Dagblaðið - 22.10.1981, Qupperneq 4
4 X DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981
Reglugerð um saltpétursinni-
hald matvæla í endurskoðun
Saltpéturinn getur komizt ífólk eftir mörgum leiðum, bæði gegnum ost, innflutta sfld o. fl.
„Reglugerðin um íblöndun nítríta
og nítrata í kjötvörur og sláturaf-
'urðir nr. 243/1974 hefur verið til
endurskoðunar hjá okkur í nasstum
tvö ár,” sagði dr. Þorkell Jóhannes-
son prófessor, formaður eiturefna-1
nefndar í samtali við DB.
„Það er einkum tvennt sem hefur
tafið fyrir, en það er að við höfum ‘
haft samflot með Norðurlöndunum
um þessi mál. Einnig eru vissar vörur
hér, sérstaklega kaldreyktar, sem
varla standa undir nafni án saltpét-
urs. Svo höfum við einnig verið svo-
lítið tvístígandi yfir því, að hér
stunda svo margir kjötframleiðslu,
að það gætu orðið vandræði með að
fylgja eftir auknum hreinlætis-
kröfum,” sagði dr. Þorkell.
Hann sagði að á Norðurlöndunum
væri heimiluð notkun saltpéturs í
matvælum svipuð og hér á landi. Þar
stendur til að lækka nítrít innihaldið
og helzt að koma alveg í veg fyrir
notkun nitrats í matvælaframleiðsl-
unni.
„Við erum að bíða eftir því að sjá
hvernig þróunin verður á Norður-
löndunum og munum miða okkur við
þau,” sagði hann.
Með mörgum kjötframleiðendum
sagðist dr. Þorkell eiga við að kjöt-
kaupmenn kaupa kjöt af kjötheild-
sölum og salta síðan sjálfir.
Saltpótur í
ostagerðinni
Hvað um saltpétur í ostafram-
leiðslu?
„Það er einmitt eitt af því sem við
höfum verið að fjalla um, það er
notkun saltpéturs í ostaframleiðslu.
Þar hefur verið notað verulegt magn
til þess að halda niðri gerlagróðri. En
með auknu hreinlæti má minnka
þetta magn. Við höfum átt samræður
við forráðamenn ostaframleiðslu og
féllust þeir á að minnka það magn
sem notaðer,” sagðidr. Þorkell.
Hann gat einnig um að nítrat sé að
finna á ótrólegustu stöðum. Nefndi
hann til dæmis aö erlendir síldar-
kaupendur, danskir og sænskir, biðja
um saltpétur í saltsíld béðan, en hins
vegar er ekki leyfilegt að nota hann í
sild sem söltuð er fyrir innanlands-
markað. — fslenzk síld er flutt óunn-
in út en síðan aftur inn til landsins
niðursoðin og niðurlögð i dósum.
Þannig getur saltpéturinn komizt
ofan í okkur í gegnum síldina, þrátt
fyrirallt.
„Þetta er allt mjög flókið mál,”
sagði dr. Þorkell. „Ef einhverju er
breytt í matvælaeiturefnafræði getur
alveg eins farið svo að við köllum yfir
okkur önnur vandamál, sem eru
e.t.v. ekki betri viðureignar en þau
gömlu,” sagði dr. Þorkell Jóhannes-
son. - -A.Bj.
RULLUPYLSA
Danskir og sænskir saltsfldarkaupendur biðja sérstaklega um að saltpétri sé blandað f þá saltsfld sem þeir kaupa af okkur.
Hins vegar er bannað að nota saltpétur f þá saltsfld sem seld er innanlands. Við kaupum hins vegar niðursoðnar eða niður-
lagðar sfldarafurðir af Svium og Dönum og getum þvi fengið saltpétur á þann hátt... DB-mynd Bjarnleifur.
