Dagblaðið - 04.11.1981, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1981
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1981
Hansi Miiller fer
undir skurð-
arhnífinn
Hansi Miiller, stjarna Stuttgart og einn helzti burflar
ás v-þýzka landsliðsins i knattspyrnu, mun á föstu-
dag gangast undir uppskurfl á hné og þar af leiðandi
verflur hann úr leik þar til i febrúar. Hann missir þvi
af leikjunum við Albani og Búlgari i undankeppni
HM á Spáni en V-Þjóflverjar hafa auðvitað tryggt
sœti sitt þar nú þegar eins og stórþjóðum sæmir.
Tveir leikir í
Mosfellssveit
Tveir leikir verða á Íslandsmótinu i handknattleik i
kvöld, báðir i iþróttahúsinu að Varmá i Mosfells-
sveit. Kl. 20 leika Afturelding og Fylkir i 2. deild
karla og kl. 21.30 Afturelding og Keflavík i 2. deild
kvenna.
Toshack lítt hrifinn
af Notts Contry
John Toshack, hinn kunni framkvæmdastjóri
welska knattspyrnuliðsins Swansea City, hefur ekki
mikifl álit á liði Notts County sem kom upp úr 2.
deild sl. vor ásamt Swansea og West Ham. ,,Ef þeir
væru að leika I garflinum hjá mér drægi ég fyrir
gluggana,” sagði Toshack um nýliðana frá
Nottingham.
Lato enn með
Viggó Sigurðsson skorar hér mark i leik gegn Hofweier i fyrra.
BADMINTON Á HEIMSMÆU-
KVARÐA í HÖLLINNI
—margt af bezta badmintonfólki heims tekur þátt í Norðurlandamóti 21,—22. nóv.
Lene Köppen og Morten Frost verða meðal keppenda á Norðurlandamótinu í
badminton sem haldið verður í Laugardalshöll 21.—22. nóvember.
Damgaard og Lennart Hansen. Þessir
tveir eru okkur að góðu kunnir og
Albrecht heimsótti okkur nú í haust
ásamt fleiri Grænlendingum.
Norðurlandamót i badminton verður
haldifl i Laugardaishöllinni 21.—22.
nóvember nk. og verður það i annað
skiptið sem mótifl er haldið hér á landi.
Hið fyrra var árið 1976. Á mótinu
verður keppt i öllum greinum. Keppni
mun hefjast kl. 10 á laugardagsmorgni
21. nóvember. Keppt verður í einliða-,
tviliða- og tvenndarleik. Undanúrslitin
hefjast morguninn eftir kl. 10 en
úrslitin siðan kl. 14 sama dag.
Allt sterkasta badmintonfólk
Norðurlanda mætir til leiks. Frá Dan-
mörku koma meðal annarra Lene
Köppen, Morten Frost, Flemming
Delfs, Steen Skovgaard, Pia Nielsen og
Steen Fladberg, en þau voru öll hér á
NM fyrir fimm árum og eru meðal
beztu leikmanna heims í dag. Lene,
Flemming og Steen Skovgaard hafa öll
orðið heimsmeistarar í badminton og
Lene Köppen hefur unnið fleiri titla í
íþróttinni á undanförnum árum en tölu
verðurá komið.
Svíar mæta með sitt sterkasta
badmintonlið og skal þar fyrsta nefna
Thomas Kihlström og Stefan Karlsson
en þeir eru meðal fremstu badminton-
manna heims. Stefan er núverandi
Eins og skýrt hefur verið frá hér i DB
lætur Pepsi-Cola, gosdrykkjafyrir-
tækið, mikið fjármagn renna til ensku
knattspyrnunnar á þessu keppnistíma-
bili. Pepsi hefur sett upp sérstaka stiga-
töflu þar sem gefin eru stig fyrir skoruð
mörk, eitt fyrir mark á heimavelli, tvö
fyrir mark á útivelli og þrjú aukastig
fyrir að skora þrjú mörk eða fleiri i
leik.
Auk þess er stigahæsta liði hvers
mánaðar veitt peningaverðlaun og fyrir
októbermánuð fékk Liverpool verð-
iaunin í 1. deild, hlaut 22 stig í mánuð-
inum. Liverpool er þó aðeins í 10. sæti í
heildarstigatöflunni vegna dræmrar
markaskorunar í ágúst og september.
