Dagblaðið - 04.11.1981, Page 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1981
2
V
Svíum færi bezt
að halda sér saman
—ekki sízt um okkur íslendinga
Breiðhyltingur skrifar:
Svíar telja sig hafa efni á að tala
um nýtízku „sium” í Breiðholti,
„Klondyke” o.fl. í tengslum við
okkur fslendinga, sbr. nýlega grein í
Dagens Nyheter. Það er munur að
vera svona alþjóðiegur og geta sagt
öðrum fyrir.
í heimsstyrjöldinni síðari var hlut-
verk Svíþjóðar ekki allt of eftir-
breytnivert enda hafa þeir hverfandi
Iitinn áhuga á að ræða þau mál svo
neinu nemi.
Síðan hafa þeir helzt unnið sér það
til frægðar að setja skólakerfi sitt á
annan endann og árangurinn er m.a.
greinar í borð við þá sem Dagens
Nyheter birti, þ.e.a.s.iallra handa full-
yrðingar sem sýna ekki fram á neitt
annað en vankunnáttu og léleg vinnu-
brögð.
Þeir súpa nú seyðið af stefnu sinni í
menntamálum undanfarna áratugi
sem reyndist svo einstaklega óheilla-
vænleg að jafnvel þeir hafa gert sér
grein fyrir því og reyna að finna ein-
hverjar leiðir til úrbóta.
I samanburði við þá er fjarska lítið
„Klondyke”-Iegt við okkur íslend-
inga, nema þá helzt að senda mennta-
menn okkar þangað til framhalds-
náms. Það gæti reynzt dýrkeypt.
Síðan hefur þeim tekizt, öðrum
þjóðum betur, að gera félagsmálin að
hrærigraut sem enginn botnar í, allra
sízt þeir. í því sambandi gleymdi
Dagens Nyheter alveg að geta þess að
á íslandi er ekki eitt einasta hverfi
sem er hættulegt en hjá þeim eru
hverfi sem maður fær ekki leigubíl-
stjóra til þess að aka inn í og eru talin
lífshættuleg svæði. Svíar ættu því að
tala sem minnst um „slum”-hverfi.
Frammistaða þeirra í landhelgis-
málunum hefur nú heldur ekki verið
glæsilegri en annað sem þeir hafa gert
síðan fyrir síðari heimsstyrjöld. í
sænskri landhelgi geta erlendir kaf-
bátar dundað sér að vild. Þaö kom í
ljós í fyrra og hefur nú endurtekið
sig. Svíar berja sér á brjóst og öskra
ógurlega, eins og tíðkast hjá öðrum
apategundum, en þora aldrei að gera
neitt fram yfir það.
Nýverið slysuðust þeir til þess að
góma rússneskan kafbát og nú er allt
í strandi vegna þess að þeir^geta ekki
fengið leyfi Rússa til þess að yfir-
heyra skipstjórann.
Landhelgi okkar íslendinga hefði
ekki færzt út um millimetra ef okkar
landhelgisgæzla hefði starfað í svip-
uðum dúr en hún er heldur ekki
mönnuð gungum. Svíum færi bezt að
halda sér saman, ekki sízt um okkur
íslendinga. Grein Dagens Nyheter
um okkur Breiðhyltinga var hanzki í
andlit forseta okkar, Vigdísar Finn-
bogadóttur.
MUm vindhögg
Braga Ásgeirssonar”
athugasemdir f rá Guðmundi Bogasyni
Guðmundur Bogason skrifar:
Allt frá þvi að Bragi Ásgeirsson
minntist á grein mína (DB. 16. okt.
’81) og neyddi mig til að svara, vegna
ósanngjarnra ummæla, hef ég verið
að hugleiða hvort ég ætti að hætta
mér út í blaðaskrif við hann. Með
grein hans núna (Um vindhögg Mbl.
30. okt. ’81) er allur efi af mér
tekinn.
Bragi byrjar ( grein sinni að tala
um að grein mín í DB 27. okt. sé gott
dæmi um af hverju hann svari ekki
lesendabréfum vegna oft á tíðum
ógrundvallaðra fullyrðinga. Svar við
þessu er að finna í lið tvö hjá Braga
þar sem hann segir að hann hafi
aldrei sagt það að hann svari ekki
fólki sem skrifi í blöðin. Að mínu
mati er þetta bæði mótsögn og útúr-
snúningur hjá Braga þvi að lesend-
dálkar eru jafnmikið „blöðin” eins
og allt annað í þeim. Þetta kom fyrir i
einni og sömu grein hjá Braga. Bragi
setur grein sína upp í tíu liðum sem ég
svara á sama hátt.
1. Bragi virðist rugla svolítið saman í
þessum lið. Hann tekur svar til
Guðna óg svar frá mér og setur
saman. Bragi var að leiðrétta um-
mæli Guðna um atvik á FÍM-
sýningunni á Kjarvalsstöðum. Ég
var að skrifa um ummæli Braga
um grein mína og hreyfilist Hauks
og Harðar þannig að það sem ég
skrifaði um notkun, ekki mis-
notkun eins og Bragi kallar það, á
skriffinnskuvaldi átti ekki við um
leiðréttingu ummæla eins og
Bragi segir.
2. Þessum lið svara ég í formála
greinar minnar þar sem ég minnist
á mótsagnir og útúrsnúninga
Braga.
3. Bragi segir að hann hafi aldrei
látið i ljós álit sitt á hreyfilist
vegna þess að hann hafi ekki
skoðaða hana, sé því tómt mál að
tala um órökstuddar fullyrðingar.
Hvað er það þá að kalla alvar-
legt listfyrirbæri hopp og skopp,
stríðsdans, eða eins og hann nú
nefnir það, limaburði, þegar um
allt annað er að ræða? Ef grein
Braga er rannsökuð ofan í kjölinn
koma fram fleiri slíkar órök-
studdar fullyrðingar.
