Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 04.11.1981, Qupperneq 12

Dagblaðið - 04.11.1981, Qupperneq 12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1981 12 Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Aðstoóarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Asgrimur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaöamonn: Anna Bjamason, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasr jn, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefáns- dóttir, Elin Albertsdóttir, Franzisca Gunnarsdóttir, Inga Huld riókonardóttir, Jóhanna Práinsdóttir, Kristján Már Unnarsson, Ulja K. Möller, Ólafur E. Friðriksson, Siguröur Sverrisson, VÍÖir Sigurðsson. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamlerfsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, og Svoinn Þormóðsson. Skrrfstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjóri: Ingólfur P. Steins- son. Dreifingarstjóri: Valgerður H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siðumúla 12. Afgreiösia, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. AðaUkni blaðsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot: Dagbiaðið hf., Siðumúla 12. Myrtda- og plötugerð: Hilmir hf., Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skorfunni 10. Askriftarverð á mánuðl kr. 85,00. Verð í lausasölu kr. 6,00. Marklaus málefni Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur lýst andstöðu við, að fleiri en Flugleiðir fái að stunda áætlunarflug til útlanda. Þessi ályktun var borin Flugráði, þegar það fjallaði um beiðni Arnarflugs um flug til nokkurra borga Evrópu. Eins og oftast, þegar á reynir, var þingflokkur sjálf- stæðismanna andvígur frjálsri samkeppni og hlynntur einokun, einkum þó þeirri einokun, sem rekin er á kostnað skattgreiðenda. Um slík mál er mestur einhugur í þingflokknum. Tveir áratugir eru síðan þingflokkur sjálfstæðismanna studdi frjálsa samkeppni, þegar hann féllst á tillögur Gylfa Þ. Gíslasonar, efnahagsráðherra í viðreisnarstjórninni. Síðan hefur myrkrið aftur skollið á í flokknum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir Fram- kvæmdastofnun ríkisins, svo framarlega sem þeir sitji þar sjálfir og skammti gjafafé úr vösum skatt- greiðenda. Þeir vilja veg ríkisins sem mestan svo að skömmtunarstjórar hafí sem mest völd. í ljósi hinna áþreifanlegu staðreynda er einkennilegt að sjá mörg hundruð fulltrúa einróma láta hafa sig að fíflum, landsfund eftir landsfund, með því að samþykkja hástemmdar yfirlýsingar um frjálsa verzlun og afnám einokunar. Stefna Sjálfstæðisflokksins er marklaus í öllum meginatriðum og hefur lengi verið svo. Samþykktir nýafstaðins landsfundar eru enn eitt dæmið um prump, sem þingflokkur sjálfstæðismanna mun ekki taka hið minnsta mark á. Þess vegna er broslegt að heyra bláeyga sakleysingja kvarta um, að á landsfundi tali menn meira um menn en málefni og að ágreiningurinn í flokknum sé meira um menn en málefni, sem menn séu í stórum dráttum sammála um. Það er ósköp ódýrt að vera á landsfundi hjartanlega sammála um ágæti einhverra málefna, sem þingmenn flokksins taka svo ekki minnsta mark á, þegar þeir hverfa aftur til síns sósíaliska raunveruleika. Svo grunnmúruð er einokunar- og ríkisdýrkunin í þingflokki sjálfstæðismanna, að hið lengsta, sem Albert Guðmundsson getur gengið í uppreisn, er að sitja hjá í Flugráði, þegar starfsmenn Flugleiða ákveða þar framhald einokunar. Marklaust