Dagblaðið - 04.11.1981, Síða 3

Dagblaðið - 04.11.1981, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1981 3 Um skyldusparnaðinn: Stutt bréf og langt svar fíaynhtidur Skyldusparnadur var tekinn árin 1975, ’76 og ’78. Sparnaður vegna tveggja fyrri áranna kemur til útborgunar fyrir lok þessa mánaðar. DB-mynd Ragnhildur. Halldór Heiðmarsson hringdi: Ég og nokkrir vinnufélagar minir höfum mikinn áhuga á að vita hvað varð um skyldusparnað þann er tekinn var af mönnum ’76, ’77, ’78. Verða t.d. greiddar vísitölubætur og/eða vextir? Okkur hefur verið sagt að þetta verði endurgreitt ’84, en þegar við leitum upplýsinga fáum við engin svör eða mjög loðin. Launadeild, ríkisféhirðir og Seðlabankinn vísa alltaf hver á annan og engar upplýs- ingar virðist hægt að fá hjá bæjar- fógetunum í Kópavogi og Hafnar- firði hvað þetta mál varðar. Svar rfkisfóhirðis: Ríkisféhirðir, Sigurður Þorkels- son, brá fljótt og vel við þegar blm. DB leítaði til hans vegna ofan- greindra fyrirspurna og sendi okkur ítarlegar upplýsingar um skyldu- sparnaðinn fyrir árin ’75, ’76 og ’78. Samkvæmt upplýsingum rikisféhirðis var skyldusparnaður tekinn þau ár en ekki eins og segir í fyrirspurn Hall- dórs Heiðmarssonar. Binditími skyldusparnaðar, sem tekinn var 1975, var til 31. janúar 1978. Innlausnartiminn er frá 1. febrúar 1978 til 15. desember 1990. Binditími skyldusparnaðar, sem tekinn var 1976, var til 31. janúar, 1979. Innlausnartíminn er frá 1. febrúar 1979 til 15. desember 1991. í báðum tilvikum eru innlausnarstaðir hjá ríkisféhirði, bæjarfógetum og sýslumönnum og innstæðuform beggja ára eru skyldusparnaðarskírteini. Hvað vexti og verðbætur varðar fyrir skyldusparnaðinn 1975 er þetta aðsegja: „Vextir eru 4% og reiknast frá fyrsta janúar 1976 til 15. desember 1990 sicv. eftirfarandi skilyrðum: 1) Ef skyldusparnaður er greiddur fyrir fyrsta jan. 1976 reiknast vextir frá þeim degi til innlausnardags. 2) Ef skyldusparnaður er greiddur eftir 1. jan. 1976 reiknast vextir frá loka- greiðsludegi skyldusparnaðarins til innlausnardags. Verðbætur reiknast í hlutfalli við þá hækkun sem kann að verða á vísi- tölu framfærslukostnaðar frá 1. nóvember 1975 til 1. nóvember 1990 skv. eftirfarandi skilyrðum: 1) Ef skyldusparnaður er greiddur fyrir 30. júní 1976 reiknast verðbætur miðað við hækkun vísitölu framfærslu- kostnaðar frá 1. nóvember 1975 til 1. nóv. næst á undan innlausn 2) Ef skyldusparnaður er ekki greiddur að fullu fyrr en eftir 30. júní 1976 reiknast verðbætur frá 1. nóvember það ár sem greiðsla fer fram til 1. nóvember næst á undan innlausn.” Um vexti og verðbætur fyrir skyldusparnað tekinn 1976 segir svo í upplýsingum ríkisféhirðis: „Vextir er 4% og reiknast frá 1. janúar 1977 til 15. desember 1991 skv. eftirfarandi skilyrðum: 1) Ef skyldusparnaður er greiddur fyrir 1. janúar 1977 reiknast vextir frá þeim degi til innlausnardags. 2) Ef skyldu- sparnaður er greiddur eftir 1. janúar 1977 reiknast vextir frá lokagreiðslu skyldusparnaðarins til inniausnar- dags. Verðbætur reiknast á höfuðstól og vexti í hlutfalli við þá hækkun sem kann að verða á vísitölu framfærslu- kostnaðar frá 1. nóvember 1976 til 1. nóvember 1991 skv. eftirfarandi skil- yrðum: 1) Ef skyldusparnaður er greiddur fyrir 30. júní 1977 reiknast verðbætur miðað við hækkun vísi- tölu framfærslukostnaðar frá 1. nóvember 1976 til 1. nóvember næst á undan innlausn. 2) Ef skyldusparn- aður er ekki greiddur að fullu fyrr en eftir 30. júní 1977 reiknast verð- bætur frá 1. nóvember það ár sem greiðsla fer fram til 1. nóvember næst á undan innlausn.” Upplýsingar um verðgildi skyldu- sparnaðarskírteina fyrir árin 1975 og 1976 er að finna i töflum, útgefnum af fjármálaráðuneytinu, er varða inn- lausn skyldusparnaðarskírteina. Skyldusparnaður 1978 Þá erum við komin að skyldu- sparnaði sem tekinn var 1978 og þar er binditiminn til 31. janúar 1984. Inniausnartíminn er frá 1. febrúar 1984 til 31. janúar 1994. Innlausnar- staðir eru hjá ríkisféhirði, bæjar- fógetum og sýslumönnum en inn- stæðuformið er viðskiptareikningur hjá ríkissjóði. Af vöxtum og verðbótum fyrir skyldusparnað tekinn 1978 er þetta aðsegja: „Verðbætur reiknast í hlutfalli við hækkun á vísitölu framfærslu- kostnaðar á tímabilinu frá 1. janúar 1979 til 1. janúar 1984 skv. eftirfar- andi skilyrðum: 1) Ef skyldusparn- aður er greiddur fyrir 1. febrúar 1979 reiknast verðbætur miðað við hækk- un vísitölu framfærslukostnaðar frá 1. jan. 1979. 