West Ham er í efsta sæti 1. deildarlið-
anna sem stendur með 47 stig, Ipswich
Evrópumeistari i tvíliðaleik, en
Thomas er fyrrum heimsmeistari og
margfaldur All-Englandsmeistari í tví-
liðaleik. Reiknað er með harðri keppni
er í öðru sæti með 44 stig og síðan
koma Southampton og Tottenham með
38 stig hvort. Neðstu lið eru Sunder-
land með 13 stig, Arsenal með 12 og
Wolves með 9 stig. Sunderland og
Wolves hlutu ekki stig í október.
Watford hlaut flest stig 2. deildar-
liðanna i október, 26 talsins. Lið Elton
John er einnig efst samanlagt með 53
stig en Luton fylgir fast á eftir með 52
stig. Þessi lið eru í sérflokki í marka-
skorun í 2. deild því næsta lið, QPR, er
með 33 stig. f 3. deild hlaut Exeter flest
stig í október, eða 34 og liðið er efst þar
með 49 stig alls. Bury hlaut flest stig 4.
deildarliða í október, 39, en Bradford
City er samt efst þar með 67 stig alls,
Buryhefur62.
-VS.
milli Dana og Svía um efstu sætin á
mótinu.
Norðmenn senda sitt bezta lið. Það
eru þau Petter Thoresen, Else Thore-
sen, övind Berntsen og Hilde Anfind-
sen. Þau norsku standa nokkuð að
baki Svíum og Dönum en styrkur
þeirra hefur þó aukizt á síðari árum.
Frá Finnlandi koma þau Jaana
Elilá, Tony Tuominen, Pekka Sara-
sjárvi og Sara Ussher. Þetta eru allt
ungir leikmenn og vænta Finnar mikils
af þeim.
Grænlendingar taka nú í fyrsta sinn
þátt í NM í badminton. Þeir senda
hingað tvo keppendur, þá Albrecht
Vægast sagt mjög á óvart féll
Arsenal út úr UEFA-keppninni i gær-
kvöld og þafl á heimavelli sínum, High-
bury, er liðið fékk Winterslag frá
Belgíu I heimsókn.
Belgarnir, sem unnu fyrri leikinn 1—
0, skoruðu strax á 3. mínútu leiksins er
Bilen sendi knöttinn í netið. Roger
Albertsen, Norðmaðurinn í liði Winter-.
íslenzku keppendurnir á mótinu eru
þessir: Broddi Kristjánsson, Jóhann
Kjartansson, Guðmundur Adolfsson.
Víðir Bragason, Sigfús Ægir Árnason,
Þorsteinn Páll Hængsson, Hörður
Ragnarsson, Jóhannes Guðjónsson,
Sigurður Kolbeinsson, Kristín Magnús-
dóttir, Kristín Berglind, Ragnheiður
Jónasdóttir, Elísabet Þórðardóttir og
Sif Friðleif sdóttir.
í Norðurlandamótsnefnd eru: Frið-
leifur Stefánsson mótsstjóri, Bragi
Jakobsson, Daníel Stefánsson,
Hængur Þorsteinsson, Jóhann Hálf-
dánarson, Jóhann Möller og Sigfús
Ægir Árnason.
Norðurlandamót í badminton er
ólíkt Norðurlandamótum í öðrum
greinum að þvi leyti að þar gefst íslend-
ingum kostur á að keppa við margt af
bezta badmintonfólki heims. Danir og
Svíar eru meðal beztu badmintonþjóða
í heimi og íslendingar geta því vænzt
þess að fá að sjá badminton á heims-
mælikvarða ef þeir leggja leið sína í
Laugardalshöllina dagana 21.—22.
nóvember nk.
-VS.
Malmö úr leik
Neuchatel frá Sviss sló Malmö út úr
UEFA-bikarnum í gærkvöld með 2—0
sigri í Sviss. Pellegrini skoraði eina
mark leiksins. Neuchatel vann einnig
fyrri leikinn í Malmö, 1—0.
slag, átti síðan skot í þverslá á 20. mín.
áður en John Hollins jafnaði metin.
Graham Rix kom Arsenal yftr i siðari
hálfleiknum, en alit kom fyrir ekki.
Arsenal hefur átt erfitt uppdráttar í
Englandi það sem af er vetri en Winter-
slag er nú þriðja neðsta liðið í belgísku
1. deildinni.
-SSv.
Alltaf vinnur Liv-
erpool eitthvað!
— hlaut flest stig í Pepsi-stigakeppninni
Arsenal úr leik í
UEFA-keppninni
Pólverjum
Pólverjinn Grzegorz Lato, félagi Arnórs
Gufljohnsen hjá belgiska knattspyrnuliðinu
Lokeren, hefur enn einu sinnLverið valinn i pólska
landsliðshópinn. Lato, senl nú er hátt á fertugsaldri,
var markahæsti leikmaður lokakeppni HM i Vestur-
Þýzkalandi 1974. Hann hefur nú leikið 95 landsleiki
fyrir Pólland og nálgast nú óðfluga met Kazimierz
Deyna, sem um tima lék mefl Manchester City.
