Dagblaðið - 22.10.1981, Side 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981
13
Kjallarinn
Lúðvík Gizurarson
rann svo myndarlegur lækur opinn til
sjávar. Við slíkar aðstæður var
tjörnin hrein og tær. Vel má hugsa
sér, að þá hafi að áliðnu sumri
gengið sjóbirtingur upp lækinn og
alla leið í tjörnina. Hornsíli og áll
höfðugóðskilyrði.
Áhrif búsetu
Við tjörnina í Tjarnargötu hafa
fundizt leifar mannabústaða, sem
gætu verið frá landnámi eða svip-
uðum tíma. Þetta sannaði uppgröft-
ur, þar sem nú er Tjarnargata 4.
Varla hefur tjörnin breytzt mikið
lengi vel. Hún þoldi örlitla mengun,
sem í hana fór með vaxandi búsetu á
bökkum hennar. Það er á seinustu
áratugum, sem verulega fer að
þrengja að tjörninni. Þarna hefur
mestu ráðið víðtækt frárennsliskerfi,
sem lagt hefur verið um fyrra vatna-
svæði tjarnarinnar. Nokkuð er síðan
brekkurnar fyrir áustan og vestan
voru þurrkaðar með skolpræsum.
Lengi vel rann nokkuð í tjörnina
frá Háskólahverfinu, en fyrir
nokkrum árum var lögð skolplögn
frá því suður i Skerjafjörð. Einnig
hefur verið lagt ræsi i suður frá
svæðinu hjá Umferðarmiðstöðinni
og minnkar það enn rennslið f
tjörnina. Mestu ræður þó, aö flug-
völlurinn og næsta nágrenni hans
hefur verið þurrkaö og rennur nú
lítið vatn þaðan í tjörnina.
Deyjandi
Reykjavfkurtjörn
Það er ekki ofmælt, að í dag er
Reykjavikurtjörn deyjandi vatn.
Tjörnin verður mengun að bráð, ef
ekkert nýtt vatn rennur til hennar,
þannig að hún geti hreinsað sig og
endumýjað. Þetta kemur að nokkru
fram á fuglalífi tjarnarinnar og þvi er
hættara við ýmsum sjúkdómum.
Reynt hefur verið að efla og við-
halda fuglalífi tjarnarinnar með
vörzlu og gæziu. Má segja, aö það
hafi tekizt furðu vel miðað við
aðstæður. Með þessari stuttu grein
er birt myndaspjald, sem gert hefur
verið á vegum Umhverfismálaráðs
Reykjavíkurborgar. Eintök af því
hafa verið sett upp við tjörnina. Þetta
erlofsvert framtak.
Hreint vatn
öðru hvoru hafa komið fram til-
lögur er varða tjörnina. Má þar
minna á nýleg blaðaskrif um þær
hugmyndir, að smíða palla eða
bryggjur út i tjörnina að norðan.
Raunar er þetta ekki vandamál
tjarnarinnar i dag. Það liggur mest á
að veita til hennar hreinu vatni,
þannig að hún fái aftur ferskari blæ.
1 þessu sambandi liggur næst við
að athuga, hvort ekki má veita heita
iæknum, sem nú fellur út í Nauthóls-
vík í Skerjafirði, norður til tjarnar-
innar. Einnig mætti nota kalt vatn, ef
það er aflögu frá Vatnsveitu Reykja-
víkur.
Niðurstaða
Miðað við aðstæður hefur heil-
mikið verið gert til að vernda tjörn-
ina, umhverfi hennar og fuglalífið,
sem þarna hefur lengi dafnað. En
betur má, ef duga skal. í því sam-
bandi er mest áríðandi að finna leiðir
til að veita nægu hreinu vatni til
.tjarnarinnar, þannig að hæfileg
'endurnýjun farifram.
Að öðrum kosti mun mengun
Reykjavíkurtjarnar halda áfram að
aukast, en með því móti hættir
tjörnin að vera mesta prýði bæjarins,
eins og hún hefur lengi verið.
Lúðvik Gizurarson
hæstaréttarlögmaður.
inn maður í hverju rúmi, sagði hann
ennfremur.
