Dagblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981
Sonja krónprinsessa afhendir Vigdisi blóm. Fyrir aftan Sonju stendur eiginmaður hennar, Haraldur krónprins og við
forsetans Ólafur Noregskonungur.
hlið
Ræður þjóðhöfðingjanna í konungsveizlunni:
Af tilviljun eigum við það
sameiginlegt að eiga dætur
er bera nafnið Astríður
r
— sagði forseti Islands m.a. í ræðu sinni
Þjóðhöfðingjar íslands og Noregs
fluttu ræður í veizlu í konungshöllinni i
Osló í gærkvöldi. í ræðu sinni sagði
Ólafur Noregskonungur, að heimsókn
norræns þjóðhöfðingja til Noregs væri
ávallt sérstæður viðburður. Frá
stríðslokum hefðu Norðmenn notið
tveggja mjög velkominna opinberra
heimsókna frá íslandi og þeirri þriðju
væri ekki síður fagnað.
Konungur gat hinna nánu tengsla í
meira en þúsund ár, er mynduðu órofa
bönd milli landanna tveggja. íslending-
ar og Norðmenn byggðu á sama grunni
og hefðu einnig svipuð viðhorf til
margra alþjóðlegra viðfangsefna. Þá
væru hagsmunir íslands og Noregs
nátengdir á hafsvæðunum undan
ströndum landanna. Konungur skálaði
fyrir forseta íslands og sagðist vonast
til þess að bjartar og varanlegar
minningar fylgdu með heim.
Forseti gat þess í ræðu sinni, að
íslendingar væru grein af norskum ætt-
armeiði. Þjóðirnar ættu margt
dýrmætt sameiginlegt. Vináttan væri
djúp og einlæg. Þá nefndi forseti það,
að báðar hefðu þjóðirnar varðveitt
forn mannanöfn, og svo vildi til að þar
á meðal væri nafnið Ástríður — „og af
tilviljun eigum vér það sameiginiegt að
eiga dætur sem bera það nafn. Það
merkir þeir sem guðirnir elska og
vernda,” sagði Vigdís Finnbogadóttir.
Vigdís þakkaði að lokum stórbrotna
gestristni og lyfti glasi sínu til heilla
konungi, krónprinshjónunum, Noregi
og norsku þjóðinni ailri.
-JH.
r.
Utdráttur úr reglugerðinni umdeildu:
BREYTINGAR A QNKUNNA-
GJÖF OG MÆTINGARSKYLDU
Reglugerðin, sem menntamála-
ráðuneytið sendi frá sér um breyting-
ar á starfsháttum áfangaskóla, vakti
litla hrifningu nemenda sem telja að
hún sé algerlega til óþurftar. Taka
margir kennara í sama streng.
Fyrsta greinin kveður á um að
nemandi í fullu námi skuli sækja
mest a) 36 tíma í viku ef um er að
ræða nám með verulegri heimavinnu
b) 46 stundir á viku ef um er
að ræða nám án heimavinnu. Þá er
nemanda í reglulegu námi skylt að
sækja minnst 18 stundir á viku.
Ennfremur segir: Skólastjórn getur
heimilað undanþágur frá þessum:
reglum ef veigamiklar ástæður eru
fyrir hendi.
í 2. gr. er kveðið svo á um að
nemandi skuli ljúka 18 einingum eða
9 námsáföngum á hverjum tveimur
önnum og að nemanda sé heimilt að
þreyta próf þrívegis í sama áfanga.
Þá skal reglulegt nám til stúdentspróf
ekki taka meira en 11 annir og
reglulegt tveggja ára nám mest 6
annir.
Þriðja grein kveður svo á um að
einkunnir skuli gefa í töium 1—10
eins og áður var. Skal einkunnagjöfin
miðuð við skilgreind námsmarkmið.
Ekki skal reikna meðaleinkunn segir
í reglugerðinni. 1 4. grein segir að
skóli geti heimilað nemendum í
upphafi náms að sanna þekkingu sína
og leikni með stöðuprófi. Sker
niðurstaða úr því úr um í hvaða á-
fanga menn hefji nám við skólann.
Leyfis til hraðferða innan
áfangakerfisins er getið í 5. grein svo
fremi nemendur fullnægi skilyrðum
um aðfaranám. Þá er einnig kveðið
svo á um að nemendur sem ekki
fullnægja ákveðnum skilyrðum geti
orðið að sæta því að stunda
hægferðir undir vissum kring-
umstæðum.
Leyfi til að taka svonefnda P-
áfanga, þ.e. að ljúka prófi, án þess
að stunda tíma, geta nemendur sem
fengið hafa 8 eða hærra í námsgrein
fengið. Þó er sá hængur á, að
nemendur þurfa að -æ.kjaininnst 34
stundir í viku. Þetta er inntakið úr 6.
grein. Ennfremur segir: Sumir
námsáfangar eru þess eðlis að ekki er
unnt að stunda þá sem P-áfanga.
Lokagrein reglugerðarinnar
fjallar um mætingarskyldu nemenda.