Flugráð Álgengasta tegund siðblindu hér á landi er sú trú margra, að þeir megi vera dómarar í eigin sök. Séu þeir gagnrýndir, hafa þeir uppi langt mál um efnisatriði, en virðast ekki skilja hinar lýðræðislegu forsendur. Dagblaðið benti nýlega á, að háttsettur embættis- maður rannsóknarlögreglunnar tók að sér að úrskurða í opinberu máli yfirmanns síns og undirmanna. í svörum hans kom ekki fram neinn skilningur á hinu raunverulega vandamáli. Tveir starfsmenn Flugleiða greiddu um daginn at- kvæði í Flugráði gegn veitingu flugleyfís til Arnar- flugs. Annar þeirra hefur síðan sagt, að þeir hafi ekki verið að gæta hagsmuna Flugleiða, heldur tekið efnis- lega afstöðu. í lýðræðisríkjum, öðrum en íslandi, kæmi ekki til greina, að starfsmenn eins flugfélags séu settir í þann vanda að greiða atkvæði um flugleyfi annars. Séu þeir af tæknilegum ástæðum í slíkri valdastofnun, verða þeir að víkja í atkvæðagreiðslu. Enda hefur Steingrímur Hermannsson flugmála- ráðherra réttilega lýst yfir, að ekkert mark sé takandi á meðferð Flugráðs á þessu máli. Offita kemur nokkuð við sögu f kjallaragrein Agnars Guðnasonar i dag. Hvað er óhætt að borða? Formáli Það gladdi mig nokkuð þegar ég las í forystugrein eftir Jónas Kristjánsson ritstjóra Dagblaðsins „að næst á eftir landbúnaði er einna leiðinlegast að fjalla um Flugleiðir”. Það vita allir lesendur Dagblaðsins hvaðaefni Jónasi er hugleiknast. Það er vín og góður matur. Ef enginn landbúnaður væri stundaður þá væri hvorki til vín né góður matur. Þannig að það er mótsögn í þessari staðhæfingu Jónasar, nema Jónasi leiðist í raun að skrifa um vín og mat, hafi aftur á móti meiri ánægju af að drekka göfug vín og borða góðan mat. Það mætti segja mér að Jónas skrifi af mikilli þekkingu um vín, mat og Flugleiðir, en um aðra þætti land- búnaðarins ætti hann að skrifa sem allra minnst. Þetta sem hér að framan er skrifað er formáli að kjallaragrein um allt annað efni en Jónas ritstjóra eða vín. Þetta varð að fylgja með. Það sem mér er ofarlega í huga eru þær umræður sem átt hafa sér stað undanfarnar vikur um saltpéturinn og hangikjötið. Eftirfarandi er sett á blað í tilefni þeirra. Dýrafitu- kenningin „Flýttu þér að borða það sem þér finnst gott áður en það talið eitrað.” í þeim löndum þar sem mikill fjöldi manns er í sífelldri baráttu við aukakílóin er tiltölulega auðvelt að telja fólki trú um að hinn eða þessi matur sé óhollur eða beinlínis eitraður. Fyrir tæplega 30 árum kom fram kenningin að neysla á dýrafitu stuðlaði að aukningu hjarta- og æðasjúkdóma. Þessi kenning hefur orðið nokkuð lífseig. Ennþá er stór hópur fólks sem álítur það lykilinn að löngu og hamingjusömu lífi að drekka jurtaolíu og neita sér um að borða góðan mat eins og til dæmis vel feitt hangikjöt. Sumir hafa bent á að ef rekja ætti orsakir fyrir aukningu dauðsfalla af völdum æða- og hjartasjúkdóma væri hægt að finna samhengi milli fjölda sjónvarpstækja eða bíla og aukinnar tíðni dauðsfalla af völdum þessa sjúkdóma. Við deyjum öli einhvern tíma Mjög fáir hafa andmælt þeirri kenningu sem upphaflega var sett fram um helstu orsakir fyrir æða- og hjartasjúkdómum. Enda er skiljanlegt, að menn séu varkárir í dómum, þegar um heilsu fólks er að ræða. Venjulega fyrirgefst það þótt einhver haldi fram að hin eða þessi fæðutegundin sé skaðleg heilsu fólks þótt annað komi í ljós síðar. Fram- leiðandi eða framleiðendur þessarar fæðutegundar verða fyrir einhverju Kjallarinn