Dagblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 1
fijúlst,
aháa
dagblað
7. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER1981 — 240. TBL.
RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.-AÐALSÍMI 27022.
„Gátum
ekki beóið
lengur með
aðgeiðir”
— segja fulltrúar nemenda skólans
„Það er auðvitað erfltt að berjast
við andstæðing, sem ekki er til
staðar, en við hreinlega gátum ekki
beðið lengur með þessar aðgerðir
náms okkar vegna,” sögðu fulltrúar
nemenda Menntaskólans við Hamra-
hlíð, sem í morgun lokuðu skólanum
þannig að kennarar og annað opinbrt
starfslið komst ekki inn til að sinna
störfum sínum.
Lokun skólans í morgun er beint
framhald af aðgerðum nemenda, sem
hófust í gær, en þá efndu þeir til setu-
verkfalls til að mótmæla reglum sem
menntamálaráðuneytið setti um á-
fangaskóla. Menntamálaráðherra,
Ingvar Gíslason, er hins vegar ekki i
landinu sem stendur og heldur ekki
ráðuneytisstjórinn, sem einnig mun
vera erlendis. Er því fátt um svör af
þeirra hálfu.
Kennarar við skólann eru
eindregið á móti þessum reglum og
styðja nemendur í hvívetna þannig að
aðgerðunum í morgun er ekki beint
gegn kennurunum sjálfum, heldur
aðeins hinu opinbera.
Nemendur lokuð Hamrahlíðarskólanum I morgun þannig að kennarar og annað starfslið komst ekki inn til að sinna störfum
slnum. Rektor skólans, Örnólfur Thorlacius, vildi ekki una þessu og ruddi sér leið gegnum nemendaþvöguna.
DB-mynd Kristján Örn.
„Það sem í rauninni skiptir
meginmáli og okkur, og öðrum fram-
haldsskólanemum svíður hvað sárast
í þessu máli, er að ekkert samráð
skuli hafa verið haft, hvorki við
nemendur né kennara í skóiunum,
áður en reglurnar voru settar. Við
eigum bara að vera þolendur í þessu
tilviki og fylgja reglunum í
hvívetna,” sögðu fulltrúar nemenda
og voru allt annað en ánægðir.
„Ráðuneytið er i raun að skipta
sér af innanhússmálum hvers skóla
— er með nefið ofan í hvers manns
koppi ef svo má segja. Hér er aðeins
verið að færa völdin til — úr
skólunum yfir í ráðuneytið til þess að
flækja máliðenn frekar.”
-SSv.
— sjá nánar á bls. 10-11
Nemendur MH lokuðu skólanum í morgun:
Vigdís Finnbogadóttir, forseti
íslands, og Ólafur Noregs-
konungur ganga eftir rauða
borðanum frá flugvél forsetans.
Á hœla þeim ganga Haraldur
krónprins og Sonja
krónprinsessa. Á innfelldu
myndinni heilsar konungur for-
seta. DB-myndir Kristján Már
Vigdís nýtur feikna-
vinsælda í Oslóborg
Frá Kristjáni Má Unnarssyni,
blaðamanni DB i Osló:
Allt stefnir í það að opinber
heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur,
forseta íslands, til Noregs verði
jafnánægjuleg og vel heppnuð og
heimsókn forsetans til Danmerkur fyrr
á árinu. Hvar sem Vigdis kemur er
henni feikivel fagnað.
Nefna má sem dæmi að hópur
barna safnaðist saman fyrir framan
konungshöllina í gær. Þar var ekki um
skipulagðar aðgerðir yfirvalda að
ræða, heldur komu börnin að eigin
frumkvæði. Þau hrópuðu margfalt
húrra fyrir Vigdísi. Þá eru viðbrögðin
þau sömu, hvar sem forsetinn fer.
Fólkið hrópar Vigdís — Vigdís.
Ljóst er að forsetinn er geysivinsæll
og hin opinbera heimsókn á eftir að
koma íslandi og íslendingum mjög til
góða. -JH.
— sjá nánar á bls. 10-11
Innbrot á dagheimili
Brotizt var inn í Dagheimilið við morgun mætti þeim ófögur sýn. Búið
Völvufell í nótt. Hafði verið farið var að róta i öllu, skemma matvæli
inn um glugga, auðsjáanlega í þeim og sprauta úr slökkvitækjum. Þá var
ásetningi að vinna þar skemmdar- einnig litlu kassettutæki stolið.
verk. Þegar fóstrur komu til vinnu i -LKM.
Vímaðurþjófur:
NÁÐIST EFTIR
ELHNGARLEIK
„Ég var að tala við viðgerðar- götuna aftur og mátti þakka fyrir að
manninn sern var að vinna i bílnum aka ekki niður gangandi vegfaranda.
og við vissum ekki til fyrr en honum Menn töldu ökuferðinni lokið er
var bókstaflega spólað út af bifreiðin hafnaði á húsi
verkstæðinu,” sagði Ragnar verzlunarinnar Örnólfs, þvi þar
Björnsson, sem i gær varð vitni að nánast læstist hægra framhjólið við
því að bifreið, sem var verið að vinna ákeyrsluna. Svo var þó ekki þvi það
í, var stolið fyrir framan augun á var loks á Bergþórugötunni að
honum. ökuferðinni lauk. Festist billinn þá á
Þjófurinn hafði ekki fyrir þvi að milli húss og Ijósastaurs og varðekki
loka vélarhlífinni í byrjun, sem haggað. Ökumaðurinn, sem talinn
eðlilega byrgði honum sýn. Eftir var undir áhrifum vímugjafa, komst
glæfraakstur vestur Grettisgötu undan en náðist í kjallara húss ekki
bakkaði hann á mikilli ferð austur langt frá. -SSv.
Eins ogsjámá er blllinn stórskemmdur eftir glœfraaksturinn.
DB-mynd Kristján Örn.