Dagblaðið - 04.11.1981, Side 20
20
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1981
„ALDREIJAFNMIKLIR ERFIÐLEIKAR
í FLUGREKSTRI0G Á ÞESSU ÁRI”
—segir Sígurður Helgason, forstjóri Flugleiða hfeftir aðalfund IATA
„Flugrekstur hefur aldrei gengið í
gegnum eins mikla erfiðleika og á
síðasta ári og almennt útlit er fyrir
jafnvel meira tap á þessu ári,” sagði
Sigurður Helgason, forstjóri
Flugleiða hf., i viðtali við DB. Hann
var spurður um hvað einkum hefði
komið fram á nýloknum aðalfundi
IATA, sem haldinn var i Cannes í
Frakklandi í síðustu viku.
Sigurður bætti við: „Ekki rikti
mikil bjartsýni um að ástandið
batnaði á næsta ári, en óhætt þó að
segja að með vissum formerkjum.
telji menn útlitið ekki alveg kolsvart
framundan.
Um færar leiðir til úrbóta og
ráðstafanir til þess að breyta til
batnaðar því erfiða ástandi sem flug-
félög eiga við að glíma var mikið og
ítarlega rætt. Það er hins vegar miklu
iengra og meira mál en unnt er að
greina frá í stuttu viðtali,” sagði
Sigurður. Á fundinum voru fulltrúar
yfir 100 flugfélaga úr öllum heims-
álfum.
-BS.
Hækkun
á f lestum
símtölum,
skeytum
ogtelexi
til útlanda
— sjálfvirk símtöl
til Norðurlanda
lækka
— óbreytttil
Bandaríkjanna
Hinn 1. janúar 1981 hækkaði
taxtagrundvöllur símskeytaþjónustu
nær ailra landa Evrópu. Óhjákvæmi-
legt er talið að fylgja nú þessari
hækkun hér á landi. 24% hækkun
verður á fastagjaldi skeyta sem verður
kr. 40.00 eftir hækkun frá og með
morgundeginum 2. nóvember. 38%
hækkun verður á hverju orði I
skeytum til Evrópu. Utan Evrópu er
hækkunin verulega minni og jafnvel
engin 1 einstaka tilvikum aö sögn
Póst- og símamálastofnunar. Sölu-
skattur er innifalinn í fyrrgreindum
upphæðum.
Gjöld fyrir telex, talsíma og sím-
skeyti til útlanda hækka um 11% frá
og með 2. nóvember. Verulegur hluti
þessara gjalda rennur til erlendra
aðila. Verða þau því að fylgja gengi
gullfrankans.
Samhliða verða nokkrar breytingar
á umsömdum töxtum við aðrar síma-
stjórnir. Gjöld fyrir sjálfvirk símtöl
til Norðurlanda iækka um 6—15%.
Hver mínúta til Danmerkur, Færeyja
og Svíþjóðar kostar þá kr. 9.00, en til
Noregs og Finnlands kr. 10.00. Mest
vcrður hækkunin til Hollands og
Belgiu eða 18% eða í kr. 15.00 fyrir
hverja minútu. Gjaldið fyrir slmtöí til
Bandaríkjanna verður óbreytt.
-BS.
*
I
4
í Breiðholti
Umferðarteppa
Hér er eina beina samgönguleiðin
milli efra og neðra Breiðholts, gatan
Fálkabakki. Fyrir um það bil ári sam-
þykkti borgarstjórn Reykjavíkur að
loka götunni fyrir almennri umferð,
einkum vegna tilmæla frá Strætisvögn-
um Reykjavíkur. Var samþykktin háð
því skilyrði að gatan yrði opnuð aftur
þegar hún hefði verið breikkuð.
Breiðhyltingar hafa margir hverjir
látið það sem vind um eyrun þjóta þótt
bannað sé að aka þar í gegn og ekki
síður eftir að gatan var breikkuð í
haust. Strætisvagnastjórar taka þetta
óstinnt upp og hafa hvað eftir annað
þröngvað ökumönnum út i kantog allt
að því út af veginum. Einhver lang-
þreyttur Breiðhyltingur hefur tekið sig
til og snúið leiðarvísi á neðri helmingi
götunnar þar sem segir að gatan sé
aðeins opin fyrir SVR og skólabíl — en
aðrir spyrja sem svo: hvað er því til
fyrirstöðu að Fálkabakki sé opnaður
almennri umferð? DB-mynd: S.