Felur hún i sér að hafi nemandi 200
fjarverustig eða meira falli hann á
önninni.
Hér hefur aðeins verið stiklað á
því helzta úr reglugerðinni og ættu
leikmenn því að vera nokkurs vísari,
um hvað deilan snýst. -SSv.
„FORKASTANLEGA AÐ
REGLUGERDINNISTAÐIД
— sagði Stefán Andrésson áfangastjóri í FB
,,Svo ég leyfi mér nú að nota þessi
gamalkunnu orð, segi ég: þetta er
tómt píp,” sagði Stefán Andrésson,
áfangastjóri Fjölbrautaskólans i
Breiðholti á útifundinum, sem
haldinn var við skólann í gær-
morgun. „Þessi reglugerð er óþörf,”
bætti hann við og glumdi þá við
dynjandi lófaklapp nemenda.
„Ég er algerlega mótfallinn því að
einkunnaskalinn verði færður í sitt
gamla horf. Ég vildi helzt að hann
væri aðeins í þremur þrepum; próf
staðizt, próf ekki staðizt og próf vel
staðizt. Ég er á móti mörgum at-
riðum í reglugerðinni, ekki öllum, en
tel engu að síður að forkastanlega
hafi verið staðið að framkvæmdinni.
Það hefði átt að gefa nemendum og
kennurum möguleika til að lýsa áliti
sínu á þessu áður en því var dembt
yfir okkur.”
„Það er verið að gera einfalt mál
flókið,” sagði Þórir Haraldsson,
skólastjórnarfulltrúi Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti er hann tók til
máls á fundinum. „Það er illa að
þessari reglugerð staðið á allan hátt.
Við viljum hana úr gildi.”
„Samræming að einhverju leyti er
nauðsynleg,” sagði Viðar Ágústsson,
kennari við FB, er hann ávarpaði
fundinn. „Reglugerð eins og þessi er
enginn Stóri dómur, Það er hægt að
fara í kringum þessa reglugerð á alla
mögulega máta, ef vilji er fyrir hendi.
Það er hins vegar nauðsynlegt að
nemendur og kennarar við
Fjölbrautaskólann í Breiðholti beiti
áhrifum sínum til þess að skólinn
haldi sínum sérkennum áfram.”
„Það er verið að tala um félags-
lega deyfð hjá unga fólkinu í dag.
Sýnist ykkur hún vera til staðar hér,”
sagði Þorkell Steinar Ellertsson,
kennari og lagði þunga áherzlu á orð
sín. ,,Við verðum að gera okkur grein
fyrir því að lýðræði tekur tíma, en
það tekst. Flestir þegnar íslands eru
lýðræðislega sinnaðir og vakandi
fyrir ástandinu. Ég geri orð skáldsins
að mínum, er það sagði: Synir
íslands, synir elds og klaka, sofa ekki
— heldurvaka.” -SSv.
Nautaskrokkar
6
10
1 HÁLS i HAKK
2 GRILLSTEIK
3 BÓGSTEIK
4 SKANKI i HAKK
6 RIFJASTEIK
5 FILLET-MÚRBRÁ
7 SLAG i GULLASCH
8 ROAST-BEEF
9 INNANLÆRI SNITCHEL
10 BUFF8TEIK
11 GULLASCH
12 SKANKI 1 HAKK
13 OSSO BUCÓ
14 SÚPUKJÚT
3
5 8 9 11
Verð kr. ] i13
48,70 i
pr. kg. yÁ
UTBEINUM EINNIG
ALLT NAUTAKJÖT
EFTIR ÓSKUM ÞÍNUM
KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2.s. 86511
Núna er rétti tíminn að gera góð matarkaup
iíKt,VSi:i>»|;
«(T’Rn*i.Oi>K o
1SIH-/EG AF '
Tilkynning
MICHELIN
Að gefnu tilefni tilkynnist að EGILL VILHJÁLMSSON
HF. er umboðsmaður fyrir MICHELIN dekk á íslandi.
Sölustaðir:
Egill Vilhjálmsson hf., Laugavegi 118, R. Sími 22240
Bandag, Dugguvogi 2, R. Sími 84111.
Útsölustaðir:
Hjólbarðastöðin sf., Skeifunni 5,
Reykjavík
Otti Sæmundsson, Skipholti 5, Reykjavík
Hjólbarðaverkst. Bandag, Dugguvogi 2,
Reykjavík
Hjólbarðaverkst. Sigurjóns, Hátúni 2,
Roykjavík
Höldur sf., Akureyri
Óskar Jónsson, Dalvík
Aðalgeir Sigurgeirsson, Húsavík
Benedikt Olafsson, Blönduósi
Baldvin Kristjánsson, Sauðárkróki
Eiríkur Ásmundsson, Neskaupstað
Iðnbær, Kirkjubæjarkl.
Hjólbarðaverkst. Björns Jóhannssonar,
Lyngási.
EGILL VILHJALMSSON HF.
LAUGAVEG1118, REYKJAVÍK. SÍMI 22240.