Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 04.11.1945, Blaðsíða 5

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 04.11.1945, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 149 Skúli Guðjónsson: HEIMLEIÐIS Það var í fyrravetur, þegar ég starfaði með Játvarði Jökli, sem ritari bændaráðstefnunnar, sællar minningar, að hann hefst upp úr eins manns hljóði og hvíslar að mér: Eg er nú farinn að hugsa um Kerlingarskarðið. Eg gapti af undrun eitt andartak og mér flaug e'tthvað í hug, sem ekki verður sett á prent. En svo áttaði ég mig og minntist þess, að vest- ur á Snæfellsnesi er fjallvegur sem heitir Kerlingarskarð. Yfir þennan fjallveg þurfti Játvarður að fara til þess að komast heim til sín á Miðjanes. En þegar ég las svo ferðasögu Játvarðar í Þjóðviljanum nokkru síðar, þar sem hann skýrir frá að hann hafi sloppið slysalítið gegnum skarðið og alla leið heim, þá vaknaði hjá mér löngun til þess að segja mína sögu, svo ekki hallaðist á truntunni. Eg var að flækjast í Reykjavík nokkra daga eftir að Jökull var farinn, fyrst á flokksþinginu og síðar v;ð að ganga frá greinar- korni fyrir Tímarit Máls og menn- ingar. Kvöldið sem útvarpsumræðurn- ar hófust labbaði ég með handritið til Kristins. Þá var Hermann byrj- aður að tala. Það var kominn í mig ferðahugur, svo ég nam ekki orðin, skynjaði bara raddblæinn. Mér fannst hann fjandi grimmur. Vafalaust hefur hann.verið að tukta til ríkisstjórnina. Ekki var ég laus við Hermann, þótt ég kæm- ist út á götuna. Hann talaði út um hvern glugga vestur alla Njáls ! götu. Þá fannst mér hann dulúfg- ur og spámannlegur, líkt og hann væri að segja fyrir te'kn á sói og tungli, eða jafnvel boða komu dómsdags. Vafalaust hefur hann þá verið að spá hruninu. Síðast heyrði ég til hans neðarlega á Skólavörðustígnum. Þá fannst mér hann vera orðinn meyr og blíður cg mér flugu í hug orð Hallgríms sáluga Péturssonar: Lætur hann lögmál byrst lemja og.hræða. Eftir það fer hann fyrst að fr'ða og græða. ‘ Sennilega hefur hann þá verið að bjóða hinn vihuráfandi lýð velkominn í náðarfaðm Framsókn- ar, eftir hrunið. Þegar ég kem í Garðastræti 19, en þar hafði Halldór Jakobsson vistað mig hjá ágaótu fólki, af vís- dómi sinnar náðar, var einhver kommúnisti kominn í útvarpið. En ég léði honum ekki eyra frem- ur en Hermanni, því hugurinn var kominn norður í Hrútafjörð, Eg fór að taka saman draslið m'tt, sem var orðið býsna mikið. Fólkið, sem ég hafði flutt smjör- pinklana til, að norðan, þurfti að endurgjalda þá og senda pinkla til baka. Sumt hafði meira að segja haft upp á dvalarstað mín- um með alveg óskiljanlegum hætti. Þetta drasl lá nú umhverfis mig í flekk, þó ég væri búinn að fylla þrjár töskur. Þá sótti húsbóndinn stóran poka niður í kjallara. Við tróðum hann fullan og reyrðum fyrir líkt og blóðbelg. — Eg var alltaf að vakna um nótt'na af ótta við Vlað að é® «fvæfi of 'engi og yrði strandaglógur. Hrísla í Hallormsstaða.skógi. Það rifjuðust upp fyrir. mér sögur um fólk sem hafði orðið stranda- glópar af því að það svaf yfir sig. Einu s'nni, endur fyrir löngu, sváfu tveir menn að norðan einni minútu of lengi. Báturinn var að leggja frá, þegar þeir komu. Þeir báðu skipstjórnarmenn að leggja að aftur, en fengu þau svör, að þetta væri þeim mátulegt fyrst þeir hefðu verið svoria lengi að kyssa kvenfól'kið. Þeir komust samt með fiskibát upp á Akra- nes, en urðu að ganga þaðan alla leið norður í land. Klukkan 15 mín. fyrir sjö stend ég svo með alU drasl'ð á götunni fyrir utan Garðastræti 19. Bíllinn sem ætlar að flytja mig ofan á hafnarbakkann er enn ókominn. Mínúturnar líða hver af annarri. 10 min. þangað til skiDið fer. Skyldi nú bílstjórinn hafa sofið yfir sig og ég verða strandaglóp- ur eftir allt saman? — Eg hleyp af stað niður á Vesturgötu — en þar átti ég bílstjórans von. En þá kemur maður skálmandi upp strætið og gengur að einum bún- t

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.