlendis.
Þessi listgrein nýtur þó verndar með
alþjóðlegum sáttmála, eins og aðrar
listgreinar.
í reglum um höfundarrétt er skýrt
kveðið á um að t.d. allar eftirgerðir
séu bannaðar án samþykkis höfund-
ar. Um verndartíma segir í téðum
sáttmála, að þar gildi hin almenna
regla um æviskeið höfundar og 50 ár
eftir lát hans. Þó er gert ráð fyrir því
að hægt sé að ljúka verndartíma
fimmtíu árum eftir að kvikmynd
hefur verið sýnd almenningi, með
leyfi höfundar. Hér vekur athygli að
krafist er samþykkis höfundar fyrir
sýningu á verki hans.
Óprúttinn
þjófnaður
Mig langar sérstaklega að nefna
hér eitt dæmi sem merki um
óprúttinn þjófnað á verki höfundar.
Veitingahús eitt hér í bær hefur
gangandi vídeó-kerfi í sölum sínum.
Þar hefur undanfarið verið sýnt
prógramm, sem gert var með ýmsum
stórstjörnum, þar á meðal Abba, Bee
Gees, Oliviu-Newton John og
mörgum öðrum. í þessu prógrammi
fluttu stjörnurnar ýmis verk og að
afloknum flutningi undirritaði hver
höfundur skjal, þar sem hann af-
salaði sér höfundarrétti og höfundar-
launum fyrir viðkomandi verk.
Skyldi afrakstur af verkinu ganga í
sjóð Barnahjálpar Sameinuðu
þjóðanna. Þetta þýðir i reynd, að í
hvert sinn, sem lög þessi eru flutt í
útvarpi eða sjónvarpi, þá greiðir
dreifingaraðilinn höfundarlaun til
barna þeirra er hjálparþurfi eru um
heim allan.
Veitingahúsið, sem hér um ræðir,
hefur greinilega stolið dagskránni í
útsendingu íslenska sjónvarpsins, því
myndin er með íslenskum texta.
Veitingahúsið greiðir væntanlega
ekki þann skerf, sem búið er að gefa
börnum heims í þessari dagskrá, í
hvert sinn er hún er sýnd. Það notar
hinsvegar greinilega dagskrána til
þess að draga að fleiri gesti, og því er
hér um fjárhagslegan ávinning að
ræða fyrir veitingahúsið.
Þótt þetta dæmi sé eitt af þeim
siðferðilega séð verstu, er varðar
stuld á höfundarlaunum og
höfundarrétti, þá gildir um margt
það sama hvað varðar opinberar
sýningar i vídeó-kerfunum.
Niðurstaðan hlýtur því að vera sú,
að hér sé um lögbrot að ræða bæði í
eiginlegri og siðferðilegri merkingu.
Vídeó-byltingin er hafin, á því er
enginn vafi. Hins vegar er þá
spurningin sú, hvort við getum ekki
verið heiðarleg og leyst þetta vand-
ræðamál okkur öllum til sóma. Aðrir
hafa gert það með ágætis árangri, en
að vísu er þar um að ræða þjóðir, þar
sem „stóri bróðir” hefur haft hönd
með í bagga, svo sem Finnland og
Danmörk.
Reykjavík, 11. október 1981.
Maríanna Friðjónsdóttir,
dagskrárgerðarmaður.
£ „Höfundarréttur er einnig á því efni,
sem sýnt er í vídeó-kerfum út um borg
og bí. En þar er þessi höfundarréttur ekki
virtur.”
Vídeó-bylting,
en hvað svo?...