Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 04.11.1945, Síða 3

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 04.11.1945, Síða 3
Ingimundarson sonur ekkjunnar í Hleiðargarði og Þórdís dóttir ekkjunnar í Tjarnarlandi. Þau voru öll á svipuðum aldri, gengu saman til prestsins á Eiðum því það var skemmra fyrir Dísu en að Hjaltastað. Öll voru þau efnileg. Jón var dökkhærður, . móeygur, glæsilegur unglingur. Sigfús bjart- ur, bráðþroska og snemma þrek- mikill. Um Tjarnarlandssystur Þór dísi og Steinunni var haft eftir Wiium sýslumanni, að þær væru fríðastar konur á Austurlandi. Jóni vpr mjög sýnt um allar smíðar. Sigfús var kallaður íþróttamaður. Þeir voru mjög ólíkir, en mjög samrýmdir. Þau felldu hugi saman í æsku Jón og Þórdís, en fór þó leynt, því, Hleiðargarðsfólkið var fátækt. Jón komst til járnsmíðanáms í Kaupmannahöfn fyrir meðmæli kaupmanns. Átti hann að vera þar tvö ár. Þótti honum þá sem ha,nn hefði leitað sér þess frama sem hann þyrfti, til þess að leita gjaf- orðs við Þórdísi. Nú varð það sam- komulag þeirra þriggja, að Sigfús skyldi vera milligöngumaður með bréf á milli þeirra Jóns og Þór- dísar. Var þetta aUt með mikilli leynd ráðið. Svo leið hátt á annað ár. Bréfin gengu milli þeirra gegnum hendur Sigfúsar. Jón kom sér ágæta vel hjá sínum meistara og lét hann hjð bezta af sér; þóttist þó enn ekki hafa lært nógu mikið. Við þessi trúnaðarmál uxu kynni þeirra Fúsa og Dísu og er Jón lét í Jjós áform sitt að dvelja í Höfn þriðja árið hvíslaði andskotinn því að Sigfúsi, að misfara bréf- unum. Taldi síðan Þórdísi trú um, að Jón væri henni afhuga o*g mundi ei framar koma hér til lands. Svo fór að hún lagði trúnað á þetta. Fólk þeirra var þess fýs- andi að þeirra ráðahagur tækist SUNNUDAGUR Og þriðja haustið giftust þau og tók Sigfús þá við búi á Tjarnar- landi. En um vorið kom Jón og saknaði nú vinar í stað og varð þungt í skapi. Þóra fleygði skónum til drengs- ins; Hana! Lommér sjá hinn garm- inn. Drengurinn leysti af sér hinn skóinn og fékk henni. — Grunaði mig ekki. Þessi er sosum lítið betri en hinn. — Það var sagt að þau Þórdís og Jón hefðu hitzt við Eiðakirkju um vorið og hann hefði kallað hana á eintal að kórbaki og bríxlað henni um brigðmælgi við sig. Munu þau þá bæði hafa komizt að hvernig í öllu lá. Talað var, að kólnað hefði hjónaband þeirra Sigfúsar upp frá því. Hneigðist hann þá enn meira til víns, en hann var nokkuð drykkfelldur áður. Ekki vissu menn til, að þeir fornvinirnir töl- uðu §aman. Þá var það um haustið að ^g- fúsi varð vant tveggja hrossa. Þótt ist hann vita að þau hefðu leitað inn í sveit til átthaga sinna. Hann kom síðla dags að Hleiðargarði, hitti smala þar á túni og spurði að hrossunum en varð einskis vísari og er hann sneri brott, kom Jón út í smiðjudyr sínar, kastaði kveðju á hann að fyrra bragði og bauð honum að sjá smíðar sínar. Sigfús þáði boð hans og var Jón léttur í máli, tók upp tveggja potta tunnu af brennivíni. og báuð hón- ,um. Sagði að þeir skyldu láta alla fáleika falla niður milli sín, „því það er komið sem kömið er og minnumst ekki á það“. Drukku þéir fyrst í smiðjunni, en Jón mun aðeins hafa bragðað á, enda var hann ekki vínmaður. Síðan bauðst hann til þess að koma með honum í hestaleitina. Brá hann sér bak við smiðjualflinn áð- 147 . ■ ■ i.-.... ur en þeir fóru og stakk á sig hlut nokkrum. Heimafólk á Hieiðargarði mun ekki hafa orðið vart við burtför þeirra. Sigfús hafði snærishönk í hendinpi. Jón tæmdi kútinn á flösku og var hún vel full. Síðán héldu þeir vestur í Eiðaskóg. Jón kom seint til húsa um kvöld- ið. Sagðist hafa verið lengur í smiðju en hann ætlaði sér og hátt- aði þegar. En Sigfús kom ekki heim þessa nótt og hvergi til bæja. Leið svo næsti dagur og ekki fréttist af honum. Var þá farið að leitá ag fannst hann loksins, einmitt á þess- um sama bala sem við sitjum nú á. Hann var steindauður og stirðn- aður fyrir löngu. Leit svo út, sem hann hefði sofnað, þar út úr drukk inn og tóm vínflaska lá þar hjá honum. Þótti þetta með ólíkind- um um svo hraustan mann, þó kaldar væru orðnar næturnar. Var líkið flutt he!m að Tjarnarlandi og búið til greftrunar. Orðasvejmur gaus upp síðar um það, að þeim mæðgum hefði orðið sundurorða við kistulagninguna. Minntust menn þessa orðasveims síðar. Jarðað var á Hjaltastað. Faðir Sigfúsar mun þá hafa verið flutt- ur að Rauðholti — næsta bæ — og þar gisti móðir Þórdísar og va.f sagt, að faðir Sigfúsar og hún hefðu setið á einmæli fram eftir nóttu. v ■ . Var nú allt kyrrt um sinn, Um veturinn brá Rauðholtöbóndinn sér í kynnisför til Norðfjarðar. Hann mun hafa átt tal við Brynj- ólf son Gísla á Höskuldsstöðum í Breiðdal. Gísli var þá fullmektug- ur fyrir sýslumann, en var orð- !nn gamall og vildi . víst gjarnan hliðra sér hjá langferðum. Svo samdist milli þeirra feðga að Brynj pl.fur skyldi þinga í Útmannasvéit og Eiðaþinghá um vorið.

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.