Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 07.10.1945, Blaðsíða 8

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 07.10.1945, Blaðsíða 8
120 SUNNUDAGUR Flugvélar og herskip búin RADAR Ilér að ofa sést Avengf: sprenvjuflugvél ' úr bandaríska flotanum fljúga yfir 27 þús. tonna herskip. * * Bæði flugvélin og herskipið eru búin RADAR tækjum. — Miðunartæki her- skipsins sjást bera við loft á skipinu.Fallbyssur skipsins eru einnig búnar RADAR-tækjum. SMÆLKI Þa5 er frcð'.egt og oft í frásögur fært. hva5 menn taka til bragðs, þegxr þeir vinna of fjár í happ- drœtti. Eitthvert arðvœnlegasta happ- drætti, sem völ hefur verið á, var írska „Sweepstake“-veðreiða havv- drættið. Vinningurinn var 600.000 króna. Arið 1933 vann ungverskur mat- re.ðúumaður í New York þessa upphæð. Blöðin birtu síðan fregn- ir af því, hvernig honum on fjöl- skyldu hans hefði orðið við: Konan fór að hágráta. Maðurinn kom engu o? ðuvp í langan tíma, en klapvaði konunni á kollinn og horfði úi í bláinn. Börnin æptu og öskruðu af kœti. þar til foreldr- arnir komu til sjálf sín aftur og fóru að siða þau. Og 'hvernig þau vörðu pening- unum? Þau löqðu þá í svarisjóð og maðurinn hélt áfram að vinna í hóteleldhúsinu, þar sem hann hafði atvinnu. Símastúlkan í New York, sem vann i „Sweepstake“-happdrœtti, hljóp ekki af sér hornin fremur en matreiðslumaðurinn. Myndir af henni birtust í blöðunum og brá nú svo við að hún fékk bónorðs- bréf frá allflestum ógiftum mönn- um, sem húri þekkti, og fjölda annarra, víðs vegar um heim, sem lýstu því með hjartnæmum ovðum hve fögur hún vœri á myndinni. Einnig sóttust bæði menn og kon- ur svo eftir vináttu hennar, að símastöðin varð að gera varnað- arráðstafanir til þess, að mörg hundruð manns gerði sér eklci er- indi þangað, til að tala við hana „örfá orð.“ En stúlkan lét sem ekkert hefði í skorizt, hélt starfi sínu áfram og leit út fyrir að vera alvörugefin og stefnuföst piparmey, þegar síð- ast fréttist. En til eru dœmi um menn, sem ekki hafa stillingu til að „ganga hœgt um gleðinnœr dyr.“ Meðal þeirra var írskur piltur, verka- maður við jarðgangnagröft í Ameríku, að nafni Mike Ferry. Hann vann í „Sweepstake“-happ- drœtti. Það fyrsta, sem hann gerði, var að halda félögum sínum dýrð- lega veizlu. Þar nœst fór hann til írlands, ásamt þremur vinum sín- um, á dýrasta farrými. Þegar hann kom heim í þorpið, þar sem hann var uppalinn, bauð hann ölium þorpsbúum til veizlu. Þar var sungið, drukkið og dansað i fjóra sólarhringa. Það sem þá var eftir gaf hann fátœklingum þorpsins. En þeir félagar sigldu aftur til Ameriku á þilfari, við þröngan kost og tóku vinnu sína í jarð- göngunum upp aftur. „Nú hef ég skemmt mér svo vel, að ég iðrast þess ekki á með- an ég lifi,“ sagði Ferry. „Látum aðra grafa fé sitt. En vinni ÉG aftur í happdrætti, fer ég til ír- lands og held nýja veizlu.“

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.