Dagblaðið - 04.11.1981, Síða 10
10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1981
MIKILL MEIRIHLUTIVILL
AFNEMA □NKARÉTT ÚTVARPS
—samkvæmt niðurstöðum
skoðanakönnunar
Dagblaðsins____________
Markús Á. Einarsson: Mér kemur niðurstaða skoðanakönnunarinnar ekki í óvart.
, DB-mynd.
Markús A. Einarsson:
Orðið almennt viður
kennt að rýmka
þarf einkaréttinn
— en skiptar skoðanir á því með hvaða hætti
„Mér kemur niðurstaða skoðana-
könnunar, við svo almennt orðaðri
spurningu um einkarétt Ríkisútvarps-
ins, ekki á óvart,” sagði Margkús Á.
Einarsson útvarpsráðsmaður. Markús
veitir nú forstöðu nefnd, sem vinnur að
endurskoðun útvarpslaga.
„Ég hygg að það sé nokkuð almennt
viðurkennt nú orðið, að þennan einka-
rétt Ríkisútvarpsins þarf að rýmka.
Það eru þó skiptar skoðanir á því, með
hvaða hætti á að rýmka hann. Það er
m.a. í þeim tilgangi, sem sú nefnd, sem
ég veiti forstöðu, var sett á laggirnar.”
Markús sagði að starf nefndarinnar
væru komið á fullan skrið.Mennhittust
reglulega. Verkefnið væri hins vegar
viðamikið og nefndinni hefðu ekki
verið sett ákveðin tímamörk, þannig að
ekki væri ljóst hvenær niðurstaða
hennar lægi fyrir.
-JH.
Markús Örn Antonsson:
Brýnt hagsmunamál
að koma upp svæðis-
bundnu útvarpí
— yf irgnæfandi vilji útvarpshlustenda að fá
fleiri valkosti
„Það er áreiðanlega yfirgnæfandi
vilji útvarpshlustenda að hér verði
boðið upp á fieiri valkosti í útvarpsfjöl-
miðlun,” sagði Markús Örn Antonsson
útvarpsráðsmaður. , .Þetta á sérstak-
lega við um rekstur hljóðvarps. Mér
hefur alltaf þótt eðlilegra að það kæmi
áundansjónvarpi.
Ég lít ekki á myndsegulbandavæð-
inguna og videoþjónustuna sem val-
kost, sem komi í staðinn fyrir frjálst út-
varp. í grundvallaratriðum er ég þó
fylgjandi því að menn megi reka frjáls-
ar sjónvarpsstöðvar í samkeppni við
Ríkisútvarpið-sjónvarp.
Það er brýnt hagsmunamál fyrir öll
svæði landsins að koma upp svæðis-
bundnu útvarpi. Þeim svæðum getur
Ríkisútvarpið ekki sinnt eins og minni
stöðvar.
Niðurstaða þessarar skoðanakönn-
unar er svipuð viðbrögðunum, sem ég
varð var við á nýafstöðnum landsfundi
Sjálfstæðisflokksins. Þar flutti ég til-
lögu um af afnema bæri einkarétt
Rikisútvarpsins og skapa grundvöll
fyrir frjálst útvarp. Sú tillaga var
samþykkt með lófataki. Þar kom fram
eindreginn vilji.
Það er timanna tákn, að fólk vill
auka fjölbreytni. En jafnframt er
góður vilji fyrir því að Ríkisútvarpið
fái að dafna, en það hefur gott af sam-
keppni.”
-JH.
Markús örn Antonsson: ,,Ég lít ekki ó
myndsegulbandavæöinguna og video-
þjónustuna sem valkost, sem komi i
staðinn fyrir frjálst útvarp.”
DB-mynd: BB.
— hvað segja forráðamenn
útvarpsins og
útvarpsráðsmenn?
Mikill meirihluti landsmanna vill af-
nema einkarétt Ríkisútvarpsins. Eins
og fram kom í skoðanakönnun Dag-
blaðsins í gær eru 2/3 spurðra
fylgjandi afnámi einkaréttarins. Dag-
blaðið lagði spuminguna: Ertu fylgj-
andi eða andvígur því að einkaréttur
rikisútvarpsins verði afnuminn? fyrir
600 manns, 300 karla og 300 konur af
öllu landinu. 51,5% voru fylgjandi af-
náminu, 24,2% andvígir. 14,7% voru
óákveðnir og 9,7% vildu ekki svara. Ef
aðeins eru teknir þeir, sem tóku af-
stöðu, þá eru 68,1% fylgjandi en
31,9% andvígir afnámi einkaréttar.
