Dagblaðið - 22.10.1981, Page 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981
Óvænt fímmtudagskvöld!
Hvað geríst í kvöld??
Borðapantanir
, # sima
) 11690
frákL 14:00.
Brautar-
hoft
22
Pampi strútur finnur
hálsfesti, Ómar syngur
ég ekki sagt almennilega til um þar
sem þaö verður að ráðast af því
auglýsinga- og tilkynningamagni,
sem verður eftir hádegisfréttir, en ég
býst fastlega við að ég nái 90—100
mínútum undir eðlilegum kringum-
stæðum, hugsanlega lengri tíma.
Það er viðbúið að ég verði með
' talsvert af tónlist eftir Frans Lizt því
svo vill til að hann hefði einmitt orðið
170 ára gamall í dag ef hann hefði
lifað. Mörg verka hans eru afar falleg
og Ijúf áheyrnar”, sagði Knútur, og
tók það fram í lokin að það væri
glettilega mikil vinna að baki slíkum
þætti — mun meiri en hinn almenni
hlustandi gerði sér e.t.v. grein fyrir.
-SSv.
Knútur R. Magnússon sér um Dagstund
i dúr og moll f dag.
— og sitthvað fleira
Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra fær aUt að hálfri klukkustund til að kynna
stefnu sina og rfkisstjórnarinnar. DB-mynd.
Inngangur:
Restaurant
HORNIÐ
Hafnarstrœti 15.
um næstsíðasta barnatímann sinn í
þessari lotu.
Gunnvör Braga
á mannaveiðum
Eitthvað höfðum við heyrt um að
hugmyndin að barnatímanum frá
Akureyri væri runnin undan rifjum
Gunnvarar Braga, dagskrárfuUtrúa
fyrir barna- og unglingaefni hjá út-
varpinu, svo við áttum við hana smá-
spjall.
„Það var mikið baráttumál að fá
einn fastan barnaþátt fluttan fyrir
norðan”, sagði Gunnvör, „og tókst
að koma því í kring fyrir rúmum
tveim árum.
Ég hef haft svona 3—4 stjórnendur
á Akureyri, allt kvenfólk hingað til,
en ég er mikið á höttunum eftir karl-
manni og því er sagt, hér á útvarpinu,
að ég verði mannóð tvisvar á ári, vor
og haust”, sagði Gunnvör og skelli-
hló.
„Það er tilfellið”, hélt hún áfram,
„að karlmenn virðast vera voðalega
tregir til þess að vinna fyrir og með
ungum börnum. Það er eins og þeir
álíti það vera fyrir neöan sitt
vitsmunasvið. Ég er þó mikil bjart-
sýnismanneskja og hætti því ekki fyrr
en ég hef gómað einhvern. Þeir mega
því vel vita, fyrir norðan, að hætta er
á komu minni þangað bráðlega”,
sagði Gunnvör að lokum og hló dátt.
Svona eiga stjórnendur að vera.
-FG.
«
Litli barnatíminn frá Akureyri er nú
oröinn fastur liður á dagskrá út-
varpsins, enda sá Gunnvör Braga um
það mál.
Gréta Ólafsdóttir, stjómandi Litla
barnatímans frá Akureyri, sagðist
mundu verða með þrjár litlar sögur
að þessu sinni, og síðan yrðu létt lög
leikin á milli.
Gréta uppljóstraði að meðal efnis
yrði sagan, Pampi og hálsfestin —
Pampi er raunar strútur sem fínnur
álitlegustu hálsfesti á förnum vegi —
og síðan lofaði Gréta því, að Ömar
Ragnarsson myndi syngja Ligga,
ligga lá, en ekki fékkst hún til að
segja meira um efnið — leyndarmál,
þið skiljið.
, ,Það er reglulega gaman að stjórna
þessum þáttum fyrir yngstu hlustend-
urna”, sagði Gréta, ,,en fyrst og
fremst þarf að kynna efni sem þetta
fyrir forráðamönnum barnanna því
oft vill gleymast að opna tækin.
Hérna fyrir norðan erum við þrjár,
sem sjáum um þessa þætti, þær
Heiðdís Norðfjörð, Dómhildur
Sigurðardóttir og síðan ég. Heiðdís
hefur verið lengst en ég byrjaði á
þessu í fyrrasumar. Við skiptumst á,
hver um sig vinnur að þessu einn
mánuð í senn”,sagði Gréta sem nú sér
Útvarp
Sjónvarp
Útvarp kl. 20,00 í kvöld:
GUNNAR TU0R0DDSEN
KYNNIR STEFNU RÍK-
ISSTJÓRNARINNAR
—áður auglýstir dagskrárliðir milli kl. 20 og 23 falla því niður
Það er fastur liður á hverju hausti,
skömmu eftir að þing hefur verið sett,
að útvarpað er stefnuræðu ríkis-
stjómarinnar. Vegna þessa víkja áður
auglýstir liðir af útvarpsdagskrá
kvöldsins frá klukkan 20 tii 23. Inn í
dagskrá kemur því stefnuræða
Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra
og umræður um hana.
Gunnar hefur í upphafi dagskrár allt
að hálfri klukkustund til að kynna
stefnu stjórnarinnar. Síðan taka full-
trúar stjórnmálaflokkanna til máls og
hafa í fyrri umferð allt að tuttugu
mínútur til umráða hver, einnig
stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokksins.
Röð flokkanna verður þessi: Sjálf-
stæðisflokkur, Framsóknarflokkur,
Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag.
í síðari umferð umræðnanna frá al-
þingi hafa fulltrúar flokkanna tíu
mínútur hver til að segja álit sitt, einnig
fulitrúar sjálfstæðismanna í stjórn.
Röð stjórnmálaflokkanna verður hin
sama og í fyrri umferð.
-ÁT-
UTU BARNATÍMINN - útvatp kl. 17,20: