Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 07.10.1945, Blaðsíða 2

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 07.10.1945, Blaðsíða 2
114 nokkurri einni grein annarri, en meginið allgömul rit. Þó eru ba;k- ur gamlá prestaskólans fyrir 1911, geymdar allar í Landsbókasafni. Þangað voru þær fluttar, þegar g.áfnhúsið var réist, en skólinn átti ékkert húsnæði fyrir þær. Bækur laeknaskólans voru þá einnig flutt- ár í Landsbókasafn, og allt fram að 1940 gekk þangað mikið af bók- úm og læknatímaritum, sem há- skóþnn á. Þess vegna er Lands- bókasafnið háskólabókasafn nr. I, þótt lítið sé notað nú orðið af há- skólans mpnnum, en safnið syðra er háskólabókasafn nr. II.. Tví- skiptingin er óheppileg, því að engin leið er til að gera fullkomna verkaskipting með þessum söfnum. Verkaskipting safna í höfuð- staðnpm er sú, að Bæjarbókasafn, mpsta útlánssafnið, hefur hlutverk, sem nær nákvæmlega að þeim landamerkjum, þar sem hlutyerk háskójasafnsins tekur við. En Landsbókasafn hefur eiginlega engin landamæri né hlutverkstak- mörkuh til að miða sína stefnu við. Af því er krafizt alls í öllu. Sér- hver safnmáðuf hlýtur að gera sér ljóst, að • efling Bæjarbókasafns- ins er eitthver mikilvægasta at- riðið í menntamálum höfuðstaðar. Með þeirri efling hverfur einnig skólakrakkaaðsókn af Lándsbóka- safni og mikill hluti útlána. Eftir vérður Landsbókasafn méð sama hlutverk og Háskólabókasafn (nr. II) hefur, auk „muséum“-hlut- verks. Af þessarí orsök og möfgum öðrum trúi ég því,. að í fylling tímans hljóti vísindalegu söfnin tvö að sameinast og það á svipað- an hátt og Guðmundur Finnboga- son landsbókavörður gerði ráð fyrir. Þá verður háskólabókavörð- ur einn af undirmönnum lands- bókavarðarins, og. mætti margt gera til sparnaðar eftir samsteyp- una, en þó einkum til fullkomnun- SUNNUDAGUR ar íslenzkum bókakosti og notend- um til verksparnaðar. Fylgi mitt við þá hugsjón Guðmundar þarf ég ekki mei.r að skýra að þessu sinni. — En þú gléymdir að sýna okk- ur meira af bókageymslunum. — Rétt er það. En ég ætla ekki að bera fágæt rit Benedikts gamla á hræsibrekku fyrir alla. Hann er skuggbrýnn og ekki þjóstlaus eft- ir munnsvip að dæma, þegar þú géngur fyrsta sihni í rökkrið inn fyrir járnhurðina að helgidómi hans. Eirmynd hans kemur þar ellidökk og ljóslifandi móti þér út úr hvítum stapa og varðar alla vegu milli lofthárra bókaskápanna. En ef þú tekur haglegá bundna bók, ef til vill prentaða á Hólum, 1 Hrappsey eða Skálholti, og hand- leikur hana með þeim kenndum, sem opna okkur skilning og hlýju til fortíðarinnar, þá finnst manni eins og hýrni yfir smágeru hrubk- unum í eirsvip Behedikts. Þessar bækur allar gaf dr. Bene- dikt Þórarinsson kaupmaður há- skólarium eftir sig. Þær má ekki lána út úr húsakynnum skólans og einungis með skilyrðum út úr þeim lestrarsal, þar sem mestöll notkun háskólasafns á fram að fara, og jafnan þarf Benedikt að fá sérhverja sína bók inn fyrir járnhurðina að kvöldi, þó að vel •megi aðrár bækur standa um næt- ur við sæti notenda sinna í lestr- arsalnum. Það varð Benedikt ævi- langt starf að safna þessum ritum og búa um til varðveizlu, og gera fáir betur. Þarna er þorri þess, sem út kom á íslándi um daga hans, stórmerkt safn eldri rita, þó'tt eigi sé fyrirferðarmikið, og allniikið af verðmætum bókum er- lendum, sérstaklega um ísland og Norðurlönd. Til hversdagsnotkunar og útlána til þeirra, sem við háskólann starfa, þarf aðalsafnið að ei£nast allar íslenzkar bækur, sem mikið eru notaðar, og fá þær bundnar, sv.o að Benediktsbækur þurfi ekiý, að slitna. Og nú er aðalsafnið áð vaxa óðflu'ga í átt til þess tak- takmarks. Aðrar nýjungar í bókageymslún- um eru upphaf verkfræðideildar, sem nær ekki í fyrirsjáanlegri framtíð yfir annað en nauðsynleg- ar, handbækúr og námsbækur, — tækni höfuðstaðarins verður ef- laust að styðjast við Landsbóþá- safn, — og nokkru meiri vísir, sem kominn er að náttúrufræðilegu bókasafni. Bækur Vísindafélags íslendinga éru geymdar í sérstök- um skápum í safninu og eru megt náttúrufræðilegar. Þegar náttúru- fræðikennsla verður tekin upp við háskólann, fellur sú skylda á safn- ið að halda sþjaldskrá um allar bækur, sem eru 1 notkun atvinnu- deildar háskólans og annarra nátt- úrufræðilegra stofriana. Að minu áliti hljóta allar bækur, sem þær stófnanir og atvinnudeild eiga að vera frá þeirri stundu eign hins sameiginlega bókasafns, eins og bækur guðfræðideildar, heimspeki deildar, lagadeildar og læknadeild ar urðu sameign frá 1. okt. 1940. En í framkvæmd hefur hver deild og stofnun þá óskoraðán notk- unarrétt (lánsrétt án tímatak- marks) til hverrar bókar, sem hún hefur aflað, auk jafnréttistilkalls til allra bóka hins almenna háskóla- safns. Með þessu móti og engu öðru var hægt að skapa Háskóla- bókasafn Íslands, þegar það reis í núverandi mynd, 1. okt. 1940, og með þessu móti einu er reyn- andi að láta það fylgjast með í hinni hröðu útþennslu skólans. Kostir erlendra „laboratorium“- safna og almenns fræðibókasafns eru vissulega auðfengnari með samvinnu en sundrun.

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.