Hlutföll milli karla og kvenna eru
svipuð í könnuninni, þó eru fleiri
konur óákveðnar. Úti á landsbyggðinni
er meirihluti þeirra sem vilja afnema
einkaréttinn ekki eins mikill og á
höfuðborgarsvæðinu. Einkarétturinn á
tiltölulega flesta stuðningsmenn í sveit-
unum.
Myndbandabylting gengur nú yfir
landið og liklega njóta tugþúsundir
manna nú annars sjónvarps en hins
ríkisrekna. Þá hefur hópur manna bar-
izt fyrir frjálsu útvarpi-hljóðvarpi um
margra ára skeið og stofnað hefur verið
félag til þess að vinna þvi málefni lið.
Dagblaðið ræddi í gær við nokkra
menn sem tengjast þessum málum og
bar undir þá útkomuna í skoðanakönn-
uninni. Fara svör þeirra hér á eftir.
-JH.
Hörður Vilhjálmsson:
ÚTVARPIÐ VANDMEÐFARH)
OG AUÐVELT AÐ MISNOTA
— Ríkisútvarpið ætti að koma upp rás tvö
,,Mín skoðun er sú að Ríkisútvarpið
eigi sem allra fyrst að koma sér upp
annarri rás. Ég tel að það sé að mörgu
leyti heppilegasti aðilinn til slíks,”
sagði Hörður Vilhjálmsson, fjármála-
stjóri Ríkisútvarpsins.
„Að mörgu leyti er þetta auðveldara
fyrir Ríkisútvarpið en aðra. Á miðju
næsta ári hefur það tvær flutningsrásir
til að dreifa efni sinu í stereo um allt
land.
Ég get alveg séð fyrir mér að Ríkisút-
varpið opni rás tvö með léttri tónlist og
auglýsingum. Ekkert væri því til fyrir-
stöðu að héraðsbundnar stöðvar gætu
haft afnot af annarri rásinni hluta úr
degi. Til þess þarf að auka fjölda FM-
senda mjög verulega. Gætu þá margar
héraðsstöðvar útvarpað í einu.
í skoðanakönnuninni kom fram rök
studd vantrú á því að einkaaðilar út-
varpi. Það er vandmeðfarið tæki, út-
varpið, og auðvelt að misnota það,”
sagði Hörður Vilhjálmsson.
-KMU.
Hörður Vilhjálmsson: ,,Ég get alveg
séð fyrir mér að Rikisútvarpið opni rás
tvö með léttri tónlist og auglýsingum.
Ekkert væri þvi til fyrirstöðu að hér-
aðsbundnar stöðvar gætu haft afnot af
annarri rásinni hluta úr degi.”
Visismynd.
EiðurGuðnason:
K0MINN TIMITIL AÐ FLEIRI
r
JÓNAS
HARALDSSON
FAIAÐ SPREYTA SIG
ión Múli Arnason:
ISKYGGILEG
PRÓSENTA
— vonandi verða það ekki örlög okkar hlustenda
að lenda íklónum á hinum „frjálsu”
„Mér finnst að yfirmenn útvarpsins
ættu nú að halda fund og ræða þessa
ískyggilegu prósentu, 51,5, sem er á
móti þeim,” sagði Jón Múli Árnason,
þulur og varaútvarpsráðsmaður.
„En við hverju öðru er að búast
þegar öll borgarapressan predikar
linnulaust ágæti „frjálsra” útvarpara?
Það væri geðslegt ef þessi mannskapur
hefði sitt fram.
Það er kannski ekki allt í lagi í Ríkis-
útvarpinu en vonandi verða það ekki
örlög okkar hlustenda að lenda i
klónum á hinum „frjálsu”,” sagði Jón
Múli.
-KMU.
Jón Múli Árnason: „Við hverju öðru
er að búast þegar öll borgarapressan
predikar linnulaust ágæti „frjálsra”
útvarpara?”
DB-mynd: Bj.Bj.
- - * '• V i »V ,!»• £ J ti
verið það ljóst nokkuð lengi að einok-
unaraðstaða Ríkisútvarpsins er tæpast
haldbær lengur. Til þess liggja margar
ástæður og það er kominn tími til að
fleiri fái að spreyta sig í þessum efnum
en Ríkisútvarpið eitt,” sagði Eiður
Guðnason, þingmaður Alþýðufiokks-
ins og útvarpsráðsmaður.
„Af hálfu Alþýðuflokksins höfum
við flutt frumvarp um héraðsútvarp
sem gæti orðið eðlilegt fyrsta skref í
þessu máli. Vonandi nær það fram að
ganga,” sagði Eiður.
-KMU.
„Mér kemur þessi niðurstaða í sjálfu
sér ekkert á óvart og býst við því að
hún sé ekki fjarri lagi. Mér hefur t.d.
«c
Eiður Guðnason: „Einokunaraðstaða
Rikisútvarpsins tæpast haldbær
lengur.”
DB-mynd: SÞS.