Deyna lék 102 landsleiki. Pólska liðið er nú mjög
sterkt, tryggði sér á dögunum sæti i lokakeppni HM
á Spáni og sigrafli sjálfa heimsmeistarana Argentinu
í siðustu viku og það i Argentinu. Hópurinn sem nú
hefur verifl valinn miðast við tvo leiki, HM-leik gegn
Möltu i Varsjá 15. nóvember og vináttuleik gegn
Spánverjum f Lodz, Póllandi, þremur dögum siðar.
-VS
VIGG0 FER AFTUR
TIL BARCEL0NA
Forráðamenn liðsins ganga hart á
eftir honum, vilja 2 ára samning
„Það gæti mjög vel farið svo að ég
sneri aftur til Spánar,” sagði Viggó
Sigurðsson er DB ræddi við hann i gær-
kvöld. „Forráðamenn Barcelona gengu
mjög hart á eftir mér í vor, en
Leverkusen var ekki reiðubúið að
sleppa mér, eða öllu heldur gefa
samning sinn eftir — jafnvel þótt
Spánverjarnir vildu borga hann upp.”
Liði Viggós, Bayer Leverkusen,
hefur gengið hálfilla það sem af er
þessu keppnistímabili og þessa
stundina er verið að bíða eftir nýjum
þjálfara sem vonandi nær að hrista upp
í liðinu. „Forráðamenn Barcelona hafa
verið í stöðugu sambandi við mig í all-
an vetur og fylgzt vel með gangi mála
hjá mér og vita því nákvæmlega hvar
þeir hafa mig. Ég á von á þeim hingað
til Leverkusen þegar spænska lands-
liðið mætir því ungverska í vetur.
Barcelona er ríkt félag og býður
góðan samning og verði af því að ég
semji við þá, sem ég býst frekar við en
hitt, verður það til tveggja ára,” sagði
Viggó í lokin.
Ame-Larsen ökland, norsld marka-
skorarinn hjá Bayer Leverkusen, er
ekki ánægður með kjör sín hjá
félaginu. Mörg vestur-þýzku stórlið-
anna vildu eflaust fá kappann í sinar
raðir.
Knattspymuvöllurinn i Malaga á Spáni. Þar verða leiknir þrir leikir I úrsUtakeppni HM næsta sumar, eða helmingur leikja eins riðilsins. Hinir þrir verða leiknir I
Sevilla. ÁhorfendapaUarnir eru mjög skrautlegir, málaðir í bláu og hvitu og rúma um 50.000 manns. DB-mynd Einar Ólason.
Lato — enn valinn i pólska landsliðlfl i knatt-
spyrnu.
Aðeins eins marks
tap íTékkóslóvakíu
Iþröttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
RUSSARNIR V0RU
BEZTIR í SVISS
Eins og vifl skýrflum frá i mánudags-
blaðinu stóð yfir 4-liða mót i Sviss
siflustu daga. A-Þjóöverjar og Júgó-
slavar skUdu jafnir, 22—22, en Sovét-
menn unnu Sviss 24—17 í fyrstu um-
ferðinni.
Rússar unnu síðan Júgóslava 28—
27, og A-Þýzkaland vann Sviss 25—19.
í lokaumferðinni unnu Rússar A-
Þjóðverja 21—20 og Júgóslavarnir
unnu Sviss 17—13. Rússar unnu þvi
mótið —hlutu 6 stig, A-Þjóðverjar og
Júgóslavar hlutu 3 og gestgjafarnir,
Sviss, ekkert. -SSv./Viggó
Dundee malaöi
Bor. Gladbach
og sendi Þjóðverjana öfuga út úr UEFA-bikarnum
Dundee United kom geysiiega á
óvart f gærkvöld er liflið burstaði
Borussia Mönchengladbach 5—0 i
siðari leik liðanna i UEFA-bikarnum.
Gladbach vann fyrri leikinn 2—0 og
Blakað áf ram
íkvöld
íslandsmótinu i blaki verflur fram
haldið f kvöld. Tveir leikir verða i 1.
deild karla, báflir i fþróttahúsi Haga-
skóla. Kl. 18.30 leika Þróttur og
Vikingur og kl. 19.45 ÍS og Laugdælir.
Þróttur og ÍS unnu bæði fyrstu leiki
sina í mótinu á dögunum, Þróttur á
Laugarvatni og ÍS gegn UMSE fyrir
norflan.
var af flestum talið eiga gófla mögu-
leika á að komast áfram.
