Dagblaðið - 04.11.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 04.11.1981, Blaðsíða 28
. nóvembernk.: Kemur okkur alger- lega í opna skjöldu —segir f ulltrúi VSÍ. Samningaviðræður dragast von úr viti án verkfallsboðunar, segir f ormaður Félags bókagerðar manna „Það hafa verið haldnir fjórir fundir fr’am að þessu án þess að nokkuð hafi komið út úr þeim. Ef draga má ein- hvern lærdóm af reynslunni dragast samningaviðræður von úr viti án verk- fallsboðunar. Á sl. ári biðum við í 11 mánuði og í raun gerðist ekkert nema síðustu sjö dagana fyrir verkfall,” sagði Magnús E. Sigurðsson, formaður Félags bókagerðarmanna, í morgun. Á fundi félagsins í gær var samþykkt með meginþorra atkvæða gegn átta að boða til verkfalls annan laugardag, 14. nóvember. „Þessi verkfallsaðgerð kemur okkur algerlega í opna skjöldu,” sagði Þórarinn Þórarinsson, fulltrúi Vinnu- veitendasambands íslands, í morgun en hann hefur unnið í samningagerð VSÍ með Félagi íslenzka prentiðnaðar- ins. „Endanlegar kröfur bárust ekki frá bókagerðarmönnum fyrr en á mánudag. Uppistaða kröfugerðarinnar lá að vísu fyrir síðast í september en endanlega var ekki gengið frá síðasta þætti fyrr en á fundi á mánudag. Við höfum unnið að samræmingu milli þeirra þriggja félaga er mynda Félag bókagerðarmanna og vildum hafa hana klára áður en áfram yrði haldið. Þann grundvöll átti að leggja fram á fundi í dag. Nú þegar hafa verið haldnir fjórir fundir en mjög skammur tími er liðinn. öll önnur stéttarfélög eru að koma fram með kröfur sínar. Málin eru hjá ríkissáttasemjara og tengjast óneitanlega mikið,” sagði Þórarinn. „Okkar kröfur hafa legið fyrir frá 24. september og það er orðhengils- háttur að segja að þær hafi ekki komið fram fyrr en á mánudag,” sagði Magnús. „Hitt er annað mál að kröf- urnar breytast í umræðum. Grunn- kaupskrafa okkar er um 15% og auk þess er krafizt launahækkunar fyrir það fólk okkar sem lægst er launað. Það má því segja að sameiginlega megi teygja kröfurnar upp í rúm 20%. „Það kemur ekki til mála að samið verði um afturvirkni samninga,” sagði Þórarinn. f kröfum bókagerðarmanna er lögð mikU áherzia á þaö að samn- ingar gildi frá 1. nóvember. „Við leggjum áherzlu á að samningar takist sem fyrst,” sagði Magnús. Þórarinn er þar á sama máU: „Við leggjum eðlilega áherzlu á að semja sem fyrst, átök á vinnumarkaðinum eru engum til góðs.” Þórarinn sagði að engin afstaða hefði verið tekin til verkbanns á önnur félög er semja við Félag íslenzka prentiðnaðarins. -JH. Þannig mynduðust samkvœm- isgreiðslurnar á Hótel Sögu er flokkurinn Haute Coiffure Francaise sýndi nýju hártízk- una frá París í gœrkvöldi. Sýnd var ný klipping „Flou 157” og síðan var hugmynda- flugið látið ráða í samkvœmis- greiðslum. Á myndinni sést módel Báru Kemp rétt áður en greiðslunni varað fullu lokið. DB-mynd Kristján Örn. Framsókn með athugasemdir við fjárlagaf rumvarpið: „Lækka þarf skatta á atvinnurekstrinum” segir Tómas Árnason—fjárlagaumræðan byrjuð á þingi „Við framsóknarmenn gerðum grein fyrir því þegar fjárlagafrum-'- varpið var afgreitt í