Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 04.11.1945, Blaðsíða 1
2. árg. 19. tölublað. 4. nóvember 1945.
Einar Long á Hallormsstað
Það var eiginlega ætlun mín að
skrifa greinarstúf þenna fyr'r 14.
október, en það hefur farizt fyrlr,
svo hann birtist nokkru seinna en
til stóð. Tilefni hans er ferðalag
mitt austur á Fljótsdalshérað s. I
sumar, eða öllu heldur maður sem
ég kynntist lítilsháttar austur í
Hallormsstaðaskógi.
Svo er mál með vexti að við
héldum austur þangað skömmu eft
ir miðjan júlí kona mín og ég.
Ferðin hófst á Akureyri og var
ekið 11 Húsavíkur og þaðan aust-
ur Kelduhverfi^ og lagt á FjöUin.
Fögur var fjallasýnin til suðurs
þegar austar dró, en ærið ömur-
legt um að litast á öræfum þeim*.
Á Möðrudalsöræfum komu mér í
hug margar sögur sem ég las í
æsku. Sízt hefði m'g þá fýst að
ferðast um þær slóðir. Eftir frek-
,ar erfiðan akstur komum við nið-
ur í Jökuldalinn. Eg hafði alltaf
trúað bví að bar hlyti að vera kalt
og hrjóstrugt. Mér þótti nafnið
benda til þess. Svo var nú ekki
eins og þeir vita, sem þar
*) Eg treysti mér ekki til að lýsa
neinum bæjum eða fjöllum. Eg bíð
eftir því að Árni Óla lýsi þessum
slóðum af alkunnri snilld og þekkingu.
kunnugir. Þetta e.r blómlegt hérað,
og flestir bæir vel hýstir.
Eft.r næturdvöl á Egilsstöðum
héldum við til Hallormsstaðar,
fegursta og stærsta skógarins sem
ég hef séð á íslandi. Þar reistum
við tjald í fögru rjóðri nálægt
bergvatnsá sem fellur af miklum
hraða niður í Lagarfljót. Veður var
yndslegt þessa viku sem við
dvöldum í skóginum. Þar hittum
við tvo ágæta vini úr Reykjavík,
Sigurð ljósmyndara Guðmundsson
og Finn verzlunarmann Sigurjóns-
son. Auk þess kynntumst við
tve'm prýðilegum stúlkum frá Ak-
ureyri, Stefaníu og Unni, er vinna
í prentverki Odds Björnssonar.
Þau bjuggu öll í húsmæðraskólan-
um, en þar keyptum við öll fæði.
— Já, húsmæðraskólinn hennar
frú Blöndal. Eg treysti mér ekki
tll að iýsa honum. Lega hans,
byggingarlag og allt skipulag innra
o,g ytra er með slíkum ágætum,
að skólinn verður að sjást, ekki
lýsast. Þar er fordyri mikið eða
gestaskáli þar sem kaffi cg léttar
veúingar eru framreiddar. Sátum
.v.’ð þar stundum hjónin og vina-
fólk okkar.
Fyrsta daginn er við sátum þar
Einar Long.
í stofu, vindur sér inn maður,
nokkuð við aldur og kastar kveðju
á viðstadda. Hann var í hærra
meðallagi, þrekinp og vel limað-
ur, augun brún og Ijómandi, efri-
várarskegg og hökutoppur breiður,
farinn að grána. Allur var maður-
'nn hinn fyrirmannlegasti, snar í
hreyfingum og bjó sýnilega yfir
mikilli speki öldungsins sem hefur
lifað margt, heyrt vel og haft
skarpa sjón. Eg tók að spyrja
hann um ýrnsa hluti í sambandi
við héraðið.
Eftir að hafa leyst gáfulega og
með miklum fróðleik úr spurning-
um mínum, lék mér forvitni á að
vita e tthvað um manninn sjálfan.
Hann kvaðst heita Einar Long og
Framhald. á bls.152.