Þjóðverjunum tókst að halda hreinu
þar til á 36. mínútu að Milne skoraði.
Billy Kirkwood bætti öðru við á 44.
mín. en það var ekki fyrr en Paul Stur-
rock skoraði þriðja mark Dundee
United á 54. mín. að leikmenn Glad-
bach tóku við sér. Sóttu ákaft næstu
mínúturnar og þá varði Paul McAlpine
m.a. stórglæsilega skot Frank Mill.
Tvö mörk þeirra Paul Hegarty og
Eamon Bannon á 74. og 76. mínútu
gerðu út um leikinn og stórsigur
Dundee var í höfn. Að mati frétta-
manna var þetta einhver bezti leikur
sem skozkt lið hefur sýnt í Evrópu-
keppni.
— Krist ján Arason markhæstur með 7 mörk
Handknattleikslandsliðið tapaði að-
eins með eins marks mun fyrir Tékk-
um, 21—22, í fyrsta leik liðsins i 6-liða
keppni, sem nú fer fram i Tékkósló-
vakiu. Mjög takmarkaflar fréttir er að
hafa af leiknum þar sem útilokað
reyndist að ná til smábæjarins Travena
nema um stundarsakir i gærkvöld.
Siðan rofnafli allt samband og náðist
ekki aftur.
Upplýsingar eru því takmarkaðar
en Tékkar höfðu yfirhöndina í fyrri
hálfleiknum og reyndar nær allan leik-
inn. Leiddu 13—10 í hálfleik og
komust síðan í 14—10 í upphafi síðari
hálfleiksins. Hins vegar fylgdi mjög
góður kafli islenzka liðsins á eftir og
áður en varði var staðan orðin jöfn,
15—15. Enn var jafnt, 19—19, þegar 7
mínútur voru til leiksloka en þá fór
spennan að segja til sín. Tékkarnir
gerðu þrjú næstu mörkin en tvö síðustu
mörk leiksins voru íslenzk þannig að
lokatölumar urðu 22—21 Tékkunum í
vil.
Kristján Arason stóð sig manna bezt
í leiknum — skoraði 7 mörk og var
geysilega sterkur i vöminni. Greinilegt
að þessi ungi Hafnfírðingur á eftir að
láta enn meira að sér kveða á næstunni.
Þorbergur Aðalsteinsson skoraði 6
markanna — þar af 4 úr vítum og
Bjarni Guðmundsson, sem leikur með
v-þýzka liðinu Nettelstedt, skoraði 4
mörk. Þeir Þorgils Óttar Mathiesen,
Páll Ólafsson, Steindór Gunnarsson og
Alfreð Gíslason skoruðu 12markhver.
ísland mætir í kvöld B-landsliði
Tékka en síðan verður leikið gegn
Rússum, Ungverjum og Rúmenum
þannig að róðurinn verður þungur.
-SSv.
Kristján Arason, sem hér sést skora i
leik gegn Haukum, skoraði 7 marka
íslands í gærkvöld.
0KLAND HINN NORSKI
VILL FÁ KAUPHÆKKUN
ERUIÞROTTIR EKKI
MENNINGARMÁL?
— miðað við styrkveitingu Norræna menningarmálasjóðsins
mætti ætla að svo væri ekki
Þegar norski knattspyrnumaðurinn
Arne-Larsen Ökland skrifaði undir
samning vifl vestur-þýzka Bundesligu-
liðifl Bayer Leverkusen var hann
óþekkt stærfl. Hann hafði einungis
leikið með miðlungs norskum liðum og
enginn vissi hvort hann myndi yfirleitt
spjara sig meðai hinna beztu f Vestur-
Þýzkalandi. Laun hans voru lika eftir
þvi, hvorki betri né verri en almennt
gerist.
En nú, einu og hálfu ári eftir
komuna til Vestur-Þýzkalands, hefur
margt breytzt. ökland er orðinn lykil-
maður hjá Leverkusen og er nú marka-
hæsti leikmaður liðsins á þessu
keppnistfmabili. Samningur hans við
félagið rennur út í vor og ökland hefur
gefið i skyn að verði laun hans hjá
Leverkusen ekki hækkuð verulega
gæti hann verið á förum frá „verk-
smiðjubænum”. ökland segist þó
vonast til að samningar takist við for-
ráðamenn Leverkusen en neiti þeir er
næsta víst að stóru félögin í Vestur-
Þýzkalandi verði fljót að taka upp
ávísanaheftin. Ame-Larsen Ökland er
27 ára gamall, á um 40 landsleiki fyrir
Noreg að baki og lék síðast með norska
liðinu Bryne. Á síðasta keppnistímabili
var hann markahæsti leikmaður
Leverkusen með 16mörk.