ríkisstjórn að endurskoða þyrfti skattaálögur á at- vinnureksturinn,” sagði Tómas Árnason viðskiptaráðherra í viðtali við DB í morgun. Tómas sagði að Framsókn mundi vinna að sUkum breytingum við afgreiðslu fjárlaga- frumvarpsins nú og hugsanlega standa að breytingartillögum. Tómas sagði að einkum þyrfti að létta sköttum af iðnaðinum, kannski í áföngum. Skattaálögur gerðu það að verkum að samkeppnisaðstaða innlends iðnaðar væri ekki hin sama og erlends iðnaðar. Auk þessara athugasemda fram- sóknarmanna við fjárlagafrumvarpið vildu þeir láta „athuga” hvort rétt væri að 60 milljónir króna færu á næsta ári tU Kröfluvirkjunar. Fjárlagaumræðan hófst á Alþingi í gær. Ragnar Arnalds fjármálaráð- herra sagði í fjárlagaræðu að mikill árangur hefði náðst. Ríkisstjórnin stefndi að því að reka þjóðarbúskap- inn á heilbrigðan hátt án viðskipta- halla, tryggja afkomu atvinnuvega, minnka verðbólgu, ná viðunandi kaupmætti, reka ríkissjóð hallalaust og efla menningu og félagslegan jöfnuð. 1 þessa átt hefði miðað síðustu ár. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu mjög erlendar lántökur. Matthías Á. Mathiesen (S) sagði að nú ætti á einu ári að tvöfalda er- lendar lántökur. Þær hefðu þá tólf- faldazt á 4 árum. Matthías og Sig- hvatur Björgvinsson (A) sögöu að nú væri með tilfærslum úr A-hluta í B- hluta fjárlaga, það er að útgjöld væri fjármögnuð með lántökum. búin til „glansmynd” af hagstæðri niður- stöðu á rekstrarreikningi, sem ekki stæðist. Þetta væru bellibrögð. Síðar yrðu skattgreiðendur að borga brús- ann. -HH. frfálst, úháð daghlað MIÐVIKUDAGUR 4. NÓV. 1981. Sr. Sig- urðurá Grenjaðar- stað vígslu- biskup Sr. Sigurður Guðmundsson, prófastur á Grenjaðarstað, hlaut flest atkvæði í kjöri presta í Hólastifti hinu forna á vígslubiskup. Sr. Sigurður hlaut 15 af 27 greiddum atkvæðum. Dómsmálaráðherra hefur endanlegt vald um val vígslubiskups. Ekki er talið að hann muni úrskurða á annan veg en prestarnir hafa gert. Verður sr. Sigurður því væntanlega vígður biskupsvígslu í Hóladómkirkju á næstunni. Aðrir sem hlutu atkvæði voru sr. Þórhallur Höskuldsson, sex atkvæði, sr. Birgir Snæbjörnsson, fimm at- kvæði, og sr. Bolli Gústavsson hlaut eitt atkvæði. -KMU. ifTT YTT T7* \sZ m Q m e gURj IVIKU HVERRI IDAG ER SPURNINGIN: t hvaða dálki, á hvaða blaðsiðu er þessi smáauglýsing f blaðinu 1 dag? Ungur maður óskar eftir vinnu, hefur reynslu í meðferð þunga- vinnuvéla. Allt kemur til greina. Uppl. I síma 30188. Hver er auglýsingasimi Dagblaðsins? SJÁ NÁNAR Á BAKSÍÐU BLAÐSINS Á FIMMTUDAG Vinningur vikunnar: Crown-sett frá Radíó- búðinni Vinningur I þessari viku er Crown-sett frú Rodíóbúöinni, Skipholti 19.1 vikunni veröur birt, ú þessum stað í blaðinu, spurning tengd smúauglýsingum Dag- blaðsins. Nafn heppins úskrifanda verður slðan birt daginn eftir I smúauglýsingunum og gefst honum tœkifœri til að svara spurningunni. Fylgizt vel með, úskrifendur. Fyrir nœstu helgi verður einn ykkar glœsilegum hljómflutningstœkjum ríkari. c ískalt Seven hressir betur. U %

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.