Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 04.11.1945, Blaðsíða 4

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 04.11.1945, Blaðsíða 4
148 SUNNUDAGUR Lagarfljót og Hallormsstaðaskógur Sjá grein á bls. 145 og 152. — Ljósmyndirnar tók Siguröur GuÖmunds- son Ijósmyndari. er gekk bar hjá, hafi haft þau um- Brynjólfur fór upp yfir laust fyrir þing og gisti í Rauðholti. Sagt var að þeir Brynjólfur og faðir S'gfúsar hefðu farið nótt eina fyr- ir þingið á Eiðum að Hjaltastað og grafið upp lík Sigfúsar, og væri það óskemmt í kistunni. Fundu þeir áverka, sem stunga væri, und ir vinstra herðablaði Sigfúsar og virtist þar járn inni fyrir. Skáru þeir til járnsins og náðu. Var það stingvopn þrístrent, líkt því sem sagt ér að útlendingar kalli „stíletó“ og stóð gegnum hjartað og hafði verið brotið af skafti í sárinu. Stað festist nú grunur sá er þe'r höfðu haft á Jóni Ingimundarsyni og móðir Þórdísar mun fyrst hafa vakið upp. Riðu þeir síðan til Eiða og mættu bændur á þingi og með- al þeirra Jón smiður frá Hleiðar- garði. Lét Brynjólfur þegar taka hann höndum, bar á hann glæpinn og sýndi vopnið. Hann mun þegar hafa meðgengið. Tjarnarlands- mæðgur synjuðu bess, að hafa veitt áverkanum eftirtekt við lík- þvottinn. Síðár gaus upp sú saga að gamla konan hefði rannsakað likið nóttina áður en kistulagt ,var og síðan sagt föður Sigfúsar grun sinn. Brynjólfur lét hinsvegar berast út þá sögu að Sigfús hefði vitrazt honum í draumi og sýnt sér stunguna í bakið og sagt: Svona fór hann Jón vinur minn með mig. Jón meðgekk að hafa smíðað vopnið sjálfur og sætf færis við Sigfús. Fyrst hefði hann ætlað að gera hann út úr drukknn en svo hugkvæmdist honum að fá Sig- fús til að þreyta við sig glímu og ýmsar aðrar íþróttir hér í rjóðr- inu. Hafði Sigfús jafnan betur í þeim öllum þó drukkinn væri. Þá spurði Jón, hvort hann kynni að leysa sig úr Tyrkjaböndum. Hann kunni það ekki og var ófús að leyfa Jóni að binda sig. Jón hló þá og sagðist vel þora að leyfa honum að binda sig. Batt Sigfús hann þá rammlega á höndum og fótum, en Jón leysti sig fljótt og hældist um, að þarna væri hann honum snjallari. Sigfús féhst nú á að reyna og leyfði Jóni að binda s'g. Skipti það þá engum togum að Jón velti honum á grúfu, fletti hann klæðum á bakinu og stakk hann undir vinstra herðablaðið með vopni sínu, sem hann hafði leynt í barmi sínum. Dó Sigfús þegar, en Jón lét vopnið standa í sárinu bar til líkið hreyfðist ekki, braut hnífinn af skafti og blæddi aldrei úr sárinu. Síðan leysti hann Sigfús og bjó þannig um, að út liti sem hann hefði dáið eðlilegum dauða. Jón Ingimurdarson var háls- höggvinn á Alþingi og höfuð hans sett á stöng, eins og venja var til. Sagt er að e;n hefðarfrú mæli að það væri grátlegt að sjá jafn fagurt höfuð sæta svo hrylli- légri meðferð. — Og þarna hef- urðu söguna og hérna er skórinn þinn. Eg held ég sé alveg gahn, að slóra svona. Það verður líklegast allt háttað á Eiðum. Reyndu svo að koma þér af stað rýjan mín og leitaðu vel í Grafartöngunum. Þar voru að nfnnsta kosti tvær kind- ur svo blakkar á bjórinn, að það gætu vel verið kvíær. Gamla konan stóð snögglega upp, dustaði af pilsinu sínu, kast- aði lauslega kveðju á drenginn og gekk léttilega af stað. Drengurinn hafði nú bundið á sig skóna; hann stóð einnig á fæt- ur og hraðaði sér í gagnstæða átt. Hann þóttist nú viss um að finna ærnar einmitt í Grafartöngunum. Einar ‘Sveinn Frímanns.

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.