Agnar Guðnason fjárhagslegu tjóni en það vill gleym- ast fljótt. Flestir sem um þessi mál hafa fjallað að undanförnu viðurkenna að hvort étið er smjör eða smjörlíki hefur ekki úrslita áhrif á langlífi einstaklingsins. Við deyjum öll einhverntíma, það er staðreynd, sem ekki verður umflúin. Það er jafn- framt staðreynd að við íslendingar iifum lengur en allir aðrir. Meðal- ævialdur kvenna hér á landi er 79.5 ár en karla 73.5 ár. Svona háum aldri má eflaust þakka góðri heilsugæslu, dugmiklum læknum og hjúkrunar- fólki. Einnig mætti hugsa sér að mat- aræðið ætti einhvern þátt í þessu langlífi. Það má benda á í því sam- bandi að við íslendingar höfum átt og eigum heimsmet í mjólkur- drykkju. Einhliða túlkun á niðurstöðum Margar rannsóknir hafa verið gerðar á mataræði á Vesturlöndum á undanförnum 30 árum. Það hafa verið gerðar samanburðartilraunir og kannað hvaða áhrif mismunandi mataræði hefur haft á heilsu fólks. Það er nokkuð áberandi að niður- stöður eru túlkaðar nokkuð einhliða. Mjög fræg rannsókn hófst árið 1959 á tveim geðsjúkrahúsum í Finnlandi. Sjúklingum var skipt í tvo hópa. Annar hópurinn fékk venjulegan finnskan mat en hinn jurtasmjörliki og sojabaunaolíu en hvort tveggja inniheldur fjölómettaða fitu. Eftir 6 ár hafði dauðsföllum af völdum kransæðasjúkdóma fækkað mjög í hópnum sem var á tilraunafæðunni. Það voru nær helmingi fleiri tilfelli af hjarta- og æðasjúkdómum í hópnum sem hafði fengið venju- legan fínnskan mat á tímabilinu. Þannig voru niðurstöður þessarar til- raunar túlkaðar. Það var sannleik- anum samkvæmt. Þegar farið var að spyrjast fyrir um tiðni dauðsfalla í báðum hópum kom í Ijós að þar var ekki raunhæfur munur milli hópa. Geðsjúklingarnir sem ekki fengu mettuðu fituna dóu bara úr ein- hverjum öðrum sjúkdómum en al- gengasta dánarorsökin var í hópnum með venjulega matinn. Finnsk könnun Árið 1972 var hafinn mikill áróður fyrir breyttu mataræði í N-Kirjála í Finnlandi. Þar hafði um langt árabil verið hæsta hlutfall dauðsfalla af völdum æða- og hjartasjúkdóma sem þekktist í heiminum. Veruleg breyt- ing varð á neyslu í þessu héraði á næstu fimm árum, reykingar minnkuðu einnig nokkuð. Hjarta- áföll minnkuðu meðal karla um 17% og kvenna um 10%. Samtímis skeði það í öðrum hlutum Finnlands, þar sem enginn eða lítill áróður var hafður frammi til breytingar á matar- æði, að tíðni dauðsfalla af völdum æða- og hjartasjúkdóma minnkaði jafnmikið og jafnvel meira en í N- Kirjála. Þrátt fyrir þessa staðreynd var því haldið fram að dauðsföllum hefði fækkað vegna þess að neysla á mettaðri fitu hafði minnkað en aukist á fjölómettaðri. Þessa kjallaragrein hefi ég eingöngu skrifað í þeim til- gangi að benda á hversu varasamt það er þegar einhliða áróður er hafður uppi fyrir einhverju sem ekki er nægilega staðfest. Sjálfsagt er að fara varlega þegar um heilsu fólks er að ræða. Það hefur skort mikið á að nægilega gott samstarf tækist milli manneldisfræðinga, lækna og fram- leiðenda matvæla. Þegar og ef kemur i ljós að notuð eru efni í matvæla- framleiðslu sem eru hættuleg heilsu manna verður að bregðast fljótt við og hætta notkun þeirra. Agnar Guðnason blaðafulltrúi A „Sumir hafa bent á aö ef rekja ætti orsakir fyrir aukningu dauösfalla af völdum æða- og hjartasjúkdóma, væri hægt að finna samhengi milli fjölda sjónvarpstækja eða bíla og aukinnar tíðni dauðsfalla af völdum þessara sjúkdóma.”

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.