Ári síðar, og raunar miklu fyrr, er
þó allt komið fram, sem þessir starfs-
menn höfðu sagt. Það reyndist allt
rétt. Fyrirtækið hefur siglt hraðbyri
niður á við, — en ekki upp úr öldu-
dalnum. Stjórnendur Flugleiða hafa
greinilega sýnt það, að þeir eru
sjálfir ekki hæfir.
Að sjálfsögðu verður því ekki i
mót mælt, að forstjóri hvers fyrir-
tækis hlýtur að ráða því, hvaða aðila
hann kýs að hafa sér til ráðuneytis og
hægri handar.
Það er hins vegar kaldhæðni
nokkur, að ekki skuli hafa tekizt
betur til en svo, að það var ekki, fyrr
en hinir reyndustu starfsmenn fyrir-
tækisins FÍugleiða hf. höfðu yfir-
gefið það, að verulega tók að syrta i
álinn, ekki aðeins rekstrarlega séð,
heldur hefur gagnrýnin á stjórn og
forstjóra fyrirtækisins vaxið, jafnt
innan þess sem utan.
Er nú svo komið, að stjórn og for-
stjóri Flugleiða eyða mestum tíma i
að verja aðgerðir sinar. Jafnvel
skýrslugerðir Flugleiða bera það með
sér, þær er birtast opinberlega, að
félagið stefnir í sömu stöðu og Flug-
félag íslands var í hér á árum áður.
— Allt skal koma af sjálfu sér, og i
bezta falli, að haldið sé við þann sið,
að sækja reglulega rekstrarstyrk til
rikissjóðs.
Hvað gerir flugráð?
Á meðan beðið er átekta eftir
niðurstöðum fiugráðs, sem virðist
eiga talsvert bágt þessa dagana, ef
skoðuð er hin skjóta afstaða þess að
verða við kærkominni beiðni þing-
fiokks Sjálfstæðisflokks um frestun á
ákvarðanatöku, keyra Flugleiðir
áróðursmaskínuna á fullri ferð gegn
Arnarflugi.
Auðvitað hreyfir enginn þeirri
athugasemd, að varla sé séett fyrir
forstjóra Flugleiða í stjóm Arnar-
flugs, meðan hann sjálfur gengur
lengst í því að telja stjómvöldum
hughvarf um leyfisveitingu til Amar-
fiugs um áætlunarflug!
Einn liður i áróðri Flugleiða fyrir
neitun um leyfi til áætlunarfiugs
Arnarfiugs er sá, að láta fjölmiðlum í
té upplýsingar um, að þýzk fiugmála-
yfirvöld telji tormerld á, að fleiri
íslenzk flugfélög en eitt hafi leyfi til
flugs til og frá Frankfurt, t.d.
Það er ekkert nýtt, að sérhvert ríki
telji flugleyfi annars ríkis fullnægt
með einu flugfélagi, sem annast
áætlunarflug. Slíkt ergagnkvæmt.
Á meðan flugfélögin tvö, Loft-
leiðir og Flugfélag íslands vom rekin
aðskilin, var það aðeins Flugfélag
íslands, sem hafði flugréttindi til
áætlunarflugs til Þýzkalands. Við
þessu var ekkert að segja.
Loftleiðir flugu ekki til Þýzkalands
að um leyfi til innanlandsfiugs á
sínum tíma.
Það var þá sem Loftleiðir lögðu til
atlögu á alþjóðamarkaði með þeim
árangri sem allir þekkja. Um margt
minnir Arnarfiug á starfsemi Loft-
Ieiða fyrr á árum, þar sem góður
starfsandi og áræðni ræður ríkjum.
Við slíkar aðstæður er ekkert til fyrir-
stöðu að ná góðum árangri, þótt
einangrunaröfl yrðu þess valdandi,
að Arnarflug þyrfti að taka sig upp
að fullu eða að hluta til með starf-
semi sína og hasla sér fastmótaðan
rekstrargrundvöll á hinum breiða al-
þjóðamarkaði fiugsins.
Flugráð, og formaður þess, sem er
jafnframt einn af framkvæmda-
stjórum Flugleiða hefur sennilega um
nóg að hugsa þessa stundina, ef að
iíkum iætur.
Ekki séð fyrir
endann...
Það virðist vera fátt til ráða hjá
langþreyttum og hugmyndasnauðum
stjórnendum Flugleiða. Helzt beinist
áhuginn að skýrslum, sem þannig eru
úr garði gerðar, að þeim má breyta
að vild, eftir því hvernig á þær veiðist
í rikissjóði.