__________________________-VS.
Mikil f rjáls-
íþróttahelgi
í júlí 1982
Allt bendir nú til þess að landskeppni
í frjálsum iþróttum milli íslendinga og
Walesbúa fari fram i Reykjavík dagana
17. og 18. júlf næsta sumar. Hins vegar
er landskeppni sú sem rætt var um við
Dani I haust endanlega úr sögunni
vegna fjárhagserfiðleika Dana.
Sömu helgi og landskeppnin við
Wales fer fram, verður haldin hér á
landi Norðurlandabikarkeppni kvenna
í öllum landskeppnisgreinum. Efnt
verður til Reykjavíkurleika í tengslum
við þessi mót, svo greinilegt er að
helgin 17.—18. júh' 1982 verður feit-
letruð í dagatölum íslenzks frjáls-
íþróttafólks, keppenda jafnt sem
áhugafólks.
Fundur framkvæmdastjóra iþrótta-
sambandanna á Norðurlöndum var
haldinn í Reykjavík 14. október sl.
Slikir fundir hafa verið haldnir áriega
undanfarið. Ýmis mái bar á góma en
athyglisverðast þeirra er styrkveiting
Norræna menningarmálasjóðsins til
iþróttalegra samskipta Norðurlanda-
þjóðanna.
Svo virðist sem menningarfrömuðir
Norðurlanda telji íþróttir og samskipti
Norðurlandaþjóða á því sviði tæpast til
menningarmála ef marka má upphæð
þá sem sjóðurinn veitir til þeirra fyrir
árið 1982. Sjóðurinn í heild nemur um
8 milljónum ísl. króna, en hlutur sá er
rennur til íþróttalegra samskipta nemur
aðeins 4% af þeirri upphæð eða
350.000 krónum.
Upphæð þessi skiptist þannig:
ísland, Grænland og Færeyjar fá 2/3
hluta styrksins, Danmörk, Finnland,
Noregur og Svíþjóð saman 1/3 fyrir
þau sérsambönd þessara landa, sem
taka þátt í mótum, fundum og fleiru á
íslandi, Færeyjum eða Grænlandi.
Hlutur íslands nemur 45% af
styrknum eða 157.500 kr., Færeyingar
fá 14% eða 49.000 kr. og Grænland
7,7% eða 26.633 kr. Hinar þjóðirnar
fjórar fá í sinn hlut samtals kr.
116.667. Áður var gert ráð fyrir að
ísland, Grænland og Færeyjar fengju
allan styrkinn en því var mótmælt á
þeim forsendum að gera þyrfti ráð fyrir
að hinar þjóðirnar fjórar sendu
keppendur eða aðra fulltrúa til íslands,
Grænlands og Færeyja.
Á fundinum var einnig rædd sú
samþykkt Norðurlandaráðs að koma
upp norrænni íþróttamiðstöð í Kiruna í
Svíþjóð. Kom skýrt fram, að öll
íþróttasamböndin telja þá samþykkt
óraunhæfa, einkum vegna
staðsetningar Kiruna sem er afskekktur
námabær í Norður-Svíþjóð.
Þá var rætt um íþróttaráðstefnu
Evrópuríkja sem haldin verður í Varsjá
í Póllandi í desember. Þar munu
fulltrúar allra íþróttasamtaka i Evrópu
mæta og ÍSÍ tekur þátt þar eins og
alltaf. Ráðstefna þessi er haldin annað
hvert ár. -VS.
ÍS vann ÍR
Fyrsti leikurinn á Reykjavikurmóti
meistaraflokks kvenna i körfuknattleik
yar leikinn i fyrrakvöld. ÍS sigraði þá
ÍR mefl 51 stigi gegn 42. Guflriður
Ólafsdóttir skoraði 15 stig fyrir ÍS,
Anna Eðvarðs 16 fyrir ÍR. Auk þessara
tveggja lifla taka KR-stúlkur þátt i
mótinu og er leikin einföld umferð.
UMFL-KRíkvöld
Einn leikur verflur á íslandsmótinu i
körfuknattleik i kvöld. Laugdælir og
KR leika i 1. deild kvenna á Laugar-
vatni. Er þafl sfflasti leikurinn í 4.
umferð og hefur hann mikla þýðingu i
toppbaráttunni. KR hefur 6 stig eftir 3
ieiki, ÍS 6 stig eftir fjóra leiki og
Laugdælir 4 stig eftir 3 leild.