Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 07.10.1945, Síða 5

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 07.10.1945, Síða 5
SUNNUDAGUR 117 Hún fékk sér hatt sem var lík- astur hálfreyttum fugli, nasbitna skó og rauða evrnalokka. En þess hefði ef til vill ekki þurft. Hún var alltaf að mjókka. Ekkert kven- skraut hafði dugað, áður en hún véiktist. Höggmynd eftir norska myndhöggvarann Vigelund Stofan var ljósgræn og há undir loft. Stormurinn stóð inn um opna gluggana. Ef ekki var gengið var- léga um, skelltu hurðirnar með hávaða og braki eins og björgin væru að klofna. Þarna lágu sex konur í rúmum sínum. Tvær mikið veikar, þrjár, sem fylgdu fötum — og svo Borg- hildur sjálf, s'tm vissi óglöggt um heilsufar sitt enn. Hún var orðin nógu kunnug til þess, að hún hafði heyrt mörg dæmi um það, hvernig getUr brugðið til beggja vona. Sumir höfðu farið fullhraustir eftir eitt misseri. Aðrir höfðu verið í mörg ár, og áttu ef til vill eftir að vera í mörg ár enn. Sumir dóu. Og það vildi hún auðvitað sízt. Hún hafði fengið að fara á fætur í dag., Kjóllinn hennar var of þröngur. Og hún hafði þyngst,um sex pund — sagði hjúkrunarkonan sigri hrósandi. Nú var hún háttuð aftur. Það var verið að bera inn kvöldmatinn. „Þú verður að borða allan graut- inn, fyrst þú fékkst að fara á fæt- ur,“ sagði hjúkrunarstúlkan bros- andi við Borghildi. „Einn spónn fyrir mömmu —“. Og hún lézt ætla að fara að mata hana. Borghildur viknaði við. Hún hafði ekkert munað eftir mömmu sinni, þegar hún var að óhlýðnast frú Sigríði. -— Og eftir allt saman hafði hann ekki heimsótt hana. Ástin er vonarpeningur — vita þeir, sem reyna, hugsaði hún. En hafragrautnum ætlaði hún að ljúka í trú á sigur lífsins. Læknirinn kom inn. „Þér eruð orðin eins og blóma- rós úr sveit,“ sagði hann. Og það var ósvikið lof á hans tungu. Hann hafði allt aðrar hugmyndir um, hvað væri „normalt“ en Sigur- björn tollþjónn. O. G.

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.