Siðasís söíudagur
ei IT-'MliU 0.0 5 B ,
Pókkunafdagur j Ein. verð ] Pyngd | VEi
u , . ' Oiikasióg, SS rúlíupyisukrydd.
f- Hraefní: Nitritsalt. minnaen0.1 Qf.XX.kq. kjots
Saltpétur cr ekki aðeins notaður til þess að rotverja matvæli heldur einnig til þess
að gefa þeim fallegan rauðan lit. Matvælaframleiðendur halda þvi fram að neyt-
endur vilji ekki kaupa pylsur og ýmislegt annað matarkyns nema fagurrautt. Þó
eru framleiðendur farnir að hafa á boðstólum ólitaðar pylsur, t.d.
DB-mynd Kristján örn.
Tveir kjötskrokk-
ar á þúsund krónur
Raddir
heytenda
„Ég ætla að láta fylgja nokkrar
línur með þessum seðli, því hann er
nokkuð hár hjá mér þennan mán-
uðinn,” segir m.a. í bréfi frá hús-
móður tveggja manna fjölskyldu.
Meðaltal hennar er 1268 kr. í septem-
ber.
„Upphæðin er svona há einfald-
lega af því að við keyptum tvo kjöt-
skrokka, og þeir ícostuðu hvorki
meira né minna en rúmlega þúsund
kr. og finnst mér það anzi dýrt.”
interRent
u \ car rental
Bílaleiga Akureyrar
Akureyri: Tryggvabr 14-S 21 715.23515
Reykjavik: Skeifan 9 - S 31615, 66915
Mesta úrvalið, besta þjónustan
Við útvegum yður afslátt
á bílaleigubílum erlendis
Blómasúlur
Margar
gerðir
• '
Verðfrá
251.50 ti!
620.50
Safnast ekki fyrir
f beinum eða heila
„Saltpétur hefur svo lengi verið al-
menn verzlunarvara hér á landi að
hann getur varla talizt hættulegur,”
sagði dr. Þorkell Jóhannesson er DB
bar undir hann hættuna sem því
getur verið samfara að hafa saltpétur
á boðstólum í matvöruverzlunum.
„En saltpétin- getur auövitað verið
hættulegur og ég er sammála um að
nauðsynlegt væri að merkja hann
betur en gert er. Hitt er annað mál að
það eru mörg önnur efni sem meiri
ástæða væri til að merkja betur en
saltpéturinn,” sagði dr. Þorkell.
Hann sagði einnig aö saltpétur
safnaðist ekki fyrir í beinum eða heila
þess sem neytir hans í litlum mæli.
-A.Bj.
lUpplýsingaseðiU
! til samanDurðar á heimiliskostnaði
| Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
< fjölskvIdu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis-
1 tæki.
1 Nafn áskrifanda
l----------------------------------
I
i
Heimili
RETTVERÐ A
KJÚKUNGAHAKKI
okron
hf. Síðumúla 31
Slmi 39920.
Á dögunum sögöum við frá kjúkl-
ingahakki og reiknuðum út kg verð
þess. Okkur varð eitthvað á í reikn-
ingskúnstínni, og sögðum hakkið
nokkru dýrara en það er í rauninni.
Rétt smásöluverð á kg af kjúklinga-
hakkier 84,50.
Gríðarleg söluaukning hefur orðið
á kjúklingum frá ísfugli í Mosfells-
sveit. Söluaukningin var 65,23%, í
september frá því í september í fyrra.
Fyrirtækið hyggst nú verða með
vikulegar matarkynningar í stærstu
verzlunum höfuðstaðarins. Verð á
kjúklingum er nú orðið hagstætt
miðað við verð á öðru kjöti, eftir
miklar hækkanir á kinda- og nauta-
kjðti undanfarið. -A.Bj.
:i Sími
í----------------------------------
J V
I Fjöldi heimilisfólks-----
il
J Kostnaður í septembermánuði 1981
i Matur og hreinlætisvörur kr. —
i Annaó
i
kr.
Alls kr.
m i ikm