Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 07.10.1945, Blaðsíða 3

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 07.10.1945, Blaðsíða 3
V „Fyrst er sjón og svo er tal —“ segir í vísunni. En hér var það öfugt. Hún heyrði fýrst á tal hans. Og það geymdi hún í hjarta sínu vel og lengi. Helzt til vel. Helzt til lengi. Hún var að hræra í súpunni frammi í eldhúsi. Þá heyrði hún, að hann bauð góðan daginn inpi í borðstöfunni. Kominn að borða fímm mínútum fyrir tólf. Efni í góðan heimilisföður. Húsmóðirin, systir hans, fór að tala Við hann um daginn og veg- inn. Daginn þann í gær. Veginn um Suðurlandsundirlendið. . Hann hafði farið í ferðalag með fleira fólki austur í Fljótshlíð. Komið víða. Séð margt. Borghildur hlustaði. „Þær eru í góðum holdum blómarósirnar í sveitinni", sagði hanri. „Eg sá eina, sem hafði allra laglegasta andlit. En • sá vöxtur! Sú hefur ekki lifað á margaríni“. „Vár hún nokkuð feitari en ég?“ spurði frúin. „Þíi — þú ert nú miðaldra kona. Það er allt annað. Enda var hún feitari“. Borghildur fór að hugsa margt. Frúin var grennri en hún sjálf. „— „Normar-þyngd kvenna —“ hélt hann áfram. Borghildur fór inn með súpuna. Þá fyrst sá hún hann. Hún átti sjálf seinni hluta fimmtudagsins. Stundum lét hún lagfæra á sér hárið. En alltaf gerði hún sér ferð niður á Lands- sithastöð — til þess að stíga á vogina. Einu sinni hafði hún létzt um hálft pund og leit björtum augum á framtíðina alla þá viku. En næsta fimmtudag hafði hún aftur þyngzt um þetta hálfpund. Og tútt ugu grömm í þokkabót. Þetta gekk svona upp ög niðurf og kom víst aðallega af því, að hún átti tvær misþykkar kápúr og var í þeim á víxl. Það var heldur eícki -hægt að sinna neinni líkamsménningu hjá frú Sigríði. Hún tróð matnum í fólk, nauðugt viljugt, og enginn matur þótti henni nógu næringar- mikill. Þar við bættist, að Bbrg- hildur hafði sjálf ágæta matarlyst, Það eina, sem hún gát gert til þess að láta drauma sína rætast, var að borða ekki kvöldinat á fimmtudögum. Sigurbjörn var fyrsti maðurinn, sem hún hafði elskað. Enda engúm manni líkur. Minnti þó ofurlítið á Nonna í Nfesi, þegar hann kom frá kirkju á hvítasunnudag í fyrra, í svörtum jakka, nýklipptur. Hún hugsaði um hann, þegar hann var farinn. Nohni kom affur á annán í hvítasunnu til að spyrja eftir kind- um og var þá 1 sauðsvörtu peys- unni sinni. Hefur sjálfsagt ekki farið í sparifötin aftur fyrr en á jólunum. En Sigurbjörn var alltaf öins óg hann kæmi frá kirkju. Spurði aldrei eftir kindum. Hún var nít-ján ára. Norðlenzk. Hann var Reykvíkingur í þriðja eða fjórða lið. Tólf árum eldri. Tollþjónn. Hann hélt uppi sámræðunum við borðið. Talaði við alla — hvern 115 fyrir., sig. Hjónin — hvort í sínu lagi. Börnin — eitt og eitt. Borg- hildi. G’ékk ekki framhjá rieinum; ; Stundum var hvorugt hjónanná heima, þegar hann kom heim áð drékka ka'ffið. Og börnín áðeins á meðan þau svelgdú mjólk i|r bolla, þá talaði hann við Borg- hildi eina. Sem eðlilegt var, úr-þvi hún var ’éin heimá. Hánri'miriritist þá ekki á vaxtarlág kvenna eðá ,',riormal“ þyngd. Hárin 'talaði. um boékur og menn. Merkár bækui-. ‘ k i M'erká, menn. Ástin er snjöll að lesa m.illi lírta. En hér var ekkert að lésa. Ekki stafuj^, Sigurbjörn talaði Wkki af sér. Sagði að vísú eiriú sinnivað gáfaðar stúlkur ættu að sýna skýn- semina í bví að kunna að velja séi- sæmilega menn. En ekki var það að tala af sér. Öðru sinni sagði hann, að saklausar stúlkuri ættu sér marga óvini. Allár lifaridi ver- ur jarðarinnar eiga sér 'mannirin að óvini. Svo ekki var það að taía af sér. V‘: \ *, . Stundum talaði hann um.ménri- ingu bæjarins. Einkum þó snyrti- mennsku. Afgreiðslustúlka í mat- vörubúð hafði seít bonum' mola- sykur og snert hann (þ. e. sykur- inn) með berum höndum. Þvotfá- húsið „Niagara“ hafði slitið tölu úr skyrtunni hans. Klæðskerar kurinu ekkert til verka. Það gekk Grænlendingum næst. Hann sótti í sig veðrið. — En Borghildur véjt talinu aftur að bókum. Honum var það heilög áivará, allt, sem ,hann sagði um snyrti- mennsku. Og Borghildúr skildi ekkert í því, hvað , smekkvísin hafði legið henni í léttu rúmi hing- að til. Einu sinni kom hann heim með strætsvagni. Þá.háfði hitzt sVd á, að vagnjnn var troðfullur af verkamönnum, sem komu úr vinnu. Sigurbjörn slápp með sirin blettinn á hvorri ermi. ÍUU héilli.

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.