Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 07.10.1945, Blaðsíða 4

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 07.10.1945, Blaðsíða 4
SUNNUDAGUR ,116 Hann áleít,' að Strætisvagnafé- lagið væri Íandi og þjóð til minnk- unnar — ætti að hafa sérstaka vagna handa vinnuklæddum mönnum. Hann drap jafnvel á þann möguleika, að verkamenn hefðu fataskipti á vinnustaðnum. „En hvernig væri að flytja aðra farþega í pappírsumbúðum?“ spurði húsbóndinn. Þær frú Sigríður og Borghildur náðu í skyndi í steinolíu, benzín blettavatn, salmiaksspíritus og terpentínu — ásamt pressujárni, heitu vatni og þremur burstum af mismunandi gerð. En til allrar guðs lukku var þetta bara mold og hristist af, því að blettirnir voru orðnir þurrir. Þetta hafði þó tafið hann. Hann var stundvís og bað systur sína að hringja eftir bíl, á meðan hann lauk við kaffið. „Frá „Hraða“ eða „Eldingu?" spurði hún. „Þeð eru hreinlegri bílar hjá „Hraða“ svaraði hann. Enn fór Borghildur að hugsa margt. Það var í fyrrahaust. Hún stóð á Vegamótunum og var að bíða eftir áætlunarbílnum. Þá kom vörubíll, sem var að flytja slátur úr kaupstaðnum. Tveir piltar, sem hún þekkti, stóðu á pallinum. Þeir kölluðu til hennar og buðu henni að vera með. „Það er ókeypis hérna á fyrsta farrými“, sögðu þeir. Og svo drógu þeir hana upp á bílinn. Vegurinn var vondur og blautur. Bíllinn skjögraði og skalf. Þau sátu innan um kindarhausa og gorvambir. Hún var bara í gamalli regnkápu og vaðstígvél- um. Sá ekki á svörtu. Þau skröf- uðu og hlógu. Skemmtu sér kon- unglega. Þetta voru eiginlega bara dreng- ir. Fermingarbræður hennar. Átján ára. Hún skildi ekkert í því nú, hvað það var, sem henni hafði þótt svona gaman. Eikki var snyrtimennskan. Einn góðan veðurdag kom alvara lífsins og drap á dyr. Hún kom þó ekki í biðilsgervi. Svo alvarlegt var það ekki. Heldur var það dauð- inn með reiddan ljáinn, sem stóð við rúmstokkinn hennar — ekkert snyrtilegur. „Lungnabólga", sagði læknirinn í fyrsta sinn, sem hann kom. „Vottur af brjósthimnubólgu“, bætti hann við næst. Hún lá í sex viikur. Þegar hún kom á fætur og stóð frammi fyrir speglinum í forstof- unni, ætlaði hún varla að þekkja grönnu, liðlegu stúlkuna, sem hún sá. Þessi nýja stúlka var föl og stóreyg með dökka bauga um aug- un. Þetta var stúlka, sem lítandi var á. Hún var ekkert nema sálin. „Góða Borghildur“, sagði frú Sigríður. „Þú ert eins og beina- grind. Þú verður að fita þig. Það getur staðið á lífi þínu“. Lífið! Hún var að hugsa um ást- ina, hvað sem lífinu leið. Vinstúlk- ur hennar sem alltaf höfðu sagt í huggunarrómi, að hún væri „rétt mátulega feit“, ráku nú upp undr- unaróp og sögðu í hjartans ein- lægni: „Jesús Kristur! Hvað þú hefur slankazt! Þetta klæðir þig svo vel“. Þær sóttu málband. Sex- tíu og sex centimetrar! Og ekki hafði hún verið nema fjóra daga á fótum, þegar Sigur- björn bauð henni á bíó. Þegar þau l^omu þaðan út, horfði hann á hana í laumi, þar sem hún var að lag- færa á sér hattinn frammi fyrir spegli, grönn og tíguleg. Þá hugs- aði hann sig ekki um lengur og bauð henni á „Borgina". Þar sat hún í sælli leiðslu á móti honum við borð, með rjúkandi kaffi og rjómakökur fyrir framan s:g. Hann sagði henni deili á- helztu mönnum bæjarins. Þama voru heildsalar, útgerðarmenn, þingmenn, allavega skáld og lista- menn, blaðamenn, prófessorar, dós- entar og jafnvel Petsamofarar. Hún hafði einu sinni komið hér áður með vinstúlku sinni. En þær þekktu enga merka menn. Þau sátu þarna í ilmsterkum tóbaksreyk, við dynjandi hljóð- færaslátt, innan um frægð og andagift og töluðu um skáldskap, nýjar fræðibækur og merkismenn sögunnar. Aftur á móti heyrði hún að tveir prófessorar við næsta borð voru að tala um, hvað þeir hefðu feng- ið að borða á ferðalagi um sumar- ið. Þau héldu af stað heim undir stjörnubjörtum himni. Og framtíð- arvonirnar glitruðu eins og jóla- tré. — Hann sagðist raunar ekki sækja oft dansleiki. En — karla- kórinn „Lómar“ ætlaði að hafa skemmtun. — Hann var í kórnum. Þá datt honum allt í einu í hug, að henni gæti orðið kalt. Og þá tóku þau sér bíl frá „Hraða“ og óku heim. „Elsku, góða Borghildur mín“, sagði frú Sigríður. „Þú ert alltaf að horast. Þú lifir ekki lengi með þessu móti. Hérna læt ég rjómann þinn. Góða nótt“. Það hefðu ekki allar konur ver- ið svona örlátar á rjómann, eins og hann var orðinn dýr. Og ekki áttu vinstúlkur Borghildar húsmæður, sem voru að skipta sér af því, hvort þær lifðu lengur eða skem- ur. Þær um það. En Borghildur Jiellti úr -rjóma- bollanum saman við mjólk, sem var í könnu. Hún var að hugsa um dansleik:nn hjá karlakórnum. —

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.