Óvenjuleg ökuferð:
A ÞRJÁ BÍLA 0G GEGNUM STEINVEGG
ölvaður átján ára Vestmannaeying- hóf akstur sem lögreglan varð fljótt ökuferðinni lauk síðan inni íhúsagarði, Stolni bíllinn sem sá ölvaði ók var
ur gerði heldur betur usla þar í vör við. Lenti sá ölvaði utan í þremur en til að komast þangað varð að aka á ekki mikils virði eftir ökuferðina.
fyrrinótt. Stal ungi maðurinn bifreið og kyrrstæðum bílum og stórskemmdi en og brjóta léttan steinvegg. Pilturinn var ökuréttindalaus. -A.St.
Umsókn Amarflugs um áætlunar
f lug bíður afgreiðslu ráðherra
— bókanir og rök f lugráðsmanna
Samgönguráðherra hefur síðasta
orðið um leyfisveitingu til áætlunar-
flugs íslenzkra flugfélaga, eins og
fram kom í frétt DB um afgreiðslu
flugráðs á umsókn Amarflugs um
slíkt flug til fjögurra borga á
meginlandi Evrópu. Synjaði flugráð
að mæla með umsókninni. Liggur
hún til endanlegrar afgreiðslu hjá
samgönguráðherra.
Skiptar skoðanir voru í flugráði.
Hefur áður verið gerð grein fyrir
ályktun þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins, sem lagðist gegn
umsókninni.
Skúli Alexandersson alþingis-
maður, sem sæti á í flugráði, taldi
leyfisveitingu til Arnarflugs styrkja
flugið í heild. Þá taldi hann að með
sameiningu flugfélaganna og síðan
hefðu Flugleiðir hf. ekki skilað
ætlunarverki sínu á þann hátt sem
vænzt var og hafi verið forsenda
sameiningarinnar.
Leifur Magnússon, skipaður for-,
maður flugráðs, lagði fram eftirfar-
andi bókun til rökstuðnings afstöðu
sinni. Er hún þannig:
„Hafna ber umsókn Arnarflugs
hf. um leyfi til áætlunarflugs milli
íslands annars vegar og Frakklands,
Sviss og/eða Þýzkalands hins vegar,
m.a. með hlið sjón af eftirfarandi:
a) Þeear íslenzk stiórnvöld (fiugráð.
samgönguráðuneyti, ríkisstjórn og
Alþingi) beittu sér á árunum 1972-
’73 fyrir sameiningu Flugfélags
íslands hf. og Loftleiða hf. voru
stjórnum og hluthöfum þeirra fyrir-
tækja veitt tiltekin fyrirheit um
verkefni sameinaðs félags. Ætla má
að þau fyrirheit hafi verið forsenda
fyrir samþykki aðalfunda félaganna
um sameiningu þeirra í Flugleiðir
hf.
b) Unnt er að fullnægja öllum
þörfum áæltunarflugs til og frá
Islandi með tveim þotum að vetrar-
lagi og þrem að sumarlagi. Skipting
slíks áætlunarflugs á fleiri íslenzka
aðila felur óhjákvæmilega í sér aukið
óhagræði og seinkar mögulegri
endurnýjun flugflotans með nýrri
flugvélagerðum.
c) Arnarflug hf. var stofnað árið
1976 til að stunda óreglubundið
flug, bæði á íslenzkum og erlendum
markaði. Aukin umsvif félagsins á
þessum vettvangi gefa til kynna að
þar sé um næg verkefni að ræða.
Veiting sérleyfis til áætlunarflugs
félagsins á 13 flugleiðum innanlands
hefur síðan 1979 rennt frekari
stoðum undir reksturinn.”
Leifur Magnússon vekur athygli á
því ranghermi, sem haft var eftir
framkvæmdastjóra Arnarfiugs hf„
að þeir Leifur og Ragnar Karlsson
flugvirki hafi við afgreiðslu málsins
gætt hagsmuna vinnuveitanda sins,
þ.e. Flugleiða hf. Leifur er
framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs
og starfar við tæknilega framkvæmd
fiugs.
í flugráði sitja þeir Leifur og
Ragnar vegna kröfu laganna um að
þeir tveir fulltrúar sem skipaðir eru
af ráðherra hafi sérþekkingu á flug-
málum. Hinir þrír eru kosnir af
Alþingi.
Umsókn Arnarflugs hf. bíður nú
endanlegrar afgreiðslu ráðherra, sem
fyrr segir.
-BS.