2) Ef skylduspamaður er greiddur eftir 1. febrúar 1979 reiknast verðbætur frá 1. janúar næsta ár á eftir fullnaðarskilum. Vextir reiknast ekki fyrir tímabilið fram til 31. janúar 1984. Frá 1. febrúar 1984 til 31. janúar 1994 reiknast vextir jafnháir vöxtum af al- mennum sparisjóðsbókum á hverjum tíma.” Yfirlit, sent frá ríkisbókhaldi eigi siðar en um áramót 1983/1984, mun segja til um stöðu á viðskiptareikn- ingi hjá ríkissjóði. Sigurður Þorkelsson ríkisféhirðir taldi rétt að geta þess að visitalan sem miðast við 1. nóvember, 1981, vegna sparnaðar 1975 og 1976, liggur ekki fyrir fyrr en nokkuð er liðið á mánuðinn. Því væri ekki hægt, enn sem komið er, að greiða út sparnað- inn með verðbótum sem á þeirri vísi- tölu (framfærsluvisitöíunni) byggjast fyrr en upp úr miðjum nóvember næstkomandi og vonandi ekki síðar en 20. nóvember. -FG. Spurning dagsins Sefur þú í náttfötum? Kagnar Einarsson verkstjóri: Nei, ég sef allsnakinn. Mér fínnst það þægileg- ast. Ólafur Óskarsson nemi: Nei, ég sef ekki i náttfötum. Mér þætti það of heitt. Kristinn Kristjánsson kennari: Sjaldan. Yfírleitt væri það alltof heitt en hins vegar sef ég í náttfötum á frostnóttum. ..ISLENZKT ST0RFYR1RTÆKI” Siggi flug 7877—8083 skrifar: Skelfing hefði nú verið gaman ef hægt hefði verið að nota þessa fyrirsögn, ef um hefði verið að ræða íslenzkt (innlent) stórfyrirtæki, en því er því miður ekki að heilsa. Stórfyrirtækið sem um getur er i USA, nánar tiltekið í Tallahasse (í Florida) og er í eigu íslenzk manns, Hilmars S. Skagfield (sonar S. Skag- field söngvara). Ekki veit ég hvenær Hilmar hélt til Bandaríkjanna og settist þar að en Sigurður faðir hans dvaldi með mér í Þýzkalandi 1928—30, og gæti ég trúað að Hilmar sonur hans væri nálægt fimmtugu. Það er gaman þegar íslendingar geta sér góðan orðstír erlendis (Hilmar mun ekki vera sá eini) en um leið er sorglegt til þess að vita að þessir menn skuli ekki geta látið „gamla landið” njóta starfskrafta sinna. Til þess liggja hins vegar margar ástæður. Á íslandi eru í dag engin hluta- félög eða samtök sem má nefna því nafni. Almenningshlutafélög eru engin til líkt og í öðrum löndum. Hér er engin kauphöll og ekkert fastskráð gengi á verðbréfum, nema þá helzt á svörtum markaði. Á ársyfirlitum (reikningum) fyrirtækja (þau eru fá) eru sum orð bannfærð, eða því sem næst, en þau eru: arður, ágóði, vara- sjóður, afskriftir, húsa (eigna), einnig afskriftir af vörubirgðum, hagnaður (af gengi) og ótal margt fleira sem flest er talið glæpsamlegt, eða því sem næst. Síðan koma skatt- arnir sem að sjálfsögðu eru miðaðir við það hæsta sem þekkist og tvísköttun er ekki óalgeng. Mig skortir að vísu kunnáttu til þess að telja allt það fram sem til greina getur komið en ef einhver les þennan pistil, getur hann lesið á milli línanna það sem á vantar. Hilmari S. Skagfield hefur vegnað vel úti í þeim stóra heimi. Sjálfsagt vegna eigin dugnaðar og ekki hvað sízt vegna þess að hann hefur líklega fengið að vera í friði með fyrirtæki sitt en ekki verið hundeltur af því opinbera eins og gerist hér hjá okkur. Að sjálfsögðu þarf Hilmar að greiða öll lögboðin gjöld í Banda- ríkjunum, en þar með eru öll afskipti hins opinbera búin. Hér aftur á móti er hið opinbera nær óseðjandi og lætur sér sæma að leggja á skatta eftir á, og finnst það sjálfsagður hlutur, og menn standa algerlega ber- skjaldaðir. Mér datt þetta (svona) í hug. NYTT ísœlkera- ABAKKA Ml85411 Skemmtilegar drykkjar- krúsir, salt- og piparsett med lítilli könnu, salatskálar, ■— osta/smjörkúpur, sykur- og rjómasett ogjleira Örn Árnason nemi: Nei, það verður of heitt. Samt sef ég ekki ber. Vilhjálmur Ástráðsson sýningarmaður: Nei, til hvers? Það er alltof mikil fyrir- höfn að fara úr og í. Til hvers að klæða sig úr og svo strax aftur í önnur föt? Arnór Benónýsson nemi: Nei, mér finnst þau óþægileg. Ég sef alltaf ber og það er kannski hollast.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.