Sá tími er liðinn. Þegar menn létu
verkin tala. Vandamál Flugleiða er
orðið vandamál þjóðarinnar. Þetta
þjóðarvandamál verður ekki leyst,
nema núverandi forsvarsmenn Flug-
leiða viki.
Umfram allt verður forstjóri Flug-
Ieiða að vikja, áður en almennir hlut-
hafar neyöast til að grípa til annarra
úrræða.
Auövitað getur ríkisvaldið sett þau
skilyrði fyrir frekari fjárhagsaðstoð
til Flugleiða, að forstjóri víki. Annað
eins hefur nú heyrzt, og ekki þótt
stórtíðindi.
Það er bjarnargreiði við íslenzk
flugmál, þegar Morgunblaðið og
Vísir halda uppi vörnum fyrir van-
hæfa stjórnendur Flugleiða.
Það verður mikið verk að koma
vandamálum Flugleiða fyrir kattar-
nef, meðan núverandi forsvarsmenn
ráða þar ríkjum. Brýnasta verkefnið
er endurnýjun markaðskerfisins, sem
er í molum. Taka verður upp
viðræður á ráðherragrundvelli við
Luxemborgarmenn um endurnýjun
aðstöðu í Luxemborg til endur-
skipulagðs flugs yfir Atlantshafið.
Ennfremur að semja við peninga-
stofnanir i Luxemborg um fjármögn-
un til kaupa á breiðþotu, sem getur
flutt farþega og fragt jafnhliða. En
skilyrði verður að koma til. Forsvars-
menn Flugleiða, þeir er nú eru, mega
þar hvergi nærri koma. Nógir aðrir
eru til sem hafa mun betri þekkingu á
flugrekstri. Allt annað mun duga
Flugleiðum betur en að mæna til
ríkisvaldsins með óskir um forboð og
fyrirbænir.
í áætlunarflugi, heldur til Luxem-
borgar og kaus að notfæra sé auglýs-
ingaaðstöðu í Þýzkalandi. Enda stóð
valið um það að fljúga þangað áætl-
unarfiug og auglýsa ekki eða fá
að auglýsa í iandinu og geta þá ekki
fiogið til landsins. Síðari kosturinn
var valinn af Loftleiðum hf.
Sú 20 milljón dollara krafa sem
Flugleiðir hóta nú að sýna islenzka
rikinu á kostnaði við auglýsingar og
aðra uppbyggingu Flugleiða vegna
Þýzkalandsflugs, sem ekki héldi
áfram, ef Arnarfiug fengi leyfi til
áætlunarflugs þangað, er auðvitað
haldiaus blekking.
Auglýsingakostnaður íslenzkra
fiugfélaga i Þýzkalandi er fyrst og
fremst tilkominn á dögum Loftleiða
hf. vegna Ameríkuflugsins og siðar
Flugleiða, vegna þess sama fiugs. 20
milijónir dollara auglýsingakostn-
aður í Þýzkalandi vegna íslandsflugs
Flugleiða yfir hásumarið er út i blá-
inn. Uppbygging og aðstaða þar í
landi á vegum Loftieiða og siðar
Flugleiða er að stærstum hluta fyrir
og vegna N.-Atlantshafsfiugsins og
einnig vegna Air Bahama, sem nú er
„horfið”, þótt andlát þess hafi ekki
enn verið opinberlega tilkynnt. —
Nema jarðarförin hafi farið fram i
kyrrþey, að ósk hins látna!
Auðvitað væri það skynsamleg
afstaða ríkisvaldsins að veita Arnar-
flugi leyfi til áætlunarfiugs til Þýzka-
lands í stað Flugleiða, sem aðeins
fijúga yfir hásumarið, og þá varla
eftir áætlun, nema þegar henta þykir.
Verði það hins vegar ofan á,
íslenzkum flugmálum til ógæfu, að
neita Arnarfiugi um leyfi til þessa
fiugs, má telja fullvíst, að málum sé
komið á svipaðan veg og var hjá
Loftleiðum hf., þegar þeim var neit-
Verður Arnarflug arftaki LoMeiða f flugmálum ef Flugleiðum tekst að bola Arnarflugi frá?