4. Bragi segir að hann muni ekki
eftir að hafa skrifað neikvæða
dóma um þá bræður. Bragi hefur
að sjálfsögðu ekki skrifað neina
listdóma um list þeirra bræðra því
það sem hann hefur skrifað hefur
ekki verið skylt skrifum um list.
5. Bragi segist telja að orðalag hans,
„hjáliða upptroðsla”, sé aðeins
hlutlaus vísun til athafna. í fyrsta
lagi var hreyfilistin ekki „hjáliða
upptroðsla” heldur var hún á
fastri, fyrirframákveðinni dag-
skrá listsýningar FÍM á Kjarvals-
stöðum. í öðru lagi vísar Bragi til
athafna sem hann segistekki hafa
skoðað.
6. Bragi segir að það sé villandi að
kalla „limaburði” (eins og hann
nú kallar hreyfilist) Hauks og
Harðar hreyfilist vegna þess að til
sé fyrirbæri sem á við hreyfingu í
myndfleti. Þetta er atriði fyrir þá
bræður að taka til athugunar en
ef hreyfilist er skoðuð niður í
kjölinn koma í ljós viss tengsl
milli hreyfingar í myndfleti og
hreyfilistar t.d. þar sem ákveðin
form eða formáhrif eru túlkuð í
hreyfilist. Stærsti munurinn
liggur í framsetningu á tjáning-
unni.
7. í þessum lið bendir Bragi mér á að
hann hafi meira vit á hinum ýmsu
hreyfikerfum en ég geri mér grein
fyrir. Ég-geri mér góða grein fyrir
því að Bragi er kunnáttumaður á
þessu sviði en það er ég líka. Að
sjálfsögðu er það ekki inni i
myndinni, eins og Bragi bendir á,
heldur er umræðuefnið allt
annað. Bragi notar orðið „uppá-
koma” um hreyfilist þeirra
bræðra sem hann segist ekki vera
að fjalla um. Uppákoma og
hreyfilist Hauks og Harðar eru
algerlega óskylt listform bæði
hvað varðar tilgang, framsetningu
og aðferðir.
8. Bragi segir að honum finnist að
listaverk eigi að geta staðið fyrir
sínuán „hjáliða upptroðslu” (orð
Braga). Ég verð að endurtaka svar
mitt frá síðustu grein; hreyfilist sú
sem sýnd var á Kjarvalsstöðum af
„Grein Dagens Nyheter um okkur Breiðhyltinga var hanzki i andlit forseta
okkar, Vigdfsar Finnbogadóttur,” skrifar lesandi. Myndin er frá opinberri heim-
sókn forsetans til Sviþjóðar.
Raddir
lesenda
þeim bræðrum var algerlega
óskyld, ég endurtek algerlega
óskyld, verkum þeirra á sýning-
unni og eiga þessi ummæli því
ekki við þá.
9. Bragi segir að ekki þurfi hann að
endurskoða það sem aldrei var
sagt. Það sem Bragi kallar „aldrei
var sagt” var að hreyfilist mætti
líkja við hopp og skopp í kringum
listaverk, stríðsdans eða „lima-
burði”, eins og hann nú kallar
það. Þetta kalla ég fullyrðingu
byggða á engum rökrænum
grundvelli.
10. Að lokum segir Bragi stutt og
laggott: „Málið er útrætt af
minni hálfu.” Ég þakka Braga
fyrir að hafa leyft ínér að hafa
síðasta orðið.
í eftirmála greinar sinnar talar
Bragi um starfsaðferðir DB og segir
það frekar vilja birta „tilhæfulausar
ávirðingar um menn og málefni” en
að þolendur svari fyrir sig á sama
stað. Það sem Bragi kallar þessu
nafni er grein mín i DB 27. okt. ’81
en hún var svar við ummælum hans.
Frá mínum sjónarhóli séð og sam-
kvæmt ofangreindu er grein Braga
full af „tilhæfulausum ávirðingum”
um menn og málefni og ætti hann því
að taka þessa órökstuddu fullyrðingu
til athugunar. Bragi segir einnig: „Þó
þetta sé ómerkilegt mál”. Frá mínu
sjónarhorni er mistúlkun listgagnrýn-
anda ekki ómerkilegt mál heldur
frekar alvarlegt mál.
Bragi heldur áfram og segist ekki
elta ólar við fólk sem kunni ekki al-
menna háttvísi. Hugtakið „háttvísi”
virðist hafa teygjanlega merkingu
fyrir Braga. Á meðan hann kallar
mig óháttvísan ritar hann í greinar
sínar niðrandi og óvandaðar athuga-
semdir um mótskrifara sína, s.s.
pennaglaðir einstaklingar, stríðs-
dansarar o.s.frv. Bragi endar grein
sína á því að segja að tími hans sé of
dýrmætur til að eyða í ómerkilega
blaðaskrifara sem skorti alla háttvísi.
Bragi, tími minn er líka dýrmætur en
hvenær sem er skal ég eyða af
honum til þess að hið sanna komi i
ljós.
Hringiðísíma
Listsköpun og tjáning þeirra bræðra Hauks og Harðar Harðarsona hafa vaidið orðaskiptum miili Braga Ásgeirssonar og
Guðmundar Bogasonar.
millíkl. 13ogl5,
eðaskrifíð j
I
tSt tvá sænsk gæðahúsgögn
u U AJ Höfum opnaó SÝNINGARSAL 0G VERSLUN |iM|^P|T CF
Miðbæjarmarkaðinum Aðalstræti 9 sími 27560 R. Vl Xl I ^^|